Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1982, Blaðsíða 32
NÝJA
AGFAFILMAN
ÓTRÚLEGA SKÖRP
OGNÆM FYRIR LITUM
ÓDÝRARI FILMA SEM
FÆST ALLS STAÐAR
1 RITSTJÓRN
I i SÍDUMÚLA 12—1<
AUGLÝSINGAR
SIÐUMÚLA 33
SMÁAUGLÝSINGAR
SKRIFSTOFA
ÞVERHOLTI 11
27022
Frjálst, óháð dagbiað
FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1982.
Elduri
reykháfí
Langár
í morgun
Slökkvíliðið í Reykjavík var kvatt
að Ms. Langá þar sem hún lá í
Reykjavikurhöfn um klukkan sex í
morgun Logaöi eldur upp úr
reykháfi skipsins. Hafði þar kviknað
í olíu eða sóti efst i reykháfnum
vegna ofhitnunar á röri. Vélstjóri
skipsins kom um sama leyti og
slökkvilið á vettvang. Slökkti hann
strax á ljósavélinni og kældi hana.
Við það hætti að loga. Talið er að
orsök þessa óhapps hafi verið
vitlaus stilling á olíu. Þaö var vakt-
maður um borð sem kom auga á
eldinn og kvaddi slökk viliðiö til.-JGH
Ekkert
verkfallhjá
flugfreyjum
Flugfreyjur hafa aflýst áöur
boðuðu verkfalli. Samkomulag
náöist um kjarasamning Flugleiða
ogFlugfreyjuféiags Islands í gær.
Samningurinn gildir í eitt ároger
í öUum meginatriðum eins og
rammasamningur ASI og VSI.
Deila um endurráðningar flug-
freyja, kæmi til uppsagna, var það
mál sem heist stóð í vegi fyrir undir-
ritun samninga. Sú deila hefur nú
veriðleyst. -KMU.
Alþýðuflokkurinn
ályktar:
StjóminnSber
aðsegjaafsér
Rikisstjórninni ber að segja af
sér, þar sem hún hefur misst þing-
styrk til þess að fá mál sín samþykkt
á Alþingi og hefur einnig reynst óhæf
til aö taka á vandamálum islensks
efnahagslífs, segir i samþykkt sem
gerð var á flokksstjómarfundi
Alþýöuflokksinssl. miövikudag.
I samþykktinni segir ennfremur
að í svonefndum efnahagsráðstöfun-
um rfkisstjórnarinnar felist engin
lausn efnahagsvandans. Þá er bent á
að Alþýðuflokkurinn hafi margsinnis
á undanfömum árum varaö við af-
leiðingum þessarar stefnu og
vinnubragða. -ÓEF.
LOKI
Er ekki ráðið við vand-
anum að setja lýsi á
trollarana?
DV-f réttin fer víða:
Lýsisbíllinn vekur
athygli víða um heim
Frétt okkar hér á DV sl. vetur um að
íslenska fyrirtækið Lýsi hf. væri að
gera tilraun meö að láta vörubíla sína
ganga fyrir úrgangslýsi, vakti víðar
athygli en hér á Islandi.
Sagt var frá þessu í mörgum
stórblöðum víða um heim, og enn er
verið að segja frá þessu í erlendum
blöðum. Meðal þeirra er eitt stærsta
dagblað Belgíu, ,Jlet Nieuwsblad”.
Var þar sagt frá þessari athyglis verðu
tilraun á forsíðu blaðsins.
Fréttaritari DV í Belgíu, Kristján
Bemburg, sagði okkur að hann myndi
Frétt og teikning belgíska blaðsins Het Nieuwsbiad.
varla eftir því að sagt hefði verið frá
Islandi eða einhverju sem þar gerðist á
forsíðu þessa blaðs frekar en annarra
belgískra blaöa.
,Jiet Nieuwsblad” hefur frábæra
teiknara á ritstjóm sinni, og þar er það
regla að teiknarinn gerir mynd — í
léttum dúr með einhverri athyglis-
verðri forsíðufrétt. Það gerir hann
einmitt með þessari frétt frá Island
eins og sjá má hér.
-klp-
Merk tilraun starfsmanna Lýsis hf.:
Aka vömbflnum ein-
göngu á úrgangslýsi
— bfllinneródýrarí
i rekstri en aðrir og
útblástursbræla mun
minni af bflnum
- sjá baksíðu
Forsíðutiivísun D V frá þvi ijanúar sl. á fróttina um lýsisbílinn.
Haustinu fylgja ýmslr fastir liðir, þar á meðal útsölur. A þeim er oft handagangur í öskjunni á meðan menn eru að gera góðu kaupin. Þessi mynd er þó af rólegra
taginu og ekki verður annað séð en viðskiptavinurinn geispi yfir öllu saman. DV-mynd Einar Ólason.
Iðnaðarráðherra:
HÓTAR EINHUÐA AÐGERDUM
,,Ef ekki verður orðið við okkar
sanngirniskröf um hljótum við aö grípa
til okkar eigin úrræða sem fólgin era í
okkar fullveldisrétti,” sagði Hjörleifur
Guttormsson iðnaðarráðherra á blaða-
mannafundi ígær.
„Það er öllum Ijóst, allir stjómmála-
flokkar hljóta að vera sammála um
það, að við þetta ástand verður ekki
unað. Núverandi raforkuverð til ISAL
er komið gersamlega niður fyrir það
lágmark sem sanngjamt getur talist,”
sagði ráðherrann ennfremur.
,ÍIf áfram verður skellt skolla-
eyram við okkar kröfum verður að
grípa til einhliða aögerða,” sagði
Hjörleifur.
Iðnaðaráðherra kynnti í gær niður-
stöður tveggja starfshópa sem
athuguðu annars vegar raforkuverð
sem álverið í Straumsvík greiðir og
hins vegar skattlagningu fyrirtækis-
ins. Niðurstöðumar eru í stóram
dráttum þær að raforkuverð það sem
IS AL greiðir nú er ekki nema um þriðj-
ungur af því sem eölilegt getur talist
og tíðkast almennt í áliönaði í heim-
inuin. Ennfremur að núverandi skatta-
reglum gagnvart ISAL er
veralega áfátt. Telur starfs-
hópur sá sem fjallaði um skattlagn-
ingu að mun heppilegra sé að í fram-
tíðinni greiði ISAL árlega fastan verð-
tryggðan skatt að viðbættu fram-
leiðslugjaldi eða veltuskatt, sem sé
óháð bókfærðum hagnaði fyrir-
tækisins.
Viðræöur Alusuisse og íslenska ríkis-
ins um endurskoðun álsamninganna
sigldu í strand síðastliðið vor. Hefur
ekkert verið ákveðið um frekari
viðræður.
-KMU.