Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1982næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1982, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR17. SEPTEMBER1982. 13 og var þetta því aö kenna, skildist mér, aö vegna þéss hve flugstööin er lítil er ekki hægt að koma þar fyrir, annars vegar sólarlandahurö og hins vegar innkaupaferöahurö. Það veröa sem sagt allir að ganga út um sömu dyrnar og þegar út er komiö er auðvitað allt huröarlaust og megum viö því þakka okkar sæla fyrir á meöan fólk þyrpist ekki upp í amerískar sprengjuþotur eða villist einfaldlega inn í Keflavíkurrút- una. En þaö er af flugstöðvarþætti aö segja, aö einn vildi reisa flugstöð hér, annar þar, enn annar hér og þar, og síöan vildi einhver hafa hana litla, eins og þá i París, annar vildi hafa hans stóra, eins og þá í París og svo deildu menn um hver ætti aö borga herleg- heitin. Þá fyrst fannst mér þetta oröið spennandi. Eg skil alþingismenn svo sem vel þegar þeir halda því fram aö það ógni sjálfstæöi íslensku þjóðarinn- ar aö láta útlendinga borga íslensk mannvirki. Þaö ógnar hins vegar ekk- ert sjálfstæði íslenskra alþingismanna að viö borgum fyrir þá utanlandsferöir og bíla og eitthvað smáræöi til viðbót- ar. Hins vegar myndi þetta líta illa út ef til dæmis Færeyingar bæru kostnaö- inn. Ég er þess vegna sammála því aö láta ekki útlendinga borga neitt af þessu, en þrautpína þess í stað allan al- menning á fslandi í þessu skyni, og taka upp svokallaðan flugstöövarskatt sem mætti gjaman vera 30% því aö þá þurfum viö ekki að hafa áhyggjur af laununum okkar framar; þau færu öll i skatta. Allir voru sammála um að reisa flugstöð. ws wm Heimsfréttastefna Við sem búum viö þjóöveg 711 lesum sjaldan útlend blöö, bæði er þaö vegna þess aö viö fáum þau sjaldan, en ekki síður vegna hins aö þá sjaldan viö fá- um þau, skiljum viö ekki útlenskuna og skiptir þá aö jafnaöi engu máli hvort hún er þýdd fyrir okkur á íslensku eöa ekki. Þetta er, að því er mér er sagt, meöfæddur eiginleiki og þótt sumum kunni aö finnast þetta löstur held ég aö telja megi það kost, a.m.k. þegar veriö er aö tala illa um forsetann okkar. Nú stendur yfir sýning í útlandi sem heitir á þjóöversku, Skandinavía í dag, sem útleggst á swahili (málinu sem Tarsan talaöi, en hann var breskur), Scandinavia Today og aðalmaðurinn á þeirri sýningu mun vera forseti Is- lands. I blööunum sem viö lesum héma megin heiöar er lýst í smáatriöum hvaö forsetinn segir og gerir og þaö er flest harla gott og sérstaklega fannst mér ánægjulegt hve grannt var tíund- aö hvaö hann fær að boröa frá morgni til kvölds. En svo kom reiðarslagið. Eitthvert blað í útlöndum sem heitir því ógeö- fellda nefni, Pólitíkin, heldur því fram fullum fetum aö forsetinn okkar hafi ekki haldið þá ræðu sem einhverjir ráöherrar á Noröurlöndum hafi setið með sveittan skallann viö aö semja á meðan þeir voru aö klúðra málum heima hjá sér og er blaðiö afskaplega óánægt meö þetta fyrir sína hönd, svo aö ekki sé minnst á ráðherrana fyrr- verandi. Þótt ég sé ekki vel aö mér í norrænni samvinnu, og hafi meira aösegja hing- að til haldið aö hún byggðist einvörö- •ungu á því að skiptast á brennivinsteg- undum i veislum, þá þykist ég sjá þaö nú aö hún er fólgin í því, að mati hinna Norðurlandanna, aö nota forsetann okkar sem eins konar skrautfjöður í sinnhatt. Þetta er auðvitað mesti misskilning- ur. Forsetinn okkar er aö sjálfsögðu skrautf jöður. En sem betur fer aðeins í okkar hatti. Kveðja Ben. Ax. kom fram, að hann hefur beitt sér fyrir því, aö stjórnarskrárbundiö yröi, aö fjárlög alríkisstjórnarinnar í Banda- ríkjunum væru hallalaus. Þannig vill hann um hagstjórn setja stjórnmála- mönnum stólinn fyrir dymar. Fram kom í fréttaviðtalinu, aö önnur deild bandariska þingsins hefur samþykkt þessa breytingu. Nú væri gaman aö vita, hvort svona hugmyndir hafi komið fram í íslensku stjómarskrámefndinni. Og þaö mætti spyrja áfram: Veröa sett í stjórnar- skrána ákvæði er banna afturvirkni laga, en Hæstiréttur telur að sú regla hafi ekki stjórnskipulegt gildi á Islandi? Hefur komiö fram hugmynd um, aö skattar mættu ekki ná tilteknu hlutfalli af þjóðartekjum? Og enn má spyrja: Hversu á að búa um sjálfstæði sveitarfélaga, en nefnd hefur veriö sett til þess aö endurskoða sveitarstjómarlög. Nefna mætti mörg fleiri grund- vallaratriöi. Málefni, sem skipta mönnum í stjórnmálaflokka ööru fremur. Og þá vill svo sérkennilega til, að stjómmálaflokkarnir em með sam- eiginlega nefnd um málið, væntanlega til þess aö ná einhvers konar sam- komulagi. Þaö er stjómarskrár- nefndin. Talsmaður sovéskrar utanríkis- stefnu á Islandi. dr. Olafur R. Gríms- son alþm. er fulltrúi Alþýðubanda- lagsins í stjómarskrárnefnd. Eg verö aðsegjaalveg eins og er.aömér er þaö huliö, hvemig fulltrúar borgaralegra flokka geti átt nokkurt samstarf við dr. Ölaf um sameiginlega stjómarskrá. Eg get ekki séö, aö fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins geti nokkum tíma náö samkomulagi við dr. Olaf um þaö, hvernig beri aö tryggja einkaeignar- rétt á Islandi, hvemig beri að tryggja atvinnufrelsi einstakUnganna, hvernig beri aö tryggja stööu kristinnar kirkju í þjóðfélaginu eöa hvort hér skuli áfram vera í stjórnarskrá ákvæði um varnarskyldu vopnfærra karlmanna. Og ég efast stórlega um, að sjálf- stæðismenn sép sammála dr. ölafi um verndun prentfrelsis, málfrelsis og skoðanafrelsis, t.d. spurninguna um rétt manna til þess að gefa út skoðanir sínar á prenti eöa á hljómplötum eða útvarpa þeim. Þá efast ég um, aö sjálfstæðismenn geti nokkurn tíma orðiö dr. Olafi sam- mála um takmörkun skattheimtu. Þar vUl dr. Ölafur engin takmörk á. Og ég efast jafnvel um, hvort dr. Ólafur er sammála sjálfstæðismönn- um um sjálfstæöi sveitarfélaga. Því hlitur sú spuming aö vakna: er þaö nokkuð nema f járaustur aö reyna að ná samkomulagi um grundvöU íslensks þjóöskipulags viö menn, sem vUja breyta þessum grundveUi og hafa um það sérstakan flokk? Er ekki miklu nær aö láta þessa endurskoðun eiga sig. Það hefur því miöur orðiö svo, aö stjómmálamenn hafa séð þá ann- marka eina á stjómarskránni, er tak- marka völd þeirra, eöa gefa and- stæöingum þeirra of mikið svigrúm. Og' eins og stjórnmál hafa þróast undanfarna áratugi á Islandi, óttast ég, aö umfangsmikU endurskoöun stjórnmálamanna á stjómarskránni muni ekki leiöa tU góös. Viö vitum, hvaða reglur gilda í grundvallar- atriöum. Við vitum hvemig þeim hefur verið beitt, og við vitum, aö lýðréttindi em sæmilega vel tryggö í landinu. En ef hrófla á viö mannréttinda- ákvæðum stjómarskrárinnar og breyta þeim, er hætt viö að það veröi allt á eina leið; og jafnvel aö sú endur- skoöun verði tengd stjómarmyndun- umog stjómarsetu. Hvaö gerir t.d. dr. Gunnar, ef hann á að velja á mUli forsætisráöherrastóls eöa stjórnarskrárákvæðis um tak- mörkun á einkaeignarrétti? Haraldur Blöndal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 211. tölublað (17.09.1982)
https://timarit.is/issue/189066

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

211. tölublað (17.09.1982)

Aðgerðir: