Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1982, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER1982. Tóku sjö vestur-þýska togara við Grænland á tíu dögum Nei, það er alls ekkert þorskastríð á milli Grænlendinga og Þjððverja, en það verður að iylgjast vel með veiðiskap Þjóðverjanna, sögðu þeir (talið frá vinstri) S. Broberg, skipherra, A. Esbensen, aðstoðarskipherra og P. Starklint, stýrimaður. „Við tókum sjö vestur-þýska togara við Grænland á tíu dögum. Þeir höfðu allir gerst brotlegir þar sem þeir hafa ekki tilkynnt um réttan afla til Græn- lendinga,” sagði S. Broberg skipherra á danska varpskipinu Hvidbjornen í samtali við DV. En skipið kom til Reykjavíkur í fyrradag til að taka vist- ir. Hefur það annast strandgæslu viö Grænland frá því í lok júní ásamt frei- gátunni Beskytteren. Vestur-þýsku togararnir voru allir teknir dagana 19. til 29. ágúst síöastliðinn. „Þeir voru allir að fiska á Dorn- banka. Þama eru um tólf vestur-þýskir togarar að jafnaði. Við tókum þann fyrsta 19. ágúst. Þaö var aðeins um venjulegt eftirlit að ræða eins og í öllum tiivikunum. Við kynntum okkur aflaskýrslur, skoöuðum möskvastærð og þess háttar. I öllum sjö togurunum rákumst viö á aflaskýrslur sem voru rangar. Þeir gáfu upp minni afla til Grænlendinga en þeir lönduðu síðan í Þýskalandi,” sagði Broberg. Aöspuröur sagði hann aö þeir heföu sektað fyrstu þrjá togarana á staðn- um. Og að Grænlendingar hefðu gefið þeim upp hve sektin ætti að vera há. Námu sektirnar frá 80 til 100 þúsund dönskum krónum. Heföu togararnir síðan haldið áfram veiðum. Hina f jóra hefðu þeir ekki getað sektaö þar sem ekki heföu verið sömu skipstjórar og gert heföu skýrslumar, en Þjóðverj- amir hefðu tvo skipstjóra á hverjum togara og hvíldi alltaf annar. Þeir hefðu því kært skipstjórana til lögreglustjórans í Gádtháb, og hann myndi síðan rannsaka málið betur og sjá til þess að þeir hlytu dóm. Þeir hefðu einnig haldið veiðum áfram, en mál þeirra yrði tekið fyrir um leið og til Þýskalands kæmi. Aðstoðarskipherrann á Hvidbjarnen A. Esbensen og stýrimaðurinn P. Starklint, sem annast faglegu hliðina á eftirlitinu um borð í togurunum voru einnig viðstaddir samtalið við Broberg. Þeir voru spurðir hvort þorskastríð ríkti nú viö Grænland? „Nei, það er alls ekkert þorskastríð á milli Grænlendinga og Þjóðverja, en það verður að fylgjast vel meö veiði- skap Þjóðverjanna. Það hefur sýnt sig. Þeir eru í Efnahagsbandalaginu og hafa öll tilskilin leyfi til að veiöa. Af þorski mega þeir veiða um 9 þúsund tonn og þeir eru nú alveg við mörkin, þó að við vitum ekki nákvæmlega hvað þeir eru búnir að veiöa mikið. Þá mega þeir veiöa um 53 þúsund tonn af karfa, og þær veiðar virðast ganga vel hjá þeim.” Þá sögöu þeir að þrír norskir rækju- togarar og einn færeyskur hefðu verið teknir fyrir rangar upplýsingar fyrr í sumar. Og ekki mætti gleyma einum grænlenskum rækjutogara, sem hefði einnig verið sektaður. Að lokum vildu þeir geta þess að veðrið við Grænland hefði verið mjög leiöinlegt í sumar, rigning og rok og vont i sjóinn. Þá hefði hafis veríö mjög mikill við austurströnd Grænlands, þar sem togararnir halda sig aöallega, eða eins og A. Esbensen aöstoöarskip- herra sagöi: „Það hefur ekki verið svona mikill ís þarna í 17 ár. Ekki hefur þaö þó valdið neinum skipsskaða ennþá, enda eru Þjóðverjarnir klókir aðveiðaí ísnum.” Þess má geta að Hvidbjornen hélt til Grænlands aftur í slaginn eftir hádegið í gær. Verða þeir þar fram í miðjan þennan mánuö. En þá verður haldið heim til Danmerkur eftir þriggja mánaða útivist. -JGH. Danska varðskipið Hvidbjernen í Reykjavíkurhöfn í fyrradag. Það hélt til Grænlands eftir bádegið i gsr. Það heldur síðan til Danmerkur um miðjan þennan mónuð eftir þriggja mánaða veru við Græniandsstrendur. DV-myndir S. