Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1982, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1982, Qupperneq 31
DAGBLAÐIÐ & VISIR. MIÐVIKUDAGUR 26. MAI1982. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn / Höfnum i Reykjanes/ kusu 88 af 80 kjóssndum á kjörskrá, aða 97,8%. En enginn skilur neitt I niöurstööunni... „Stærsti flokkur- inn á Suðureyri" Þegar Steingrímur Her- mannsson, formaöur Fram- sóknarflokksins, var spurður álits á kosningaúrslitunum í útvarpi og sjónvarpi þuldi hann upp nokkra staði þar sem flokkurinn hefði náð góðum árangri. Nefndi hann meðal annars aö nú væri Framsóknarflokkurinn „stærsti flokkurinn á Suður- eyri”. Og sumum varð á að segja ha? Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að Framsóknar- flokkurinn á Suðureyri hafði bætt við sig 24 atkvæðum og var kominn upp í 93. Ekki hafði þó hreppsnefndar- mönnnm fjölgað. Þeir voru áfram tveir. Hins vegar hafði Alþýðuflokkurinn bætt við sig 16 atkvæðum, fengið 50 og kosinn mann í hrepps- nefnd um leið og Sjáifstæðis- flokkurinn missti annan sinn mann. Fylgishrun hans var 18 atkvæði, niður í 76. Þá fékk Alþýðubandalagið mann áfram út á 41 atkvæði í stað 46. Þessi forystuvíxl í hrepps- nefnd Suðureyrar frá Sjálf- stæðisflokki til Framsóknar- flokks rifja upp þá sögu að einkaframtakið seldi sam- vinnuhreyfingunni fiskiðjuna á staðnum fyrir fáum mán- uðum. En auðvitað eru engin tengsl á milli þessara tveggja frétta. Allt í kross í Höfnum Þótt margir hafi orðið, hissa á því að vera lentir í hreppsnefnd, og jafnvel í meirihluta, er trúlega enginn meira undrandi en sveitar- stjórinn í Höfnum. í kosningum 1978 voru tveir listar í kjöri. H-listi fékk 74 atkvæði og 4 menn en K-listi 16 atkvæði og einn mann. Engu að síður atvik- aðist það svo að eini fulltrúi minnihiutans var ráðinn sveitarstjóri fyrir há laun og fríðindi. Nú fyrir kosningarnar var haldið prófkjör í Höfnum. Og fráfarandi meirihluti gekk frá framboði sínu í fram- haldi af því. Þeir sem dottið höfðu út við prófkjörið uröu hins veg- ar á undan við að útbúa og tilkynna framboð og fengu því gamla listabókstaf frá- farandi meirihluta, H, af því að bókstöfum er úthlutað eft- ir því í hvaða röð framboðin berast kjörstjórn. Fráfar- andi meirihluti varð því að sætta sig við I. I-listamenn töldu sig standa með pálmann i hönd- unum, mennirnir með mest fylgið í prófkjörinUT og með það á stefnuskrá sinni að láta sveitarstjórann hætta. Sveitarstjórinn hafði þó að visu lent í 3. sæti i prófkjör- inu. En með honum á nýja H-listanum var hins vegar efstur sá sem hafði lent í 12. og síðasta sæti í prófkjörinu og annar sá áttundi úr próf- kjörinu. Nú kom til sögunnar S-listi með tveim mönnum og að sjálfsögðu 10 meðmælend- um, sumum þeim sömu og á I-listanum! Urslitin urðu svo þau að nýi H-listinn fékk 44 atkvæði, þrjá menn og hreinan meiri- hluta, I-listi fráfarandi meirihluta aðeins 31 atkvæði og tvo menn en S-listinn 10 atkvæði, tveim færra en frambjóðendur á listanum og meðmælendur hans töld- ust! Sveitarstjórinn, sem náði einn kjöri af sínum lista 1978 en varð samt sveitarstjóri, er því kominn í meirihluta með sinn lista nú. Og til þess að kóróna allt býður hann nú öðrum manni á lista fráfar- andi meirihluta oddvitastarf- ið! Skilaboð frá Guðrúnu í Lundi Menn rekur minni til þess nú, eftir stjömuhrap vinstri flokkanna, að Guðrún Helga- dóttir alþingismaður og fyrr- verandi borgarfulltrúi talaði tungum í Lundi um fram- haldið, ef svona slysalega færi. Þær forspár ítrekaði hún í Þjóðviljanum síðustu helgi fyrir kosningar: „Þeir sem hugsa um stjómmál af alvöru, gera sér fulla grein fyrir af- leiðingum þess, að Sjálf- stæðisflokkurinn fái aftur vöidin í Reykjavík. Dagar rikisstjóraarinnar væra þar með trúlega taldir innan tíð- ar...” Úti í Lundi sagði hún