Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR 24. MAl 1982. 17 jr Lesendur Lesendur Lesendur „I minni gómiu og góðu sveit var ein samkoma árviss (svo sem raunar i öðr- um sveitum), en það var hundahreinsunin. 1 minni sveit var samkoma þessi stíð nefnd hundaþingið,” segir í bréfi „gamals sveitamanns,” sem komið hefur auga á spaugilega samlíkingu. HVAD ER ÞAÐ í FRÉTTUM SEM MINNIR A HUNDAMNG? Gamall sveitamaöur í Rangárvalla- sýslu skrifar: I fásinni sveitanna á árum áður tíðkaðist mjög, einkum þó meðal barna og unglinga, að láta geta gátur eins og það var nefnt. Nú er þessi gamla og saklausa skemmtun að mestu aflögð og er það illa farið. Nú langar mig — þó í litlu sé — að leggja eina gátu fyrir lesendur DV, en óhjákvæmilega verð ég að hafa formála nokkum fyrir gátunni. I minni gömlu og góðu sveit var ein samkoma árviss (svo sem raunar í öðrum sveitum), en það var hunda- hreinsunin. I minni sveit var samkoma þessi ætíð nefnd hundaþingið. Tiltek- inn dag á ári hverju var hundaeig- endum gert að iaœta á heimili þingfor- seta, þ.e. hundahreinsunarmannsins, með hunda sína. Til þessa þinghalds fór ég með hvutta mína — hvern fram af öðrum — um rúmlega 30 ára skeið. Þinghaldiö fór fram í rúmgóðri hrossa- tröð skammt frá bæ þingforseta. Ekki var langt liðið á þinghald þegar hundarnir fóru að láta ófriðlega hvar af gerðist ærinn hávaði, og gat þá orðið erfitt um vik með samræður hjá hundaeigendum. Þó komst nokkum veginn til skila helftin af tali þeirra sem raddsterkir voru og í þeim hópi var þingforseti. t'eiryaddveiku reyndu eftir mætti aö láta til sin heyrast, hvaö þó gerði litla stoð og voru sumir þeirra eins og raddrifnir hanar á haug að loknu þinghaldi. Menn reyndu eftir bestu getu að þagga niður í hundum sinum og sögðu: „Skammast ’ín helvítið þitt,” eða „svei ’ér bölvuð, afmánin ’ðín”, en forseti sagði aðeins: „Hvaða læti eru þetta, greyin mín,” enda bölvaði hann sjaldan. Og raunar var þar ekki um bölv að ræða; þetta voru vita kraftlaus gælunöfn á andskota og helvíti. Oftar en ekki ruku hundar saman og uröu eigendur að skilja þá í sundur. Sumir settu ófriðarseggina upp í stall traöar- innar, en aðrir skorðuöu hunda sína milli fóta sér og eftir það urðu þessir herskáu hundar að gera sér að góðu að gelta, urra og ýlfra með hausinn fram úr klofi eigandans eða uppi í stalli. (Til að útiloka hugsanlegan misskilning skal það tekið fram, að stallur í hrossahúsi þjónar sama tilgangi og jata í fjárhúsi. Orðið jata þekkist einnig í annarri merkingu, en það er önnur saga). Yfirleitt tóku hundarnir illa við meöalinu og sumir slaglokuðu kjaftinum og varð þá að opna hann með valdi með þar til sérhönnuöu ginkefli og miöinum síðan hellt ofaní þá. Þegar inntakan fór að verka á hundana rann af þeim mesti víga- móðurinn. Þeir gjóuðu glymunum skömmustuiega hver tU annars, læddust lúpulegir með veggjum eða lögðust niður. Þegar ailt var full- komnaö var hundunum hleypt út, en hundaeigendur gengu heim til bæjar þingforseta þar sem borð svignuðu undan kaff i og ríkulega útilátnu með- læti. Hér lýkur formála, og nú kemur gátan: Hvað er það í fréttum fjöl- miðla á undanfömum vikum sem æ ofani æ hefur minnt mig á sam- komurnar í hrossatröðinni forðum? Gettunú! Hljómsveitin Þeyr í nasistagervi —apað eftir háttalagi mordingja, segir furðu lostinn lesandi Hope Knútsson iðjuþjálfi skrifar: Föstudaginn 14. þ.m. varð mér geng- ið inn í stofu, þegar verið var að sjón- varpa þættinum Skonrokki, og varð ég furðulostin. Hljómsveitin Þeyr kom þar fram íklædd nasistabúningum og var allt kapp lagt á að apa eftir háttalagi þeirra morðingja, eins og um hvert annað skemmtiatriði væri aö ræða. Spígsporaö var i gæsagangi fram og aftur með forsetasetrið Bessastaði í bakgrunni. Auk þess var þama aftöku- atriði, með meiru, svona rétt til þess aö auka afþreyingargildi þessarar „skemmtunar.” Mér finnst það vera mikið ábyrgðar- ieysi aö stuðla að því aö gera nasism- ann „sniöugan” — hvemig sem farið er að því. Það er ekkert „smart” að íklæðast gervi fjöldamorðingja, eða koma þeirri hugsun að hjá þeim aldurshópi, sem er of ungur til þess aö vita betur. ÞETTA KÁPUR f,ssaS'Wáf5''’**55' sumartízkunDL Laugavegi 54 Reykjavík — sími 11232 Hafnargötu 16 Keflavfk — sími 92-3222

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.