Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MANUDAGUR 24. MAl 1982. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur -s ff Stýringin á kartöfíusölunni er röng,” „Vegna sífelldra blaðaskrifa um lélegar íslenzkar kartöflur á mark- aönum get ég ekki lengur setiö hjá og þagað,” sagði Sveinn Yngvason. Hann kom við hér í ritstjóm DV með kartöflupoka úr Þykkvabænum. Kartöflur þær sem Sveinn kom með hingað hafa verið átta mánuöi í geymslu fyrir austan og er ekki að sjá spíruvott á þeim. Staðfest getum við áður en lengra er haldið aö kart- öflurnar voru soðnar og borðaðar og reyndust þær afbragösgóðar. Þetta eru gullauga-kartöflur, mjölmiklar og þéttar. ,,Að vísu er leið kartaflnanna frá framleiðendum i Þykkvabænum á borð neytenda nokkuð löng í gegnum Grænmetisverzlun landbúnaðarins og geymslu í verzlunum, en frá framleiöendum koma þær svona.” Sveinn Yngvason, sem tehir sér máliö skylt vegna tengsla við fram- leiðendur austur í Þykkvabæ, sagði einnig aö honum heföi oft ofboðið ranglæti yfirvalda í þessum málum, telur hann m.a. að stýringin á kart- öflusölunni sé röng. „Matsmaður ríkisins er ábyrgur fyrir talningu á kartöflubirgðum framleiðenda og fara mælingar fram eftir uppskeru á haustin,” sagði Sveinn, ,,en greinileg brotalöm er i talningunni. Yfirvökl hafa ekki raunhæfar tölur. Eftir talningu á haustin er sett upp tafla yfir birgðir og ef rétt væri staðiö að málum ættu allir kartöfluframleiðendur á land- inu að vera samtímis búnir með sínar birgðir. En svo er ekki, óveru- leg hreyfing er á sölu kartaflna frá Þykkvabæ fyrr en um áramót. Stærstu kartöfluframleiðendur hér á landi, þ.e. í Þykkvabænum, sitja ekki við sama borð og aðrir. I dag eiga þeir einir eftir birgðir eða eitthvert umtalsvert magn. Telja þeir að þær birgöir endist fram í júnímánuö. En ráöamenn sögðu í marzlok aö aöeins væri eftir á öllu landinu um 30% af framleiðslu síöasta árs. I Þykkvabæ var þá eftir um 60% af framleiðsl- unni.Eg hef því þá skoðun að birgða- tölur séu hreinar ágizkunartölur.” Viltu úskýra nánar hvers vegna framleiðendur í Þykkvabæ sitja ekki viö sama borð og aðrir framleiðend- ur kartaflna? „Meðal annars vegna þess að salan er dræm fram að áramótum. Bændur í Þykkvabænum hafa að vísu mjög góðar geymslur fyrir framleiðsluna, betri geymslur en flestir aörir, en á að hegna þeim fyrir það? Geymslugjald kemur raunar inn í söluverð, en þaö gjald kemur ekki upp á móti áhættu og rýmun. Og — segir Sveinn Yngvason m.a. í viðtalinu * . Bændur fyrir austan flokka kartöfl- umar áður en þær eru sendar til Reykjavíkur. Hér sjáum við fjóra flokka. Þær minnstu lengst til hsgri á myndinni eru reyndar ekki taldar söluhsf ar af matsmönnum. annaö, ég nefndi áðan að birgðatölur væru ágizkunartölur. Ef framleið- andi gefur upp hærri tölur en birgðir hans eru raunverulega eru meiri lik- ur á því að fyrr séu þær teknar af honum af miðstýringarvaldinu. En það er nauðsynlegt að hreyfing sé á birgðunum, kartöflurnar geymast ■<--------------m. Svona líta kartöflurnar út eftir upp- töku, reyndar eftir geymslu i allan vetur og áður en þær eru flokkaðar austur í Þykkvabœ. verr í yfirfuHum húsum. Það er ddd fyrr en á vordögum sem fjirkippur kemur í söluna fyrir austan. Því má einnig bæta við að núna í maímánuði hafa bændur varla undan vegna söluþunga, á þeim tíma sem þeir eru famir að huga að því að koma útsæði niður. Hefur vélvæðingin slæm áhrif á kartöfluframleiðsluna? „Það hefur oft komið frá yfirmats- manni að vélvæðingin væri til skaða,” svaraði Sveinn, en þessar kartöflur sem ég er með hér, líta ekki þannig út eöa hvað segja neytendur? Ef hverfa ætti frá vélvæðingu í kartöfluframleiðslu væri það ámóta skynsamlegt og að allir sem stunda sjávarútveg færu á handfæraveiðar. Vélvæðingin stuðlar að því að nægilegt magn sé til af þessari vöru í landinu