raunar meira; aö „þá myndi Gunnar Thoroddsen rjúfa þing og boða til nýrra kosn- inga”. Það verður því nóg að gera i pólitíkinni á næstunni þvi varla þarf að rengja spá- dómsgáfu og fyrirsagnir aðaleldabusku Alþýðubanda- lagsins. Herbert Guðmundsson Agætisárangur á vorkappreið- um Fáks Vorkappreiðar Fáks vom haldnar laugardaginn 15. maí. Rúmlega 80 hestar voru skráðir í 15 flokka. Meiri- hluti þessara hesta voru nýgræöingar á hlaupabrautinni. Þrátt fyrir það vom tímar nokkuö góðir. Nú hefur verið sett sú regla að knapar mega ekki vera yngri en 16 ára og hefur það eflaust einhver áhrif á úrslit hlaupa í sumar, og sérstaklega tíma, og tel ég ólíklegt að mörg Islandsmet verði sett í sumar. Fáksmenn timasettu öll hlaup og stóðst sú tímasetning í hvívetna. Tímasetning er mikill kostur fyrir áhorfendur og veitir mótshöldumm aöhald. Er því ljóst að í framtíðinni verður að skipuleggja og tímasetja allarkappreiðar. Keppt var í fyrsta skipti í 300 metra brokki á Víðivöllum. Ahugi á brokki virðist vera að gufa upp því einungis 6 hestar vom skráðir í 300 metra brokk og 3 hestar komu í 800 metra brokk. Fengur Harðar G. Albertssonar sigraöi í 300 metra brokki á 37,6 sek. Knapinn var Sigurbjöm Bárðarson. Ekki er ólíklegt að Fengur hafi sett lslandsmet því ekki hefur verið keppt oft í 300 metra brokki fyrr. Tengdó Alla Rúts var annar á 47.3 sek. með knapann Sigurð H. Jóhannesson. Nökkvi Jóhannesar J. Jónssonar var þriðji. á 48.0 sek og sat hann Jóhanna Jónsdóttir. I 800 metra brokkinu komu einungis 3 hestar til leiks. Af þeim kom fyrstur í mark Trítill sem Jóhannes Þ. Jónsson á og sat. Annar var Bjóli sem Bjarni Hákonarson á og sat. Trítill brokkaði á 1.45.2 mín. Þriðji hesturinn lá ekki. 1800 metra stökkinu kom sigur Móra á óvart. Með honum í úrslitum vom þekktir hlaupahestar svo sem Reykur, Þróttur og Stóra-Dóra, en allt kom fyrir ekki og Móri var fyrstur á 65.0 sek. Knapi var Ama Rúnarsdóttir. Sindri, annar nýgræðingur í 800 metra stökkinu, var annar á 65.5 sek, knapi Jón 0. Jóhannesson. Reykur Harðar G. Albertssonar var þriðji á 65.6 sek. Túrbína, sem hljóp svo vel í 250 metra stökki í fyrrasumar, sigraði í 350 metra stökkinu. Hún hljóp meö knapa sinn, Kolbrúnu Jónsdóttur, á 25.6 sek. Annar var örvar sem hljóp á 25.6 sek með Önnu Dóru Markúsdóttur. Þriðji var Blakkur, hann hljóp á 25.9 sek með önnu Dóru. Margir efnilegir hlauparar sáust í 250 metra stökkinu. Hylling, sem Jón Olafur Jóhannesson á og sat, var fyrst. á 18.8 sek. Skúli Amgríms Magnús- sonar, sem Jón Olafur sat einnig, var annar á 19.2 sek. Þriðji var Grettir sem Ama Rúnarsdóttir á og sat og hljóphannál9.3sek. Nýjar reglur um 150 metra skeið hafa séð dagsins ljós. Var í fyrsta skipti farið eftir þeim á vorkappreið- unum. Nú mega einungis taka þátt í 150 metra skeiði hestar sem eru á aldrinum 5—7 vetra. I fyrsta sæti var Freisting Kristbjargar Eyvindsdóttur en Gunnar Amarson sat Freistingu. Tími hennar var 15.3 sek sem er mjög góður tími. Annar var Torfi Harðar G. Albertssonar sem Sigurbjörn Báðar- son sat og mnnu þeir skeiðið á 16.0 sek. Þriðji var Roði Alberts Gíslasonar á 16.4 sek. Jón Steinbjömsson sat Roða. Gunnar Amarson var skeiðkóngur vorkappreiðanna því hann sigraði tvö- falt. 1 250 metra skeiðinu kom hann með Funa Bjama Ágústssonar og náði Funi bezta tíma, 23,1 sek., sem er alveg ljómandi góður timL Börkur Ragnars Tómassonar, sem Sigurbjörn Bárðarson sat, var annar á 23,2 sek. Þriðji var Jón Haukur, sem Eriing Sigurðsson, sat og fengu þeir félagar timann 23.3. sek. Timar í 250 metra skeiðinu vom hlutfallslega beztir. -E.J. Gunnar Amarson sigraði i 250 metra skeiði á Funa. Aðalsteinn Aðaisteinsson á Viiiingi fjær. (Ljósm. EJ) Móri og Arna Rúnarsdóttir sigra i 800 metra stökkinu. ^ >

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.