Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1982, Side 14
14
Stjórnarskráin er tvímælalaust sá
homsteinn sem reisa skal samfélagiö
á. Samt verður maÖur ekki var neins
umtalsverös áhuga almennings á
stjómarskránni. Hvers vegna? Senni-
lega vegna þess aö almenningur — og
er honum ekki láanndi — hefir tilhneig-
ingu til þess aö líta á lög og dóma sem
náttúrufyrirbæri, eitthvað sem ekki
veröur haggaö fremur en veðrinu.
Hverjir’ hafa hugmynd um hvaöa
réttindi em þeim ætluð samkvæmt
stjórnarskrá? Sennilega ekki margir.
Enhvaðaskyldur?
Mannréttindi tryggð
í stjórnarskránni
Mannréttindi eru tryggð (eöa eiga að
vera það) samkvæmt VII. og síðasta
kafla stjórnarskrár. Þó fjallar aðeins
fyrri helmingur kaflans eða 65ta til
74ða grein um mannréttindi. 75ta grein
fjallar um skyldur þegnanna aö taka
þátt í landvörnum. Afgangurinn um
annaö og ákvæði varðandi meðferð
stjórnarskrárinnar sjálfrar.
Mannréttindi eiga — og hljóta
ævinlega að vera samkvæmt eðli máls
— kjami hverrar stjórnarskrár. Það
er vegna þess aö stjómarskrá má
skipta í tvennt; ákvæði um stjórn-
skipun og („prinsip”) ákvæði um
frum-réttindi (og skyldur) einstakl-
inganna.
Stjómskipun má breyta. Hún er
frábmgðin frá einu landi til annars.
Henni er stundum breytt. Það er fyrir-
komulagsatriði hvort þing starfar í
einni eða tveimur deildum (32ur
grein), hvort það kemur saman 15da
október (35ta grein) eða einhvem ann-
an dag.
Mannréttindi em hinsvegar ekki
fyrirkomulagsatriði. Það er ekki fyrir-
komulagsatríöi hvort stofna má félög
eða taka til máls á fundum. I öllum
menningarlöndum (vestrænum lýð-
ræðislöndum) gilda svipuð ákvæði.
Munurinn er sá hversu ýtarleg þessi
ákvæði em.
mSk
DV. MÁNUDAGUR 13.SEPTEMBER 1982.
Mannréttindi
hann tiltekur. Ekki skal það dregið í
efa, en samkvæmt hvaða heimildum er
þetta fullyrt? Vantar ekki skilgrein-
ingu á, hvað sé eða teljist heimili? Eins
ogG.G. Sch. tekur fram vantar ákvæði
umsímahleranir.
Mannréttindaskrá,
— Stjórnskipunarlög
Hvað leiðir nú af þessu? Er það ekki
hverju barni vel ljóst? Stjómarskránni
skal skiþt í tvennt: Mannréttindaskrá
og Stjórnskipunarlög. Mannréttinda-
skráin komi á undan. Hægt verði að
„opna” og breyta stjórnskipun án þess
aö hrófla við Mannréttindaskránni.
Onnur ákvæði og mun strangari gildi
um breytingar á Mannréttindaskránni
en Stjómskipunarlögum. Naumast
kæmi til aö breyta þyrfti Mannrétt-
indaskránni, en fyrir gæti komið að
stinga þyrfti nýjum ákvæðum inn.
Ófullkomin
mannréttindaákvæði
Eg vil þá snúa mér að mannrétt-
indaákvæðum núgildandi stjómar-
skrár. öllum ákvæðunum er komið
fyrir í stuttum 10 greinum (eins og boð-
orðin) og fylla ekki heiia opnu!
Ákvæðin eru s jálfsögð — svo langt sem
þau ná, en afar ófullkomin.
Mannréttindi teljast vera þessi: trú-
frelsi, persónufrelsi, friðhelgi heim-
ilisins, eignarréttur, atvinnufrelsi,
réttur til framfærslu, réttur til menn-
tunar, prentfrelsi, félagafrelsi, funda-
frelsi.
Persónuréttur
Fyrsta mannréttindagreinin (sú
65ta) skal tryggja persónurétt manna
gagn gerræði lögreglu og dómsvalds.
Síðasta málsgrein hennar „Engan má
setja í gæzluvarðhald fyrir sök, er
aðeins varðar fésekt eða einföldu
fangelsi” er tátólógía”. Engan má
fella á prófi sem staðizt hefir prófið.
En vissara hefir þótt aö taka þetta
fram skýrum stöfum. Samt hafa menn
veríð settir í skuldafangelsi. Þessi
grein þyrfti að banna skuldafangelsi.
Kjallarinn
SkúfiMagnússon
Greinin fjallar um að ekki megi
halda mönnum í fangelsi án úrskurðar
dómara. En nú er mönnum haldið
mánuðum saman (samkvæmt
úrskurði og vegna rökstudds gruns),
en siðan sleppt og/eða dæmdir sýknir
saka. Þessir menn verða nú að leita
réttar síns eftirá — ef þeir hafa til þess
þor. Slíkt eru auðvitað ekki sæmandi
mannréttindi. Dómara sem sleppir
manni skal skylt að dæma honum bæt-
ur fyrir ástæðulausa frelsissviptingu
og allt það óhagræði sem viðkomandi
hefir orðið fyrir af þess sökum.
Ákvæði þyrfti að vera sem tryggi
skjótari afgreiðslu mála fyrir dómstól-
um. Einnig ákvæði sem geri litilmagna
auðveldara að leita réttar síns. Aðeins
þeir sem hafa bein í nefi voga sér í
málaferli sem geta tekið áratug.
