Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1982, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1982, Blaðsíða 33
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 26. MAI1982. 33 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Ronald Biggs: Llfírnú fyrirson sinn, Michael■ Biggs sem ein- stæður faðir Fyrir 19 árum gat aö líta nafn Ron- alds Biggs á forsíöu allra helztu blaöa heims fyrir milljónarán úr póst- flutningalest á Englandi. Honum tókst að hverfa úr landi og tryggöi sér vist í Brasilíu meö því aö eignast bam meö þarlendri stúlku, Raimundu. Raimunda er nú löngu farin frá hon- um og segist Biggs nú lifa fyrir son þeirra, Michael (7 ára). — Michael hefur gert mig aö heið- viröum borgara, segir Biggs (52 ára) sem býr ásamt syni sínum í Rio de Janeiro. Móöir Michaels skyldi soninn eftir í umsjá föðurins er drengurinn var 1 árs. Síöan hefur drengurinn tryggt póst- ræingjanum Biggs áframhaldandi landvistarleyfi í Brasilíu. Biggs hefur þó ekki fengið neitt at- vinnuleyfi og tekur hann allri tilfall- andi vinnu til aö sjá fyrir syni sínum. Hann hefur leikið smáhlutverk í kvik- myndum, unnið sem smiöur og leiö- sögumaður og fær stundum greiöslur fyrir viðtöl. — Ég er aö hugsa um aö láta prenta skyrtuboli með mynd af mér til aö selja, segir hann. — Og ég hef verið beöinn um að auglýsa strigaskó. Biggs er ekki í neinum vafa um hvaöa starf hann tæki sér fyrir hendur ef hann f engi atvinnuley fi: — Eg ætla að koma á fót trygginga- fyrirtæki meö þjófnaðartryggingar sem sérgrein, segir hann. — Því eng- inn ætti aö vera færari um þaö en ég aö ráöleggja viðskiptavinunum hvernig bezt er aö snúa sér í slíkum málum. Ann Landers: Sér ekkert athugavert viö aö nota gamlar lummur ibréfadálk- unum sinum. Gamlar lummur Ann Landers, sem gefiö hefur Bandaríkjamönnum góö ráö við lífsins vandamálum í 26 ár, hefur nú verið kærö fyrir aö nota sömu bréfin aftur í bréfadálkum sínum. Starfsmanni á ritstjómarskrifstof- um lítils blaðs í Illinois, The Pontiac Daily Leader, fannst hann kannast viö eitt af bréfunum í bréfadálki Ann sem blaöiö kaupir. Hann tók aö rannsaka máliö og komst aö því aö bréfiö hafði birzt áður, eöa nánar til tekiö fyrir 15 árum (1967). Frekari rannsókn leiddi í ljós aö 26 af bréfum og svörum Ann í dálkum henn- ar höfðu birzt áöur. Sjálf gat Ann Landers ekki séö neitt rangt viö aö notagömul bréf: — Eg held aö lesendunum sé alveg sama, segir hún. — Fólk les dálkana mina til aö fá góð ráð og leiðbeiningar — og dálitla skemmtun. En ritstjórar nokkurra blaða, sem kaupa bréfadálka af Ann, litu máliö öörum augum og hafa margir þeirra sagtupp samningumsínumviðhana. Ann Landers heitir réttu nafni Esther Lederer. Tvíburasystir hennar, Pauline Philips, hefur fetaö í fótspor systur sinnar og skrifar líka bréfa- dálka undir nafninu Abigail Van Buren. Njóta þessir dálkar hennar m.a. mikilla vinsælda í blööumí Asíu. „ísland er mjög heillandi ferðamannaland / augum Þjóöverja," sögöu fararstjóramir dr. Andreas Malchow og Friedar Schubert. Þýzkt lyfjafyrirtæki: Býður viðskipta- vinum til ísiands tUkynningar á framleiðslu sinni Undanfarin ár heyrast raddir æ háværari í þá veru að mikill og væn- legur grundvöllur sé fyrir því aö selja Island sem ráðstefnuland, sér- staklega utan háannatímans. Góöar og blessaðar hugmyndir, þó viö Frónbúarnir sjáum kannski tæplega hvaö þaö er sem laöa á útlendinga hingað í kulda og trekk til skrafs og ráðagerða. Þess vegna rak blm. DV upp stór augu og eyru er hann hafði spumir af fyrirtæki einu í Þýzkalandi sem hing- aö var nú aö senda í sjötta sinn rösk- lega 160 manna hóp, einmitt til ráö- stefnuhalds. Fyrirtækið heitir Rhein- Pharma, er stórframleiöandi lyfja í Þýzkalandi og dótturfyrirtæki ICI sem aftur er brezkt lyfjafyrirtæki. Hingað býður þaö tvisvar á ári hópi þýzkra lækna til aö kynna þeim nýjungar í framleiöslu sinni. Hafa þeir hér fjögurra daga viödvöl, halda fundi og skoða svo landið þar fyrir utan eins og tækifæri gefst. „Gullni hringurinn” er þar meöal annars farinn, en þá skoða menn auövitað Gullfoss og Geysi. Við gripum tvo af fararstjórunum, þá dr. Andreas Malchow og Frieder Schubert, tali og spuröum hvers vegna Island yrði fyrir valinu: „Fyrir Þjóðverja er tsland mjög forvitnilegur staöur til ferðalaga. Marga dreymir um aö komast hing- að í sumarleyfum, en ekki allir hafa ráö á því. Þaö er því mjög gimilegt aö fá slíkt boö í hendur og fáir hafiia því. Þetta er alls ekki svo dýrt, hóp- urinn kemur hingaö í leiguflugi meö Flugleiðum, dvelur á Hótel Loftleiö- um og fær fullt fæöi allan tímann. Okkur finnst þetta margborga sig og vera mjög æskileg leið til að ná góðu sambandi við viöskiptavini okkar. Kannski á þetta eftir að skila sér bet- ur til Islands, því margir sýna áhuga á því aö koma hingað aftur og skoða landið þegar betra tækifæri gefst.” Hvers konar læknar voru hér á f erö núna og um hvaö var f jallað? „I þessum hópi vom almennir heimilislæknar og var hér tekinn fyr- ir lyfjaflokkurinn Beta-blockers. Þaö er flokkur lyfja sem notuö eru viö hjartasjúkdómum og í honum er meöal annars Inderal sem mjög margir þekkja ognota.” Munuð þiö halda þessu áfram? „ Já, örugglega. Hér fáum við góða þjónustu og aðstöðu til aö þinga svo á þessu verður vafaiaust framhald. ” -JB Menn stungu saman nefjum og skiptust á skoöunum um nýjungar istarfínu, ilitlum hópum...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.