Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1982, Blaðsíða 18
18
DV. LAUGARDAGUR11. SEPTEMBER1982.
i haust tók nýr yflrkennari við emb-
ætti hjá Félagsvísindadeild háskól-
ans í Lundi í Svíþjóð. Meðal íslend-
inga sætir þetta nokkrum tíðindum
þar sem hinn nýi yfirkennari er ein-
mitt islendingur í húð og hár. Hún
heitir Katrín Friðjónsdóttir og sá
dagsins Ijós á Seyðisfirði. Síðar flutti
hún til Reykjavíkur ásamt foreldr-
um sínum, Maríu Þorsteinsdóttur og
Friðjóni Stefánssyni, rithöfundi, en
hann lést árið 1970. Katrín iauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum i
Reykjavík 1966. Ári síðar hélt hún ut-
an til háskólanáms og lauk kandi-
datsprófi í félagsvisindum við há-
skóiann í Lundi 1972.
... svo bauðst mér vinna
við félagsvísindadeildina...
— Byrjaðirðu strax að lesa félags-
fræði,Katrín?
„Kandídatsnám í Svíþjóð er þann-
ig uppbyggt að nemendur lesa fleiri
en eina grein. Ég las auk félagsfræð-
innar m.a. tölfræði og hagfræði. En
svo bauðst mér eitt sumarið vinna
við félagsvísindadeildina, fékk mik-
inn áhuga á greininni og ákvað að
snúa mér alveg aðhenni.”
— Félagsfræðin er fremur ung
grein, a.m.k. á Islandi. Hvernig skil-
greinir þú hana?
„Félagsfræðin er í raun hvorki ung
né gömul. Hún er jafngömul tilraun-
um mannsins til að skilja sitt eigið
félagslega samhengi. Sem vísinda-
grein er þjóðfélagsfræðin barn um-
brotatímanna á seinni hluta 19. aldar
þegar nýtt iðnþjóðfélag tók að mót-
ast í Evrópu. Markmið þessarar
nýju vísindagreinar var annars veg-
ar að gera tilraun til vísindalegrar
skilgreiningar á þróun þjóöfélagsins,
hins vegar að reyna að benda á leiðir
til að skipuleggja hina nýju þjóðfé-
lagsgerð.”
— Margir eiga erfitt með aö gera
greinarmun á félagsfræði og féiags-
ráðgjöf. Hver er sá munur?
„Félagsfræðin er visindagrein. Fé-
lagsráðgjöf er það í rauninni ekki,
heldur atvinnumenntun. Félagsfræð-
ingar útskýra þróun þjóðfélagsins,
félagsráðgjafar aðstoða þegnana við
að rata um völdunarhús þess. Fé-
lagsfræðin hefur svipaða þýðingu
fyrir þjóðfélagiö og sálgreining fyrir
manninn. Hún hjálpar þjóðfélaginu
til að komast til botns í sjálfu sér,
svarar þeirri spurningu hvers vegna
hlutirnir þróast á þennan veg en
ekki einhvem annan. Félagsráðgjöf
hjálpar almenningi aftur á móti við
að lifa í og jafnvel aðlaga sig því
þjóöfélagskerfi sem hann býr við.”
Styrkur í tilefni 1100 ára
þjóðhátíðar
— Hvað tók svo við að kandídats-
prófinuloknu?
„Eg var í Svíþjóð í tvö ár, vann við
rannsóknarverkefni á vegum háskól-
ans hér, kenndi íslenskum börnum í
Málmey móðurmálið og las fyrir
masterpróf. 1974 fór ég heim og vann
í tæp tvö ár við rannsóknir og
menntaskólakennslu á Akureyri.
1976 fékk ég svo styrk f rá sænska rík-
inu sem veittur var i tilefni 1100 ára
þjóðhátíðar Islendinga. Þá fór ég aft-
ur hingað til Lundar. Meðan ég var á
Islandi hafði áhugi minn vaknað á
því sérsviði sem ég hef seinna helgað
mig en þaö er hlutverk og þróun vís-
inda í þjóðfélaginu. Aðdragandinn að
þeim áhuga var sá að rétt áður en ég
fór heim var ég svo heppin að kynn-
ast bandarískum prófessor í vísinda-
félagsf'-æði sem var um tíma við
deildina hjá okkur. Hann opnaði
blátt áfram fyrir mér nýjan heim og
hvatti mig til að litast um eftir heppi-
legu verkefni á þessu sviöi á Norður-
löndum. Þótt nóg væri að gera á
Akureyri hélt ég þessum áhuga vak-
andi — og byrjaði að athuga þessi
mál á Islandi. Hins vegar hefur þró-
un þeirra á Islandi ekki verið mitt
aðalverkefni, a.m.k. ekki enn sem
komið er. Sumariö 1977 vann ég svo
hjá Rannsóknarráði ríkisins og fékk
þá það verkefni að rannsaka útflutn-
ing íslenskra vísindamanna til ann-
arralanda.”
— Hvað kom út úr þeirri rann-
sókn?
„Það voru mörg ljón á veginum í
sambandi við það verkefni og erfitt
að gera því skil til hlítar. M.a. var af-
ar erfitt aö afia raunverulegra
upplýsinga um afdrif þessa fólks. En
mér er minnisstætt að þegar ég var
aö leita í þeim gögnum sem fyrir
hendi voru fann ég fundargerð frá
OECD-fundi um þróun vísinda og
stöðu Háskóla Islands. Mig minnir
að hún hafði verið frá 1956 og þar fær
fulltrúi Islands fyrirspurn um það
hversu margir námsmenn skili sér
til baka frá útlöndum. „Það koma
alltaf nógu margir til baka,” svaraði
fulltrúinn. Og þótt þetta svar hans
hafi alls ekki verið byggt á neinni út-
tekt um þessi mál hitti hann naglann
nokkurn veginn á höf uöið!
Þekking er
dýrmæt þjóðareign
„Við eigum margar goösagnir í
sambandi við veru landans erlendis,
t.d. að Islendingar geti hvergi unað
nema á Islandi eða þá á hinn bóginn
að Island glati öllum sínum bestu
menntamönnum. Eg held að hvorugt
sé rétt. Hvert þjóðfélag hefur þá vís-
indastarfsemi og þann háskóla sem
það hefur efni og áhuga á að byggja
upp. En áhuginn nægir að vísu held-.
ur ekki. Vísindin verða að tengjast
annarri þróun i þjóðfélaginu ásamt
vísindaþróun á alþjóðavettvangi. Is-
lendingar eiga margt ógert í þessum
efnum — og áhugasamra mennta-
manna bíða mörg verkefni við heim-
komuna. Hvort tveggja krefst aðlög-
unar. Þjóöfélagið verður að gera sér
grein fyrir því hvaö það vill — sem
reyndar er pólitiskt mál og ein-
staklingurinn verður að laga sig að
kjörunum heima og koma auga á
möguleikana. Þessi mál geta orðið
enn brýnni í framtíöinni. Þrátt fyrir
aukinn f jölda stúdenta helst hlutfall
þeirra sem leita framhaldsnáms er-
lendis í u.þ.b. 30% — og hlutfall
þeirra sem fara í framhaldsnám
eykst.
Island er ekki aðeins auðugt af
orku heldur einnig vel menntuöu
fólki og á ég þar ekki bara við það há-
skólagengna. Hvað vísindamenntaö
fólk snertir og möguleika þess á Is-
landi — sem eru auðvitað ööru vísi en
í stærri löndum — er enn margt
ókannað. Ef ég ætti aö benda á vel
heppnaða tilraun dettur mér helst í
hug Norræna eldfjallastöðin. Eins
ættum við aö hafa góðar aðstæöur til
handritarannsókna. Allt svona Hefur
þýðingu þegar um er aö ræða nýta
þekkingu þjóðar — og ýta undir fólk
að búa heima. Og ef litið er á þróun
efnahagskerfis heimsins kann þar að
auki að vera aö þekking þjóðarinnar,
verkleg og andleg, verði dýrmæt-
asta eign okkar. Lítið land eins og Is-
land verður fremur öðrum og öflugri
þjóðum að eiga kunnáttufólk á ölium
sviðum. T.d. í samningum við alþjóð-
lega auðhringa svo tekið sé nærtækt
dæmi úr málefnum líðandi stundar. ”
AHtafá
ieiðinni heim
— Hvað með þig sjálfa? Ert þú á
leiðinni heim eða ertu ein af þeim
„glötuðu”?
„Það er nú einmitt eitt af einkenn-
um margra Islendinga erlendis að
þeir eru alltaf á leiðinni heim! Jafn-
vel löngu eftir að sú hugmynd er orð-
in gjörsamlega óraunhæf. Að ein-
hver ju leyti á þetta sennilega líka við
um mig. En það er margt sem heldur
í mig hér . Ég á sænskan mann og
sonur minn af fyrra hjónabandi hef-
ur aö miklu leyti alist upp hér. Hér
hef ég hka stöðu við mitt hæfi og i
haust mun ég verja doktorsritgerð
mina við háskólann í Lundi en hún
fjallar um stöðu og þróun vísinda í
nútímaþjóðfélagi.
En ég kýs nú fremur að líta á sjálfa
mig sem heimsborgara en heimaaln-
ing. Mér hður vel hér,mér hður vel
heima á Islandi og mér leið líka vel í
Bandaríkjunum en þar dvaldi ég
1979. Hér í Svíþjóð hef ég möguleika
Textl
ogmyndir:
Jóhonna
Práinsdóitir