Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1982, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1982, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVKUDAGUR 26. MAl 1982. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Arás Mlrage-þotu Argentínumanna á brezka freigátu, það kviknar í henni miðskips. Minntust þjóðhátíðar- dagsins með mikilli i _ __ ■ _ _. ■ ■■ _ — Argentínumennlöskuöuenn bardaganorku Argentínumenn segjast hafa bakaö brezka herliðinu við Falklandseyjar mikið tjón í gær, skotið niður þrjár Harrier-þotur og laskað alvarlega eina Irakar hafa nú viöurkennt að þeir hafi misst Khorramshahr aftur í hendur Irönum eftir úrslitaorrustur síðustu daga, en Iranstjóm gerir að skilyrði fyrir vopnahléi að Sauddam Hussein, forseta Iraks, verði velt úr valdastóli. Síðustu herflokkar Iraks hörfuðu úr hafnarbænum í gærmorgun og hefur Iraksstjóm þá úr litlu að spila í vopna- hléssamningum eftir 20 mánaða stríð við Persaflóann en Irakar vom upphafsmenn þess. Irak réðst inn í olíuhéraöið Khuze- stan fyrir 20 mánuöum og náði fljót- lega á sitt vald bænum Khorramshahr, sem var raunar helzti ávinningurinn allan tímann er stríðið hefur staðið. — Bærinn er nú svo gott sem í rústum. I Teheran ríkti mikill fögnuður vegna endurheimtar hafnarbæjarins og þar viðmðu taismenn þingsins aö Iran mundi ekki linna sókninni fyrr en tryggð hefðu verið réttindi Irana. Þar hljómaði hæst krafa um, að Saddam Hussein hlyti að hverfa úr forsetastóli eftir þetta gönuhlaup sitt. I næstu arabaríkjum segir mönnum þungt hugur um framvindu mála eftir að Iranir hafa borið hærri hlut í stríðinu við Irak. Ottast þeir, að ofstæki klerkaveldisins í Iran eigi eftir f reigátu og tvö önnur herskip. Samkvæmt fréttum í Buenos Aires voru þetta hörðustu bardagamir sem háðir hafa verið síðan Bretar gengu á að færa þeim vandræði á hendur í nágrannalöndunum. Sumir þeirra höfðu veitt Irak hergagnaaðstoð þessa síðustu20mánuði. land á A-Falklandseyju síðasta föstu- dag. Segjast Argentínumenn hafa misst eina flugvél. Bretar viðurkenna að einn tundur- spiila þeirra hafi laskazt alvarlega í árásum Argentínumanna í gær. Sá mun vera af sömu gerð og Sheffield sem sökkt var fyrir 3 vikum. Héldu Argentínumenn uppi höröum loftárás- um á Bretana á þjóðhátíðardegi Argentínu sem var í gær. Er þetta fjórða herskipið sem Argen- tínumenn koma úr leik en þeir hafa hins vegar beðið mikið tjón í flugvél- um. Segjast Bretar hafa skotið niður þrjár Skyhawk þotur í gær. Dást þeir mjög að hugdirfsku argentísku orrustuflugmannanna sem þeir segja að fljúgi hiklaust í opinn dauöann. Blaöamenn lýsa því að Argentínu- menn sendi fram þrjár og þrjár flug- vélar í einu og sú eina þrenning sem komst alveg inn á San Carlos-víkina hafi öll verið skotin niður. Ný herskip bættust í S-Atlantshafs- flota Breta í gær og fyrradag og er hann nú sagöur öflugri en hann hefur nokkru sinni verið síðan átökin við Falklandseyjar hóf ust. Til umræður kemur í dag í öryggis- ráði Sameinuðu Þjóðanna ályktunar- tillaga sem búizt er við að hljóti sam- þykki. Lýtur hún að því að fram- kvæmdastjóra SÞ verði falið að halda áfram sáttatilraunum í Falklandseyja- deilunni. Tillaga Ira um að komið verði á 72 stunda vopnahléi, á meðan fram- kvæmdastjórinn reyni að miðla mál- um, var látin niður falla í gær í öryggisráðinu þegar fyrirsjáanlegt var að Bretar mundu beita neitunar- valdi gegn henni. Rauðu her- deildirnar ætluðu að ræna ráð- herra Skjól sem fundust í einu fylgsni Rauöu herdeildanna á Italíu sýna að hryðjuverkamenn lumuöu á ráöagerð um aö ræna Beniamini Andreatta, fjármálaráðherra Italíu, í sumar, eftir því sem Napólí-lögreglan segir. I þessu fylgsni, sem er í grennd við Cercola, var Ciro Cirillo, einn framá- manna kristilegra demókrata, hafður fangi hryðjuverkamanna í fyrra. Eins og menn muna var honum undir lokin sleppt gegn 1,45 milijaröa líra lausnar- gjaldi. Auk ráðabruggsins um að ræna Andreatta ætluöu hryðjuverkamenn- imir einnig að nema á brott Filipppo Ciccii larra, sem er yfirmaöur þeirrar deildar Napóli-lögreglunnar er fæst við hryðjuverkamenn. Fjórir voru handteknir um leið og felustaðurinn fannst. Takmarka blaðaeign í Kanada Kanadastjóm hyggst leggja fram lagafrumvarp sem felur sér takmörk- un á því hve mörg dagblöð einn aðili getur átt. Stefnir frumvarpið að því að tvö stærstu blaðaeigendafélög Kanada geti bætt við sig f jölmiðlum. Þessi fyrirtæki eru Southam Incorporated og Thomson-fyrirtækja- samsteypan sem í nokkur ár átti Lundúnablaðið Times. I frumvarpinu veröur gert ráð fyrir að enginn einn blaðeigandi geti keypt til viðbótar dagblöö með útbreiöslu sem fer yfir 20% af meöalútbreiöslu kanadiskra dagblaða. Lögin eiga þó ekki að vera afturvirk svo að þessar stóru blaðaútgáfur þurfa ekki að fækka við sig blööum. Einn ráðherranna í stjórn Tmdeaus skýröi frá þessu í gær og því um leiö, að með þessu vildi Ottawastjórnin verða við ákalli blaðamanna og „pressunnar” í Kanada um lagasetn- ingu sem stemmdi stigu við því að öll blaðaútgáfa í landinu kæmist á fárra manna hendur. Blaðasamsteypur ráða yfir 77% af allri dagblaðaútgáf u í Kanada. Undirbúningur að samningu frum- varpsins hófst fyrir tveim árum þegar útgáfu tveggja dagblaða Kanada var hætt samtímis en þau voru hvort um sig gefið út af Southam og Thomson, annað í Ottawa og hitt í Calgary. Thomson og Southam stýra 49% af dagblaöaútgáfunni í Kanada. Thomson á 40 dagblöö meö 21% útbreiðslunnar, en Southam 14 blöð meö 28%. SIGURHATIÐ SJÁLFSTÆÐISMANNA í SIGTÚNI Fimmtudaginn 27. maí verður haldin sigurhátíð íSigtúni. Ávarp: Davíd Oddsson. Jörundur skemmtir. Hljómsveitin Pónik leikur fyrir dansi til kl. 2. Fögnum sigri saman í l annað kvöld. ÍRANIR KREFJAST AFSAGNAR ÍRAKSFORSETA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.