Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1982, Blaðsíða 26
34
DV. FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER1982.
Andlát
verður jarðsettur frá Setbergskirkju
Grundarfirði, laugardaginn 4.
september kl. 14.
Júníus G. Ingvarsson frá Kálfholti, til
heimilis að Tryggvagötu 8b, Selfossi,
lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 28. ágúst.
^ Jarðarförin fer fram laugardaginn 4.
sept.kl. 14.00 frá Selfosskirkju.
Kristinn Halldórsson, Ljósheimum 6,
verður jarðsunginn frá Langholts-
kirkju í dag, föstudaginn 3. sept. kl.
13.30. Jarðsett verður í Gufunes-
kirkjugaröi.
Pétur Guðjónsson, frá Kirkjubæ Vest-
mannaeyjum, Eyjaholti 6, Garöi, sem
lést 21. ágúst, veröur jarðsunginn frá
Utskálakirkju laugardaginn 4.
september kl. 14.30.
Jóhann Eiríksson, Hofsósi, veröur
jarðsettur frá Hofsóskirkju laugar-
daginn4.septemberkl. 14.
Margrét Jónsdóttir Hátúni 4, veröur
jarðsungin laugardaginn 4. sept. kl. 14
frá Innri-Njarðvíkurkirkju.
í gærkvöldi
I gærkvöld;
Óiiver Guömundsson lést 29. ágúst.
Hann fæddist í Olafsvík 10. jan. 1908 og
og fluttist meö foreldrum sínum til •
Reykjavíkur er hann var um fermingu
og átti þar ætíð heima síðan. Árið 1925
hóf Oliver prentnám í Isafoldarprent-
smiöju og starfaöi þar í 30 ár og síðan i
Leiftri. Oliver var tvíkvæntur, eign-
aðist hann tvö börn með fyrri konu
sinni. Seinni kona hans, Lára Einars-
dóttir, lifir mann sinn, þau eignuðust
tvær dætur. Oliver verður jarðsunginn
frá Dómkirkjunni í dag kl. 15. Jarðsett
verður í Gufuneskirkjugarði.
Hjörtur Gunnarsson, Aðalgötu 6,
Keflavík andaðist aö heimili sinu mið-
vikudaginn 1. september.
Þorsteinn Þorleifsson, Alfhólsvegi 84
Kópavogi, lést í Landakotsspítala að
morgni 1. september.
Ari Þorsteinsson, fyrrverandi leigu-
bílstjóri, lést í Borgarspítalanum 1.
september.
Sonja Einarsdóttir Jörgensen lést í
Minnesota 1. september.
Jósep Kjartansson bóndi, Nýju-búð,
Grundarfirði, sem lést 26. ágúst,
Tónleikarmeð Egó
í íþróttahúsinu
v/Strandgötu í Hafnrfirði
Fyrir hönd handknattleiksdeildar F.H.
vekjum viö athygli á aö föstudaginn 3.
september kl. 21 heldur hljómsveitin Egó
hljómleika í íþróttahúsinu v/Strandgötu í
Hafnarfiröi. Um leiö og þetta er liöur í fjár-
öflun handknattleiksdeildarinnar viljum viö
gefa Hafnfiröingum og fleirum tækifæri til aö
hlusta á þessa geysivinsælu hljómsveit sem
kemur nú fram í fyrsta skipti í Hafnarfiröi.
Forsala aögöngumiða veröur frá klukkan 17
samdægurs í anddyrri hússins.
Minningarspjöld
Minningarkort Kvenfélags
Bústaðasóknar
fást hjá Stellu Guönadóttur, Ásgaröi 73, Verzl.
Áskjöri, Ásgaröi 22, Garös Apóteki, Bókabúö
Grímsbæjar, Oddrúnu Pálsdóttur, Sogavegi
VÍ1 og í Bústaöakirkju hjá kirkjuveröi.
MARGIR GOÐIR ÞÆTTIR
Hleraö hef ég úti að gagnrýni DV á
ríkisfjölmiðla fari oft fýrir brjóstið á
málsmetandi mönnum hér í bæ.
Aöallega vegna þess að ýmsir sem
fylgjandi eru frjálsum útvarps-
rekstri og skrifa í þennan dálk nota
oft tækifærið og viðra skoðanir sínar
um frjálsa útvarpið og rökstyöja mál
sitt gjarnan með dæmum úr útvarps
og/eða sjónvarpsdagskrá kvöldsins
áður.
