Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1982, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1982, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR11. SEPTEMBER1982. 19 á aö stunda þær rannsóknir sem ég hef áhuga á. Eg er m.a. meö tölu- verðan rannsóknarstyrk frá sænska ríkinu til aö halda rannsóknum mín- um áfram eftir að doktorsgráðunni er náð. Hins vegar gæti ég líka hugs- að mér ýmislegt annaö — og þá ekki endilega á fslandi. Vellíðan er að minu áiiti bundin þvi að maöur finni sjálfan sig og verkefni við sitt hæfi. En til þess verður maður líka að læra að lifa í sátt við umhverfið. I því finnst mér fólgiö aö kunna þá list að lifa.” Lrtilþjóðí ofsastórum heimi — Og hvemig er svo að vera fs- lendingur í Svíþ jóð? „011 þjóðfélög hafa sína galla og sína kosti. Við Islendingar höfum al- ist upp í mjög sérstæðu þjóöfélagi. Islendingur, a.m.k. af minni kynslóð, hefur oftast kynnst mörgum hliðum á lífi þjóðarinnar. Ég var t.d. í sveit hvert sumar frá fimm ára aldri til tólf ára. Síðan tók við sumarvinna við hin ólíkustu framleiðslustörf, bæði í fiski og í verksmiðju. Eg held að slik reynsla sé ekki síst mikils- verð fyrir þann sem síðar lendir inn í heimi vísindanna og háskólans. Þá er síöur hætta á aö viökomandi loki sig inn í fílabeinsturni og liti á lif verkafólks sem framandi f yrirbæri. Islendingum er auk þess kennt að þeir tilheyri merkilegri, lítilli þjóð — í ofsastórum heimi. Islendingar hafa almennt trú á ágæti tungu sinnar og þjóðerni — en sjá jafnframt skoplegu hliðina á þessu þjóöernisstolti. Is- lendingur hættir aldrei að vera Is- lendingur — og er þar með aldrei glataður landi sinu. Island er hluti af honum sjálfum — hvar sem hann annars býr og starfar. I raun og veru er sænska þjóðfélag- ið ekki svo mjög ólíkt því íslenska. öll Norðurlöndin búa við mikil ríkisafskipti, eru svo kölluð velferð- arþjóðfélög þar sem ríkið hefur tekið að sér nokkurs konar föðurhlutverk fyrir þegna sína. Þó eru fjölskyldu- og ættarbönd enn einna sterkust á Is- landi. Kannski er það m.a. vegna ástandsins í húsnæðismálum. Á Is- landi er ungt fólk afar háð ættingjum sinum við að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Svíar og Islendingar eru líka nokkuð ólikir að skapferli. Sviar eru dálítið prússneskir í sér, láta betur að stjóm og sætta sig betur við að lifa í afmörkuöum hólfum. Þessi mismun- ur á sér sennilega miklu lengri sögu- legar rætur en uppbygging velferð- arþjóðfélagsins.” /Výttkerfí er eina lausnin „Auðvitað eru margir gallar á vel- ferðarþjóðfélaginu — en ekkert þjóð- félag er fullkomið. Stundum virðist sem sænska ríkið gangi of langt i að taka ábyrgð á einstaklingnum. En þá beitir maður líka sínum íslenska hugsunarhætti — og maður verður að skilja sögu hvers þjóðfélags fyrir sig til að skilja lif þess. Það jákvæða við sænskt þjóðfélag er að þar búa allir við efnahagslegt grundvallar- öryggi svo sem fæði, húsnæöi, heil- brigöisþjónustu og menntun. En þar með er ekki sagt að allir séu jafnir, eða hafi einu sinni jafnmikla mögu- leika. Gallamir á sænska þjóðfélag- inu eru hins vegar alls konar lagaboö og skrifstofuveldi sem virðist alls ekki byggja á því lögmáli að þjóðfé- lagið sé til fyrir manninn sem lifir í því heldur þvert á móti.” — Og nú virðist velferðarkerfiö á góðrileiðmeðaðkollsigla sig? „Ef litið er á söguna hafa öll kerfi fyrr eða síðar siglt í strand. Það þjóðfélagskerfi sem við búum við á vesturlöndum byggist m.a. á þeirri kenningu að við verðum að vinna til að geta lifað og jafnframt á peninga- valdinu. Lausnin á kreppum í þessu kerfí hefur hingað til verið að koma af stað stríði. Vegna gereyðingar- hættu síðustu ára virðist þannig lausn nú meira en lítið vafasöm. Lausnin hlýtur því að felast í að skipta um kerfi og byggja upp nýtt í stað þess sem dugar ekki lengur. Ég held að þetta sé m.a. verkefni fyrir þjóðfélagsfræðina sem byggir á hug- myndum viðsýnna lærifeðra sem hikuðu ekki við aö leggja gmndvöll að nýju kerfi. Ég á ekki við að nýtt kerfi veiti fólki neina endanlega lífs- hamingju því hamingjan er miklu flóknara mál en verðbólga og verð- sveiflur. En ég sé ekki annað en við verðum að finna nýtt kerfi, m.a. til að skapa meira öryggi fyrir áfram- haldandi líf á þessum hnetti. Líf, þar sem við höldum áfram að hafa ólíkar skoðanir og kjark til að finna nýjar framtíðarlausnir,” sagði Katrin Friðjónsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.