Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1982, Blaðsíða 12
12 DV. FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER1982 DAGBLAÐIÐ-VÍSIR Utgófufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjórí: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoðarritstjórí: HAUKUR HBLGASON. Fróttastjórí: JÓNAS HARALDSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEIN9SON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA 12-14. SÍMI 88611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33~ SÍMI 27022. Afgraiðsla, áskriftir, smáaugiýsingar, skrífstofa: ÞVERHOLT111. SÍMI 27022. Sími rítstjómar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12.Prontun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNN119. Áskriftarverö á mánuði 130 kr. Verð i lausasölu 10 kr. Helgarblað 12 kr. Útgerð í úlfakreppu Á hverjum degi berast fréttir um að þessi eða hin starfsstéttin hafi sagt upp samningum og hótað verkföll- um. í gær voru það opinberir starfsmenn, í dag meina- tæknar og flugfreyjur. Á morgun sjómenn. Sem betur fer hefur ekki komið til langvinnra stöðvana á síðari árum og tekist hefur að leysa úr hnútunum áður en í óefni er stefnt. Ræður þar mestu, að launþegar hafa í vaxandi mæli gert sér grein fyrir að verkfallsvopnið er viðkvæmt og tvíeggjað. Það er tvíeggjað vegna þess, að það bitnar á launþegum sjálfum með tekjumissi og minni atvinnu. Á hinn bóginn er það næsta fátítt að vinnuveitendur og atvinnurekendur boði til stöövunar. Það er þá frekar, að aðskiljanleg fyrirtæki leggja hreinlega niður starfsemi sína, fara á hausinn eða hætta starfsemi, þegar rekstrar- grundvöllur er brostinn. Þjóðarbúið í heild finnur ekki til þess, að stöðvun ein- stakra fyrirtækja lamar ekki atvinnulíf í landinu, eins og allsherjarverkföll heilla stétta gera. Eigandinn situr uppi meö skuldasúpuna, launþeginn tapar vinnunni, en aðrir yppta öxlum. Atvinnureksturinn er að því leyti miskunn- arlausari að samtrygging fyrirtækjanna lýtur ekki lög- málum samhjálpar og samtaka í líkingu viö það sem þekkist í verkalýðshreyfingunni. Þaö eru þess vegna mikil tíðindi, þegar heill atvinnu- rekstur tekur sig saman, og lýsir yfir stöðvun, eins og út- gerðarfyrirtækin hafa nú gert. Sú ákvörðun er enn alvar- legri, þegar haft er í huga, aö öll okkar afkoma, tilvera ís- lensks þjóðfélags stendur og fellur með fiskveiðum og út- gerð. I þessu sambandi er vert að hafa í huga að í þessum hópi, útgerðinni, er ekki einvörðungu að finna prívat út- gerðarmenn í einkaframtaki. Stór hluti útgerðar á íslandi er í höndum samvinnufyrirtækja, bæjarfélaga og fjölda- samtaka. Enginn getur því dæmt yfirlýsingar útgerðar- innar, sem fólskuverk auðvaldsins, né heldur haldið því fram, að hún sé að pólitísku undirlagi. Staðreyndin er einfaldlega sú, að útgerðin er rekin með tapi, bullandi tapi, og það er engum mögulegt, jafnvel ekki bæjarútgerðum, að standa undir hallarekstri um lengri tíma. 111 afkoma útgerðarinnar stafar af þrennu: aflabresti, olíuverðshækkunum og of stórum skipaflota. Aflabrestur- inn stafar af fyrirhyggjuleysi við verndun fiskistofna, langvarandi ofveiði jafnt á loðnu sem bolfiski. Olíuverðs- hækkanir eru í seinni tíð afleiðingar gengisfellinga, og fjölgun skipanna er sorglegasta dæmið um þrekleysi stjórnmálamanna og stjómvalda gagnvart pólitískum at- kvæðaþrýstingi. Nú er ekki að efa að rekstur einstakra skipa er mis- jafn. Sumum gengur vel, öðrum illa. Að ósekju mætti út- gerð fara á hausinn og skipum fækka. En vandamálið snýst ekki um að bjarga vonlausum fyrirtækjum frá gjaldþroti. Sæmilegustu útgerðarfyrirtækin eru komin á vonarvöl. Þegar á heildina er litið er taprekstur útgerðar- innar talinn 13—19% og stöðvun flotans á rætur sínar að rekja til þeirrar staðreyndar að venjuleg rekstrarskilyrði eru ekki fyrir hendi, grundvöllurinn er brostinn. Ríkisstjómin hlýtur að vera dregin til ábyrgðar gagn- vart þessu ástandi. Hún hefur ekki mótað fiskveiðistefnu, hún hefur kippt fótunum undan útgerðinni, og gripið of seint í rassinn að því er varöar stækkun skipaflotans. Ríkisstjómin hefur sjálf kallað yfir sig hótanir útgerð- arinnar. ebs. Kjallarinn Núverandi stjórn hefði aldrei verið mynduð, ef dr. Gunnar hefði ekki átt sæti í efri deild.” Til hvers eru bráðabirgðalög alls ekki, þótt hún sé ábyrgðarlaus á stjómarathöfnum. Verið getur, að forseti hafi tilkynnt stjórnmálaforingjum heimulega, að hún vilji ekki gefa út bráöabirgöalög, nema viss trygging sé fyrir því, að þau njóti ajn.k. velvilja meirihluta þingmanna, og ef svo er, þá gæti dr. Gunnar verið í slæmum málum gagnvart forsetanum, sem aftur gæti leitt til þess aö forsetinn neitaði hon- um hreinlega um útgáfu næstu bráðabirgðalaga. Hitt getur lika verið, og jafnvel eðlilegra, að dr. Gunnar hafi verið í góðri trú og sé ekki við hann að sak- ast. Þrátefli Dr. Gunnar hefur réttilega bent á, að nú sé komið upp þrátefli á Al- þingi, ef stjómin hefur meirihluta á þingi, en aðeins í annarri deild. Gunnar viil leysa þetta með því að gera alþingi að einni málstofu. Ég er ekkert viss um, að slíkt sé eðlileg af- leiðing af núverandi stjórnmála- ástandi. Er nokkuð óeðlilegt við þaö, að krafist sé 2ja atkvæða meirihluta til þess að ríkisstjórn verði mynduö til frambúðar? Og getur deildaskipt- ing ekki verið til góðs ? Eg vil benda á, aö þessi ríkisstjórn hefði aldrei verið mynduð ef dr. Gunnar hefði átt sæti í neðri deild eins og Friðjón og Pálmi, en slíkt stóð upphaflega til, en dr. Gunnar bað á síðustu stundu um aö fá að veraíefrideild!! Dr. Gunnar hélt því fram, að það hefði haft í för með sér stóraukinn kostnað að kalla alþingi saman. Það er rangt hjá dr. Gunnari og það veit hann. Þingflokkamir komu saman um það leyti, sem forseti gaf bráða- birgðalögin út, og sá kostnaður, er af því leiddi, varallur greiddur úrríkis- sjóði. Það hefði ekki kostaö mikiö meira að halda þing. En sjálfur er ég þeirrar skoðunar, að setning þessara bráðabirgðalaga sanni, að ákvæði stjómarskrár lýð- veldisins um útgáfu bráðabirgöaiaga séu úrelt, og við endurskoðun stjóm- arskrárinnar ætti að hugleiða vand- lega, hvort ekki bæri að takmarka mjög rétt forsetans til þess að gefa bráðabirgöalög út, jafnvel afnema hann, — hvort ekki eigi að setja í stjómarskrána ákvapði nm að tíifek- inn minmnluti þingsins geti krafist aukafundar um bráöabirgðalög, séu þau gefin út. Slíkar aðgerðir myndu tryggja þingræði í landinu. Eg er hins vegar alls ekki viss um, að stjórnmála- menn óski eftir slíku. Haraldur Blöndal. „Við endurskoðun stjórnarskrárinnar ætti að hugleiða vandlega, hvort ekki bæri að takmarka mjög rétt forsetans til þess að gefa út bráðabirgðalög, jafnvel afnema hann.” Þar með er dr. Gunnar búinn að’ fullnægja stjórnarskrárákvæðinu um að