Eg ætla ekki hefja máls á annars
merkilegu máii sem er hvort ríkið
eigi að hafa einkarétt á hljóðvarps-
sendingum eða ekki. Hins vegar ætla
ég að benda á nokkur atriði úr dag-
skrá hljóövarps í gær sem ég álít aö
séu til fyrirmyndar. Læt ég aðra um
að fjargviðrast út af því að einungis
ein rás sé í þessum fjölmiðli og því
um ekkert val aö ræða.
Eg hlustaði vitaskuld á daglegt
mál, á meðan ég vaskaði upp. Olafur
Oddsson haföi ýmislegt til málanna
að leggja. Alltaf er hægt að læra eitt-
hvað á því að hlusta á þætti hans.
Næst kom „týpiskur” Utvarps
Reykjavíkur þáttur: einsöngur í
útvarpssal. Eg er líklega ekki nógu
gáfaður til að njóta sh'ks söngs.
Utvarpsleikrit fimmtudags er
ávallt til fyrirmyndar. Þ.e.a.s. þau
eru ætíö nokkuö vel unnin og greini-
legt að byggt er á mikilli reynslu í
flutningi. Á hinn bóginn er það gagn-
rýni vert að yfirleitt eru sömu leikar-
ar í hlutverkum, viku eftir viku, og
þá einmitt þeir leikarar sem mest
hafa að gera. Væri ekki ráð að gefa
yngri mönnum og konum tækifæri til
að sýna hvað í þeim býr á þessum
vettvangi? I gærkvöld var þó ný
„Rödd”. Hana átti minn ágæti vinur
Andrés Sigurvinsson. Stóð hann sig
mjög vel, eins og hans var von og
vísa. Bessi og Þóra stóöu vitaskuld
einnigfyrir sínu.
Að leikritinu loknu las Hannes H.
Gissurarson síðari hluta erindis síns
um Karl Popper. Við skulum láta
liggja milli hluta hvort ég var sam-
mála Hannesi en því er ekki að neita
að þátturinn var að mörgu leyti til
fyrirmyndar. Enda þótt Hannes sé
einn af þeim sem efast aldrei og því
ekki sérlega áreiöanlegur er hann
fjallar um eitt af átrúnaöargoöum
sínum, þá er alltaf gaman að hlusta á
hann. Hann er prýðilega máli farinn
og þaulvanur ræðu- og erindaflutn-
ingi. Ég kysi að hafa fleiri slíka þætti
á dagskránni. Og þá gjaman eitt-
hvertmótvægi viö Hannes.
Aö lokum hlustaði ég á síöustu
kvöldnótur Jóns Arnar Marinós-
sonar. — Það er alltaf gott aö sofna
út frá þeim.... Sem sagt margir góðir
dagskrárliðir í gærkvöldi.
-Árai Snævarr.
Minningarkort Samtaka
sykursjúkra, Reykjavík
fást á eftirtöldum stööum:
Reykjavík:
Bókabúö Braga, Lækjargötu, Háaleitisapó-
teki Austurveri, Lyfjabúð Breiöholts, Arnar-
bakka.
Kópavogi:
Bókabúðin Veda, Hamraborg.
Garöabæ:
Bókabúöin Gríma, Garöaflöt.
Hafnarfjöröur:
Bókabúö ölivers Steins, Strandgötu.
Mosfellshreppur:
Bókaverzlunin Snerra, Varmá.
Messur
FKIKIRKJAN í REYKJAVÍK: Messa kl. 14.
Orgelleikari Siguröur Isólfsson. Prestur
Kristján Róbertsson.
Aðalfundur Stéttarsambands bænda:
„Skipulag framleiðslunnar
og verðlagsmár’
Aöalfundur Stéttarsambands bænda
stendur nú yfir í Hótel Borgamesi. Viö
setningu þingsins var lögð fram
skýrsla um starfsemi liöins árs. Aö
sögn Inga Tryggvasonar, formanns
Stéttarsambandsins, hefur umræðan
fyrst og fremst snúist um skipulag
framleiðslunnar, svo og verðlagsmál.
Hann sagöi að aðalvandi bænda væri
ekki að fá markað fyrir vöru sína
heldur sómasamlegt verð fyrir hana.
Innlendi markaðurinn hefði reynst
góður á síðasta ári en bændur væru
hins vegar óánægöir meö það verð sem
þeim væri greitt fyrir afurðir sínar.
