Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1982næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1982, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1982, Blaðsíða 15
DV. FÖSTUDAGUR17. SEPTEMBER1982. 15-. Lesendur Lesendur Lesendur KEFLVÍKINGAR - SUÐURNESJAMENN Myndlistardeild BaÖstofunnar byrjar starfsemi sína 23. september. Innritun og greiösla skólagjalda að Hólabraut 9, 16. og 17. sept. frá kl. 17—20. Uppl. í síma 1142. ,,Á sl. vetri flutti sjónvarpið þætti eftir sögu Cervantes um riddarann sjónumhrygga sem hugðist berjast fyrir réttlætinu að hætti fornra farandriddara" — segir í upphafi bréfs Jóns Guðmundssonar. Barþjónninn sjónumhryggi í ágústhefti Eiðfaxa — lesendur „bíða í ofvæni eftir næsta blaði” Jón Guðmundsson skrifar: Á sl. ári flutti sjónvarpið þætti eftir sögu Cervantes um riddarann sjónum- hrygga sem hugðist berjast fyrir rétt- lætinu aö hætti fomra farandriddara. Baráttan reyndist oft erfið vegna þess að hann þekkti ekki mörk draums og veruleika, sá óvini hvarvetna og háöi sína frægustu orrustu við vindmyllur, þar sem hann sá risa mikinn. Nú hefur Eiðfaxi, fréttablað hesta- manna, tekið upp þráðinn, og er það fagnaðarefni hestaunnendum að blaðið tekur nú að sinna sígildum riddarasög- um, sem teljast verða merkur hluti menningararfs hestamennskunnar. 1 ágústhefti Eiöfaxa þeysir riddarinn sjónumhryggi fram á ritvöllinn í líki Jóns Inga Baldurssonar og lætur ófrið- lega. Fjallar fyrsti þáttur (vonandi af mörgum), um ferð hetjunnar á lands- mót hestamanna. Þangað kominn byrjar hann á heim- sókn á náðhús staðarins, og er harla ánægður meö þau salarkynni. Gæti 1. þáttur heitið: „Á stað hinna góðu kamra”. Síðan yfirgefur hetja vor hina ágætu kamra og gengur í brekku aö líta gæðinga dæmda. Þar í flokki skyldi húskarl söguhetjunnar etja hesti hans er hann vissi bestan hesta norðan Alpafjalla. Er gæöingur hans kom fyr- ir dómarana reyndust dusilmenni þau ekki vita hvílík glæsiskepna hér var á ferð. Brá hetju vorri svo við afglöp þeirra að hann huldi andlit sem skjót- ast og forðaði sér til hinna ágætu kamra, frá svívirðu þessari. Lítillveigur var í amlóðum þessum Dvaldi hann þar langar stundir, og róaðist brátt við ilm hrns ágæta húss, lagðist undir feld og hugleiddi hvernig lemja skyldi á illmennum þessum. Sá hann af speki sinni að hér höfðu vélráð verið brugguö. Varp hetja vor af sér feldinum með vígamóði og þeysti á fáki sínum til að finna fól það er hér stæöi að baki. Fyrstan fann hann fyrir viljadómara einn vondan. Varö þeirra viöureign stutt og vann hetja vor fræg- an sigur. Gerði hann fóla þann útlægan úr borg Davíðs, og skyldi hann eigi sitja nær en í Búðardal vestur. Þá beindi barþjónninn sjónumhryggi lensu sinni að dómaravæflum þeim er svívirt höfðu hest hans. Glúpnuöu þeir mjög fyrir ægilegu augnaráði riddara vors og sá hann brátt að lítill veigur var í amlóöum þessum. Beindust þá arnhvöss augu hetjunn- ar að litlum hópi ófélegra náunga, er gæðinganefnd nefndist, og fóru þeir laumulega. Sá hann