Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1982, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1982, Blaðsíða 7
DV. F0STUDAGUR3.SEPTEMBER 1982. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Sveppaferð i Heiðmörk Torfl Ölaf sson, sjö ára, sýnlr feng sinn i sveppamó. DV-myndir: BH. — ásólríkum degi Nú er aö rífa sig á fætur drengur, sagði Gísli vinur minn í símann, þú ferð ekki að lúra fram eftir í þessu líka veðri og sveppatíminn í algleymingi. Og þar með var sá sunnudagsmorgun- inn farinn, hugsaði ég, og klukku- stundu síðar ókum við, ásamt konum og börnum, út fyrir bæinn í leit að æti- sveppum. Við bárum niöur í Vífils- staðahlíðinnivestanhallri. Húntilheyr- ir Heiðmörkinni og þar vaxa limfögur tré, allsendis óáreitt af klaufdýrakyn- FROÐLEIKUR UM SVEPPI inu. Þetta var sólríkur dagur, og í rauninni hefði ég verið til með að fara þama uppeftir til þess eins að reika um á milli runnanna og sleikja veðurblíð- una, en konan hafði stungið vænni plastfötu í hönd mína og þá var ekki um annaö að ræða en fara að tína. Hér er lítið um sveppi, kallaði ég til Gísla, sem var eitthvað að bogra undir trjánum. Satt er það, sagði hann. Sennilega er búið að tína hér, sagði ég. Ekki er það nú ótrúlegt, sagði hann. Ættum við ekki að færa okkur eitt- hvaö? Eg held það sé best að við gerum það bara,sagðiGísli. Á víð og dreif í Vífilsstaðahlíðinni var fólk að tína sveppi. Eg hef það fyr- ir satt, og einhver leiðréttir ef það er rangt, að Islendingar hafi ekki nýtt þennan jarðargróður neitt að ráöi fyrr en á allra síðustu árum — eftir að mat- vælafræðingurinn ötuli fór að lofsyngja grænmetið og úthúða dýrafitunni. Fullorðna fólkið fór settlega fram og gáði vel í kringum sig, en krakkarnir óðu eins og litlir hvirfilbyljir innan um runnana og lustu upp sigurópi þegar þaurákustá föngulega sveppi. Jæja, eigum viö að færa okkur seg- irðu, spurði Gísli og kom út úr skógar- þykkninu með stóra plastfötu troö- f ulla af dýrindis sveppum. Hvar í ósköpunum fannstu þetta, spurði ég. Eg labbaði nú bara á eftir þér og tíndi upp sveppina sem þú sást ekki, sagöi hann, en hann var samt dálítið sektarlegur á svipinn og mátti vel vera það. Og þannig fór aö lokum, að allar fötur voru fullar og mál að aka heimleiðis. Um kvöldið skar konan niður sveppina af hreinni snilld og bjó til þvílíkt lostæti á pönnunni, að ég sór þess dýran eið, að láta ekki staðar numiö við þessa ferð, og aldrei framar skyldi sumar líða, án þess aö fjölskyld- an brygði sér upp í Heiömörk að tína sveppi. bh. BÚUM TIL SNYRTILEG FÉLAGSSKlRTEINI OG TÖSKUMIÐA HRINGDU I SlMA 22680 VIÐ SENDUM SVNISHORN LÆKJARGÖTU 2. NÝJA-BlÖHUSINU Garðyrkjufélag Islands hefur gefið út lítið en ágætt Sveppakver eftir Helga Hallgrímsson. Það er leiðarvísir um hvemig á að þekkja íslenska sveppi, einkum matarsveppi. I kverinu eru margar góðar leiðbeiningar um hvernig á að tína og geyma sveppina, ennfremur um matreiðslu þeirra. Þá hefur einn aðalsveppabóndinn, Bjami Helgason á Laugalandi, látið prenta nokkrar leiöbeiningar og upp- skriftir fyrir viðskiptavini sína. Þótt hans sveppir