Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1982, Blaðsíða 3
DV.FÖSTUDAGUR3.SEPTEMBER 1982.
3
Dauðaleit að dönskum ferða
manni í Landmannalaugum
Dauöaleit var gerð að 51 árs gömlum morgun heill á húfi.
dönskum ferðamanni í Landmanna- Um þrjátíu björgunarsveitarmenn
laugum í fyrrinótt. Hann fannst síðan frá Hvolsvelli og Hellu tóku þátt í leit-
við Hrafntinnusker við birtingu í gær- inni. Fóru þeir upp í Landmannalaug-
Lútherskar nunnur
ar um ellefuleytið í fyrrakvöld. Leit-
uðu þeir síöan í alla nótt. Og það var
svo við birtingu um klukkan sex í gær-
morgun, sem þeir fundu manninn heil-
an á húfi. Var hann þá í skála Ferðafé-
lagsins við Hrafntinnusker, sem er á
gönguleiðinni til Þórsmerkur.
Maðurinn var í hópi á vegum
Guðmundar Jónassonar. Ákvað hann
aö fara einsamall í gönguferð um
fjögurleytið í fyrradag. Villtist hann á
gönguleiðinni til Þórsmerkur, með
þeim afleiöingum, að í stað þess að
ganga eftir strikuðu leiðinni í átt til
Landmannalauga, hélt hann i átt til
Þórsmerkur.
Leitarflokkarnir sem tóku þátt i leit-
inni voru Flugbjörgunarsveitin á Hellu
og Björgunarsveitin Dagrenning frá
Hvolsvelli. Einnig var þyrla frá Land-
helgisgæslunni farin tU leitar í gær-
morgun en maðurinn fannst í þann
mund sem hún kom austur.
-JGH.
heimsækja ísland
— úr einu lúthersku nunnureglunni
sem til eríheiminum
Tvær nunnur úr einu lúthersku
nunnureglunni í heiminum eru staddar
hérlendis um þessar mundir. Munu
þær leiða helgarsamverustundir að
Löngumýri og Skálholti og tala á sam-
komum ýmissa félaga.
Nunnumar tilheyra samfélagi
Maríusystra. Reglan varö til í Þýska-
landi í lok síðari heimsstyrjaldar. Má
rekja upphafi hennar til mikilla
loftárása á borgina Darmstadt dagana
11. og 12. september árið 1944. Tvær
ungar stúlkur stofnuðu systraregluna
en mikil trúarvakning varð meðal
ungs fólks í Darmstadt í stríðslok.
önnur stúlkan heitir nú Móðir Basilia
og er hún andlegur leiðtogi systranna.
Móðir Basilia hefur skrifað fjölda
bóka sem þýddar hafa verið á 60 tungu-
mál. Er nú unnið að þýðingu einnar
bókar hennar á íslensku.
Maríusystur eru nú um 200 talsins.
Þær starfa í átján löndum.
Höfuðstöðvarnar eru í Darmstadt og
nefnast Kanaan. Þar prenta systumar
bækur í eigin prentsmiðju. Þær eru
einnig famar að nýta sér nútímatækni
og framleiða kvikmyndir og mynd-
bönd með kristnum boðskap. Þær boða
að nútímafólk lifi og starfi í anda Jesú
Krists, lúti lögmálum Guðs og kynnist
hinni sönnu mynd Guðs.
Systumar sem hér eru staddar koma
frá Ameberg í Noregi og sinna verk-
efnum á Norðurlöndum. Þær heita
Maríusystir Phanuela, sem er þýsk, og
Maríusystir Juliana, sem er finnsk.
Þær em komnar hingað fyrir tiðstuðl-
an séra Magnúsar B. Björnssonar á
Seyðisfirði og konu hans, Guörúnar
Dóm Guðmannsdóttur.
Sem fyrr sagði leiða systurnar
helgarsamverustundir hér á landi; að
Löngumýri 3.-5. september og í
Skálholti 10.—12 september. Allir em
velkomnir.
-KMU.
Mariusystumar Pbanela og Juliana. Mynd af Lúther á milli þeirra. DV-mynd: S.
VIÐ TELJUM
að notaðir
VOLVO
bflar
séu betri
en nýir bflar
af ódýrari
gerðum
LAPPLANDER '81
rauöur, ek. 3.100. Verð 185.000 kr.
VOLVO 245 GL '79
blásans. ek. 46.000. Verð 165.000 kr.
VOLVO 343 DL'77
brúnn, ek. 77.000. Verð 65.000 kr.
VOLVO 264 GL '79
gullsans. ek. 55.000. Verð 185.000 kr.
VOLVO 244 GL '82
gullsans. ek. 16.000. Verð 250.000 kr.
VOLVO 244 DL '82
ljósbrúnn, ek. 15.000. Verð 235.000 kr.
VOLVO 244 DL '82 j
rauður, ek. 8.000. Verð 230.000 kr. !
VOLVO 244 GL'80
nouggasans. ek. 39.000. Verð 165.000 kr.
VOLVO 244 GL'79
dökkbrúnn, ek. 40.000. Verð 140.000 kr.
Opið laugardaga frá kl. 13—16.
c/>
35200 VELTIR
SUÐURLANDSBRAUT16
SKÓLATÖSKUR - PENNAVESKI
Ríkisstjórnin:
Veitir bændum 10
milljónir tii
fækkunar á sauöfé
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja
allt að 10 milljónum króna til fækkunar
sauðfjár. Á féð að greiðast í byrjun
desember.
Þá mun ríkisstjómin beita sér fyrir
því að inn í f jái lög næsta árs verði tek-
in til viðbótar áðurnefndu framlagi,
fjárhæð til að tryggja þeim sem fækka
eða farga fé sínu samkvæmt frjálsu
samkomulagi við framleiðsluráð nú í
haust, fullt grundvallarverð fyrir kjöt
af fullorðnu fé sem er umfram eðlilega
slátmn fjárins.
Framlög þessi eru háð þeim skilyrð-
um að færðar séu sönnur á að þessar
ráðstafanir leiði til raunverulegrar
fækkunar sauðfjár og að sauðfé verði
ekki fjölgaö að nýju á hlutaðeigandi
jörðumnæstu fimm árin.
Jafnframt leggur ríkisstjómin
áherslu á að niðurskuröur sýktra
hjarða vegna riðuveiki eða annarra
sauðfjársjúkdóma gangi fyrir öörum
aðgerðum til fækkunar á sauðfé. Þeir
bændur sem farga fé sinu af þessum
sökum eiga rétt á hálfum bótum, að
vissum skilyrðum fullnægðum, svo
sem að sauðfjárbúskapur verði ekki
tekinn upp aftur á því búi án leyfis
framleiðsluráðs næstu 3—5 árin.
HELGAFELL LAUGAVEG1100 SIMI 11652
HELGAFELL NJÁLSGÖTU 64 SÍMI 19370
OG ALLAR AÐRAR SKÓLAVÖRUR
Við höfum reynsluna