Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1982, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐE) & VlSIR. MIÐVBCUDAGUR 26. MAl 1982. Bílasmiðja Sturlu Snorrasonar Dugguvogi 23 — Sími 86150 Byggjum yfir Toyota pick-up bila. Fallegar og vandadar innréttingar. ATH. Getum einnig afgreitt húsin óásett. Gerum föst tilboð. TIL SÖLU er einbýlishús á ísafiröi, húsið er ca 230 ferm aö grunnfleti meö 2ja bíla bílgeymslu, fæst í skiptum fyrir góða jörð. Uppl. í síma 94-3762, ísafiröi. LAUSARSTÖÐUR Viö Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum eru tvær kennarastöður lausar til umsóknar. Aðal- kennslugreinar enska og íslenzka. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og störf sendist menntamálaráöuneytinu fyrir 26. júní. Menntamálaráðuneytið Skrifstofustarf Hálfs dags skrifstofustarf á bæjarskrifstofunni á Selfossi er laust til umsóknar. Starfið er einkum fólgið í vélritun, aðstoð við bókhald og tölvuskrán- ingu auk annarra algengra skrifstofustarfa. Góð starfsreynsla er áskilin. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf berist fyrir 5. júní nk. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 99-1187. Bæjarritarinn á Selfossi T Hafnarfjörður Jl, borgarafundur um skipulagsmál í kvöld kl. 20.30 verður haldinn fundur um skipu- lagsmál í félagsheimili íþróttahússins við Strand- götu. Kynnt veröur nýtt aðalskipulag Hafnarfjarðar sem gilda á til ársins 2000, nýtt miöbæjarskipulag og deiliskipulag aðnýrri íbúðarbyggð á Setbergs- svæði. Bæjarbúar eru hvattir til að koma og kynna sér áform um uppbyggingu bæjarins. Bæjarstjóri. KVENNASKÓLINN í REYKJAVÍK Veturinn 1982—1983 verða starfræktar 3 brautir á uppeldis- sviði við Rvennaskólann í Reykjavík. Fóstur- og þroskaþjálfabraut 2 ára nám til undirbúnings réttindanámi í fósturstööur og þroskaþjálfun. Félags- og fþróttabraut 2 ára nám til undirbúnings frekari íþróttanámi og leið- beinendastörfum. Menntabraut Nám til stúdentsprófs. Nemendur á 2 ára brautum geta einnig lokið stúdentsprófi af þessari braut að viðbættu 2 ára námi. Upplýsingar og innritun í skólanum í símum 13819 og 27944 til og með 4. júní og í Miðbæjarskólanum 1. og 2. júní. Skólastjóri. Hótanir um helsprengjur I pistli í Dagblaðinu og Vísi lýsti ég nýlega verulegum ugg, og ekki er ég nú minna hræddur. Herstöðvaand- stæðingar, sem eitt sinn kölluðu sig hernámsandstæðinga, hóta mér öllu illu. Jafnvel Bjami Hannesson frá Undirfelli hótar mér heisprengju, heitist við þann öndvegismann Olaf Jóhannesson utanríkisráöherra og lýsir sekan mann, hvem þann sem til liðs viö hann gengur. V iðhefur B jami m.a.s. dagsetningu til að undirstrika hótun sína. Herstöðvaandstæðingar, Bjami Hannesson frá Undirfelli, hvar að- eins uppi stendur skorsteinn til sönnunar lífi á þeim stað, og Olafur Ragnar Grímsson, þetta lið hótar mér, Olafi Jóhannessyni, Svarthöfða ogsvona a.m.k. rúmlega60% þjóðar- innar öllu illu, en þó helst hel- sprengju á Keflavíkurflugvöll og svo eins og einni lítilli á Reykjavík og annarri eða hinni þriðju í Hvalfjörö. Kjarnorkusprengjur Æðstiprestur k jamorkuhræðara er óneitanlega Olafur Ragnar Gríms- son sá hinn sami sem Olafur Jó- hannesson, þá formaður Framsókn- arflokksins bað griöa í sínum flokki á árunum um 1972 til 73. Olafur Jó- hannesson sá fyrir að unglingur þessi myndi hverfa burt frá Fram- sóknarflokknum, metnaöar vegna. Þessum unglingi lá svo á að ná æskudraumi sínum að til þess að ööl- ast fullnægju draumsins lét hann sig hafa þaö að ganga fyrst í samtök vinstri manna, leifar Þjóðvarnar- flokksins, og þegar árangur var ekki í samræmi við erfiöi hljóp hann yfir til komma og kallaði þá, sér til hug- arhægðar, vinstri menn. Meö ýmsum hætti leita menn jafn- vægis í darraðardansi pólitískrar samkeppni. Olafur Ragnar kaus aö kalla kommúnista vinstri menn til þess að geta þegið af þeim vegtyllur. Meðan Olafur Ragnar var í Fram- sóknarflokknum tókust þeir