af viturleik sínum að hér var óvininn að finna, og lýkur þar með fyrsta þætti, með spennu í há- marki. Mega lesendur Eiðfaxa bíöa í ofvæni eftir næsta blaði. Höfundur beitir hér stílbragði sem Alistair MacLean og Agata Christie væru fullsæmd af, kallar alla grunaða fyrir sig, þrengir hringinn miskunnar- laust og lætur síðan höggið falla óvænt og hnitmiöað. Vonandi verður fram- hald á slíkum klassískum þáttum á síð- um Eiðfaxa, og má benda Jóni Inga á píslarsögu séra Jóns þumals, sem fróð- ir menn telja frábæra lýsrngu á ofsóknaræði. JUDO Ný byrjendanámskeið hefjast 20. sept. Kodokan Goshin Jutsu Sjálfsvarnartímar fyrir kvenfólk og karla. Kennari er Yoshihiko lura Kodokan 5. Dan. innritun og upplýsingar í síma 83295 alla virka daga frá kl. 13-22. JÚDÓDEILD ÁRMANNS Ármúla 32. Smáauglýsingadeildin er Opid alla virka dag'a kl. 9-22. Laugardaga kl. 9-14. Sunnudagakl. 19-22. ar til þess að hafa áhrif á börn og ungl- inga. Enda fer árásum og öðrum af- brotum ört fjölgandi í okkar litla þjóð- félagi. Einnig er fjöldi fólks sammála mér um þaö aö fækka mætti þessum klúru myndum. Slikt brenglar siðferðis- kennd barna og unglinga. En hvar eru foreldrafélögin og kvennasamtökin? Enginn segir neitt. Tökum höndum saman og mótmæl- um ljótum myndum í sjónvarpi. Verndum heimilin. Viö eigum rétt á aö fá aö vera í friði fyrir þessum óþverra. Þeir, sem eftir sliku sækjast, geta þá farið í kvikmyndahúsin. Nóg er úrvalið þar. Það dugar ekki að segja að vanda- laust sé að slökkva á sjónvarpstæki. Stundum eru stálpuð böm ein heúna hjá litlum systkinum — og hver fylgist með hvað þá er horft á í sjónvarpinu? Það hlýtur að vera hægt aö fá meira af jákvæðum fréttum og mannbætandi efni. Það má láta af þessum æsifrétta- stíl. Eins og nú er komið væri skárra hreinlega að stytta dagskrána, þá myndu böm og unglingar þó vakna betur hvíld á morgnana. Vonandi verður áfram sumarfrí hjá sjónvarpinu næsta sumar, þótt rætt hafi veriö um að fella það niður. Ann- ars verður bara meira rusl grafið upp til þess aö fylla dagskrána. Það keyrir samt um þverbak hvað grimmd og ofbeldi þarf jafnvel að koma fram í teiknimyndum, sem ætl- aðar eru börnum, þótt margir fullorðn- ir hafi mest gaman af. Þá á ég t.d. við Tomma og Jenna. Mörgum bömum of- býður stundum, verða hrædd og hlaupa burt. Börnum væri hollara aö fá að sjá eitthvað gott og jákvætt. Á hverju kvöldi ætti dagskráin aö hefjast á einhverju vönduðu barnaefni og síðan ætti að geyma þessar fárán- legu auglýsúigar, sem bömúi gleypa viö, svo fáfengilegar sem þær eru. BlBlBlBlBlPlBlBlslelBlBlBlBÍElBlelBlBlBlBlBlBlBlBlBlBlBlBlBlB B/aðburðarbörn IMÚ ER VERIÐ AÐ RÁÐA FYRIR VETURINN Látið skrifa ykkur á biðlista BLAÐBERAR ÓSKAST í EFTIRTALIN HVERFI STRAX Suðurlandsbraut Granaskjól Skúlagata Hafið samband AFGREIÐSLAN ÞVERHOLT111 SÍMI 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 211. tölublað (17.09.1982)
https://timarit.is/issue/189066

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

211. tölublað (17.09.1982)

Aðgerðir: