Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1982, Blaðsíða 6
6 DV. FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER1982. Grunnskólinn Hofsósi Kennara vantar að Grunnskóla Hofsóss. Almenn kennsla, húsnæði í boði. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma: 95-6386 og 95-6346. ] Utgáfufyrirtæki óskar eftir starfsfólki við afgreiðslu strax. Umsóknir sendist til augldeildar DV, Þverholti 11, fyrir kl. 18, þriðjudaginn 7. september, merkt: „Afgreiðsla 700”. Verksmiðjustörf — fléttað garn Hampiðjuna hf. vantar stúlkur í fléttivéladeild fyrirtækisins. Deildin er fléttivéladeild Hampiðjunnar sem er á verksmiðjusvæði fyrirtækisins við Hlemm. í deildinni er framleitt fléttað garn úr plasti. Starfið felst í því að fylgjast meö fléttivélum sem flétta garnið og vindivélum sem vinda plastþræði á spólur. Unnið er á tvískiptum vöktum 5 daga vikunnar frá kl. 7.30 til 15.30 og kl. 15.30 til 23.30. Einnig er unnið á næturvöktum ein- göngu. Umsækjandi þarf að vera vandaður í umgengni og stundvís. Mötuneyti á staðnum. Nánari upplýsingar veita verkstjórarnir Ágúst og Bryndís á staðnum. H F. HAMPIÐJAN STAKKHDLTI 4 REYKJAVÍK (iccland) IMauðungaruppboð sem auglýst var í 35., 38. og 42. tölublaði Lögbirtingablaðs 1981, á Steypustöð í Þverhamarslandi, Breiðdalsvik, þingl. eign Eliasar P. Sigurðssonar, fer fram samkvæmt kröfu Iðnlánasjóðs á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 14. september 1982, kl. 11 árdegis. Sýslumaðurinn í S-Múlasýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 113. tölublaði Lögbirtingablaös 1981,3. og 9. tölublaði 1982, á M.S. Krossanes SU-5, þingl. eign Vogs hf., fer fram samkvæmt kröfu innheimtu ríkissjóðs við skipið í Djúpavogshöfn, þriðjudaginn 14. september 1982 kl. 15. Sýslumaðurinn í S-Múlasýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 113. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981, 3. og 9. tölu- blaði 1982, á geymslu- og fiskþurrkunarhúsi við Selnesveg á Breiðdals- vik, þingl. eign Braga hf., fer fram samkvæmt kröfu innheimtu rikis- sjóðs á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 14. september 1982 kl. 10, árdegis. Sýslumaðurinn í S-Múlasýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 92., 94. og 96. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á Hraðfrystibúsi á Fáskrúðsfiröi, þingl.eign Pólarsíldar hf., fer fram á eigninni sjálfri, samkvæmt kröfu innheimtu ríkissjóðs, mánudaginn 13. september 1982 kl. 14. Sýslumaðurinn í S-Múlasýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 113. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1981, 3. og 9. tnlu- blaði 1982, á húseigninni Búðavegi 47 A Fáskrúðsfirði, tal. eign Rúdolfs Midjords fer fram skv. kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri mánudaginn 13. september 1982 kl. 11 árdegis. Sýslumaðurinn í Suður-Múlasýslu. Neytendur Neytendur Neytendur Hægtaðtína sveppi fram i september — rætt við Agnar Þórðarson „Mamma mín tíndi alltaf sveppi á Kleppstúninu,” sagði Agnar Þórðar- sók, bókavörður og leikritaskáld, þeg- ar við inntum hann eftir sveppaferö- um. „Hún sultaði niður í stórum stíl og steikti ekki nema það sem af gekk.” — Hvenærerbestaðtínasveppi? „Eg hef nú varla fundiö þá fyrr en um miðjan júlí. Svo er oftast hægt aö tína þá fram í byrjun september, þaö fer allt eftir