leggja bráöabirgðalögin fyrir þingið. Hins vegar hvílir engin skylda á dr. Gunnari að láta þingiö taka afstöðu til laganna. Það er alls ekki óalgent, að Alþingi taki enga af- stöðu til bráöabirgöalaga, og man ég t.d. eftir bráðabirgðalögum um, aö kosningadagar skuli vera tveir í desemberkosningunum 1979. Ef þingiö tekur ekki afstöðu til laganna, en það myndi gerast, ef lögin verða svæfö í nefnd, þá falla þau úr gildi, við þinglausnir næsta Alþingis, vænt- anlega í apríl eða maí 1983. Fram að þeim tíma halda þau gildi sinu og réttarverkanir þeirra verða ekki aftur teknar. Þá mun veröa búið að ráðstafa gengishagnaði, skeröa kaup í desember og annaö slíkt, sem í lög- unum segir, og þau því háð mark- miði sínu. Það breytist ekkert, svo aö hugleiðingar í leiöara Dagblaösins og Vísis um það efni voru tómt þrugl. Og nassta vor eftir þinglausnir getur dr. Gunnar svo gengið að nýju á fund forsetans og fengið hann til að gefa út ný bráöabirgöaiög, og svo koll af kolli. Þetta er fullkomlega heimilt samkvæmt stjórnarskrá lýð- veldisins og í anda stjórnarmynd- unarinnar. Og með sama hætti er það dr. Gunnari alls ekki nauðsynlegt að láta þing fjalla um hliðariög með f járlögunum. Hann hefur meirihluta til þess að afgreiða fjárlögin, síöan getur hann sent þingið í jólafrí skv. venju og fengið forseta til þess að gefa út bráðabirgðalög um það, sem þinginu „vannst ekki tími til að af- greiða”. Nú kann einhver, sem hefur hlust- aö á Ölaf G. Einarsson eða lesiö Morgunblaðið, að benda á, að þing- meirihluta skorti til setningar bráöa- birgðalaganna. Því er þá til að svara, aö þaö leiöir af eöli bráöa- birgöalaga, aö forseti þarf ekki aö kanna vilja þingmanna til þeirra. Forsenda fyrir útgáfu laganna er sú, að ekki er tóm til að kanna vilja þing- manna, en slíkt gerir; forseti með því aö skipa Aiþingi að koma saman til funda. Olafur G. Einarsson hefur í máli sinu vitnað til þess, að forsetinn hafi um áramótin 1980 og 1981 látið kanna lauslega viðhorf þingmanna til bráöabirgðalaga, er forsetinn gaf þá út, og virðist vísa til þess sem for- dæmis. Vel kann að vera, að forset- inn hafi þá viljað kanna þetta mál. Og er það í samræmi við kosninga- fyrirheit, er hún gaf í kosningabar- áttu sinni, en þá sagöi hún í s jónvarpi vegna fyrirspumar fréttamanns, að hún teldi koma til greina að kalla þing saman frekar en gefa út bráða- birgðalög. Forsetinn hefur ekki tjáö sig um þetta mál eftir kosningar, og þótt ég sé sammála Sighvati Björg- vinssyni um, að það sé misskilningur eða rangt eftir haft (að vísu óleiðrétt) hjá forsetanum, að hún sé „hafinn yfir stjómmál”. Það er hún Hún er alveg dæmalaus, vanþekk- ingin hjá þeim, sem mest hafa fjall- að um setningu bráöabirgðalaganna, — eða er um vísvitandi blekkingar- starfsemi að ræða? Hugtökum er snúið við og eðlilegt að margur al- múginn átti sig ekki til fulls á eðli bráðabirgöalaga. Ég ætla því aö benda á nokkrar meginreglur um þennan hátt lagasetningar. Samkvæmt 28. gr. stjórnarskrár- lýðveldisins getur forseti geflð út bráðabirgðalög, en leggja skal þau fyrir næsta Alþingi á eftir. Ef Alþingi samþykkir ekki bráðabirgðalög, fallaþauúrgildi. Nú er dr. Gunnar búinn að fá for- setann til þess að gefa út bráðabirgða- lögin. Þessi lög mun dr. Gunnar leggja fyrir Alþingi, þegar þaö kemursaman. Haraldur Blöndal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.