Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1982, Side 9
DV. FÖSTUDAGUR17. SEPTEMBER1982.
9
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Böminurðu
sprengjutilræði
IRAaðbráð
Fjórtán ára gamall drengur lét lífið og sjö börn slös-
uöust í sprengjutilræði sem beindist að lögregluvarð-
flokki og hermönnum í miðbæ Belfast á Norður-írlandi
í gærkvöldi.
Sprengjan sprakk fyrir utan íbúðarblokk og særðust í
henni þrir hermenn auk barnanna. — Var þetta í hverfi
kaþólskra. — Börnin, sem öll bjuggu þarna í hverfinu,
voru að leik skammt frá.
Lögreglan hefur ekkert látið uppi um hverja hún
grunar um þetta illvirki, sem er þó aðeins eitt af
mörgum sem unnin hafa verið í nafni baráttu ofstækis-
aflanna sem annars vegar viija lo^a uýlenduna undan
stjórn Bretlands og stofna lýðveldi eða hins vegar sam-
einast írska lýðveldinu í suðri, eða berjast fyrir þvi að
vera áfram undir forsjón breskra yfirvalda.
Hliðvörðurínn ábyrgur fyrir
jámbrautarslysinu í Sviss
Saksóknari ríkisins segir aö opið.
lestarslysið í Sviss á sunnudaginn, þar Hliðvörðurinn, kona sem er í hópi
sem 39 fórust, hafi orðið fyrir hand- hinna slösuðu, er sagður hafa látið
vömm. Járnbrautarlest rakst á lang- undir höfuð leggjast að loka hliðinu og
feröabíl með vestur-þýsku ferðafólki kveikja viðvörunarljósin. — Hefur
þegar hlið, sem átti að loka bílum leið yfirvaldið nú boðað að hún muni sótt til
yfir teinana meðan lestin æki hjá, stóð ábyrgðar fyrir vanræksluna.
Komnir heim frá
Falklandseyjum
manna áhöfn skipsins, sem loks er
komiö til Bretlands úr Falklandseyja-
stríðinu eftir 165 daga í hafi.
Meðal annarra um borð er 22 ára
liðsforingi, þyrluflugmaður, sem
hennar hátign leikur mikill hugur á að
hitta, en hann er sagður mikið
kvennaguU. Sá er Andrew prins, sonur
hennar, sem þótti spjara sig vel í eld-
skírninni við Falklandseyjar.
Andrew og aðrir gerðu sér glaðan
dag þegar flugmóðurskipið kom til
heimahafnar í gær. Flogið var með 300
flöskur af kampavíni og 1000 glös með
þyrlu út i skipið svo að mannskapurinn
gæti skálaö fyrir heimkomunni. Aðal-
gleöin biður þó landgöngunnar.
165 dagar er þaö lengsta sem breskt
herskip hefur verið úti í hafi í stríðs-
rekstri síðan á tímum seglskipanna.
Elizabeth Bretadrottning mun fara
um borð í flugmóöurskipið „Invinci-
ble” og bjóða velkomna um 1000
Andrew þyrluflugmaður er sagður
kvennaguU og sést hér í faðmi tveggja
sem sendar voru til að skemmta
strákunum um borð i Invincible.
Láviðslysi!
Tvær tunnur af geislavirku úr-
gangsefni höfðu nær orðið að
fjörtjóni einum af grænfriðungum
umhverfisverndarsamtakanna þeg-
ar hann ætlaði að aftra hollenska
skipinu Rijnborg frá að varpa tunn-
unum í sjóinn undan Spánarströnd-
um.
Skipverjar á Rijnborg höfðu misst
þolinmæöina og húrruöu tunnunum á
efstu myndinni niður á gúmbátinn. Á
myndinni hér við hliðina hafa tunn-
umar komið niður á stefni bátsins,
sem sporðreistist, svo að grænfrið-
ungurinn kastaðist upp í loftið og sést
ekkiámyndinni.
Hann slapp þó lífs frá þessu og var
strax bjargað um borð í hinn gúm-
bátinn af félaga sínum frá Síriusi,
skipi grænfriðunga, sem leyst hefur
af hólmi Rainbow Warrior.
Gáfust grænfriðungar upp við að
nota gúmbátana en sendu í staðinn
tvo menn um borð í Rijnborg og
handjárauöu þeir sig við tunnurnar
með úrgangsefnunum.
Myndirnar eru teknar af áhöfninni
umboröiSiríusi.
BILASYNING
Á morgun laugardag
Sýnum nýjan sjálfskiptan Suzuki Alto
einnig Suzuki Fox — Suzuki Fox piek-up — Ford Tauiius — Ford Eseort — Ford Eeonoline
Opiö frá kl. 10—17
Sveinn Egi/sson hf.
SKEIFUNNI 17 SIMI 85100 REYKJAVÍK