Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1982, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1982, Side 3
DV. MÁNUDAGUR 13.SEPTEMBER 1982. 3 Slit meiríhlutasamstarfsins á Akranesi: Umsækjendum um bæjarstjórastarf sýndur dónaskapur — er ráðinn var maður með málamyndaumsókn segir í ályktun Alþýðubandalagsins NOTAÐIR CZ> BÍLAR Seíjum í dag Alþýöubandalagiö á Akranesi sleit meirihlutasamstarfi í bæjarstjórninni í síöustu viku, eins og fram hefur komið í DV. Alþýðubandalagiö var í meirihlutasamstarfi viö Sjálfstæðis- flokk og Alþýöuflokk, en Framsóknar- flokkur var einn í minnihluta. Þrátt fyrir þetta hafa Sjálfstæðis- flokkur og Alþýöuflokkur enn meiri- hluta í bæjarstjórn Akraness. Ágreiningurinn snýst um ráöningu bæjarstjóra. Ingimundur Sigurpálsson var ráöinn bæjarstjóri, er ljóst var aö Magnús Oddsson fyrrverandi bæjar- stjóri gaf ekki kost á sér. Alþýðu- bandalagiö studdi umsókn Rúnars B. Jóhannssonar rekstrarhagfræðings og endurskoðanda. Almennur félagsfundur í Alþýðubandalaginu á Akranesi ályktaöi um slit meirihlutasamstarfs- insog þarsegir m.a.: „Vinnubrögö þessara flokka (þ.e. Sjálfstæðis- og Alþýöuflokks) viö ráön- ingu bæjarstjóra fyrr í sumar voru með þeim hætti, að engan veginn veröur við unað. Þar var óvenju hæfum umsækjanda, Rúnari B. Jóhannssyni, rekstrarhagfræöingi og endurskoðanda, hafnaö sakir stjórn- málaskoöana hans. Sérmenntun hans á sviöi opinbers rekstrar ekki metin neins, né heldur þekking hans á bók- haldi og fjármálastjóm. Stóru oröin um nauösyn traustrar f jármálastjóm- ar og föst tök á bókhaldi bæjarins náðu ekki lengra en svo, að þegar hæfasti fjármálastjórinn reyndist vera vinstri maður var honum hafnaö án nokkurs rökstuönings. Viöhorf sem þessi ættu að heyra sög- unni til og em meö öllu óverjandi að mati Alþýöubandalagsins, enda hlýtur þaö aö vera vandséö hvernig Alþýðubandalagið getur veriö í sam- starfi viö aðila, sem telja þá menn óhæfa til starfa h já Akranesbæ, er hafa vinstri skoöanir á þjóðmálum. Jafnframt er ástæöa til að gagnrýna harðlega þann dónaskap, sem umsækj- endum í heild var sýndur meö því að virða aö vettugi umsóknir þeirra, og til starfans ráðinn maöur, sem ekki var í þeirra hópi, en málamyndaumsókn fleygt inn á bæjarstjórnarfund um leið og ráðning fór f ram. Það skal tekið fram aö gagnrýni Alþýðubandalagsins á málsmeðferö við ráöningu bæjarstjóra er á engan hátt beint gegn Ingimundi Sigurpáls- syni, bæjarstjóra. Alþýöubandalagiö hlaut fulltrúa í ýmis ráð og nefndir bæjarins vegna þátttöku í meirihlutasamstarfi. Nú þegar þessu samstarfi er lokiö leggur Alþýðubandalagið til, aö kosiö verði að nýju í ráö og nefndir bæjarins, ef þess erkostur. Störf Alþýðubandalagsins í minni- hluta munu byggjast á