Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1982, Blaðsíða 1
Lausn ríkisstjórnarinnar á vanda útgerdar:
Fjármagns-
kostnaður
meðalfyrir-
tækis verði
viðunandi
Hef ur lítii áhrif á reksturinn eins og hann er f dag,
segir Krist ján Ragnarsson
, ,1 tillögunum felst í fyrsta lagi 20%
lækkun á olíu-, gas- og svartolíu. Til
þess á til að byrja með að afla f jár með
30 milljónum af greiðsluafgangi
Tryggingasjóðs fiskiskipa og með 30
milljóna láni frá Seðlabanka Islands.
Veröur lánið með ríkisábyrgð,” sagði
Steingrímur Hermannsson sjávarút-
vegsráðherra í samtali við DV í
morgun. Á fundi ríkisstjórnarinnar í
gær voru samþykktar tillögur til
lausnar vanda útgeröarinnar.
,,I öðru lagi er ákveðið að verja 100
milljónum af tekjuafgangi Fiskveiða-
sjóös frá árinu 1981, til lækkunar vaxta
sem greiða á sjóðnum á næstu tólf
mánuöum. I þriðja lagi er ákveðið að
fara í viðamikla skuldbreytingu á van-
skilum og skammtímalánum — breyta
þeim til lengri tíma. Og þá haft að
markmiði að fjármagnskostnaður
meðalfyrirtækis verði viðráðanlegur.
I f jóröa lagi er ætlunin að skoða sér-
staklega fjármagnskostnað nýrri
skipa, einkum þeirra sem smíðuð hafa
verið innanlands. Þau skekkja gífur-
lega alla myndina því staða þeirra er
langt f rá því meðallagi sem á er byggt.
I fimmta lagi er boðið upp á aö
tíminn til áramóta verði notaður til að
f jalla um aðgerðir til að bæta stöðu út-
gerðarinnar á næsta ári. Veröur þetta
gert í samráði við hagsmunaaðila,”
sagöi ráöherrann ennfremur.
„Þjóðhagsstofnun hefur reiknað út
áhrifin af þessum tillögum og sam-
kvæmt því þýða tillogumar sjö prósent
minnkun á halla útgerðarinnar. Hvað
það hrekkur langt fer eftir því hverju
menn spá um aflabrögð á næstunni.
Fari aflinn í sama horf og áður var ætti
þetta að færa útgerðina úr 11,3% tapi í
4,5% halla, sem er ákaflega svipað því
sem hún hefur verið rekin með í besta
árferði. En verði aflabrestur á næstu
vetrarvertíð er alveg ljóst að grípa
verður til róttækra aðgerða að nýju,”
sagöi Steingrímur að lokum.
„Þegar byggt er á útreikningi Þjóð-
hagsstofnunar um áhrif tillagna ríkis-
stjórnarinnar verður í fyrsta lagi að
athuga að miöað er við aflann eins og
hann var í fyrra en ekki eins og hann er
nú. I öðru lagi kann ég ekki að meta
það inn í reksturinn hvemig olíu-
lækkun sem á að borgast að stórum
hluta af útgerðinni sjálfri á að virka til
lækkunar á halla þegar það er til
áramóta. Eg get ekki reiknaö það ár
fram í tímann. I þriðja lagi er um að
ræða vaxtalækkun í Fiskveiðasjóði
sem þó á að vera þannig aö innheimtir
verða fullir vextir en endurgreiðast
síðan eftir ár. Eg held að það hafi
afskaplega lítil áhrif á reksturinn hjá
mönnum eins og hann er í dag,” sagði
Kristján Ragnarsson, formaður og
framkvæmdastjóri LlO, í samtali við
DV í morgun.
Klukkan 16 í dag munu um 50 full-
trúar LlU koma til fundar og taka
afstöðu til tillagna ríkisstjómarinnar.
-GSG.
STÚLKA SLASAÐIST
LÍFSHÆTTULEGA
Sautján ára stúlka slasaöist lífs-
hættulega á Miklubraut um klukkan
hálfþrjú í nótt. Hún var flutt meðvit-
undarlaus á slysadeild Borgarspítal-
ans og hefur ekki komist enn til með-
vitundar.
Slysið varð við biðstöð SVR á
Miklubraut gegnt Rauðagerði, rétt
austan viö Réttarholtsveg. Fólksbíl
var ekið í austurátt eftir Miklubraut-
inni. Að sögn lögreglunnar kvaðst
ökumaðurinn ekki hafa komið auga á
stúlkuna og vissi ekki fyrr en hún
skall á bílnum.
Stúlkan er mjög mikið slösuö. Hún
var flutt á slysadeildina og gekkst
þar undir aðgerð í nótt. Hún hlaut
mikla höfuðáverka. Að sögn yfir-
læknis gjörgæsludeildarinnar í'
morgun er stúlkan enn meðvitundar-
laus og líðan hennar óbreytt frá bví í
nótt.
Mjög lélegt skyggni var þegar
slysið varð. JGH
„Vantar bara stúlk-
umar í braggana”
— 70-80 tunnur af síld saltaðar á Sigluff irði í gær
Síldarsöltún hófst á Siglufirði í gær
en langt er oröið síðan síðast var
saltað þar. Að sögn Kristjáns Möller,
fréttaritara DV á Siglufirði, hefur
eitthvað verið um að ísuð síld frá
Suðurlandi væri flutt til söltunar á
Siglufirðí. En síldin sem söltuð var í
gær var úr smábátum sem róa frá
Siglufirði rétt út í fjarðarmynniö.
Um það bil 70—80 tunnur af síld vom
saltaöar í gær og var síldin bæði stór
og falleg. Er ætlunin að síldveiðar
haldi áfram frá Siglufirði um leið og
stærri bátarnir fá heimild til þess að
haldatilveiða.
Söltunin fer fram í Mjölhúsinu, á
vegumSíIdarverksmiöju ríkisins, og
sagði Kristján að mikinn fjölda
manna hefði drifið að til að sjá kon-
umar, sem eru um 35 talsins, vinna
við að salta. Höfðu margir miöaldra
menn orð á því að þetta væri alveg
eins og í gamla daga nema það
vantaöi bara stúlkurnarí braggana.
-EG.
Það var handagangur i öskjunni i gær i Sigluflrðl. Menn uppiifðu gamla sildarstemmningu. Fjölmargir
lögðu leið sína á planið tilþess að fylgjastmeð söltuninni. DV-mynd: Kristján Möller.