veðráttunni. En mín reynsla er sú, að mest sé af þeim kringum miðjan ágúst.” — Nú er sagt að best sé að tína sveppieftir rigningar. „Já, ef maður er nógu nákvæmur og vel að sér í þessu, þá getur maöur víst reiknaö út hvenær mest er af sveppum. Það er ákveðið tímabil eftir rigningar ogskúrir.” — Hvað eru margar tegundir sveppa hér á landi? „Það var héma mikill sveppasér- fræðingur á ferð fyrir nokkrum árum, Morten Lange að nafni, og ég held að hann hafi fundiö um 200 tegundir. Morten þessi var mjög þekktur maður íDanmörku, þingmaðurmeðmeiru.” — Og hverjir af þessum 200 svepp- um henta nú best til matar? ,,Eg held mig nú hvað mest við þess- ar tvær aðaltegundir þegar ég tíni úti á víðavangi, birkisveppi og furusveppi. Birkisveppirnir kallast líka kúalubbar af því að kýmar eru vitlausar í þá, og það sýnir best að þeir era hollir. Og þar sem furan vex, þar er furasveppurinn, gulur og matargóður. Það er mikiö af honum í brekkunum þarna hjá Vífils- stöðum. öðra nafni kallast hann smjörsveppur. Þetta er ágætur svepp- ur, en matarminni en kúalubbinn.” — Sultaröu niður sveppina? „Já, við höfum gert það, hjónin, bara ekki nú í ár, því viö höfum haft svo mikiö að gera. Við höfum haft kúa- lubbana með hænsnum og i sósur og súpur. Annars voram við vön að steikja þá bara — á pönnu hér áður fyrr, en þannig era þeir dálítið strembnir í maga, svo að nú steikjum við þá í potti með loki á og setjum eins og einn súputening með í lokin. Mér finnst þaðalveg nóg.” — Þessi ótti manna við eitraöa sveppi, er hann kannski ástæðulaus? „Nei, hann er það nú ekki. Það var hérna maður sem vann við ameríska sendiráöið. Hann átti heima vestur í bæ, og á leiðinni heim til sín eitt sinn tíndi hann nokkra ætisveppi. Þau hjón- in voru mjög ánægð með þetta, en þeg- ar þau fóru aö smakka á þeim, segir konan allt í einu: Þessir grænu fuglar þarna — hvaðan í ósköpunum koma þeir? Maðurinn fann þá að hann var að verða eitthvað skrítinn líka og það var pumpaö upp úr þeim báðum vestur á Landakoti. Hann sagöist nú hafa séð eftir því, því að þau hefðu bara verið „high” eða farið á „trip” eins og þaö kallast. En það heyrir til undantekn- inga að sveppir séu eitraðir. ” BH Þær Kristín og Jóna Gisladætur eru að tína sveppi í skóglendi, en þar og á ræktuðum túnum er best að leita að lost- ætinu. Úm UM EITRAÐA SVEPPIHÉRLENDIS — segir Bergþór Jóhannsson ,Áfín regla er að óhætt er að borða alla sveppi hér á landi, sem era vel út- lítandi og matarlegir. Ég segi þetta öll- um, og enginn hefur drepist enn,” sagði Bergþór Jóhannsson, sveppa- fræöingur Náttúrustofnunar, þegar við spurðum hvemig fólk ætti að varast eitraða sveppi. „Erlendis er fullt af sveppum sem eru svo eitraðir að menn detta dauöir niður ef þeir borða þá,” sagði Bergþór. ,,En það er svo h'til hætta á slíku hér að fólk þarf ekkert aö vera hrætt. Það er rétt að láta litla og vesældariega sveppi eiga sig, eins og gorkúlur sem orðnar eru svartar. Þegar líður á haustiö fara sveppirnir að verða slepjulegir og grotna niður, og þá borð- ar maður auðvitað ekki. Berserkja- sveppurinn frægi er til hérna. Hann hefur rauðfíekkóttan hatt en svo þunn- an að hann er ekkert matarlegur. Sem sagt, veljið myndarlega og girnilega sveppi og þá er ekkert að óttast. ” ihh. 3»........................—» Berserkjasveppur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.