bæjarmála- stefnuskrá flokksins. Jafnframt mun Alþýöubandalagiö viröa þaö málefna- samkomulag, sem það stóð aö þegar núverandi meirihluti var myndaöur í bæjarstjóm og stuöla aö framgangi þeirra mála, sem þar eru tilgreind. Mun Alþýðubandalagið m.a. leitast viö aö ná samkomulagi um gerð fjárhags- áætlunar í anda málefnasamningsins. -JH SAAB TURBO '82,4-dyra, silver, beinsk., ek. 15.000 km. SAAB 900 GL '82,4-dyra, ljósblár, beinsk., ek. 17.000 km. SAAB 99 GLI '81,4-DYRA, ljósblár, beinsk., ek. 10.000 km. SAAB 99 GL '80,4-DYRA, brúnn, beinsk., ek. 30.000 km. SAAB 99 GL '79,2-DYRA, gulur, beinsk., ek. 58.000 km. SAAB 99 ÉMS '78,2-DYRA, rauöur, bjeinsk., ek. 88.000 km. SAAB 99 GLS '77,4-DYRA, blár, sjálfsk., ek. 65.000 km. SAAB 900 GLE '81,4-dyra, ljósblár, sjálfsk., m/vökvast., ek. 19.000 km. SAAB 900 GLE '80, 5-DYRA, ljósgrænn, sjálfsk., m/vökvast., ek. 19.000 km. SAAB 900 GL'80,5-DYRA, ljósgrænn, beinsk., ek. 31.000 km. SAAB 99 GL '82,4-DYRA, hvítur, 5 gíra, ek. 8.000 km. TÖGGUR HF. SAABUMBOOÐ BÍLDSHÖFÐA 16. SÍMI 81530 SUMARAUKI í MALLORKA SÓL LÚXUSVILLUR ISÓLSKINSPARADÍS OG ÓKEYPIS BÍLALEIGUBÍLL Beint leiguflug til Mallorka 28. september. Fjögurra vikna dvöl i lúxusvillum Ibungalows) eða ibúðum á einum fegursta og eftirsóttasta ferða- mannastaðnum á Mallorka, Puerto de Andrtaitx. Óviðjafnanleg náttúrufegurð. Mini-Folies býður upp á allt það sem hugur ferðamannsins girnist. Þrjár sundlaugar og barnalaug, frábær útivistar- og sólbaðsaðstaða, veitingastaðir, skemmtistaðir og diskótek, íþrótta- miðstöð, fjórir tennisvellir og tennisskóli, sauna-böð leikfimisalir með æfingatækjum og verslunarmiðstöð. í boði er gisting í glæsilegum villum og íbúðum af mis- munandi stærðum. TAKIÐ EFTIR - TAKMARKAÐUR ÞESSUM VILDARKJÖRUM. SÆTAFJÖLDI Á AMSTERDAM, FÖGUR OG HEILLANDI BORG Innifalið: Flugferðirnar, ferðir milli flugvallar og gististaðar, gisting, bílaleigubíll í eina viku með ótakmörkuðum kiló- metrafjölda og skyldutryggingu, íslenskur fararstjóri. Verð frá kr. 8.900,-. Miðstöð menningar og lista. Fjöibreyttar skemmti- og skoðunarferðir. Ein hagstæð- asta verslunarborg Evrópu. Draumaborg sælkerans með fjölbreytilegum veitinga- stöðum. Glaðvært skemmtanalíf. Amster- dam er sérkennileg og fögur borg. Feneyjar Norður-Evrópu með ótal borgarskurðum með líflegri umferð þar sem sérkennilegur Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar. og fagur, fíæmskur byggingarstíllinn spegl- ast á Ijúfum síðsumardögum. Kynnið ykkur fjölbreytta haust- og vetraráætlun. ÞAÐ KOSTAR ÓTRÚLEGA LÍTIÐ AÐ SKREPPA í VIKU TIL AMSTERDAM. VERÐ FRÁ: 4dagar 4.900.00 Sdagar 5.300.00 vika 6.200.00 Ferðaskrifstofan Laugavegi 66, 101 Reykjavík. Sími: 28633

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.