Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1982, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1982, Blaðsíða 36
Ljótur leikur í Ulfarsfelli: SPJÓHN STÓDU A KAF1 í nim iniim „Það hefur komizt styggö að þeim því að spjótin stóðu í fuglinum þegar að var komið,” sagði Olafur Hrafn Jóhannsson. Olafur gekk fram á tvö spjót í tJlfarsfelli á dögunum, þar sem þau stóöu í fýl, rétt neðan við kletta þar sem mikið er af fugli. Spjót þessi eru heimagerö, með löngum sköftum og hvassri egg, og greinilega hættuleg vopn. Svo er að sjá að þeir sem meö þau fóru hafi gert sér það að leik að drepa fuglinn. Hausinn af fuglinum lá rétt hjá búkn- um og fuglinn var gegnum stunginn. Olafur hafði, skömmu áður en hann kom aö spjótunum, séð til ferða tveggja manna í fjallinu. Hvort þar voru eigendur spjótanna á ferð er ekki vitað en ljóst er aö þeir hafa orö- ið að forða sér í miklum flýti og skilið vopnin eftir. Spjótin eru þannig gerð að ólíklegt er að böm hafi búið þau til. A þessum árstíma þarf engin karlmenni til þess að ná til fuglsins þvíaðhanneráeggjum. -JH Greinilegt er að spjót þessi eru ekki búin til af börnum. Spjótin eru með beittum oddum og hin hættuiegustu vopn. (D V-m yndir Jónas Haraldsson) Kærir kosningam- ar á Akureyri — vegna nærveru fulltrúa flokkanna í kjördeildum Málið erí biðstöðu — segirFriðrik Ölafs- son um mál fjölskyldu Kortsnojs „Eg hef ekkert frétt af fjölskyldu Kortsnojs sem ég hef fengið stað- fest,” sagði Friðrik Olafsson, for- seti Alþjóðaskáksambandsins, er DV hafði samband við hann í gær en hann var þá staddur á skrifstofu sambandsins í Amsterdam. Einn kjósandi á Akureyri.MatthíasO. Gestsson, kæröi framkvæmd bæjar- stjómarkosninganna þar fyrir ýfir- kjörstjóm og fulltrúa sýslumanns og síðan fyrir félagsmálaráðuneytinu. Ástæðan fyrir kærunni var vera full- trúa framboðslistanna í kjördeildum. „Eg vil láta reyna á það fyrir dómstólum hvort flokkarnir hafi rétt til að stunda persónunjósnir af þessu tagi á kjörstað. Það er ekki aðeins mitt einkamál hvaö ég kýs heldur einnig hvort ég nota kosningaréttinn og ég er viss um að það eru margir sem ekki nota sér hann af þessum ástæðum,” sagði Mattías 0. Gestsson í samtali við DV. „Þegar ég kaus síðast þá ætlaði ég ekki að segja nafniö upphátt svo full- trúar flokkanna í kjördeildinni heyrðu, heldur sýna starfsfólki kjördeildarinn- ar nafnskírteini. En viðkomandi starfsmaöur hrópaöi þá upp nafniö og það varð til þess að ég gekk út með kjörseöilinn. Það stendur hvergi í lögum að f lokkarnir hafi leyfi til að hafa f ulltrúa sína í kjördeildum heldur aðeins við kosninguna, sem þýðir að þeir séu við stjómun og talningu, og á þetta ætla ég að láta reyna fyrir dómstólum. ” ÓEF Við tökum á móti 26 flóttamönnum frá Póllandi: Hópurinn kemur í lok vikunnar Eins og komiö hefur fram i frétt- um er Igor, sonur Kortsnojs, ný- sloppinn úr fangavist sem hann var dæmdur í fyrir að neita að gegna herþjónustu. Hann hefur nú fengiö herkvaðningu í annaö sinn og á að mæta til skráningar í haust. Við tökum á móti 26 flóttamönnum frá Póllandi: Væntanlegur er hingað til lands 23 manna hópur pólskra flóttamanna frá Vínarborg en ein þriggja manna fjöl- skylda er þegar komin til landsins. Að sögn Jóns Ásgeirssonar hjá Rauða krossinum var talsverð eftir- sókn meðal pólskra