Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1982, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1982, Blaðsíða 28
28 DAGBLAÐIÐ & VISIR. MIÐVIKUDAGUR26. MAI1982. Þorsteinn M. Gunnarsson lézt 16. maí sl. Hann var fæddur 2. september 1945, sonur hjónanna Guðbjargar Þorsteins- dóttur og Gunnars Steingrímssonar. Þorsteinn lærði prentiön og starfaði nú seinast hjá prentsmiðjunni Eddu. Þor- steinn var kvæntur Ingibjörgu Valdi- marsdóttir og eignuöust þau 3 börn. Hann var einn af stofnfélögum Gerplu í Kópavogi. Þorsteinn tók þátt í ýmsum félagsstörfum, var m.a. í stjórn Leik- félags Garðabæjar og Miðdalsfélags- ins. Utför hans verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag kl. 13.30. Sigríður Asta Finnbogadóttir, Efsta- sundi 22, andaöist í Landspítalanum aðfaranótt þriðjudagsins25. maí. Soffía Siguröardóttir, Austurbrún 21, andaðist í Borgarspítalanum 25. maí. Henrí Henriksen, Gránufélagsgötu 33 Akureyri, veröur jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 28. maí klukkan 13.30. VUhjálmur Þ. Gíslason lézt 19. maí 1982. Hann var fæddur 16. september 1897. Hann lagði stund á íslenzk fræði og lauk meistaraprófi í norrænum fræðum. Skólastjóri Verzlunarskóla Is- lands var hann í 22 ár. Síðustu 15 starfsárin var hann útvarpsstjóri. Vil- hjálmur var í menntamálaráöi og Þjóðleikhúsráði, hann var rithöfundur og gaf út bækur um margvísleg efni. Eftirlifandi kona Vilhjálms er Inga Árnadóttir, þeim varð þriggja barna auðiö. Vilhjálmur var jarðsunginn í morgun frá Dómkirkjunni. Halldór Jónsson, Hásteinsvegi 60 Vest- mannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju fimmtudaginn 27. maí kl. 14.00. Þorkell Óskar Magnússon bóndi, Efri- Hömrum Ásahreppi, er lézt 22. maí sl. í Borgarspítalanum, verður jarðsung- inn frá Hafnarfjarðarkirkju, fimmtu- daginn 27. maí kl. 14. Sigríftur Sigmundsdóttir frá Hamraendum lézt 18. maí. Hún var fædd í Breiðuhlíð 18. marz 1897. Sigríður giftist Magnúsi Þórðarsyni og eignuðust þau 2 börn. Otför hennar verður gerö frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Benedikt Sveinsson, Fornastekk 11, sem lézt 17. maí sl. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 27. maíkl. 15.30. Hansína Ingibjörg Benediktsdóttir, Austurgötu 29 Hafnarfirði, sem andað- ist mánudaginn 17. maí, verður jarð- sundin frá Hafnarfjarðarkirkju föstu- daginn28. maíkl. 14. Eiður Á. Sigurðsson verður jarösung- inn frá Fossvogskirkju á morgun, fimmtudag, kl. 13.30. Kristín Árnadóttir, Mjölnisholti 6, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 28. maí kl. 16.30. Kvikmyndir Kvikmyndakiúbbur Alliance Francaise í Regnboganum (salur E — 2. hæö) miðviku- daginn 26. maí kl. 20.30. Dossier 51 Kvikmynd eftir Michel Deville frá 1978. Aðal- hlutverk: Patrick Chesnais, Francois Marthouret, Roger Planchon, Daniel Mes- guich og Anna Prucnal. Enskur texti. Aðgangur ókeypis. Nýjar bækur BÖKASAFNIÐ Bókasafnið 1. tbl., 6. árg. Ot er komið tímaritið Bókasafníö, 1. tbl., 6. árg. (1982), sem bókafulltrúi ríkisins, Bóka- varðafélag Islands og Félag bókasafnsfræð- inga standa að. Meðal efnis er viðtal við Guömund G. Haga- lín, sem fyrrum var bókavörður á Isafirði og síðar fyrsti bókafulltrúi ríkisins. Þá er ávarp Herborgar Gestsdóttur, sem flutt var á afmælishátíð Bókavarðafélagsins 1980. Grein er um Þjónustumiöstöð bókasafna. Birt eru erindi Villy Rolst um skipulag bókasafna og Olav Zakariassen um hlut almenningsbóka- safna í menningar- og upplýsingamiðlun, en erindi þessi fluttu þeir á fundum meö bóka- safnafólki hérlendis á síöastliðnu ári. Þórir Ragnarsson tekur saman yfirlit um starfsemi samstarfsnefndar um upplýsingamál 1979— '81, og loks er skýrsla bókafulltrúa ríkisins um almenningsbókasöfn 1979. Kirkjustarf Hallgrímskirkja Opið hús fyrir aldraða á morgun, fimmtudag, frá klukkan 15.