Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1982næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1982, Blaðsíða 14
14 DV. FÖSTUDAGUR17. SEPTEMBER1982. Spurningin Ertu með kartöflugarð? Jóbanna Fjeldsted sjúkraliði: Nei, ég er ekki með neinn kartöflugarð og hef aldrei veriö með. En fæ að vísu kartöflur frá vinum og ættingjum, sem erumeðgarð. Stella Guðmundsdóttir, vinnur í Hag- kaupum: Nei, ekki lengur. Við vorum með garð en gáfumst upp á því fyrir nokkru. Vorum bara tvö eftir í kotinu þannig að okkur fannst ekki taka því lengur. Bömin gefa okkur hins vegar stundum kartöflur. Þorsteinn Ingibergsson múrari: Nei, ég rækta engar kartöflur. Foreldrar mínir eru með garð fyrir norðan og ég fæ stöku sinnum hjá þeim. Pálmi Kárason verkamaður: Nei, ekk- ert slíkt. Var með kartöflugarð, en hætti því. Nennti ekki að standa í þessu lengur. Þórhildur Salómonsdóttir, vinnur í þvottahúsi Ríkisspítalanna: Nei, ekki með neinn kartöflugarð, og hef aldrei verið. Stefán Pétursson ellilifeyrisþegi: Jú, ætli maður verði ekki að gefa þvi það nafn. Fæ afnot af smáskika suður i Skerjafirði. Uppskeran í ár? Ja, hún hefur bara verið nokkuð góð að þessu sinni. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Busavfgsla í Menntaskólanum við Sund: BER VÆNTANLEGA KEIM AF MENNINGARHEFÐ SKÓLANS „Við stampana stóð skykkju- klæddur hópur sveina og meyja með hettur á höfði, eins og með- limir „menningarstúkunnar" Kú Klúx Klan í Ameríku," segir gram- ur faðir. Á myndinni er einnig ver- ið að leika meðlimi þessarar all- sérstæðu „menningarstúku", að sögn. — segir gramur faðir Guðmundur skrifar: Nú í byrjun september tók sonur minn fyrstu skrefin á leið sinni til æðri menntunar í einum af framhaldsskól- um borgarinnar, Menntaskólanum við Sund. Eitt af fyrstu verkum var að gangast undir vígslu til skólasamfé- lagsins, s.k. busavígslu. Eg minnist samskonar víglu í formi tolleringa á mínum skólaárum, þegar busi eða ný- græðingur í menntaskóla var upphaf- »inn á bókstaflegan hátt á æðra vits- muna- og þroskastig, sem þeir töldu sig á, sem lengra voru gengnir í námi. Eg hef heyrt og lesið um annað vígsluform hinna yngri framhalds- skóla. Hefur hver skóli sinn sið sem ber væntanlega keim af þeim þroska sem eldri nemendur hafa tekið á náms- ferlinum og þeirri menningarhefö, sem til hefur orðið í skólanum. Á fjórða degi skólavistar kom sonur minn heim og var málaður rauðu klístri í strikum á andliti og einnig að nokkru á fötum. Var af honum þefur. Upplýsti pilturinn aö þetta hefði verið fyrsti liður í busavígslu, þ.e. inntöku nýgræðinga í skólasamfélagiö, klístriö væri varalitur og þefurinn væri af „pönkarailmvatni”. Daginn eftir skyldi svo vera endan- leg vígsla sem m.a. fólst í því að dýfa höfði nýgræðinganna í glundur í stampi, sennilega til að hreinsa þá á táknrænan hátt af óviti. Var taliö ráð- legt að mæta ekki í betri fötum við vígsluna. Er ég kom heim frá vinnu vígsludag- inn hitti ég hinn nývígða busa, son minn, ásamt öðrum nývígðum. Voru þeir ekki hýrir á svip þrátt fyrir meö- tekna upphefö og aukinn þroska, sem þeir höfðu öðlast þann daginn. Vígslan fór, að þeirra sögn, m.a. þannig fram í grófum dráttum, að bus- um var fyrst safnað saman í kjallara skólans, en utandyra stóöu nokkrir ófriðlegir embættismenn viö vígsluna málaðir í framan, klæddir hvítum plastpokum. Hrópuðu þeir ókvæðisorö aö busum. Busana átti aö færa úr kjall- aranum á milli tveggja raða efri bekkinga að tveimur stömpum, hvar þeir fengju dýfu. Við stampana stóð skikkjuklæddur hópur sveina og meyja með hettur á höfði eins og meðlimir „menningarstúkunnar” Kú Klúx Klan í Ameríku. Fötin fóru í sorptunnuna Skömmu eftir að busamir voru ræst- ir úr kjallaranum var skvett á þá ný- mjólk og eftir því sem nær dró stömp- unum var úðaö á þá ýmsum mat — og hreinlætisvörum, sem líklega áttu aö verða þeim nesti á menntabrautinni. Kenndu busar þar íssósu og tómatsósu, egg og mysu, rakfroðu og skósvertu og auk þess svarta menju, sem særði þá í augun. Aukreitis fengu busamir pústra og spörk (enginn verður óbar- innbiskupo.s.frv.). Þegar kom að stömpunum var komið að hámarki hins táknræna þáttar vígslunnar, hreinsuninni, sjálfri dýf- unni. I stömpunum var glás mikil sem auk vatns var full af ýmsum bæti- og hreinsiefnum. Má þar nefna fiskslóg, lýsi, hráka, sígarettustubba, ösku og ögn af hlandi, sem bætt var í á síðustu stundu. Hlutföll krydd- og bætiefna í glásinni þekki ég ekki, en hver sem þau vom hefur hún verið mögnuð, a.m.k. stóðst hún allar tilraunir þvottavélar og lágfreyðandi þvotta- efna á fötum hins nývigða og var þeim komið fyrir í sorptunnu. Aðra liði busavígslunnar en hér hef- ur verið lýst frétti ég ekki um né hvort þeir hafa verið eins þroskandi og sá sem fólst í því að dýfa busum í glásina. Hitt veit ég aö ég mun fara þess á leit viö son minn að hann stundi námið í vetur klæddur sjóstakki, stígvélum, sundgleraugum og með eyrnatappa og gangi ávallt með í vasanum mótefni við sýkingu sem getur orðið við það að hráki, þvag eða slóg slæðist inn í vit manna. Umofbeldis- og klámfengið sjónvarpsefni: H.H. skrifar utan af landi: Mig langar til þess að þakka lesenda- bréf um finnska leikritið, sem sjón- varpið sýndi fyrir um þaö bil tveim vikum. Fleiri mættu lýsa vanþóknun sinni á þeim sora, sem birtist í þessu íslenska menningartæki okkar, sjón- varpinu. Eg minnist allra látanna og blaða- skrifanna vegna Keflavíkursjónvarps- ins. Þá var óskapast yfir spillingu og mannskemmandi rusli; slæmum áhrif- um á þá fáu sem náöu sendingunum. Þó kom íslenska sjónvarpið og ekki þurfti lengi að bíða eftir sams konar myndum — og miklu verri. Sjónvarpið virðist ekki hafa ábyrgt kvikmyndaeftirlit. Þaö væri betra að stytta dagskrána, ef ekki er hægt að fá nema manndrápsmyndir og þess hátt- Fleiri mættu lýsa vanþóknun sinni — verndum heimilin Lesandi telur íslenska sjónvarpifl fleyta sér um of á ofbeldi og grimmd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 211. tölublað (17.09.1982)
https://timarit.is/issue/189066

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

211. tölublað (17.09.1982)

Aðgerðir: