Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ & VISIR. MANUDAGUR 24. MAl 1982. 7 Neytendur SMÁAUGLÝSING í ATHUGIÐ! ER ENGINSMÁ-AUGLÝSING Opið alla virka daga frá kl. ^ Laugardaga frá kl. 9—14 r Sunnudaga frá kl. 18—22 mjuuB* Smáauglýsingadeild—Þrerholti 11— Súni27Q22 011 handtök f rá uppfitjun til loka- frágangs Þessa dagana er aö koma á markaö- inn frá Álafossi hf. prjónabók sem í senn er ætlað aö auka fjölbreytni í lopapeysumynstrum og vera um leið handbók eöa kennslubók fyrir þá sem eru að byr ja pr jónaskap. I þessari nýju handbók eru 12 nýjar uppskriftir meö nákvæmum prjónalýs- ingum og lýst er með myndum og texta öllum handtökum frá uppfit jun til loka- frágangs. Þaö er von útgefenda aö bók þessi geti nýtzt sem kennslugagn i skólum auk þess að veröa gagnlegt hjálpar- tæki þeirra fjölmörgu kvenna og karla sem fást við aö prjóna lopapeysur. Samkvæmt upplýsingum forráða- manna fyrirtækisins gefur lausleg könnun til kynna að hér á landi séu prjónaðar á annað hundraö þúsund lopapeysur árlega.auk alls annars sem hér er prjónað. Og því er víst að engin þjóð í víðri veröld prjónar meira hlut- fallslega en Islendingar og ættum við því skilið að okkar yrði getið í heims- metabók Guinness. Kvikmynd um ullarvinnslu Á síðustu árum hefur vélakostur verksmiðju Álafoss hf. til ullarvinnslu veríð aukinn mjög og endumýjaður og nemur ársframleiðslan nú um 1.8 mill- jónum kg af f jölmörgum tegundum úll- arbands, en þar af eru um þriðjungur- inn handprjónaband ýmiskonar. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 330 manns, þar af í spunaverksmiðjunni yfir 200 manns. I tilefni af 85 ára afmæli fyrirtækis- ins, sem var á sl. ári, lét Álaföss hf. gera 15 mín. kvikmynd um ullarvinnslu á Islandi. Umsjón með gerð kvikmynd- arinnar höfðu Sýn hf. og Auglýsinga- stofa Gísla B. Bjömssonar. Kvikmynd- inni hefur nú verið dreift víða um lönd og verið notuö við kynningu og sölu á íslenzkum ullarvörum. Yfir 300 uppskriftir Á blaðamannafundi sem Álafoss hf. hélt í síðustu viku í tilefni útkomu nýju handbókarinnar kom m.a. fram að á þeim 15 árum sem liðin em síöan ákveðið var að leggja áherzlu á hand- prjónaband sem söluvöru hafa verið gefnarútávegum fyrirtækisins og um- boðsmanna þess erlendis yfir 300 upp- skriftir. Em þær fyrir hinar ýmsu mismunandi tegundir prjónabands úr ull á a mk. 10 tungumálum. Flötulopinn, sem verið hefur vinsæl- asta prjónaefni Islendinga, reyndist út- lendingum erfiður í meðfömm og því ekki unnt að byggja á honum sem út- flutningsvöru. En hespulopinn hefur verið frá því hann kom á markaðinn mjög vinsæl útflutningsvara og því mikil áherzla lögð á uppskrifta- þjónustu við það band. Það er ekki nóg að selja handprjóna- band, einnig er nauðsynlegt að gefa neytendum hugmyndir um hvað prjóna megi úr bandinu. Nýja hand- bókin er góð viðbót við áður útgefnar uppskriftir frá Álafossi hf. I bókinni hefur verið reynt að miða uppskriftir og skýringar viö að þær séu jafnaðgengUegar fyrir byrjendur og hina lengra kamnu. Álafoss-bókin verður til sölu í bókaverzlunum og einnig í verzlunum sem selja band frá Álafossihf. Kostar bókin64krónur. -ÞG Vegna ótrúlega hagstæðra samninga við verksmiðjumar getum við nú boðið nýjan Skoda á aðeins 59.700 Við fengum ekki nema 200 bíla á þessum vildarkjömm svo nú er um að gera að panta strax Þetta er tilboð sem talandi er um JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.