Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1982, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1982, Blaðsíða 22
30 DV. MÁNUDAGUR13. SEPTEMBER1982. ^Dale . Larnegie námskeiðið Námskeiðið getur hjálpað þér að: ★ Öðlast hugrekki og meira sjálfstraust. ★ Bæta minni þitt á nöfn, andlit og staöreyndir. * Láta í Ijós skoðanlr þínar af meiri sannfæringar- krafti í samræðum og á fundum. * Stækka vinahóp þinn, ávinna þér virðingu og við- urkenningu. * Talið er aö 85% af velgengni þinni sé komiö undir því hvernig þér tekst aö umgangast aðra. ★ Starfa af meiri lífskrafti - heima og á vinnustað. * Halda áhyggjum í skefjum og draga úr kvíða. ★ Veröa hæfari aö taka viö meiri ábyrgð án óþarfa sþennu og kvíða. Okkar ráðlegging er því: Taktu þátt í Dale Carnegie-- námskeiöinu. í dag er þitt tækifæri. Hringið í síma: Unnið að fræsingu á Reykjanesbrautinni Myndin hér aö ofan var tekin á Reykjanesbrautinni viö afleggjarann í Innri-Njarðvík þegar veriö var aö undirbúa f ræsingu á veginum. Eitthvaö mun verkið hafa gengið treglega í fyrstu og virtist sem vélin væri ekki alveg sátt við steypuna. Auk þess kvörtuðu starfsmenn viö fræsinguna undan lítilli tillitssemi öku- manna, sem virtu ekki hámarks- hraöann sem fyrirskipaður hafði veriö 35 kílómetrar. Eftir þessa meðferð verður Reykja- nesbrautin hrufótt og kemur það sér ef til vill vel í isingu. Viröist sem steypu- broddamir sem standa upp úr vegin- um eftir fræsinguna ættu að geta orðið þess valdandi aö naglar i hjólböröum yrðu óþarfir. DV-mynd emm. œ 82411 nr Emkaleyfi á Islandi wtfHLi'ST J ÓRNUNARSKÓLINN y.!MSKF.Hi 1 y Konráð Adolphsson. ÚRVALS NOTAÐIR BILAR: Opel Kadett Berlina 5 d. '81 Dodge Aspen '79 Verðkr. 180.000. Verðkr. 150.000. Ch. Citation 3 d. 6 cyl. Oldsmobile Cutlas Supreme '79 Verðkr. 175.000. Verökr. 190.000. Ford Bronco sjálfsk., vökvast. '79 Ch. Capri Classic '78 Verðkr. 250.000. Verðkr. 170.000. Ford Cortina 1600 4 D '76 Buick Skylark LTD '81 Verð kr. 50.000. Verð kr. 250.000. Volvo 244 DL beinsk. '76. Mercedes Benz 280 S 72. Verðkr. 90.000. Verðkr. 150.000. Scout Traveler sjálfsk., vökvast. '78 Volvo 144 sjálfsk. '74. Verðkr. 220.000. Verðkr. 75.000. Toyota Cressida sjálfsk. 4 d. '78 Honda Accord EX sjálfsk. '80. Verðkr. 100.000. Verðkr. 125.000. Dodge Ramcharger mefl öllu '79 Ford Cortina 4 dyra '79. Verðkr. 295.000. Verðkr. 90.000. Volvo 244 DL vökvast. '75. M. Benz 307 lengri gerð Verðkr. 85.000. m/gluggum 79. Toyota Cressida station Verðkr. 220.000. 5 gíra, '78. Ch. Malibu Classic Verðkr. 110.000. 6 cyl. '80. Malibu Classic 6 cyl. ! Verðkr. 220.000. sjálfsk. '77. Ch. Blazer Cheyenne, Verðkr. 110.000. beinsk., 6 cyl. '76. Isuzu Gemini '81 Verðkr. 160.000. Verðkr. 135.000. Opel Ascona sjálfsk. '77. Bedford sendif. 5 tn. m/kassa '78 Verðkr. 90.000. Verðkr. 195.000. Ford Econoline sendif. Oldsmobile Delta disil '79. 6cyl., beinsk. '78. Verðkr. 160.000. Verðkr. 120.000. Ch. Nova Custom, 2 dyra '78 Peugeot505 SRD beinsk.. Verð kr. 145.000. vökvast. '80 Toyota Hi-Lux yfirbyggður '81. Verðkr. 180.000. Verðkr. 250.000. Honda Accord EX, sjálfsk. i Ch. Chevette '80. vökvast. '82. ) Verökr. 115.000. Verðkr. 200.000. Scout II 78 Mazda 323 saloon 4 d. '81 4 cyl. Verð kr. 140.000. Verð 115.000. Ch. Malibu Classic '79 Fiat 1500 Polonez '81. Verðkr. 170.000. Verð kr. 95.000. Volvo 245 DL, beinsk., '77 Toyota Corolia station 5 d. 78. Verðkr. 120.000. Verðkr. 80.000. Vauxhall Chevette hatchback '77 Saab 96 '73. Verðkr. 55.000. Verðkr. 26.000. Vauxhall Viva 4 dyra '77. Verðkr. 50.000. Beinn sími 39810 VEIADEILDSAMBANDSINS Armúla 3 Reykjavik, Hallarrr.úlamegin i Simi 38900 Athugasemd frá Rannsóknadeild Háskólans í veirufræði og Húð- og kynsjúkdómadeild Heilsuverndarstöðvarinnar: OF MIKIÐ GERT ÚR ÞJÁNINGUM SJÚKL- INGA MEÐ HERPES 1 sumar höfum viö undirrituð orðið vör við þaö í störfum okkar, aö mikils misskilnings gætir um sjúkdóma af völdum herpesveira, sérstaklega eftir að villandi blaöa- skrif birtust um sýkinguna í Morgun- blaöinu i júli og ágúst sl. Talsverðrar hræðslu gætir vegna þeirrar um- fjöllunar og því viljum viö koma á f ramfæri nokkrum atriðum varðandi herpessýkingar eða áblástur, eins og sú sýking er kölluð á islensku máli. Herpes Simplex er veira, sem fylgt hefur mannkyninu um aldir. Af henni eru tvær undirtegundir. önnur veldur áblæstri eöa frunsum á vörum en hin veldur oftast sams konar kvillum á kynfærum. Þó eru þama engan veginn skörp mörk á milli, og tegundin, sem veldur vara- frunsum sýkir einnig oft kynfæri. Upp á síökastiö hefur beinst vaxandi athygli að áblæstri á kynfærum, en það er mikill misskilningur, að fyrir- bærið sé nýtt af nálinni. Það er þó rétt, að tíðnin hefur veríð að aukast í nágrannalöndum okkar. Þannig voru t.d. skráðir 10.800 sjúklingar í Bretlandi árið 1980 og var þaö 60% aukning á f jölda skráöra sjúklinga á 5 árum. Náskyld herpes simplex er veiran, sem veldur hlaupabólu og stundum svokölluðum rístUútbrotum (herpeszoster). Veiran hverfur ekki Herpesveirum öllum er það sameiginlegt, að þegar einstakUngur hefur einu sinni smitast hverfur veir- an aldri úr líkamanum aftur, heldur tekur sér bólfestu í taugarótum við miðtaugakerfið. Þar liggur hún í dvala að mestu leyti, en getur vakn- aö til aögeröa undir ákveðnum kríng- umstæðum, t.d. þegar vamir líkam- ans slævast af einhverjum ástæöum. Þetta kannast mjög margir við, sem fááblástur á varir t.d. þegar þeir kvefast, sólbrenna eða verða fyrir andlegu eöa likamlegu álagi. Herpessýking á kynfæram hegðar sér nákvæmlega eins. Þannig þarf áblástur á kynfæram aUs ekki að merkja nýlega smitun og því tómt mál aö tala um, að makar þurfi að kenna hvor öðrum um smitun eða hafa uppi ásakanir um nýlegt framhjáhald. Meðan