flóttamanna í Vínarborg að komast til Islands. Var rætt við um 100 manns en talsvert fleiri spuröust fyrir um landiö hjá fulltrúum Rauða krossins. Jón Ásgeirsson sagði aö hópurinn hefði verið valinn með tilliti til þess að börnin væru ung, en þau eru öll yngri en 8 ára, og að ekki yrði erfitt að finna fólkinu atvinnu. Sagöi hann að búið væri að finna atvinnu fyrir flesta en húsnæðisvandinn væri verstur viðfangs. Rauði krossinn hefur þó aðstöðu til að taka við fólkinu þegar það kemur til landsins síðar í vikunni en strax í næstu viku myndi þaö byrja í námí í íslenzku og islenzkum sam- félagsháttum. -ÓEF „Þetta mái er í biðstöðu eins og er og ég hef ekki séð ástæðu tii ;,ð grípa til sérstakra ráðstaf na enn sem komið er. En samkvæmi því sem okkur fór á milli, mér og hinum sovézku viðsemjendum mín- um, rennur fresturinn til að leysa þetta mál út á næstu vikum,” sagði Friðrik Olafsson. frfálst, úháð dagblað MIÐVIKDDAGIJR 26. MAl 1982. HRÍDÁ TJÖRNESI Þó aö íbúum sunnanlands finnist sumarið komið og þeir séu famir að fækka fötum er ekki sömu söguna að segjaumallt land. Samkvæmt upplýsingum frá Veöur- stofunni gekk hríðar- og éljaveður yfir noröanvert landiö í nótt, allt frá Dalatanga að Horni, en mjög kalt hef- ur verið þar síöastliðnar þr jár vikur. Blaðamaöur DV hafði samband við Aðalgeir Egilsson bónda á Mánár- bakka á Tjömesi í morgun og sagöi hann að hríðarveður hefði verið þar í nótt og var hiti við frostmark. Aðalgeir sagði að kalt hefði verið upp á síðkastiö og væru menn þar nyrðra orðnir lang- eygir eftir sumrinu. Hann sagði að heyfengur hjá bændum væri víða orð- inn lítill og entist tæplega lengur en fram að mánaðamótum. Ekki hélt Aðalgeir að mikið væri um kal í túnum eftir veturinn heldur væri þar aöallega um að ræða að tún væru kalin frá því í fyrra en ástandiö var víða á landinu mjög slæmt þá eftir mikinn harðinda- vetur. Aðalgeir Egiisson var bjartsýnn á sumarið þrátt fyrir kuldann og vonaðisttilaðúrfæriaðrætast. GSG Eldurinn magn- aðist fljótt — sagði skipstjórinn á Jóhönnu Magnúsdóttur Vélbáturinn Þómnn Sveinsdóttir VE—401 kom til Vestmannaeyja um klukkan 15.30 i gær með skipverjana af Jóhönnu Magnúsdóttur RE sem brann og sökk síðan út af Alviðru í gærmorg- un. „Eldurinn kom upp í vélarrúmi báts- ins um klukkan eitt um nóttina og magnaðist mjög fljótt upp. Stýrishúsið fylltist af reyk og ekki varð við neitt ráðið,” sagði Hálfdán Guðmundsson, skipstjóri á Jóhönnu Magnúsdóttur, er DV ræddi við hann við komuna til Eyja ígær. „Veður var leiðinlegt, sex til sjö vindstig og þungur sjór. Við fómm fljótlega í gúmbátana og vomm rúma klukkustund í þeim áður en Þómnn Sveinsdóttir kom á staðinn. Björgunin gekk mjög greiðlega. Við vorum sex um borð auk skipshundsins og engum varð meint af volkinu,” sagði skip- stjórinn. Þess má geta að Sigurjón Oskarsson, skipstjóri á Þómnni Sveinsdóttur, hef- ur tvívegis áður bjargað skipshöfnum í sjávarháska. Árið 1974, er Bylgjan fórst út af Alviðru, bjargaði Sigurjón og skipshöfn hans áhöfninni af Bylgjunni, en einn maður fórst, og í byrjun vertíðar í fyrra tókst Þórunni Sveinsdóttur að bjarga Katrínu VE af strandstað á Breiðamerkursandi. -KMU/FÓV, Vestmannaeyjum. Ætíi byggöin við ströndina muni stranda á verkfalli byggingarmanna?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.