Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1982, Qupperneq 9
DV. MANUDAGUR13. SEPTEMBER1982.
9
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
ORÐSENDING TIL LANDSBYGGÐARMANNA:
Heföum viljað geta heimsótt ykkur og sýnt ykkur hinar
glæsilegu Ballingslöv innréttingar. En sýningarsalur okkar er
þungur í fíutningum og því gerum viö ykkur þetta tilboð:
Komið þið til okkar og við tökum fargjaidið aðra leiðina sem
greiðslu upp í kaupverð innréttingar.
TILBOÐ ÞETTA STENDUR TIL
17. SEPTEMBER 1982.
KOMIÐ í SÝNINGARSAL
OKKARí SUNDABORG.
m ínnrcttingaval hf.
SUNDABORG - SIMI 84333.
Við sömdum
í skyndi við Ballingslöv um 15% afslátt
á e/dhús- og baðinnréttingum auk fataskápa til 17. september.
Þannig snúum við vörn í sókn í baráttu við afíeiðingar gengisfellingar.
Stórfellt fíkniefna-
smygl á Norðuriöndum
Sænskir fíkniefnasalar hafa notað
Osló sem viðkomuhöfn fyrir stórar
sendingar af marijuana frá Kólumbíu.
Er hér um glæpahring aö ræða sem
hefur smyglað fíkniefninu með kaffi-
bátum er hafa viðkomu í Osló. 30
manns hafa nú verið handteknir á
Skáni og á Stokkhólmssvæðinu í sam-
bandi við málið. Samkvæmt norska
Dagblaöinu var stærsta marijuana-
sendingin sem komst til Svíþjóðar á
þennan hátt 40 kg. Sendingin kom til
Osló í desemberlok og var hún um borð
í skipi sem kom meö kaffi frá
Kólumbíu.
hafa a.m.k. 30 manns verið handtekn-
ir. Sænska lögreglan álitur að rúmlega
100 manns hafi i allt staðið að smygli
þessu. Glæpahringur þessi var
stofnaður fyrir u.þ.b. tveimur árum og
var honum skipt í ýmsar deildir. Þeir
sem áttu að sjá um marijuana-smygliö
vorualls 10—12.
’ Sænsku lögreglunni hefur ekki
tekist að komast yfir nema fimm kíló
af marijuana og tvö kíló af hassi en
hefur ástæöu til að halda að hér sé um
aö ræða mörg hundruð kíló af fíkniefn-
um.
Glæpahringurinn hafði bækistöö
sína í Nárstad, rétt utan við Stokk-
hólm, og á Skáni. Hann lagði líka stund
á hass-smygl og er talið aö hann hafi
einnig smyglað inn þó nokkru af
amfetamíni. Ekki er enn vitað hve
miklu magni glæpahringnum tókst að
smygla gegnum Osló en sænska lög-
reglan telur allar líkur á því að úr því
fái skorist á næstunni.
Lestarslys í Sviss
Sendiboðinn sem sótti fíkniefnið til
Osló smyglaði því til Svíþjóðar í bíl.
Hann hefur nú verið handtekinn en er
ekki álitinn einn af höfuðpaurunum í
málinu.
Þetta er talið eitthvert mesta
fíkniefnasmygl í sögu Svíþjóðar og
38 V-Þjóðverjar fórust í jámbrautar-
slysi í Sviss í gær, en það var annaö
jámbrautarslysið þar í landi á tveim
mánuðum. — Þjóðverjamir voru
ferðamenn á leið í langferðabíl þegar
lestin rakst á bílinn í sömu mund og
hann ók y fir teinana.
Það er talið aö hlið sem lokast á
sjálfkrafa þegar lest nálgast hafi bilað
en slíkar bilanir hafa áöur leitt til járn-
brautarslysa.
Við áreksturinn brotnaði langferða-
billinn í nokkra hluta og fólkið
kastaðist út á nærliggjandi kornakur.
Lestin fór út af teinunum en valt þó
ekki. Fyrir þá mildi lét enginn lífið í
henni en sex slösuðust í henni, auk
lestarstjórans, konu úr langferða-
bílnum og brautarvaröar.
18. júlí rakst flutningalest á hrað-
lestina milli Dortmund og Rimini og
fómst þá sex manns, en 59 slösuöust.
Skeði það um 25 km vestur af Ziirich og
var taliö aö mannleg mistök hefðu
valdiðslysinuþá.
FellibyluríJapan
Ottast er um líf 30 manna eftir
að fellibylurinn Júdí æddi yfir
stóran hluta Japans og skildi
eftir sig slóð eyðileggingar í gær.
Fellibylurinn skall á miðeyjum
japans í gær og hélt áfram til
norðausturs. Fylgdu í kjölfarið
flóö og skriöuföll. Flæddi um 65
þúsund hús, að sögn lögregl-
unnar, og 170 þeirra eyöilögðust
alveg.
Frést hefur af 1.100 skriðum og
á tuttugu stöðum flæddu ár yfir
bakka sína. Víða rofnaöi vega-
samband þar sem vegarköflum
skolaöi burt eða skriður tepptu
umferð.
Jámbrautarkerfið lamaðist og
um 17 þúsund manns urðu
strandaglópar og urðu að láta
fyrirberast í lestarvögnum eða
smábrautarstöðvum.
Eldurírisa-
vöruskemmu
Stærsta baömullarvöm-
skemma Evrópu eyðilagðist í eldi
í gær í Le Havre í Fraklandi og
bmnnu þar um leiö baömullar-
birgðir fyrir 250 milljónir franka.
Allt slökkvilið Le Havre var
kvatt til slökkvistarfsins en þrír
fjórðu hlutar þessa 800 metra
langa vörahúss bmnnu til ösku
áður en niðurlögum eldsins var
ráöið. — Tveir slökkviliðsmenn
slösuðust.
Baðmullin var í eigu margra
fyrirtækja. — Lögreglan veit
ekki hver eldsupptök voru.
Hinckley: Skrifaði bréf til News-
week með boði sem var hafnað.
Hinckley
bauðst
tilaðjáta
John Hinckley, sem sýndi
Reagan forseta tilræði, var sýkn-
aður af kviðdómi sem taldi hann
ósakhæfan vegna geðveilu.
Hann upplýsti í gær að hann
hefði boðist til þess að játa sök
sína gegn því að fá mildari refsi-
dóm en dómsmálaráðuneytið
heföi ekkiþegiðþað.
I bréfi til tímaritsins
Newsweek segir Hinckley að
hann og lögfræðingar hans hefðu
boðið ákæruvaldinu að hann
játaöi á sig fjórar morðtilraunir
(fjórir særöust í tilræðinu), ef
ákæruvaldið léti nægja að
krefjast fjórfalds lifstíðar-
fangelsisdóms með vilyrði um að
stytting refsivistar gæti komið til
álita eftir 15 ára afplánun.
Þessu hafnaði dómsmálaráöu-
neytið, en slíkir ámóta samn-
ingan um mildari dóma eöa
hugsanlega styttingu refsivistar
em algengir í Bandarikjunum til
þess að flýta afgreiðslu saka-
mála fyrir dómstólum.
. Hinckley segist þá hafa boðist
til þess aö játa skilmálalaust til
þess að losna við opinber réttar-
höld og málaþras en því hafi
einnig verið hafnað. Þá leyfði
hann verjendum sínum að halda
fram að hann væru geöveill og
var sýknaður.
„Almenningur getur því beint
gremju sinni vegna dómsniður-
stööunnar gegn yfirvaldinu, sem
spilaöi málinu út úr höndum
sér,” segir Hinkley í bréfi sínu til
tímaritsins.