séu ræktaðir þá eiga þeir margt sameiginlegt með sveppum sem vaxa villt og við birtum hér smákafla frá Laugalandsbóndanum ásamt einni uppskrift sem Steinunn Ingimundar- dóttir, skólastjóri á Varmalandi, hefur látið honum í té. Hreinsun Skerið rótarangana af eins fljótt og hægt er. Skolið sveppina í rennandi, köldu vatni. Þægilegt er að hafa svepp- ina í sigti. Látið sveppi aldrei liggja í vatni því að þeir drekka það í sig. Ef sveppirnir era mjög óhreinir er gott að hreinsa þá meö grófu salti. Látið vatnið renna vel af sveppunum áður en þeir em matreiddir. Geymsla Sveppi er hægt að geyma í kaldri, loftgóðri geymslu, t.d. ísskáp í allt að 14 daga. Ef geyma á þá lengur er best að frysta þá. Þeir em þá yfirleitt sneiddir og soðnir í eigin soði. Leggið þvegna, hreinsaða og sneidda sveppi í pott, stráið salti yfir (1 tsk, salt á 1 kg sveppi). Látið lok á pottinn. Sveppirnir gefa frá sér vökva sem yfirleitt nægir til aö sjóöa þá í, ef ekki, má láta ofurlít- ið af smjöri eða matarolíu með í pott- inn. Látið sveppina krauma í um 10 mín. Forðist að sjóða sveppi lengi, þeir verða seigir og harðir af of langri suðu. Látið sveppina í smá krukkur eða plastbox, hellið vökvanum yfir, kælið og lokið ílátunum vel, frystið. Sveppir geymast mjög vel frosnir í 3 mánuði og jafhvel lengur. Eggjakaka 6egg 2 msk. smjör lmsk. vatn 1/4 tsk. salt 1—3 msk. rifinn ostur Sjóðið hreinsaða og brytjaða sveppi í smjöri ofurlitla stund, hellið soði yfir og látið krauma í ca 4 mín. Bætið víni og sýrðum rjóma smátt og smátt út í. Hellið fyllingunni í smurt, ofnfast mót. Búið til uppbakaða sósu úr smjöri, hveiti og mjólk. Blandið rifnum osti út í. Þeytið saman egg og vatn, 1 msk. smjör og örlítiö salt. Látið 1 msk. af smjöri bráðna á pönnu, hellið eggja- blöndunni á og bakiö kökuna við nokk- uð skarpan hita uns hún er hlaupin. Hvolfið henni yfir fyllinguna, helliö sósunni yfir, stráið rifnum osti á og bakið í ofni við 225°—250°C í 10—15 mín., eða þar til osturinn er bráðinn. Þessi sveppafylling er mjög góð sem fylling í brauðkollur, pönnukökur eða vatnsdeigsboUur. Bílasmiðja Sturlu Snorrasonar Dugguvogi 23 — Sími 86150 Byggjum yfir Toyota pick-up bila. Fallegar og vandaðar innréttingar. ATH. Getum einnig afgreitt húsin óásett. Gerum föst tilboð. HUSNÆÐI ÓSKAST Menntamálaráöuneytið óskar að taka á leigu húsnæði fyrir eina af rtofnunum sínum. 120—200 mz einbýlishús í vesturhluta borgarinnar eða Seltjarnarnesi kæmi einna helst til greina. Upplýsingar gefur Anna Hermannsdóttir deildarstjóri í síma 20970 á skrifstofutima. Menntamálaráðuney tið, 31. ágúst 1982. Sirkusatriöi Það er ekki á sjá ísiendingun,gefstkostTöfra ^nAnSíaÁrutOnALoplan, þokkafulla ^“^‘dyBondarchuk TatyönuogGennadY^^ og ofurhuga ^ segir: Þaukomafram senn Laugardag og sunnudag. 5 lo3o° - 2000 SrobatarnirTatyanaog GennadyBondarchuk - 22.45 OfurhugmnRoy Virka daga: »• ,6'°° »9 Gennady Bondarchuk. - 2000 Akrobátarnir Tatyana og Gennady Bondarchuk. 2245 OhjrhuginnRoyFransen - 22 narkl 15 en miðasala hefstkl. 14.30. Húsið opnar ki. it>e

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.