Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MANUDAGUR 24. MAI1982. NÁMSGAGNASTOFNUN Staða deildarstjóra í afgreiösludeild er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningi ríkisins ög B.S.R.B. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Námsgagnastofnun, pósthólf 5192, 125 Reykjavík, fyrir 8. júní nk. VAN™, FRAMRUÐU? TT VW Ath. hvort við getum aðstoðað. ísetningar ú staðnum. BÍLRÚÐAN s“5oG2™ SÓLSTÓLAR OG BEKKIR í ÚRVALI. Seglagerðin ÆGIR Eyjagötu 7 - Örfirisey - Reykjavík Simar: 14093 - 13320 MENIMTASKÓLINN Á ÍSAFIRÐI Tilboð óskast í byggingu á kennslustofuhúsi M.I. Um er að ræöa frágang utanhúss á uppsteyptu húsi, þ.m.t. nokkrar lagnir, múrhúðun og máln- ing. Innanhúss skal einangra og múrhúða húsið, leggja pípulagnir o.fl. Heildargólfflötur hússins er 2593 m2 Verkinu skal að fullu lokið 15. mars 1983 en hluta þess skal skila 15. des. 1982. Utboösgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 1500 kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 15. júní 1982 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Bolungarvík: Mest fylgisaukn- ing hjá Framsókn Á Bolungarvik bættu Framsóknar- flokkurinn og S jálfstæöisflokkurinn viö sig einum manni hvor og Alþýðu- bandalagiö, sem nú bauð fram í fyrsta sinn, vann einn mann af lista jafnaöar- manna og óháöra. í>ess veröur aö gæta aö viö þessar kosningar var bæjarfull- trúum f jölgaö úr 7 í 9. Listi Framsóknarflokksins hlaut 119 atkvæði og 2 menn kjöma, listi Sjálf- stæðisflokksins 282 atkvæði og 4 menn, Alþýðubandalagið hlaut 85 atkvæði og 1 mann og listi jafnaöarmanna og óháöra hlaut 156 atkvæði og 2 menn. ,,Eg verö aö játa aö ég er ánægöur meö úrslitin en viö stefndum þó að því aö fá hreinan meirihluta og til þess vantaði okkir ekki nema sjö atkvæði,” sagði Olafur Kristjánsson bæjarfull- trúi Sjálfstæöisflokksins. „Ég álit aö Framsóknarfiokkurinn sé sigurvegari þessara kosninga og aö hann eigi aö leita eftir myndun meirihluta, en ég vona að þaö veröi byggt aö samstarfi allra flokka, — aö þaö veröi góöur kvartett þar sem allir syngi sama iag- iö.” „Viö erum mjög ánægöir, enda er þetta nærri 50% fylgisaukning,” sagði Benedikt Kristjánsson sem var efstur á lista Framsóknarflokksins. „Viö Ráðhúsið í Bolungarvfk munum leiða saman oddvita allra list- anna til aö ræöa málin, en eins og ég hef áöur sagt er ég ekki þeirrar skoö- unar aö mynda þurfi sérstakan meiri- hluta, heldur eigi aö stefna að sem víö- tækustu samstarfi allra aöila.’ ’ Af lista Framsóknarflokksins munu sitja í bæjarstjóm Bolungarvíkur næsta kjörtímabil Benedikt K. Kristjánsson kjötiönaðarmaður og GunnarLeósson pípulagningameistari, af lista SjálfstæðisÐokksins eru Olafur Kristjánsson skólastjóri, Guömundur Agnarsson framkvæmdastjóri, Einar Jónatansson skrifstofustjóri og Björgvin Bjarnason fulltrúi, af lista Alþýöubandalagsins er Kristinn H. Gunnarsson skrifstofustjóri og af lista jafnaðarmanna og óháðra eru Valdi- mar L. Gíslason bifreiðastjóri og Kristín Magnúsdóttir húsmóöir. ÖEF Reyðarfjörður: Kona felldi hrepps- nefndar- fulltrúa K-listi Oháöra tapaöi manni yfir til Alþýöubandalags i kosningunum á Reyöarfirði. Hefur Alþýöubandalagiö þar því nú þrjá hreppsnefndarmenn en Oháðir aöeins einn. Enginn ákveðinn meirihluti var á síðasta kjörtímabili í hreppsnefndinni en Alþýðubandalag og Oháðir stóöu saman að oddvita- kjöri. Ursht uröu annars sem hér segir: Framsóknarflokkur fékk 60 atkvæði og einn mann, Sjálfstæðisflokkur 71 at- kvæöi og einn