Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1982, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1982, Side 9
DV. LAUGARDAGUR11. SEPTEMBER1982. 9 Að drepast itr leiðindnm Erlendur maður í stuttri heimsókn spuröi mig á dögunum, hvort vetur- inn væri okkur Islendingum ekki bæði langur og leiðinlegur. Það gætti vorkunnsemi í spumingunni, en engrar illkvittni. Þann morguninn hafði gengið á meö nepjulegri slyddu og kollurinn á Esjunni var orðinn hvítur, þótt ekki væri komið fram í miðjan september. Utlendingurinn sá að sumarið var á fömm og hafði heyrt sögur af svörtu skammdegi, fannfergi og löngum vetramóttum. Þess vegna spuröi hann. Það tók mig nokkurn tíma að út- skýra fyrir honum, að veturinn væri vissulega langur, en alls ekki leiðin- legur. Sú árstíð getur jafnvel verið skemmtilegri en sumarið, sem sífellt er að gabba mann með stopulu veðri. Munurinn er nefnilega sá, að vetur er vetur, meðan sumarið er ekki næstum því alltaf sumar. Eöa hvers- konar sumar er þaö, þegar rigning- ardagarnir í júlí teljast tuttugu og sex, og menn leggjast meö kvef eftir tveggja daga tjaldbúð í ágúst? Hverskonar sumar er þaö, sem byrj- ar meö hafís í júní og næturfrostum í f yrstu viku september? Engin tilhlökkun Nei, þá bið ég frekar um vetur sem ekki villir á sér heimildir. Vitaskuld getur veturinn verið leiðinlegur fyrir þá sem ekki kunna að haga sínu lífi. Það fólk er því miður til sem alltaf lætur sér leiðast, sumar, vetur, vor og haust. Sá hópur er alltof stór, sem hefur það helst fyrir stafni að drepa tímann, láta hann líða tíðindalítið fram hjá sér. Fyrst ganga menn til vinnu sinnar meö hangandi haus, úr- illir í framan og geðvondir eftir því. Síöan er skapvonskan látin bitna á f jölskyldunni eftir að heim er komið, argast út í allt og alla og hangiö yfir sjálfum sér. Um kvöldið er setið hugsunarlaust framan við sjónvarp- ið og’bölsótast út í lélega dagskrá. Fyrir svona fólk er veturinn vita- skuld langur og leiðinlegur. Það er fyrst og fremst leitt á sjálfu sér, og tilbreytingarleysið verður þrúgandi. Engin tilhlökkun, hvorki í starfi né tómstundum, ekkert hugðarefni, enginn lífsfylling. Þessi hópur tekur sig stundum upp um helgar, drekkur sig fullan og telur sér trú um að hann sé að skemmta sér. Menn drekka jafnvel frá sér vitið í nafni skemmtunarinnar. Þannig er hægt að blekkja sig um helgar, en svo tek- ur grár hversdagsleikinn við á mánudögum og við leiöindin bætist mórallinn yfir þeim glappaskotum, sem framin voru í ölæðinu. Hver sjálfum sérnæstur Auðvitað getur hver og einn orðið leiöur yfir mistökum, dapur vegna sorga, þunglyndur af annarra völd- um. En það eru annarskonar leiðindi, heldur en þau, sem menn kalla yfir sjálfa sig, þegar þeir gleyma því að lífið flýgur fram hjá þeim og kemur aldrei aftur. Þeir gleyma því, aö hver er sjálf- um sér næstur, sinnar eigin gæfu smiður. Meðþvíaðhafaeitthvaðfyr- ir stafni, vera vakandi fyrir tilbreyt- ingunni, brosa að því skringilega, rækta með sér áhuga á einu eða öðru, fylla menn líf sitt og bægja frá sér leiðindunum. Áhugamálin þurfa ekki að vera stór eða merkileg. Þau þurfa heldur ekki að vera fyrir aðra en mann sjálfan. Frímerkjasöfnun, grasa- skoöun, gestaþrautir, lestur góðra bóka. Allt þetta er unnt að stunda í einrúmi, einn síns liös. Þátttaka í íþróttum, spilamennska eða hesta- sport, krefst oftast samneytis við aðra, en það er þá einnig lífsfylling í sjálfu sér, að eiga sameiginleg áhugamál, njóta skemmtilegs félagskapar. Enginn þarf að vera í vandræðum með afþreyingu eða dægradvöl. síður dag hvem. Þátturinn mun leit- ast við að kynna margvísleg hugðar- efni fólks, bregða upp myndum af starfi áhugahópa, segja frá tilgangi og viðfangsefnum. Bæði er, að tóm- stundastörf margskonar eru orðin æði stór þáttur í lífi fólks, og svo hitt, að fjölmiðill eins og DV, á að örva aöra til þátttöku og tíunda þau tæki- Laugardags- pistill Dægradvöl Hér í blaðinu hefur verið hleypt af stokkunum nýjum þætti, undir heit- inu „Dægradvöl”. Sá þáttur mun birtast þrisvar í viku, sem leiðir til þess að DV er að lágmarksstærö 40 Ellert B. Schram ritstjóri skrifar færi, sem fólk getur nýtt fyrir sig og sinntima. Fjölmiðlar hafa mikil áhrif. Þeir segja frá því sem miður fer, mikla vandamálin og draga oft upp dökkar myndir af soranum í þjóöfélaginu. En þeir eiga einnig að örva fólk til betra og skemmtilegra lífs, kenna fólki að lifa, minna á þá óteljandi hluti, sem krydda tilveruna. Sá, sem er sæll, fremur ekki ódæði. Sá sem er glaður, er engum til ama. Sá, sem er sjálfum sér nógur, angrar ekki aðra. Bókiná undanhaidi 1 ræðu sinni í Hvíta húsinu á mið- vikudaginn lagði forseti íslands út af þeirri sannfæringu sinni, ,,að enga dýrmætari gjöf þiggjum við af sam- félaginu en þá að læra að lesa. Að geta lesið er auður, sem ekki verður metinn á sömu vog og önnur verð- mæti”. Þetta er mikið rétt, en leiðir hug- ann aö því, að bóklestur er senni- lega á undanhaldi. I stað lestrar sitj- um við löngum stundum fyrir fram- an sjónvarp, glápum á það án hugs- unar eða fyrirhafnar. Bókin gefur ímyndunaraflinu laus- an tauminn, í huga okkar drögum við upp myndir af sögupersónum, sjáum fyrir okkur landslag og sögusvið og þroskum með okkur hugsun og orð- færi. Sjónvarpið matar okkur hinsveg- ar, segir okkur og sýnir okkur, hugs- ar fyrir okkur. Við þurfum ekki leng- ur að bera okkur eftir björginni. Nú þurfum við ekki lengur að lesa Jó- hann Kristofer í þýðingu Sigfúsar Daðasonar. Jóhann er á skerminum á sunnudögum. Við erum hætt að fara í bíó innan um annað fólk. Videóið sér um þann þáttinn. Völlur- inn er ekki lengur sóttur þegar heimsfræg lið koma í heimsókn, sjón- varpiö sparar þau sporin, meö því aö sýna helstu atvikin sama kvöld. Veðrið er alltafgott Nú er það forneskjulegt að amast við sjónvarpi og myndbandabylt- ingu. Sú þróun verður ekki stöövuð. Vonandi verður sú tækni til þess að tengja þjóðir nánar saman, eyða tor- tryggni og illindum og gera mann- fólkið upplýstara hvert um annars hagi. En sá böggull fylgir skammrifi að bókin týnist og afþreyirigin hreiörar um sig í sjónvarpsglápinu. Athafnir, áhugamál og persónuleg tengsl fólks í milli gjalda þessarar þróunar. A þvíer enginnvafi. Otlendingurinn sem spyr, hvort veturinn valdi leiðindum, er ekki að hugsa um sjónvarpið, þann tíma- freka senuþjóf.Hann er að hugsa um slagveðrið, kuldann og skammdegið. Hann vorkennir okkur í veðurfarinu. En til þess er engin ástæða. Veður er ekki bara gott, þegar sól skín. Hress- andi vindur, snjókoma eöa froststill- ur er veðurfar, sem ástæðulaust er að kvarta undan, ef við kunnum að njóta þess. Skíðaferðir, göngur og trimm geta verið á við margar sólar- landaferðir, og hvað er notalegra en að taka í slag eða dunda við frí- merkin, þegar vindur gnauöar á gluggum eða bylurinn lemur þakið. Nei, það þarf engum að leiðast á Is- landi. Ævintýrið handan hafsins Og annað skulum viö líka hugleiða. Einmitt vegna veðursins og vetrar- ins, er ferðalagið langþráðara, meira spennandi. Sólarlandið verður tilbreyting og viö gleypum í okkur hina framandi staði. Hver stund á stuttu ferðalagi verður eftirsóttari og eftirsóknarverðari, þegar hlutirn- ir eru ekki við bæjardymar. Við þurfum að hafa fyrir þeim. Hugsiö ykkur Evrópubúana, sem þurfa ekki nema skreppa bæjarleiö til að komast í Alpana eða ströndina, sem hafa græna skóga og dýrð stór- borganna í seilingu. Islendingurinn á sér draum, bíður ævintýralandsins handan hafsins og leggur sig fram um að njóta þess. Honum leiðist ekki á meðan. Við þekkjum orðatiltækiö ,,að drepast úr leiðindum”. Það er ekki út í bláinn. Menn geta bókstaflega drepið sjálfa sig, kreist úr sér líftór- una með því að láta dagana líða í deyfð og drunga aðgerðarleysisins. Við lifum mis jafnlega lengi ef í árum er talið, en sannleikurinn er sá aö lífið verður ekki mælt í lengd tímans heldur í athöfnum og innilialdi. Eða hvers virði er langlífi, ef dagamir drabbast áfram án tilgangs eða til- breytingar? Lífið er stutt, en við emm dauð svo óralengi, segir einhvers staöar, og í því felst sú lífsspeki, sem þeir ættu að hafa í huga, sem eru alla daga að drepa sjálfa sig úr leiðindum. Ellert B. Schram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.