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Ekki eru allir þorskar í sjó Ekki var fyrr búið að leysa efna- hagsvandann í endaðan ágúst en nýr biasti við. Það hafði sem sé gleymst að taka það inn í dæmið, hvernig unnt yrði að standa að fiskveiðum með sómasamlegum hætti eftir 1. september- Skakkar kannski ekki miklu hjá þjóð, sem svo háttar um, að allt maniilíf hlýtur að leggjast niður í landi hennar nema áfram séu dregnir fiskar úr sjó. Fiskkaupendur halda fast við, að þeir vilji fá þorskinn sem ódýrast enda beri þeir ekki ábyrgð á offjár- festingunni í fiskiskipastólnum. Út af fyrir sig rétt og lái þeim hver sem vill. Gailinn er bara sá, að það gerir þorri útgerðarmanna ekki heldur. Þeir hafa reynt að sníða sér stakk eftir vexti, og er þó öilu til skila hald- ið, að þeir gangi ekki á eigur sínar við þau rekstrarskilyrði, sem verið hafa um hríð. Og þó keyrir nú um þverbak enda loforð sjávarútvegs- ráðherra um hvers konar lagfæring- ar og breytingar létt i vasa. Senniiega er Hólmavikurtogarinn kominn upp í lOÓmillj. kr. eftir geng- isfeliinguna síðustu. Það þarf lítil 24 þús. tonn til þess að hann geti staðið undir sér. Eflaust vefst ekki fyrir 1. þingmanni Vestf jarða að leysa þetta dæmi, — eða hvað? Menn skyldu ætla, að rekstraráætlanir hafi legið fyrir, þegar kaupin voru ákveðin. Nema hann ieiti ráða hjá Stefáni Val- geirssyni og verði leiddur i allan sannleikann um það, hvílík lyftistöng Þórshafnartogarinn á eftir að verða fyrir byggðirnar við Þistilfjörð. Nú liggur nýtt fiskverð sem sagt fyrir. Sjávarútvegsráðherra barmar sér í f jölmiðlum yfir því, að útgerðin hafi ekki viljað hafa það pínulítið hærra og þess vegna hafi ekki verið stungið upp á því í yfirnefnd. Hann boðar, að til ráðstafana verði gripið vegna útgerðarinnar og í lengstu lög reynt að koma í veg fyrir opinbera styrki henni til handa. Einhvem tima seinna á að afnema opinber gjöld af olíu, enda telur hann „óverj- andi að ríkið sé með nokkur gjöld á olíu eins og nú er ástatt”. Og svo talar hann um að „létta fjármagns- byrðina, sem allt er að sliga”. Þann- ig hefur hann talað lcngi, en þeirri spuraingu er ósvarað, hvers vegna hann greip ekki tækifærið um dag- inn, úr því á annað borð var verið að setja bráðabirgðalög, og kom mál- efnum útgerðarinnar i það horf, sem hann vill hafa þau i. í Rómverjabréfi standa þessi orð: „Því hið góða, sem ég vil, gjöri ég ekki, en hið vonda, sem ég ekki vil, það gjörl ég.” Þann- Ig hlýtur þanki sjávarútvegsráð- herra að vera á þessum haustdögum, þegar hann sér ailt betur en aðrir en kemur engu áleiðis. Einhvers staðar segir Laxness: „Fish is fish.” Þorskur er þorskur, — gæti þetta útlagst á vorri tungu. Lykilorð í allri efnahagsumræðu og pólitik og jafnvel á föraum vegi er ekki meira um annað talað. Ef mikill þroskur veiðist, skiptir engu þótt illa sé stjóraað. Ríkisstjórain verður vin- sæl, af því að allir fá bónus og yfir- vinnu og skattarair koma ekki fyrr en árið eftir og þroskurinn gleymist algjörlega. Ef minnkar um þorsk frá í fyrra, ber hann sök á öllum axar- sköftum, sem gerð eru. Þannig er pólitikin. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.