mann, Alþýöubandalag 123 atkvæði og þrjá menn, Oháðir kjós- endur 67 atkvæöi og einn mann og M- listi Framfarasinnaöra kjósenda fékk 65 atkvæöi og einn mann. Hreppsnefndin nýja er þannig skip- uð: Einar Baldursson (B), Þorvaldur Aðalsteinsson (D), Árni Ragnarsson (G), Þorvaldur Jónsson (G), Jósefína Olafsdóttir (G), Sigfús Þ.Guölaugsson (K) og Hallfríður B jamadóttir (M). Þaö mun hafa verið Jósefína Olafs- dóttir sem felldi Marinó Sigurbjöms- son, hreppsnefndarmann K-listans. -KMU. ísaf jörður: Engar breytingar á skiptingu bæjarfulltrúa Á tsafiröi uröu engar breytingar á fulltrúatölu flokkanna í bæjarstjóm. Alþýðubandalagið og Oháöir borgarar töpuöu nokkru fylgi en héldu hvor sín- ummanni. Alþýöuflokkurinn fékk 440 atkvæði og 2 menn, Framsóknarflokkurinn fékk 231 atkvæði og 1 mann, Sjálf- stæðisflokkurinn fékk 675 atkvæöi og 4 menn, Alþýðubandalagið fékk 196 at- kvæöi og 1 mann og Oháðir borgarar 150 atkvæði og 1 mann. Á Isafirði voru 2167 á kjörskrá og 1642 greiddu at- kvæði. I bæjarstjóm Isafjarðar næsta kjör- tímabil munu sitja af lista Alþýöu- flokks, Anna M. Helgadóttir skrifstofu- maður, og Kristján K. Jónasson fram- kvæmdastjóri, af lista Framsóknar- flokks Guðmundur Sveinsson neta- geröarmaður, af lista Sjálfstæöis- flokks Guömundur H. Ingólfsson bæjargjaldkeri, Ingimar Halldórsson framkvæmdastjóri, Geirþrúður Charlesdóttir skrifstofumaður og Árni Sigurðsson prentari, af lista Alþýöu- bandalags Hallur Páll Jónsson kennari og af lista óháöra borgara Reynir Adolfssonframkvæmdastjóri. ÖEF Neskaupstaður: Öruggur meirihluti Alþýðu- bandalags Engar breytingar uröu á hlutföllum í bæjarstjóm Neskaupstaöar. Alþýðu- bandalagiö hélt sínum meirihluta nokkuö örugglega, fékk fimm af níu bæjarfulltrúum. Atkvæöatölur nú voru mjög svipaðar og fyrir fjórum árum. Alþýðubandalag fékk 530 atkvæði, Framsóknarflokkur fékk 208 atkvæði og tvo menn kjörna og Sjálfstæðis- flokkur fékk 183 atkvæöi og tvo menn kjöma. I bæjarstjórn voru kjömir: Af G- lista: Kristinn V. Jóhannsson, Elma Guömundsdóttir, Logi Kristjánsson, Smári Geirsson, Þóröur Þórðarson. Af B-lista: Gísli Sighvatsson, Friöjón Skúlason. Af D-lista: Höröur Stefáns- son, GylfiGunnarsson. -KMU. Fáskrúðsfjörður: Fram- sókn sóttiá Nokkur tilfærsla varö á atkvæðum á Fáskrúösfiröi en þó ekki svo mikil aö röskun yrði á fulltrúum í hreppsnefnd. Framsóknarflokkur sótti veralega á á kostnaö Alþýðubandalags og Sjálf- stæðisflokks, sem staöiö hafa saman í meirihluta. Framsóknarflokkur fékk nú 142 at- kvæöi og tvo menn kjörna, Sjálfstæðis- flokkur fékk 106 atkvæöi og tvo menn kjöma og Alþýðubandalag fékk 148 at- kvæði og þrjá menn. Hreppsnefndarfulltrúar veröa nú: Lars Gunnarsson (B), Guðmundur Þorsteinsson (B), Albert Kemp (D), Sigurður Þorgeirsson (D), Björgvin Baldursson (G), Gunnar Skarphéöins- son (G) ogÞórunnOlafsdóttir (G). -KMU. Súðavík: Óhlutbund- in kosning I Súöavík var kosningin óhlutbundin. Til setu i hreppsnefnd sem aöalmenn voru kjörin, Sveinn Kjartansson, Auö- unn Karlsson, Jónína Hansdóttir, Guö- mundur Matthíasson og Heiöar Guö- brandsson. GSG Hofsós: Óhlutbund- in kosning Kosningin á Hofsósi var óhlutbundin. Kjöri til hreppsnefndar náöu eftirtald- ir aöilar. Garöar Sveinn Árnason sveitarstjóri,46 atkvæði, Björn Niels- sop bifvélavirki fékk 45 atkvæði, Gísli Kristjánsson oddviti fékk 34 atkvæði. Pálmi Rögnvaldsson útibússtjóri 26 at- kvæði og Gunnar Geirsson bifreiöar- stjóri fékk 20 atkvæði. GSG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.