og þaö gerum viö ekki með því að hverfa 40 ár aftur í timann meö vinnubrögö. En ég vil taka fram að vélvæðingin getur verið til skaða ef henni er misbeitt. Fram- leiðendur hafa almennt þá skoðun að þegar kartöflum er margþvælt í gegnum vélar til flokkunar geti það verið til skaða. Það segir sig sjálft að það rýrir geymsluþol kart- aflnanna.” Þá hafði Sveinn Yngvason ýmis- legt að segja um flokkun kartafln- anna. Benti hann m.a. á að minnsta möskvastærð í flokkun þeirra væri 35 mm. En vegna aöstæöna hér á landi, veðurfars og annarra aðstæðna væri stór hluti framleiðsl- unnar undir þeirri stærö. Að margra mati væri litlar kartöflur, 33—35 mm, mjög bragðgóðar og eftir- sóknarverð vara, m.a. á veitinga- húsum. Því mætti ekki leggja það undir dóm neytenda hvort þeir vilji mismunandi stærðir af kartöflum? En eins og flestum mun kunnugt hafa Þykkvabæjarbændur hafið framleiöslu á „Parísarkartöflum” til að vinna úr smæstu kartöflunum. Sveinn gat þess í upphafi viðtals okkar að leið kartaflnanna á borð neytandans væri löng. Fram- leiðendur væru yfirleitt sakaöir um lélega vöru, en frá þeim koma þær eins og þær kartöflur sem sjást hér á meðfylgjandi mynd og hafa verið flokkaðar. Staðreynd er að kartöflur eru kælivara, en í verzlunum eru þær ekki geymdar í kæli. Ef kartöflur eru geymdar í eldhúshita í 5—6 daga verða þær fljótt útlitsljótar og linast, helzt á að geyma þær í köldum geymslum í heimahúsum eða innan við 10 gr. hita. Grænmetisskúffur í ísskápum eru mjög góðar geymslur fyrir kartöflur. -ÞG. „HOLLENZKAR KART- ÖFLUR Á MARKAÐINN EFTIR HVÍTASUNNU" — segir Jóhann Jónasson forstjóri Grænmetisverzlunar landbúnaðarins „Islenzkar kartöflubirgðir verða á þrotum upp úr hvítasunnu og þá reikn- um við með að set ja hollenzkar kartöfl- ur á markaðinn,” svaraöi Jóhann Jónasson forstjóri Grænmetisverzlun- ar landbúnaðarins þegar blm. DV hafði samband við hann i framhaldi af viötalinu við Svein Yngvason. Okkur lék einmitt forvitni á að vita hvenær þeir hygðust setja erlendar kartöflur á markaðinn með hliðsjón af því magni sem enn er til i landinu. „Við byggjum birgðatölur á mats- manni og framleiðendum, þær tölur eru stundum á reiki. Eitthvert magn er enn eftir i landinu af uppskeru siöasta árs, meginmagnið austur í Þykkvabæ, en líka á örfáum stööum öðrum.” Jóhann var einnig spurður um möskvastærð sem notuð er við flokkun erlendis væri reglan sú aö miða minnstu stærð kartaflna við 35 mm stærð. Einnig spuröum viö um stýringuna á sölunni. „A haustin er aðallega sótzt eftir Bintje-kartöflum og af þeirri kartöflu- tegund framleiða þeir lítið í Þykkva- bænum. Þess vegna getur verið að hlutföllin skekkist örlítið þeim í óhag.” Jóhann Jónasson svaraði líka spum- ingunni um geymslu kartaflna i verzlunum, hvort henni væri ábóta- vant. „Við höfum reynt að haga dreifingu okicar þannig að komið er í hverja verzlun tvisvar í viku. Auðvitað er betra að mikil hreyfing sé á kartöflu- birgðum í verzlunum, þær vilja skemmast viö langa geymslu. Því leggjum við áherzlu á örari dreifingu. ” -ÞG Ofháttverðá nýrri línuýsu — ýsan verður að seljast á leyf ilegu verði sama hvernig hún er veidd Jóhannes Gunnarsson hringdi frá Verðlagsstofnuninni: Vegna greinar sem ég sá í DV um fiskverð þá vil ég þar við bæta að hámarksverö á nýrri ýsu er það eina sem gildir, hvemig sem ýsan er veidd, eða hvort hún er langt að sótt. Fisksalar hafa ekki leyfi til þess að leggja 10% ofan á hið leyfilega verð. Verðlagsstofnun hefur ákveðið að senda kærur til Rannsóknarlögreglu ríkisins á hendur þeim verzlunum sem selja nýja ýsu á hærra verði en heimilt er. Leyfilegt hámarksverð er krónur 13,15 fyrir kílóið á slægöri og hausaðri ýsu, 24,10 kílóverð á flökum án þunnilda og nætursöltuð ýsuflök kosta 25 krónur hvert kíló. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.