Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 1
Sjálfstæðisflokkurinn sigurvegari í Reykjavík: Með þriðja mesta fylgi í hálfa öld —Kvennaf ramboðið náði þriðju hæstu atkvæðatölu framboðslistanna f imm Sjálfstæöisflokkurinn varö óumdeildur sigurvegari í borgar- stjómarkosningunum í Reykjavík á laugardaginn, fékk 52,5% at- kvæða og 12 af 21 borgarfulitrúa. Flokkurinn fékk 47,4% 1978 og 7 fulltrúa af 15. Þá náöi Kvennaframboðiö þriöju hæstu atkvæða- töhi framboðslistanna fimm, fékk 10,9% og tvo fulltrúa. Alþýðu- bandalagið fékk nú 19,0% og 4 af 21, en fékk 1978 29,8% og 5 af 15 borgarfulltrúum. Framsóknarflokkurinn fékk 9,5% og 2 af 21, en 1978 9,4% og einn af 15. Loks fékk Alþýðuflokkurinn nú 8,0% og einn af 21 en 1978 13,4% og 2 af 15. Atkvæðahlutfall Sjálfstæðisflokksins nægði honum að sjálf- sögðu til hreins meirihluta. Það er þriðja mesta fylgi flokksins í Reykjavík síðan 1934, aöeins 1974 og 1962 fékk hann meira fylgi, 57,8% í hvorum kosningunum. Hér á eftir fer samanburðarlisti yfir atkvæðatölur flokka (lista í Reykjavík í fernum síðustu borgarstjórnarkosningum, fulltrúa- tala fylgir atkvæðatölunum: 1982 1978 1974* 1970 Alþýðufl. 3.949-1 8,0% 6.250-2 3.034-1 4.601-1 Framsfl. 4.692-2 9,5% 4.368-1 7.641-2 7.547-3 Sjálfstfl. Alþbl. Kvennafr. S.f.o.v. 25.879-12 9.355-4 5.387-2 52,5% 19,0% 10,9% 22.100-7 13.864-5 26.973-9 i 8.512-3 20.902-8 j 7.167-2 3.106-1 Þetta eru þeir flokkar (listar) sem fengið hafa kosna borgar- fulltrúa í siðustu fsmum kosningum. Árið 1974 er fært undir Al- þýðuflokkinn sameiginlegt framboð hans og Samtaka frjáls- iyndra og vinstri manna. HERB Ptr tókstþaO, Davfðl Birglr Islaifur Gunnarsson og DaviO Oddsson féllust I faOma er IJÓst var aO SjátfstmOisfíokkurinn hafOi endurheimt meirihlutun, í Reykjavik. (DVmynd: Einar Ólason) Kosninga- úrslitábls.2,4, 14,19,30,31 og42 Viðtöl við Kristján Benediktsson, Ingi- björgu Sólrúnu Gísladótturog Sigurð E. Guðmunds- son á bls. 18 115. TBL. — 72. og 8. ÁRG. — MÁNUDAGLR 24. MAÍ1982. ftfálsl, éháð dagblað Sjálfstæðisflokkurinn með hreinan meirihluta í borgarstjóm á ný: „Byrjum á aö gera úttekt á fjármákmum” —segir Davíð Oddson, sem tekur við sem borgarstjóri á f immf udaginn „Það eru allmörg verk sem við blasa. Við munum byrja á að gera út- tekt á fjármálum borgarinnar, sem standa mjög illa. Það er ekki til fjármagn til að greiða umsamdar verðbætur á laun fram að áramótum. Siðan munum viö snúa okkur að skipu- lagsmálunum og undirbúa brotthvarf frá því að byggt verði við Rauöavatn. Það eru einnig fáar byggingalóðir tilbúnar í Reykjavík og þeim þarf að fjölga þannig að nægilegt framboö verði,” sagðiDavíð Oddsson, nýkjörinn borgarstjórí í Reykjavík er hann var spuröur hver yrðu hans fyrstu verk í því embætti. Sjálfstæðismenn hafa farið fram á sérstakan aukafund í borgarstjóm nk. fimmtudag til að ganga frá stjómar- skiptum og þá verður kosinn borgar- stjóri, forseti borgarstjórnar og varaforsetar og í borgarráð. Þeir hafa nú hreinan meirihluta í borgarstjóm, 12fulltrúaaf21. Er ekki frágengið að Albert Guömundsson verði forseti borgar- stjórnar? „Það er ekkert frágengið í þeim efnum. Við sjálfstæöismenn munum koma saman og ræða þessi mál í okkar hópi. Viö komum saman í fyrsta sinn í dag og munum ákveða þetta á fundi á miðvikudag. En það er ekki óeðlilegt að mönnum detti í hug að Albert verði forseti borgarstjórnar því að hann var fyrsti varaforseti í síðustu borgar- stjórn S jálfstæðisflokksins.” En hverju vill Davíð helzt þakka þennan sigur. „Ég þakka þennan sigur fyrst og fremst sterkri stöðu Sjálfstæðisflokks- ins í borgarstjórn. Vinstri flokkarnir vom okkur einnig mjög hjálplegir. Störf þeirra og stefna gaf fyllilega til kynna að skipta þyrfti um meirihluta í borginni. Þá var kosningabarátta Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks ákaflega sérstök. Taumlausar árásir forystu- manna Alþýðuflokksins á Sjálfstæðis- flokkinn, með orðavali sem ekki hefur tíðkazt í íslenzkum stjórnmálum í tvo til þrjá áratugi, átti mikinn þátt í hversu illa fór fyrir flokknum. Slagorð Framsóknarflokksins virt- ust vera sótt á einhverja auglýsinga- stofu og voru ekki í neinu samræmi við fyrri stefnu flokksins. Alþýðubanda- lagið sat uppi með „samningana í gildi” og allan sinn auma feril í þeim efnum. -OEF Alvegsátturvið þessi úrslit — segir Egill Skúli Ingibergsson Egill Skúli Ingibergsson er enn borgarstjóri í Reykjavík en situr þó varla mikið lengur úr þessu miöaö viö úrslit kosninganna um helgina. Hann var ráðinn til starfans af vinstri meiri- hlutanum og er fyrsti ópólitíski borgar- stjórinn sem hér hefur starfaö. Hvað finnst honum um úrslitin? „Eg held að ég sé alveg sáttur við þau. Það benti allt til þess að svona mundi fara. Minn ráðningartími er nú á enda, en ég losna þó ekki fyrr en haldinn hefur verið fyrsti fundur í nýrri borgarstjórn. Það bendir allt til þess að það verði á fimmtudag svo þá get ég kvatt stólinn.” Hvernig þótti þér sú umfjöllun sem þú og þitt embætti fenguð fyrir kosningarnar? „Mér fannst þetta nú hálfgerður klaufaskapur í stjórnmálamönnunum að leggja slíkt ofurkapp á mikilvægi minna starfa í staö þess aö ræða önnur og mikilvægari málefni.” Sérðu eftir borgarstjórastólnum? „Þetta hefur verið skemmtilegt og viðburðaríkt tímabil. Borgarstjóra- starf er þess eðlis að þar koma aldrei dauðir punktar, sífellt er verið að fást við eitthvað nýtt og alltaf nóg að gera. Eg sé ekki eftir embættinu sem slíku, frekar þeim fjölbreytileika sem starfiö býðuruppá”. Hvað tekur svo viö? „Það er nú alveg óljóst ennþá. Sem verkfræðingur hef ég alla tíð unniö að störfum sem tengjast virkjunar- málum, en það er ómögulegt að segja hvaðframundaner.” .jg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.