—17. Sýnd verður íslenzk kvik- mynd. Kaffiveitingar. Ferðalög Frá Ferðafélagi íslands Hvítasunnuferðir F.I.: 1. 28.—31. maí kl. 20: Þórsmörk — EyjafjaUa- jökuU — SeljavaUalaug. Eingöngu gist í húsi. Ekki leyft að tjalda vegna þess hve gróður er skammt á veg kominn. 2. 29.—31. maí kl. 08: SkaftafeU — Oræfajök- uU. Gist á tjaldstæðinu v/Þjónustumiðstöð- ina. 3. 29,—31. maí kl. 08: SnæfeUsnes — Snæfells- jökuU. Gist á Arnarstapa i svefnpokaplássi og tjöldum. AUar upplýsingar og farmiöasala á skrifstofunni Öldugötu 3. Fundir Aðalfundur átthagafélags Strandamanna í Reykjavík verður haldinn í Domus Medica í kvöld klukkan 20.30. Aðalfundur Fjalakattarins kvikmyndaklúbbs framhaldsskólanna, verð- ur haldinn laugardaginn 29. maí í hátíðarsal Menntaskólans v/Hamrahhð. Fundurinn hefst kl. 14.00 og munu gögn liggja frammi hálf ri klukkustund áður. EftirtaUn atriði verða tekin til afgreiðslu: Skýrsla stjómar um starfsemi Fjalakattarins og Kvikmyndasafns Fjalakattarins. Endur- skoðaðir reikningar Fjalakattarins og Kvikmyndasafns Fjalakattarins með löggilt- um hætti. Embættistaka nýrrar stjórnar og kosning tveggja endurskoðenda, sem jafn- framt skulu vera endurskoðendur Kvikmyndasafns Fjalakattarins. Laga- breytingartillögur. önnurmál. Aöalfundur er opinn öUum félögum Fjala- kattarins með málfrelsi og tillögurétti. Leiklist Frá Nemendaleikhúsi Leiklistarskóla Islands I kvöld (miðvikudag) frumsýnir Nemenda- leikhúsið nýtt íslenzkt leUtrit eftir Böðvar Guðmundsson, „Þórdís þjófamóðir, böm, tengdaböm og bamabörn”. Leikrit þetta er skrifað út frá atburðum sem gerðust á SnæfeUsnesi árið 1749, og greinir frá fátækl- ingum, lífsbaráttu þeirra og samskiptum við yfirvöld. Leikstjóri er Hallmar Sigurðsson, leik- mynd og búninga gerir Messíana Tómas- dóttir, en tónUst og leikhljóð semur Karólína Eiríksdóttir. Aðeins fáar sýningar veröa á þessu verki sem er þriðja viðfangsefni Nemenda- leikhússins á þessu leikári og jafnframt loka- verkefni átta ungra leikara, sem nú útskrifast frá Leiklistarskóla Islands, en þeir eru: Arnór Benónýsson, EUert A. Ingimundars- son, Erla B. Skúladóttir, Kjartan Bjarg- mundsson, Pálmi Á. Gestsson, Ragnheiður Tryggvadóttir, Sólveig Pálsdóttir og öm Ámason. Elliðavatn: Veiðleyfinþarf að hafa — þó þau séu ókeypis Eins og fram hefur komið ákvað borgarráð að veita unglingum og elli- lífeyrisþegum ókeypis veiðileyfi í Elliðavatni og á svæði þar í kring. Vegna þessa hefur Veiðifélag Elliöa- vatns sent frá sér athugasemd. Þar segir að þessi ákvörðun þýði ekki aö viökomandi geti bara mætt á svæðið og framvísað persónuskilríkjum þar. Hafa þurfi í höndum fríleyfi sem fæst afgreitt á borgarskrifstofunum í Austurstræti og hjá Æskulýðsráöi. Lamaðir og fatlaðir geta einnig fengið slíkt leyfi og þá á skrifstofu Sjálfs- bjargar. Unglingum innan 12 ára er ætlað að koma í skipulögöum hópum á vegum Æskulýðsráös eöa í fylgd meö fullorðnum. .jjj FélagsprentsmlOlunnap M. Spltalastig 10 —Sími 11640 GRJOTGRINDUR A FLESTAR TEGUNDIR BIFREIÐA ÍrF Erum sárhsfðir í FIAT og CITR0EN BIFREIÐA SKEMMUUEGI 4 KÓPAVOGI SÍMI 77840 ^VERKSTÆÐIÐ knastós J.H. PARKET auglýsir: Er parketið orðið ljótt? Pússum upp og lökkum PARKET Einnig pússumvið upp og lökkum hverskyns viðargólf. Uppl. i sima 12114 Geymið auglýsinguna. Þjónustuauglýsingar // e ° Húsráðendur Tökum að okkur allar nýbyggingar. loftasmíði og klæöningar, veggjasmíði, klæðningar., hurðaísetningar, parketlagnir, hvar sem er á landinu, stór og smá verk. Sturla Jónsson, byggingameistari, sími 41529 eftir kl. 17. JfAPOIjLÓ SF liÍKAiHSI’A'.KT l\J\ Brautarholti 4, Sími22224 Ef þú ert meðal þeirra sem lengi hafa ætlað sér í líkams- rækt, skalt þú líta inn til okkar, því í Apolló er lang- bezta aðstaðan. ÞÚ NÆRÐ ÁRANGRI í APOLLÓ Góð ryðvörn tryggir endingu og endursölu BÍL ARYOVÖRNhf Skeifunni 17 a 81390

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.