áblásturssárin eru virk og vessi í blööranum era þau smitandi og ætti fólk þvi ekki að hafa samfarir meðan svo er. Of mikiö hefur verið gert úr þjáningum sjúkUnga meö áblástur á kynfærum. Vissulega era óþægindin meirí á þessum slóöum líkamans en verða af áblæstri í andliti, og vita- skuld er hvimleitt, ef áblásturínn endurtekur sig mjög oft. Hver á- blástur grær þó á nokkram dögum. Ekki hættulegar í sjálfu sér Hinar algengu herpessýkingar era ekki hættulegar í sjálfu sér, og því oftast engin ástæða til sérstakrar meðferðar. A þessu era þó nokkrar undantekningar. Ef ófrísk kona hefur virkan áblástur á kynfæram, þegar kemur að fæöingu, er taUð ráðlegt að taka bamið með keisara- skurði þar eö þaö mundi smitast á leið sinni um fæðingarveginn. Viðkvæmur nýburmn fær útbreidd áblásturssár um aUan Ukamann og verður alvarlega veikur. Sýking á þessu æviskeiöi getur leitt til dauða eða varanlegra örkumla. Til er lyf, sem nota má staðbundið á áblástur (Idoxuridin) og flýtir veralega fyrir því, að sárin grói. Þetta lyf er ástæða til að nota, ef áblástur kemur á viö- kvæman stað, svo sem hornhimnu augans, en þar getur afleiðingin annars orðið ör, sem skeröir sjónina. Lítið hefur hingaö til verið um lyf, sem verka á veirur, og þau lyf, sem til hafa verið, hafa flest veraleg eituráhrif á Ukamann, ef þau eru notuð öðra vísi en staöbundið. Nýlega er þó farið að nota lyfið Acyclovir, sem hefur Utlar alvarleg- ar aukaverkanir og hefur reynst mjög áhrifamikið í alvarlegum herpessýkingum, t.d. þeim sára- sjaldgæfu tilvikum, þegar herpes simplex veldur heilabólgu. Þetta lyf hefur breytt mjög horfum þeirra fáu sjúkUnga, sem herpesveirar leggjast þungt á, en þetta era fyrst og fremst sjúkUngar með bilaðar ónæmisvarnir t.d. eftir líffæra- flutninga. Þegar hefur því miður orð- ið vart við, að veiran geti orðið ónæm fyrir lyfinu, og er því afar mikilvægt, aö það sé ekki notað í óhófi, ef það á aö halda gUdi sínu, þegar raunverulega er nauðsyn að nota það. Nýlega hafa einnig verið gerðar tUraunir i Bretlandi meö bóluefni, sem er ætlað þeim takmarkaða hópi sjúklinga, sem er veralega þjáður af síendurteknum áblæstri á kynfærum. Þessar tUraunir lofa sumpart góðu, en hafa ekki gefiö endanlega niöurstööu. Að lokum er vert að nefna, að á- blástur i andUti er jafn algengur hér og annars staðar, eins og flestir þekkja af sjálfum sér eða öðram, og því fer mjög fjarri, að áblástur á kynfæram sé óþekktur hérlendis. Veiran hefur margoft ræktast hér úr áblásturssáram síðustu 20 árin. Margrét Guðnadóttlr, prófessor og Helga M. ögmundsdóttir, læknir, Rannsóknastofu Háskólans i veirufræði, Hannes Þórarinsson, yfirlæknir, Húð- og kynsjúkdómadeUd HeUsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Grein þessi er send til birtingar í samráði við Landlæknisembættið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.