I þessa grein vantar ákvæði sem
gerir lögreglu ábýrga gagnvart borg-
urunum. Þetta er hér sett að gefnu til-
efinL Of oft kemur fyrir að menn ganga
ekki heilir til skógar frá skiptum sín-
um við lögreglu og fá svo aldrei leið-
réttingu sinna mála.
Ákvæði vantar sem tryggir einstakl-
ingunum öryggi. Hæfilega rúm heimild
þarf að vera fyrir yfirvöld (dómara)
að láta taka hættulega, geðbilaða, jafn-
vel síafbrotamenn, úr umferð. Ognun
— það að hafa í frammi hótanir, ógn-
anir — þarf að skilgreina sem refsivert
atferli. Auðvelt er að ofsækja fólk og
hræða, án þess að brjóta nokkur lög.
Þannig er mögulegt að valda fólki
miklu meiri skaða og óhagræði en þótt
t.a.m. brotizt væri inn og stolið. Skil-
greina þarf andlegt ofbeldi. Mér er
auðvitaö ljóst að sumar þessar skil-
greiningar eru ekki auðveldar.
Friðheigi
heimiiisins
„Heimilið er friðheilagt.” (66ta
grein).” . . . er þá ekki aðeins átt við
íbúöarhúsnæði manns, heldur einnig ..
. „segir Gunnar G. Schram í skýr-
ingum sinum, heldur hitt og þetta sem
Eignarréttur
Samkvæmt stjórnarskrá er hann
„friðhelgur”. Samkvæmt lögum og
almennri framkvæmd er þetta ákvæði
haldlaust. Hörð skattheimta getur
jafngilt eignaupptöku. Ákvæði verður
því að vera um tvennt: 1) Skattalög
megi aldreí og undir engum kringum-
stæðum verka aftur fyrir sig. 2)
Skorður séu reistar við hversu hár
tek juskattur megi mestur verða.
Samkvæmt ákváeðinu um eignarrétt
hefi ég ráðstöfunarrétt yfir eigum
mínum og tekjum (innan þess ramma
að ég skaði ekki aðra). Hins vegar
gengur bæði eignaskattur og erfðafjár-
skattur þvert gegn þessu ákvæði. Fari
ég til „sólarlanda” eða kaupi hljóm-
plötu — eða drekki brennivinsflösku, á
ég og nýt minnar eignar. Breyti ég
eign (peningum) í aðra eign
(fasteign), tekur skattheimtan og
gerir þessa eign upptæka — ekki einu
sinni, heldurmargoft.
Vegna breyttra aðstæðna og nýrrar
tækni, vantar nánari skilgreiningu á
eignarrétti; hversu langt nær hann
niður og upp. Oeðlilegt er að bóndi eigi
ótakmarkaö gufuafl undir fótum, þótt
svo vilji til að það leitar einmitt þarna
upp á yfirborðið. Eignarréttur á landi
ætti að takmarkast við þau gæði
landsins sem viðkomandi getur og
hefir nýtt. Jarðvarmi og vatnsafl ætti
samkvæmt þessu aö vera þjóðareign
— sennilega einnig námuréttindi.
Eignarréttur einstaklingsins næði til
jarðræktar, veiðiréttar og bygginga-
eða Ióðarréttinda. Loks hlýtur það að
vera stjómarskrárbrot að láta leigj-
endur greiða eignaskatt af landi sem
þeir eiga ekki heldur aðeins leigja.
ML - 101 3W
Hurða hátalarar.
Tíðnissvið 50-18000 Hz
10 wött.
Verð á parið : 625,
ML- 102 4
Hurða hátalarar.
Tíðnissvið 50-20000 Hz
20 wött.
Verð á parið : 800,
ML - 121 43/4"
Hurða hátalarar
Tíðnissvið 80-16000 Hz
10 wött.
Verð á parið : 520,
ML - 122 43/4"
Hurða hátalarar
Tíðnissvið 80-18000 Hz
20 wött.
Verð á parið : 645,
mae.
ML - 162 6V4"
Niðurfelldir við afturglugga
Tíðnissvið 40-20000 Hz
20 wött. Verð á parið : 850,-
ML - 163 6’/4 ■
Hurða hátalarar
Tíðnissvið 60-20000 Hz
20 wött. Verð á parið : 1.175,
______^
ML - 164 6V4
Niðurfelldir við afturglugga
Tíðnissvið 30-22000 Hz
35 wött.
Verð á parið : 1.265,
rýfur
hljóðmúrinn
ML - 202 4V4"*6'/4"
Niðurfelldir við afturglugga
Tíðnissvið 50-18000 Hz
20 wött.
Verð á parið : 1.1 95,-
ML - 210 6Wx9VS"
Niðurfelldir við afturglugga
Tíðnissvið 30-22000 Hz
60 wött. Verð á parið : 2.140,-
f
I l t l l
i i f 1 *
ME - 30
Tónjafnari : 60-10000 Hz
LED lýsing - 5 banda
fram og aftur stilling
Magnari : 30 wött
Verð : 2.220,
ME - 50
Tónjafnari . 60-12000 Hz
LED lýsing - 7 banda
fram og aftur stilling
Magnari : 50 wött
Verð : 2.485,
ME - 100
Tónjafnari : 60-10000 Hz
LED lýsing - 5 banda
fram og aftur stilling + balance
Magnari : 100 wött
MP - 50
Magnari : 15-45000 Hz
Virkni : Stillir fyrir taeki með eða
án magnara. (Deck) 50 wött
Verð : 1.620,-
MP - 100
Magnari : 15-45000 Hz
Virkni :
Stillir fyrir tæki með eða
án magnara. (Deck)
Fram og aftur stilling.
100 wött
Verð : 2.230,
SJÖNVARPSMIÐSTÖÐIN HF
SÍÐUMÚLA 2 SÍMI 39090