Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1982næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1982, Blaðsíða 16
16 DV.FÖSTUDAGUR17. SEPTEMBER1982. (þróttir (þróttir (þróttir íþróttir Kristján reyndi við íslandsmetið Kristján Gissurarson, stangarstökkvari í KR, hefur verið í mikilli framför í sumar. Reyndi að bæta íslandsmet félaga sins, Sigurðar T. Sigurðssonar, KR, í bikarkeppni FRÍ á dögunum. Lét hækka i 5,21 m eftir að hafa stokkið 5,05 metra, sem er hans bezti árangur. Kristján átti mjög góða tilraun við íslandsmetið en tókst ekki að þessu sinni. íslandsmet Sigga er 5,20 m. Þeir Sigurður T. og Kristján voru snjallir fimleika- menn áður en þeir sneru sér að stangarstökkinu. Afreksmenn á því sviði og til gamans má geta þess að þeir eru báðir betri í sumar en beztu stangarstökkvarar Danmerkur og Noregs. Myndin af Kristjáni var tekin í mettilrauninni. Kúlan flaug út í skós” — íslenska landsliðið í golfi náði betrí árangrí en ellefu þjóðir Frá Kjartani L. Pálssyni, frétta- manni DV í Lausanne í Sviss. „Sem betur fer taidi ég ekki í keppnmni í gær og árangur minn var þess eðlis að ég vil gleyma honum sem fyrst. Ég hitti ekki högg og ef ég hitti þá flaug kúlan út í skóg,” sagði islandsmeistarinn í golfi, Sigurður Pétursson, eftir annan keppnisdaginn á heimsmeistarakeppni áhugamanna í golfi hér í Sviss. „En sem betur fer léku þeir Ragnar Olafsson og Björgvin Þorsteinsson Tottenham mætir Ipswich Englandsmeistarar Liverpool drógust í gær gegn Ipswich í 2. umferð ensku deiidabikarkeppninnar. Liver- pool sló Ipswich út úr keppninni sl. keppnistimabil í undanúrslitum. Vann sigur 2—0 á Portman Road í Ipswich en gerði síðan jafntefli 2—2 á Anfield Road. Bikarmeistarar Tottenham leika gegn Brighton heima. Evrópumeistar- ar Aston Villa drógust gegn Notts County. Annað merkilegt við dráttinn var þetta: Stoke-West Ham Nott. For.-W.B.A. Wigan-Manchester City Man. Utd.-Bournemouth Everton-Newport Bolton-Watford -SOS. mjög vel og sveitinni gekk því miklu betur en fyrsta keppnisdaginn,” sagði Sigurður. Ragnar lék á 75 höggum eða þremur yfir pari. Björgvin á 76 og Sveinn Sig- urbergsson á 81 höggi. Samtals því á 233 höggum í gær. Islenzka sveitin var þá betri en 11 þjóðir í keppninni í gær. En nú í 28. sæti með samtals 482 högg að keppninni hálfnaðri. Síðan kom Hong Kong með 483 högg, Bermuda 493, Guatemala 503 og Grikkland rekur lestina ineð 522 högg. Islenzka sveitin náði í gær 16 höggum betri árangri en fyrsta dag- inn. Var nokkurn veginn með þann árangur sem reiknað hafði verið með fyrirfram. Keppnin um heimsmeistaratitilinn er mikil. Eftir keppnina í gær voru Bandaríkin efst með 427 högg. Japan í öðru sæti með 429 högg. Síðan komu Svíþjóð með 435 högg, Taiwan með 437 högg og Frakkland með 439 högg. Nýja-Sjáland og Bretland eru með 440 högg, Italía 441, Suður-Afríka 442, Spánn 442, Argentína 443, Filippseyjar 449. Beztir einstaklinga eru Jay Singel USA og Luis Carbonetti, Argentinu, með 138 högg hvor. Báðir hafa leikið hringina á 69 höggum hvorn dag. Þriðji er svo Svíinn Krister Kinell með 142 högg. -klp- HMígolfiíSviss: Trinidad hætti Það er kominn talsverður pólitísk- ur óþefur af beimsmeistarakeppni áhugamanna, sem nú stendur yfir í Lausanne í Sviss. I gær fengu golf- mennirnir frá Trinidad skeyti frá stjórnvöldum sínum þar sem þeim var bönnuð keppni. Það var þungt í þeim en þeir hættu keppni og héldu heimleiðis. Áður höfðu keppendur Indónesíu orðið að hætta vegna ákvörðunar stjómvalda sinna. Fyrir keppnina höfðu Kanada, Ástralía og Indland hætt við þátt- töku vegna þess að lið frá Suður- Áfríku tekur þátt í keppninni. „Eg hef verið spurður