Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1982, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1982, Page 1
DAGBLAÐIÐ — VÍSIR 207. TBL. — 72. og 8. ARG. — MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1982. ELDSNEYTIFYRIR MILLI- ÓNATUGIHENT í HAFID? — sjá baksíðu Forseti íslands, Vigdís Hnnbogadóttir, heilsar Birgit Nilsson söngkonu. Á milli þeirra eru gamanleikarinn Victor Borge og Lilian Svíaprinsessa, eiginkona Bertils prins. DV-mvnd: GTk. VIGDÍS VAKTIGÍFURLEGA A THYGU í SKAUTBÚNINGI Forseti Islands, Vigdís Finnboga- dóttir, dvaldi í Minnesota um helg- ina ásamt fulltrúum hinna Noröur- landanna og fylgdarliöi. Flutti Vig- dís aöalræöuna viö opnun Scandi- navia Today í Minnesota en í því fylki eru fjölmennustu byggöir manna af norrænum ættum í Banda- ríkjunum. Ekki þurfti minna en Metrodom- leikvanginn, sem er yfirbyggöur og rúmar 62 þúsund manns, undir nor- ræna hátíðarsamkomu í Minneapol- is, höfuöborg fylkisins. Þar fluttu fulltrúar allra Noröurlandanna ávörp. I ávarpi sínu lagöi Vigdís út frá orðinu „metrodom” sem þýöir hús sem rúmar alla. Margt var til skemmtunar á sam- komunni sem um 55 þúsund manns sóttu. Meðal annars flutti átta þús- und manna blandaöur kór tónverkiö Finlandiu eftir Sibelius. Er kór þessi talinn sá stærsti sem nokkru sinni hefursungið. Vigdís vakti gífurlega athygli er hún mætti í skautbúningi á hátíðar- tónleika í Orchestra Hall á laugar- dagskvöld. Tónleikunum var sjón- varpaö beint um öll Bandaríkin. Heimsfrægir listamenn af norrænu bergi brotnir skemn.tu, meðal ann- ars söngkonan Birgit Nilson. Einnig komu Fóstbræöur fram og gaman- leikarinn Victor Borge skemmti í hléinu. Vigdís vakti svo mikla at- hygli í skautbúningnum aö gestir fóru ekki úr tónleikahöllinni aö tón- leikunum loknum heldur biöu í and- dyrinu eftir aö Vigdís birtist. Fólkiö þurfti aö bíöa nokkra stund þar sem forseti Islands hitti listamennina aö máli eftirtónleikana. Vigdís og hinir norrænu þjóö- höföingjar héldu í gær til New York- borgar. Mun Vigdís í dag flytja aöalræöuna við opnun norrænu menningarkynningarinnar í borginni. -KMU/GTK. Víkingar íslands- meistarar — sjá allt um íþróttaviðburði helgarinnar íblaðauka Ómar Torfason, fyrirliði íslands- meistaranna, hampar hinum eftir- sótta bikar. D V-mynd Friðþjófur. Sinfónían, Kristján og Doriet Kavanna hrif u Akureyringa Sinfóníuhljómsveit Islands undir stjóm Páls P. Pálssonar og Kristján Jóhannsson óperusöngvari komu, sáu og sigruðu í íþróttaskemmunni á Akur- eyri á laugardagskvöldiö. Húsfyllir var en skemman tekur um 900 manns í sæti. Auk þess stóöu margir þannig aö um l.OOOmannssóttuhljómleikana. Hljómsveitin stóö fyrir sínu og Kristján var á heimavelli, enda hreif hann samborgara sína sem fyrri dag- inn. Risu áheyrendur úr sætum í lok tónleikanna og klöppuöu listafólkinu lof í lófa og allir vildu fá meira aö heyra. Enginn átti þó von á því að Kristján lumaði á þeirri rúsínu í pylsu- endaimrn sem raun varö á. Hann kall- aðisem sé Doriet Kavanna ásviöiö og sungu þau saman síöasta verkið á tónleikunum, sem aö margra dómi var hápunktur þeirra. Ogleymanlegir tónleikar fyrir þá sem heyrðu, enda þökkuöu áheyrendur fyrir sig meö lófataki. GS/Akureyri. Krístján Jóhannsson, Doriet Kavsnna og Páii P. Pálsson, stjórnandi hijómsveitarinnar. DV-mynd GS Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.