stundum harkalega á hann og Steingrímur Hermannsson. Ástæðan var einungis sú að almennir flokksmenn tóku Steingrím fram yfir Olaf Ragnar og það þoldi ekki piiturinn. Enga hug- sjón bar í milli þeirra, báðir voru sæmilega heilsteyptir vinstri menn, ógæfa Olafs Ragnars var aðeins sú að þeir voru flokksbræður. Því er ekki hægt að neita, aö þó einstaka framsóknarmaður kunni aö vera óánægður með Steingrím þá á hann tryggð flokksins og á það liklega skil- iö. Þeir sem eru framsóknarmenn og skelfast hótanir Olafs Ragnars um nokkrar helsprengjur, geta því miður ekki leitaö trausts og halds hjá Steingrími. Olafur Jóhannesson er okkar maður og það er sárt sönnum framsóknarmanni að Olafur Jó- hannesson nýtur helst stuðnings frá og hjá einlægum og sönnum sjálf- stæöismönnum. Kjallarinn Kristinn Snæland Ognunin sem Olafur Ragnar og herstöövaandstæöingar halda uppi viö mig, skelfa mig vissulega að ekki sé nú minnst á hótanir Bjama frá Undirfelli. Austur við Ko/askaga Allt þetta lið, Bjami frá Undirfelli, Olafur Ragnar, (vinur Prövdu) og herstöðva- eöa hernámsandstæðing- ar (eins og þeir hétu áður en reynt var að ná inn framsóknarmönnum), þetta lið ásamt vestrænum friðar- hreyfingum, sem þiggja fé af Rúss- um, þetta „heilsteypta” lið, berst fýrst og fremst fyrir afvopnun vest- urvelda eða NATO. Þetta „saklausa” fólk hefur ekki siglt með Kolaskaga, þetta „sak- lausa” fólk hefur ekki gist sovéskar hafnir, þetta „saklausa” fólk hefur ekki kynnst sovétskum fjölskyldum sem búa í einu herbergi íbúöar og skipta eldhúsi með öðrum fjölskyid- um, sem búa í öðmm herbergjum sömu ibúöar. Þetta fólk hefur ekki kynnst því aö eta þægilega súra tómata úr krús sem er geymd undir sjónvarpinu í einu homi þess her- bergis sem eitt er heimili rússneskr- ar sjómannsfjölskyldu. Þetta fólk hefur ekki kynnst því að sjá sjómannskonur dýrka Stalin en benda f ingri niður fyrir Bresnef. Sá sem heimsækir Arkangelsk eða Murmansk, sá sem skoöar og nær að kynnast lífi fólks í dýrðarríki kommúnismans, sá maður er af steini gerður, sem kann áfram að ganga vegi kommúnismans. Eftir slíka reynslu getur það jafn- vel reynst erfitt að kalla sig krata. öll þessi reynsla hefur kennt mér að vera hræddur. Ég hef komið í bandaríska höfn, þar gekk hver maður fr jáls í land. I Arkangelsk og Murmansk, í því landi Rússlandi sem friðarorð ber á vörum, þar gekk íslenskur sjómaður ekki í land utan þess aö hervörður væri viðsfcipið. Tortryggni og hernaðarandi Rússa er slíkur, að tveir hermenn gæta hvers útlends skips. Blátt bann liggur við, að íslenskur sjómaður, jafnvel yfirmaður, sem Rússar smjaöra þó gjarnan fyrir (jafrivel þótt æðsti maöur úr vél á ís- lensku skipi, kynnist æðsta manni af t.d. skipi frá Filippseyjum, á sjó- mannaklúbbi sovétskum) fái að heimsækja vin sinn og félaga á Filippseyj askipinu. Um margt gætum við orðið fróðari að skoöa erlend skip. Filippseyingar og Islendingar sem vinna sömu störf, við ólíkar aðstæður geta lært sitthvað, hver af öðrum. Slíkt er bannað í Sovétríkjunum. Heimsóknir milli erlendra skipa í höfnum Sovétríkjanna eru algjör- lega bannaöar, einnig t.d. milli ís- lenskra skipa. Hvers vegna skilur enginn. Fyrir þetta kerfi vinna her- stöðvaandstæðingar og „friöarhreyf- ingarfólk”. Eins og ég hef rakið hér og þó ekki sé vitnað í margar öruggar sannanir um að Rússar greiði kostnað „friðar- hreyfinga” á vesturlöndum, þá hlýt ég samt að draga þá ályktun: Frið- arhreyfing sem nýtur sovétsks fjár, og friðarpostuli líkt og Olafur Ragn- ar sem nýtur trausts sovétskts áróöursblaös (Pravda), slíkt lið ætti ekki að fá áheyrn hjá Islendingum. Eg játa, að ég er hræddur við Olaf Ragnar (trúnaðarvin Prövdu) og við þann hóp sem kennir sig við friðar- hreyfingu eða kallar sig m.ö.o. her- stöðvaandstæöinga. Hræddastur er ég þó við þau áhrif sem slík öfl kunna að hafa á íslenskt þjóölíf. Kristinn Snæland

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.