Varðandi það hvernig bændum bæri
að snúa sér í niöurskurði á sauðfé taldi
Ingi eðlilegast að það tækju þeir
bændur á sig sem ekki ættu alla
afkomu sína undir sauðfjárrækt.
Umræður um nýjar búgreinar væru
einnig ofarlega í hugum manna um
þessar mundir og ræddu menn mest
um loðdýrarækt í því samþandi þó
augljóst væri að breytingar og
nýjungar í atvinnuháttum tækju alltaf
langantíma. -EG
Sumargleöin endar á Hótel Sögu
Tilkynníngar
Árnað heilla
Björgunarsýning á
Lækjartorgi 3.9 '82
1 dag, föstudag 3.9. kl. 16, munu félagar úr
Hjálparsveit skáta i Reykjavík, vera með
björgunarsýningu á Lækjartorgi. Sýnt verður
sig og klifur á húsi Otvegsbanka Islands og
fariö veröur á línu yfir Austurstræti.
Hjálparsveitin vill með þessu minna á fjár-
söfnun þá sem nú stendur yfir á vegum
Hjálparstofnunar kirkjunnar, til styrktar
björgunarsveitum í landinu.
Landssamband hjálparsveita skáta.
80 óra afmæli á i dag Brynhildur
Snædal Jósefsdóttir kennari, Hraunbæ
116 Reykjavík. Hún tekur á móti
gestum eftir kl. 20.30 í kvöld í
Templarahöllinni við Eiríksgötu.
Hveragerði:
Boðið upp á ís við
opnun leikskólans
Nýr leikskóli verður opnaður í
Hveragerði á morgun, laugardag.
Hefst athöfnin með helgistund í
kirkjunni klukkan 14.
Avörp flytja Hafsteinn Kristinsson,
oddviti, Erna Valdimarsdóttir, for-
stöðumaður leikskólans, og fleiri. Að
athöfn lokinni verður viöstöddum
boðið upp á ís í nýja leikskólanum, sem
er í brekkunni fyrir neöan kirkjuna.
-KMU.
Eftir ferð um landsbyggðina í allt
sumar er Sumargleðin mætt til
Reykjavíkur og samkvæmt venju taka
þeir „Gleðimenn” —Omar, Bessi
Ragnar, Þorgeir og Magnús enda-
sprettinn í Súlnasal Hótel Sögu.
Eins og kunnugt er byggist skemmti-
dagskrá Sumargleðinnar upp á stutt-
um leikþáttum með söng og spili í
bland og situr griniö og glensið ætíð í
fyrirrúmi. Skemmtunin stendur yfir í
tvær klukkustundir og síðan er dans-
leikur á eftir. Um helgina verður það
sannköliuð Sumargleði sem ræður ríkj-
um í Súlnasal Hótel Sögu — bæði föstu-
dags- og laugardagskvöld og verður
miðasala í dag eftir kl. 4 og á laugar-
dag.
Sumargleðin á fullu, Bessi, Magnús, Ragnar, Þorgeir-og Ómar.
Óvenjulegur gjörningur
g Nýlistasaf ninu
I kvöld, fóstudaginn 3. sept. kl. 21,
fremur Edda Sverrisdóttir óvenjuleg-
an gjörning — „Live Video-Perfor-
mance” — í Nýlistasafninu að Vatns-
stíg 3 í Reykjavík. I gjöming þennan
notar Edda, auk sjálfrar sín, m.a. tvær
video-tökuvélar, myndblandara,
spegla og ýmis „hljóð” sem framin
verða á staö og stund, eins og reyndar
allt sem viðkemur þessum gjörningi.
Edda Sverrisdóttir er í námi í kvik-
myndalist og „video-performance”
(gjömingur með videotækni) við San
Francisco Art Institute í Bandaríkjun-
um. Sá skóli er talinn vera einn af
fremstu framúrstefnu (avantgarde)
listaskólum þar vestra, en er jafn-
framt mjög rótgróinn og virtur og hélt,
upp á 111 ára afmæli sitt sl. vor, hvorki
meirané minna.
Edda Sverrisdóttir hefur nú stundað
nám við umræddan skóla í 2 ár og
þykir mjög efnilegur listamaður og
hefur hlotið verðskuldað lof fyrir verk
sín þar.
Edda mun aðeins fremja þennan
eina gjöming hér heima að þessu sinni,
því hún er á fömm til frekara náms við
San Francisco Art Institute. Gjöming-
inn sem Edda ætlar að fremja í Ný-
listasafninu í kvöld kallar hún KOL
OGKRIT.