Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1982, Blaðsíða 6
 DV. LAUGARDAGUR11. SEPTEMBER1982. Sælkerirm Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Nú eru sæludagar sælkera að heijast, krásunum verður þó ekki skolað niður með góðum bjór. riðið. Ekki má gleyma berjunum. Vonandi hafa sem flestir komist í berjamó. Ber eru holl og góð og þau má matreiða á ýmsan hátt. Flestir eiga frystikistu, það er því sjálfsagt að frysta nokkra poka af berjum en ágætt er aö nota fryst ber í ýmiskonar eftirrétti og sósur. Nú svo fer að styttast í sláturtíðina. Sam- kvæmt fréttum á að slátra mun meiru nú en oft áöur. Það verður því nóg af lambakjöti á markaðnum í haust. Vonandi verður verð á lambakjöti Iækkaö nokkuö svo að neyslan á fersku kjöti verði sem mest, því eins og allir vita er kjöt af nýslátruðu mun betri vara en kjöt sem búið er að liggja í frysti. Það væri strax til bóta að lækka verðið á kjötinu um þá fjárhæö sem kostar að frysta það og geyma. Nú svo er það sjálft slátrið. Þaö ættu sem flestir að taka sláturj sem bæði er ódýr og hollur matur. Auðvelt er að geyma slátur í fry'sti- kistunni. Blóðmör og lifrarpylsa er hollur matur svo má útbúa ágætis rétti úr innmat og ýmsu ööru svo sem síðum og hálsum. Efnahagur þjóðarinnar er víst bágur um þessar mundir. Það er því góð fjárfesting i að taka slátur og útbúa t.d. sultu og rúllupylsu svo eitthvað sé nefnt. Auðvitað hjálpast fjölskyldan að í þessum efnum. Nú eru gæsaveiðar hafnar og 15. október hefjast rjúpna- veiðar. Bráðlega verður því villibráð á boðstólum og ekki má gleyma hreindýrakjötinu. Islensk villibráð er frábærlega góð. Fyrir þá sem ekki stunda skotveiðar getur verið erfiöleikum háð að komast yfir villibráð en það er þó ekki ómögu- legt. Þrátt fyrir að vetur sé í nánd þá er enn sumar í hugum sælkera. Ohætt er að segja að það sé vertíð. Einhverjir eru líklegast famir að bragga sinn bjór fyrir veturinn. Við sem ekki bruggum fáum engan wj- Þetta eru alvöri kartöflur. Þá er sumarið á förum, laufin fölna á trjánum og tími til kominn að fara að taka upp kartöflumar. Já, það er aö koma haust og senn fer að kólna í veðri. Þó sól sé farin að lækka á lofti þá ættu sælkerar aö vera léttir í lund því segja má að nú sé vertíð í nánd. Á markaðnum er mikiö úrval af góðu grænmeti. Það er því um að gera að borða nóg af grænmeti, fylla líkamann af vítamínum fyrir veturinn og kannski nota tækifærið til að ná af sér nokkrum aukakílóum. Það má laga ljómandi rétti úr grænmeti, t.d. ljúffengar súpur og pottrétti. Auðvitað er sjálfsagt að hafa hrásalat með öllum mat. Þegar Umsjón: Sigmar B. Hauksson. hrásalat er lagað er um að gera að láta hugmyndaflugið ráða. Það má bragðbæta hrásalatið á ýmsan hátt, t.d. með graslauk, möndlum, fransk- brauösbitum steiktum í beikonfeiti, nú eða beikonbitum, sem hvítvíns- ediki er hellt yfir. Svo má auövitað útbúa margskonar sósur, en munið að það er grænmetið sem er aðalat- Gott að fá sér eina með öllu svona öðru hvoru.. EINMEÐÓLLU „Ein með öllu" Má vera að pylsur þyki ekki fínn matur, þó getur verið ágætt að fá sér „eina með öllu” svona öðru hvoru til að seðja sárasta hungrið. tslensk pylsuframleiðsla er í stöðugri fram- för og nú fást í verslunum hinar ágætustu pylsur. Segja má að pylsur séu skyndimatur — það er ágætt að skella pylsupakka í pottinn ef tíminn er naumur til matreiðslu — svo eru pylsur ágætt nesti í ferðalagið. Pyls- ur eru sem sagt enginn veislumatur en þó eru til ljómandi pylsuréttir. Víða erlendis t.d. í Þýskalandi eru pylsur oft boraar fram með kartöflu- salati. Gott kartöflusalat er ljómandi matur. Hér kemur uppskrift að kartöflusalati sem passar prýöilega vel með pylsum. Salatuppskriftin er: 600 g soðnar, smáar kartöflur (t.d. smælki) 31/2 dl sýrður r jómi 1 tsk. gróft salt 1 tsk. rifinn laukur 11/2tsk. karrý ltsk. sítrónusaft 2tsk.sykur Hrærið út í sýrða rjómann salti, lauk, karrýi, sítrónusafanum og sykrinum. Kartöflurnar eru skornar í sneiöar og þeim blandað vel saman við sýrða rjómann. Þar með er rétturinn tilbúinn. Það má skreyta salatið meö tómötum og steinselju. Auðvitað má hafa þetta kartöflusalat með ýmsum öðrum réttum en pylsum svo sem köldu nautakjöti, köldum saltfiski, ofan á brauð, með reyktri síld og ýmsu öðru. Það er fljótlegt að útbúa þetta salat og upplagt að nota kartöflumar frá kvöldinu áður. En eins og áður hefur komiö fram er ágætt að nota smælki í kartöflusalat. Ef þiö hafiö þaö með pylsum þá er gott að bera fram gróft brauð, eða hrökkbrauð. Það ætti aö vera kostur að allir ættu að geta lagað þetta kartöflusalat.Til að gera salatiö enn gimilegra má setja í það 1 msk. af söxuðum graslauk eða eina msk. af kapers. Ómar og Ruth hafa rekið Hótel ValhöII undanfarin sumur, nú bjóða þau gesti sína velkomna í Naustið. iVffit* eigendur taha við Naustinu Slærnar hartofiur — háttverð Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum eru íslensku sumar- kartöflurnar alls ekki frambærileg vara. Nú hafa neytendur keypt þessa vöru í heilan mánuð á tiltölulega háu verði. Vonandi verða haustkartöfl- urnar betri. En hvað með okkur neytendur, verða okkur greiddar skaðabætur? Það er nú líklegast nokkuð erfitt í framkvæmd. Hins vegar er það ekkert réttlæti að neytendur greiði hámarksverð fyrir lélega vöru. Framleiðendur og Grænmetisverslun landbúnaðarins verða að bera þetta tjón. Þar sem Grænmetisverslunin hefur einkarétt á þessari vöru er skylda þessa fýrirtækis við neytendur meiri en annarra fyrirtækja sem búa við sam- keppni. Það er því sanngjöm krafa að verð á þeim kartöflum sem nú eru að koma á markaðinn verði lækkað. Vonandi verða Grænmetis- verslunin og framleiðendur viö þess- ari sanngjömu kröfu. )í — íiéma þá að við séum á leið heim frá útlöndum. Það furðulega á- stand ríkir hér að einungis þeir sem eru aö koma frá útlöndum mega kaupa bjór í Fríhöfninni. Svo mega vissar stéttir flytja inn bjór, en það eru sjómenn í siglingum og flug- áhafnir. En svo má kaupa ýmiskonar efni til að brugga bjór. Þaö er flest leyfilegt í þessum efnum nema það sem eðlilegt mætti kallast og þaö er að kaupa bjór í verslunum ATVR. Er ekki mál til komið að látið verði af þessari vitleysu? Þingmenn ættu að láta þaö verða eitt af sínum fyrstu verkum þegar þing kemur saman í haust að leyfa bjórinn. Bruggun bjórs gæti orðið ábatasöm út- flutnings atvinnugrein hér á landi en það er nú önnur saga. Eins og komið hefur fram í dag- blöðum hafa þeir Geir Zoega og Guöni Jónsson eigendur Naustsins selt veitingahúsið. Hinir nýju eigend- ur eru hjónin Omar Hallsson og Rut Ragnarsdóttir en þau eiga veitinga- staðinn Rán og hafa undanfarin sum- ur rekið Hótel Valhöll á Þingvöllum. Naustið hefur haft algjöra sérstöðu á meðal íslenskra veitingastaða — staðurinn er löngu orðinn klassískur ef svo má að orði komast. Það var hinn frábæri veitingamaður Halldór Gröndal sem gaf línuna varðandi stíl Naustsins. Naustið er einn fallegasti veitingastaðurinn hér á landi og ákaflega hlýlegur. Sælkerasíðan á Naustinu eiginlega aðeins eina ósk og það er að það verði ekki gerð nein bylting á staðnum. Auðvitað eru breytingar nauðsynlegar en þegar Naustið á í hlut verða þær vonandi ekki of rót- tækar. Naustið er löngu orðið rót- gróið í reykvísku bæjarlífi og verður það örugglega áfram. Sælkerasíðan óskar þeim Omari og Rut til hamingju, þau eru áhugasamir veitingamenn sem hafa staöið sig með prýði og verður spennandi að fylgjast með þeim og Naustinu í framtíðinni. Einnig þakkar Sælkera- síöan þeim Geir Zoega og Guðna Jónssyni fyrir þeirra skerf í íslensk- um veitingahúsarekstri. Einn aðal- styi-kur Naustsins er að starfsfólk hússins er úrvals fagfólk og eins og áöur hefur komið fram, þá hefur gamla góöa Naustið óvenjulegan sjarma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.