Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1982, Blaðsíða 14
14
DV. FÖSTUDAGUR3. SEPTEMBER1982.
Spiifhingin
Hvaða föt heldur
þú að verði mest
í tísku í haust?
Hanna Ármann sölumaður: Eg á von á
því að buxnatískan verði áfram með
svipuðu sniði. Og þá verða peysur
ábyggilega líka mjög vinsælar. Tísku-
litimir sýnast mér vera vínrautt og
grænbiátt. Annars er það nú svo að fólk
klæí i sig mest eins og því sýnist. Það
er frjálslegt í klæðaburði.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
OSMEKKLEG GRQN
— UM MELAROKKH)
Charles Egill Hilt, Hæðarbyggð 23,
210 Garðabæ skrif ar:
„Eftir að hafa lesið mánudags-
blað DV (30.8) finnst mér ástæða til
að gagnrýna grein KMU á bls. 2 um
Melarokkið. Hún var átakanlega
ósmekkleg og gefur alranga mynd af
hvemig fólk sækir slíka tónleika, ef
hún gerir rokktónleika þá ekki bein-
línis fráhrindandi. Þrjár myndir
voru birtar af unglingum sem voru á
tónleikunum og þar af tvær af sama
stráknum — líklega af þeim eina sem
var „krúnurakaöur meö strý upp í
loftið.” Og ekki nóg með að þessi eini
strákur, sem ég tók eftir aö margir
hlógu aö, komst á tveimur stöðum í
blaðiö, heldur eru ummælin: sumir
krúnurakaðir með strý upp í loftið, á
4 stöðum! Teljið bara sjálf.
Mér finnst meira viðeigandi að
endurtaka ummæli starfsmanns
Melavallarins um að allt hafi farið
prýðilega fram og að engin slagsmál
eöa læti hafi verið.
Eg var á Melavellinum þennan
dag og mér finnst myndin af
stelpunni með andlitið sem „gleði
skin úr” gefa betri mynd af heildinni
sem var þama en einn gæi sem var
aö flippa með að setja hárlakk í sig.
PS: Skjátlast mér eða er ekki
starfandi önnur kvennahljómsveit en
Grýlurnar? Mig minnir aö hún heiti
Sokkaband og sé frá Isafirði.
Kjartan Magnússon nemi: Fötin sem
ég er í verða auðvitað vinsælust.
(Gallabuxur, skyrta og peysa).
Þórann Magnúsdóttir húsmóðir: Bux-
urnar eru alltaf sígildar. Þá er ekki
ólíklegt aö kápur komi til með að njóta
mikilla vinsælda.
Steindóra Gunnlaugsdóttir, vinnur i
Hagkaupum: Veit það ekki. Ja, hálf-
síðu buxurnar hverfa örugglega. Einn-
ig trúi ég því að þykkar peysur og
hugsanlega vesti utanyfir verði vin-
sælt.
Margrét Jónsdóttir, vinnur á Keflavík-
urflugvelli: Ja, ég hef bara ekkert
hugsað út í það. Tel þó að gallabuxum-
ar verði örugglega áfram vinsælar
'Helena Ingibergsdóttir, vinnur 1 Hag-
kaupum: Hef ekki hugmynd. Galla-
buxumar standa alltaf fyrir sínu. Og
þá verða munstraðar peysur ábyggi-
lega mjög vinsælar.
Hafa plötur
hækkað
um40%?
— svo er sagt í verslun
á Selfossi
Freyja Ben. 2378-0615 Þóristúni H,
skrifar:
24. ágúst síðastliðinn, fór ég inn í
verslun hér á Selfossi, sem heitir
Radíó og sjónvarpsstofan sf. Erindi
mitt þar var að kaupa hljómplötuna
, ,Swing” sem Steinar hf.. gefa út.
Mér brá illilega þegar afgreiðslu-
stúikan tilkynnti mér verðið sem hún
kvað vera 287 krónur.
Hún svaraði nöldrinu í mér meö því
að segja mér hvernig þetta verð væri
tilkomið. Þaö var vegna nýju
efnahagsaögerða ríkisstjórnarinnar
sem plötur í þessari verslun höfðu
hækkaö um 40%. Þegar ég var komin
heim hringdi ég í aðra verslun hér á
Selfossi, verslunina M.M. og spuröi
hvaða verð væri á þessari plötu hjá
þeim. Þar kostaöi platan 210 krónur.
Þar kannaðist enginn við þessa nýju
tilskipan ríkisstjórnarinnar um 40%
hæk,ui: ó plötum. Síðan hringdi ég í
Fáikann í Ueykjavík og spurðist einnig
fy1 • ,-ðiö á umræddri plötu þar.
Þar kostaöi hún 210 krónur.
Eg lagði leið mína í Radíó og
sjónvarpsstofuna enn á ný daginn eftir
og sagðist vera mjög óánægð með
verðið á plötunni. Ég sagöi verslunar-
manninum frá samtöl . : minum við
Fálkann og M.M. þai sem pl itan er
boðin á 210 kr. Þá þreif maðurinn upp
verðlista sem að hans sögn var glænýr
og sendur til hans frá Fálkanum. Ég
endurtók þá verðið á plötunni frá
Fálkanum. Honum fannst þa liklegra
að Áoma sér út úr eigin klípu með þvi
aö væna starfsmenn Fálkans um af-
glöp í starfi. Þeir hafi verið meö
gamlan verðlista í höndunum, þegar
þeir upplýstu mig um verðið á plötunni
þar. Auk þess hafði hann á orði að
brennivínið hefði hækkaö líka. (Hvað
átti maðurinn viö??) Þá bað ég um að
fá aðra plötu vegna þess aö mér fannst
platan undin, en hann hafði miklu
meira vit á þessu en ég og sagði að það
væri allt í lagi meö plötuna og fengi ég
þvíekkiaðra.
Mér var orðið nokkuð heitt í hamsi
þegar ég kom heim frá áðumefndum
verslunarmanni á Selfossi, og því
hringdi ég aftur í Fálkann og spuröi
um verðlista á plötum sem þeir áttu að
hafa sent til hans. Afgreiðslustúlkunni
þar fannst skrýtið að hann væri með
nýjan lista frá þeim, því eins og fyrr
kannaðist hún ekki við neina hækkun.
Skyldi umræddur verslunarmaður á
Selfossi standa í þeirri trú að þetta
framferði hans stuðli að auknum við-
skiptumhonum til handa?
Smáauglýsingadeildin er
iÞverholtill
og síminn þar er27022
DV
OpU alla virka daga frikl 9-22
Laugardaga frá kl. 9—14
Sunnudaga frá kl. 18—22
Skyldi flatþakadraugurinn vera þarna að verkj?
Flatþakadraugurinn
ríður enn húsum
Jón J. Guömundsson, skrifar:
Þjóðarmusterin, bókhlaða og
útvarpshús, rísa nú sem óðast, og
viti menn, er þar ekki flatþaka-
draugurinn genginn aftur — aldrei
magnaðri en nú. A ríkiskassinn enn
aö þurfa að súpa seyðiö af hland-
blautu klofinu á honum? Okkar vin-
sæli fyrrverandi menntamálaráö-
herra, Vilhjálmur frá Brekku, sem
vildi kveða þennan skratta niður í
eitt skipti fyrir öll, hvar var hann
með hugann þegar hann tók skóflu-
stungumar?