talsvert um það á þinginu hér hvað við Is- lendingar mundum gera ef við fengjum slíkt skeyti og bann að heiman. Eg hef svarað því til að við mundum sjálfsagt aldrei fá slíkt skeyti frá íslenzkum stjómvöldum. Nú og ef það kæmi þá myndum við ekki skilja það. Það á ekki að blanda saman íþróttum og pólitík,” sagði Kjartan L. Pálsson, landslið- einvaldur í golfinu, sem er með ís- lenzka liðinu í Sviss. Fulltrúar margra annarra þjóða í Sviss em sama sinnis. -hsím. • Mí mt Boltinn er enn í Hafnar- firði! Stjórair íþróttasambands ís- lands og Handknattleikssambands tslands sendu í gær skeyti til stjóraar íþróttaráðs Hafnarfjarð- ar, þar sem samböndin óskuðu eftir því að iþróttaráð Hafnarf jarð- ar endurskoðaði afstöðu sína í sam- bandi við heimaleiki Stjöraunnar úr Garðabæ i 1. deildarkeppninni i handknattleik í íþróttahúsi Hafnar- fjarðar. Eins og DV sagði frá hér á síð- unni í gær, þá synjaöi Iþróttaráð Hafnarfjarðar Stjörnunni um leiki í íþróttahúsi Hafnarfjarðar á mið- vikudagskvöldum. Hér var um þrjá leiki aö ræða í íþróttahúsinu, eins og kom fram í frétt DV í gær. ISI og HSI óskuðu eftir því, aö íþróttaráð Hafnarfjarðar sam- þykkti ákvörðun bæjarráðs Hafn- arf jarðar, sem hafði gefið Garðbæ- ingum „grænt ljós” um að leika sína heimaleiki í Hafnarfirði. -sos % Þorbergur Aðalsteinsson — fyrirliði íslen landsliðsins. Arsenal býður eftir svari frá Júgóslavíu Þrjú met í Firðinum — mikið fjör í Hafnarfirði ífrjálsum íþróttum Mikið fjör er í frjálsum íþróttum í Hafnarfirði, ekki sízt hjá þeim yngstu, sem hafa náð góðum árangri að undan- förau. Finnbogi Gylfason, FH, setti þrjú ný strákamet, 11—12 ára. Hann bætti metið i þristökki um tæpa tvo metra, stökk 10,22 m. Þá hljóp hann 2000 m hlaup á 6:50,2 mín. og bætti gamla metið um 40 sekúndur. Einnig setti hann met i míluhlaupi i sama hlaupi. Hljóp míluna á 5:24,1 mín. Víkingurtapaði Islandsmeistarar Víkings máttu þola tap 19:22 fyrir KR í gærkvöldi í Reykjavíkurmótinu í handknattleik. Fram og Valur gerðu jafntefli 16:16. I stelpnaflokki, 12 ára og yngri, setti Guðrún Eysteinsdóttir, FH, Islandsmet í míluhlaupi og 2000 m. Hljóp á 6:04,2 mín. og 7:48,5 mín. Helgi Kristinsson, FH, sem er 15 ára, stökk 12,37 m í þrístökki. Mjög góður árangur hjá svo ungum pilti í þessari erfiðuíþrótt. í KVÖLD Tveir leikir verða leiknir í 2. deildar- keppninni í handknattleik i kvöld og hefjast þeir báðir kl. 20. Afturelding leikur gegn HK að Varmá í Mosfells- sveit og Þór fær Hauka í heimsókn til Eyja. 0 Vladimir Petrovic — fyrirliði landsliðs Júgóslavíu. Arsenal þarf að bíða í átta daga til viðbótar eftir svar um hvort fyrirliði júgóslavneska landsliðsins, Vladimir Petrovic, fái leyfi til að fara frá Júgósiavíu, til að leika með Arsenal. Lundúnafélagið var búið að festa kaup á Petrovic þegar kaupsamning- arnir hrukku í baklás vegna þess að knattspyrnusamband Júgóslavíu neitaði honum um leyfi til að fara frá Júgóslavíu eftir HM á Spáni. Það átti að taka mál Petrovic fýrir í Júgóslavíuí gær en því var frestað þar til Knattspyrnusamband Júgóslavíu kemursaman á fund 24. september. -sos. Gemmill til Wigan Archie Gemmill, fyrrum fyrirliöi Derby, Nottingham Forest og skoska landsliðsins, gekk til liðs við 3. deildar- liðið Wigan Athletic í gærkvöldi. Gemmill hittir þar fyrir Larry Lloyd, fyrrum leikmann Liverpool og Coventry, sem er framkvæmdastjóri félagsins. Gemmill leikur sinn fyrsta leik með Wigan gegn Bournemouth á laugardaginn. -SOS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 211. tölublað (17.09.1982)
https://timarit.is/issue/189066

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

211. tölublað (17.09.1982)

Aðgerðir: