Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1982, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER1982
131
^ ........................................................................................—.......-........-....................-.......................
I júní sl. skrifaði ég grein í DV, þar
sem fram kom sú skoðun mín, að
þrátt fyrir mikinn efnahagsvanda
sem við blasti væri rikisstjómin í
þessu venjulega orlofi milli verð-
bótatímabila og sennilega tilgangs-
laust að auglýsa eftir henni fyrr en í
ágúst, þá þyrfti að taka á
„verðbólguvandanum” verðbótaút-
reikningi launa. — Það kom á
daginn.
Alveg sama þótt spár um efna-
hagsþróun gerðust svartari með viku
hverri sem á sumariö leið — áfram
var beðiö þar til kom að útreikningi
verðbótaþátta launa.
Eftir að ríkisstjómin hefur svo
„tekið á efnahagsvandanum” i ágúst
rétt fyrir verðbótaútreikning launa
kemur forsætisráðherra hróðugur í
yfirheyrslu Helgarpóstsins og talar
um að kjarkurinn sé óbilaður og
stjórnarandstaðan gaspri bara um
hittogþetta.
Hvað ætla þeir
að fella og drepa
I yfirheyrslunni má einnig lesa:
„Hvaö er þaö í bráðahirgöalögunum
sem þeir ætla að fella og drepa”. Og
ennfremur segir forsætisráðherra:
„Alþýðuflokkurinn hefur lagt til svo
sem í stjómarmyndunarviðræöum
1979—80 að sett yrðu lög um þak á
verðbætur. Dettur nokkmm manni í
hug í alvöru að þingmenn þessa
flokks ætli að fella svona ákvæði.”
Hér gasprar svo sannarlega
sjálfur forsætisráðherrann eða sér
hann virkilega engan mun á bráða-
birgöalögunum og þeirri kerfisbreyt-
ingu og samræmdu efnahagsaö-
gerðum, sem Alþýðuflokkurinn lagði
til að þyrfti að eiga sér stað, ef biðja
ætti launafólk að færa fórnir.
Lítum nánar á. Að meginuppstöðu
til fela bráðabirgöalögin í sér:
1) Staðfestingu á orðnum hlut sem
er gengisfelling.
2) Skertar verðbætur á laun um allt
að 13%. Þar af kemur allt að 10%
skerðing í desember eða um 1.5
milljaröur. (,,Það hefur aldrei
komið til greina af hálfu Alþýðu-
bandalagsins aö svipta fólk verð-
bótum í jólamánuöinum” Tilv. í
ummæli Olafs Ragnars Gríms-
sonar í Þjóðviljanum 20. ágúst
sl.) Á móti þessu koma 50
milljónir til láglaunafólksins
(Slétt skipti þaö).
3) Ráðstöfun gengismunar.
4) Skattaálögur í formi vörugjalds.
Eins og sjá má af ofangreindu er
það fyrst og fremst launafólk sem á
að bera byröarnar. Uppistaöan í
efnahagsaðgerðunum er kjara-
skerðing.
Myntbreytingin
dæmd til að mistakast
En hverjar voru tillögur Alþýðu-
flokksins, þegar hann lagði til að
timabundiö þak yrði sett á verðbæt-
ur. — Fólu þær kannske ekkert
annaö í sér en kjaraskerðingu, eins
og skilja mætti á orðum forsætisráð-
herra ?
Tillögur Alþýðuflokksins 1979—80
sem forsætisráðherra vitnar til var
skipt í þrjá meginþætti og hver og
einn ítarlega útfærður.
I. Aðdragandi að gjaldmiðils-
breytingu.
semtaka átti gildi um
áramótin 1980—81.
II. Kerfisbreyting-Nýkróna.
IH. Umbætur og framfarir.
Alþýðuflokkurinn taldi að undan-
fari gjaldmiðilsbreytingarinnar um
áramótin 1980 til aö hún skilaöi
árangri yrði að vera margháttaðar
samræmdar efnahagsaögeröir — og
um það gerði Alþýðuflokkurinn ítar-
legar tillögur 1979 í ráðstöfunum sem
forsætisráðherra vitnar í.
Eftir þeim var ekki farið og núver-
andi ríkisstjórn hafði ekki þennan
aðdragandaaðmyntbreytingunnl —
Myntbreytingin tók gildi um áramót
1980, án þess að nokkrar skynsam-
legar efnahagsaðgerðir væru undan-
fari þeirra. — Hún var því dæmd til
aðmistakast.
Flotkrónuna sem jarða átti með
myntbreytingunni hefur ríkisstjómin
endiu-lífgað með úrræðaleysi sínu. —
Nýja krónan er að verða eins létt í
vasa og flotkrónan sáluga.
Alþýöuflokkurinn sá hvert stefndi
og lagði því til veturinn 1980 eftir nær
eins árs valdasetu ríkisstjómar-
innar, að gjaldmiðilsbreytingunni
sem taka átti gildi þá um áramótin
yrði frestað um eitt ár og sá timi yröi
nýttur til samramdra efnahags-
aðgeröa til að vænta mætti árangurs
í efnahagsmálum, sem m.a. gæti
tryggt stöðugleika hins nýja gjald-
miðils, en við það vora úrræði
Alþýöuflokksins i efnahagsmálum
miðuð 1979.
I greinargerö fyrir því frumvarpi
segir m.a.: „Tilgangsleysi gjald-
miðilsbreytingarinnar við núverandi
aðstæður kemur best fram í því, aö
ef verðbólgan fær aö halda áfram
eins og horfur era á verður nauðsyn-
legt eftir fimm til sex ár að taka núll
aftan af krónunni og fimm árum
seinna aö taka af annað núll, þannig
að eftir ellefu ár eða innan við þann
tíma stæðum við í sömu sporam og
við stöndum nú. — Þess vegna er
nauðsynlegt að nýta þessa róttæku
breytingu vel. — Til aö glata ekki
þessu ágæta tækifæri sem gjald-
miðilsbreyting að öðru jöfnu er, er
lagt til í þessu framvarpi, að gjald-
miðilsbreytingunni verði frestað í
eitt ár til að gefa ríkisstjórninni tæki-
færi til að móta stefnu í efnahags-
málum, sem hún gæti þá lagt fram
og unnið eftir samhliða breyting-
unni.”
Þessu var hafnað. — Nú eru liðin
nær tvö ár síðan gjaldmiðils-
breytingin tók gildi. — Hver fyrir sig
getur litiö í eigin buddu og dæmt
árangurinn og vegið og metið verð-
gildi hinnar tveggja ára gömlu
krónu.
Þessu gleymdi
Gunnar
Þegar forsætisráðherra spyr hvort
nokkrum manni detti i hug að þing-
Jóhanna
Sigurdardóttir
menn Alþýðuflokksins styðji ekki
bráöabirgöalögin sem aö uppistöðu
til er kjaraskerðing, er nauösynlegt
að bera saman bráðabirgðalögin og
þær aðgerðir sem Alþýöuflokkurinn
lagði til 1979 samfara tímabundnu
þaki á verðbætur en í þær tillögur
vísar forsætisráðherra í Helgar-
póstinum.
Aðgerðirnar fólust
m.a. í eftirfarandi:
1) Ströngu aöhaldi í ríkisfjármál-
um og peningamálum sem nánar
var útfært og ríkisumsvifum sett
ákveðin mörk.
2) Heildarhlutfalli fjárfestinga og
eriendum lántökum vora sett
ákveðin mörk, auk þess sem
mörk voru sett á hækkanir vöru
og opinberrar þjónustu.
3) I fjárfestingarmálum var lögð
sérstök áhersla á orkufram-
kvæmdir, fiskvinnslu og iðnaðar-
framkvæmdir, bæði í sam-
keppnis- og útflutningsiðnaði.
4) Tekjur átti að áætla fyrst og
setja fram um þær heildarmark-
mið, og svigrúm til útgjalda
metið áður en útgjaldaáætlanir
eru samdar.
5) Dregið yrði úr sjálfvirkni í lög-
boðnum útgjöldum og hag-
stjómarmöguleikar þannig
auknir.
6) Gerðar yröu reglubundnar
áætlanir um stjórn peninga-
magns og útlána innan ársins.
7) Stefnu um verðtryggingu inn- og
útlána yrði f ramfylgt.
8) Innlánsstofnunum verði skylt að
færa og greiða vexti af inni-
stæöum mánaðarlega og miðist
bindiskylda við innlán aö
meðtalinni verðtryggingu og
áföllnum vöxtum.
9) Lánstimi verði lengdur eftir því
sem verðtrygging eykst og raun-
vextir hækka og lánskjör verði
miðuð við jöfnun greiðslubyrði
yfir lánstimann.
10) Fjárfestingarlánasjóðum verði
steypt í eina heild sem þjóni
öllum atvinnugreinum eftir
samræmdum reglum um útlán
oglánskjör.
11) Tekjuskattur verði felldur niður
af almennum launatekjum í
áföngum 1981 og 1982.
12) Álagningareglur í heildsölu og
smásöluverslun verði endur-
skoðaðar. Eftirliti með verð-
myndun á innfluttum vörum
beitt.
13) Rekstur og skipulag opinberra
fyrirtækja og stofnana átti að
endurskoöa meö þaö að mark-
miöi að auka hagkvæmni og
draga úr rekstrarkostnaði.
14) Tekin yrði upp ný landbúnaöar-
stefna, sem var ítarlega útfærð
m.a. að útflutningsuppbætur
verði afnumdar í áföngum og
tekin yrði upp sérstakur stuðn-
ingur við ný jar búgreinar.
15) Itarlega útfærðar tillögur vora
lagðar fram um uppbyggingu og
stefnu í atvinnumálum.
16) Koma átti á kjaratryggingu
fyrir þá, sem lægstar tekjur
höfðu með sérstökum ráðstöf-
unum í skatta, félags- og
tryggingamálum sem fólu m.a. í
sérráðstafanir í lifeyrismálum, 7
milljaröa króna tekjuskatts-
lækkun á árinu 1980 auk hækk-
unar barnabóta og persónuaf-
slátts.
Hér hefur verið stiklað á stóra í
ítarlegum tillögum Alþýðuflokksins
1979, en með þær að veganesti taldi
Alþýðuflokkurinn að stætt væri á því
aö biðja launafólk að færa tíma-
bundnar fórnir. Vegna hvers? —
Vegna þess að slikar samræmdar
aðgerðir eru forsenda þess að launa-
fólk sjái ávinning af þeim fómum
sem það færir með tímabundinni
kjaraskerðingu, — að þær skili
afrakstri til lengri tíma litið, sem
treysti lífskjör, atvinnuuppbyggingu
og f élagslegar f ramfarir.
Þess má einnig geta að enginn
flokkur hefur síðan 1978 jafn oft og
jafn ítarlega lagt fram samræmd
úrræði og kerfisbreytingu í efna-
hagsmálum og Alþýðuflokkurinn.
Það skildu þeir muna sem kalla eftir
tillögum Alþýðuflokksins nú.
Dettur nokkrum
í hug...
Dettur nokkrum manni í hug í
alvöru að þingmenn Alþýöuflokksins
ætli að fella þetta ákvæði bráða-
birgöalaganna segir forsætisráð-
herra í yfirheyrslu Helgarpóstsins og
vitnar þar í k jaraskeröinguna.
Því er til að svara að tímabundin
kjaraskerðing getur verið nauðsyn-
legur liður í víðtækum efnahagsað-
gerðum, en af því er margföld
reynsla að hún skilar ekki árangri úr
samhengi við aðhald og aðgerðir á
öllum þeim þáttum, sem áhrif hafa á
efnahagsþróun og atvinnuuppbygg-
ingu.
Það liggur ekkert fyrir um fram-
kvæmd þeirra atriða, sem fram
koma í óskalista ríkisstjómarinnar,
sem bráðabirgðalögunum fylgja.
Slikir óskalistar hafa jafnan fylgt
bráðabirgðaúrræöum þessarar ríkis-
stjórnar til að fela hvað raunveru-
lega felst í úrræðum ríkisstjómar-
innar. Fæstar þessar óskir komast í
framkvæmd og ber málefnasamn-
ingur ríkisstjómarinnar og óskalist-
inn með áramótaaðgerðunum 1980—
81 þess glöggt vitni.
Þeir stjórnmálamenn sem gjör-
þekkja og hafa reynslu af að engu er
að treysta í óskalistum og fyigiskjöl-
um frá þeim sem þessa ríkisstjóm
styðja, vita gjörla að ekki er hendi
festandi á neitt i þessum úrræðum,
nema þaö sem skrifaö stendur í
bráðabirgðalögunum. Það er kjarni
málsins.
Við atkvæðagreiðslu um bráða-
birgðalögin á Alþingi er tekin
afstaöa til bráöabirgðalaganna, en
ekki stefnuatriða i óskalista, sem
cnginn veit hvort eða hvenær á að
framkvæma.
Alþýðuflokkurinn var staðfastlega
þeirrar skoöunar 1979, þegar hann
sagði skilið við þessa flokka, að slík
úrræði ein sér sem í bráöabirgðalög-
unum felast, skili ekki árangri til
lengri tíma litið. — Allt sækir í sama
farið. — Alþýðuflokkurinn hefm-
ekkert breytt um skoðun nú. — A
hann þá að greiða bráðabirgðalögun-
um atkvæði, þó forsætisráðherra
þyki það sjálfsagt? A hann nú að
greiða þeim úrræðum atkvæði sem
hann hafnaði 1979. — Getur nokkr-
um manni doítiö það i hug í alvöra
nema forsætisráðherra?
Forsætisráðherra
hittir í mark
Á bráðabirgðalögum ríkisstjórnar-
innar og úrræðum Alþýöuflokksins
er reginmunur, sem hver og einn
getur séð í hendi sér, nema hann
kjósi að setja kíkinn fyrir blinda
augað og draga einn þáttinn fram úr
samhengi við aðra, eins og forsætis-
ráðherra gerir í yfirheyrslu Helgar-
póstsins.
Forsætisráðherra endar yfir-
heyrsluna hróöugur og segir:
jarkurinn er óbilaður”. Þar hittir
hann í mark. Það þarf vissulega
kjark til að standa að efnahags-
aðgerðum, sem að uppistöðu til era
stripuð kjaraskeröing. Spurningin er
hvort menn þurfi ekki líka að hafa til
að bera vænan skammt af blygðun-
arleysi.
Jóhanna Sigurðardóttir
alþingismaður.
„Við atkvæðagreiðslu um bráðabirgðalögin
á Alþingi er tekin afstaða til bráðabirgðalag-
anna, en ekki stefnuatriða í óskalista, sem
enginn veit hvort eða hvenær á að fram-
kvæma,” segir Jóhanna Sigurðardóttir í grein
sinni.