Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1982, Blaðsíða 12
12
JTT DAGBLAÐJD-VÍSIR
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaður og útgéfustjóri: SVEINN R. EYJÚLFSSON.
Framkvœmdastjórí og útgáfustjórí: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÚNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjórí: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSÚN.
Augiýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÚLFUR P. STEINSSÚN.
Ritstjóm: SÍDUMÚLA 12-14. SÍMI86811. Auglýsingar: SÍÐUMÚLÁ 33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: PVERHÚLTi 11. SÍMI27022.
Simi ritstjómar 86611.
Satning, umbrot, mynda- og plotugerð: HILMIR HF., SÍDUMÚLA 12.Prantun: ÁRVAKUR HF.,
SKEIFUNN119.
Áskriftarvarð á mánuði 130 kr. Verð i lausasölu 10 kr. Helgarblað 12 kr.
A llar bjargir bannaðar
Hér í blaðinu í gær var f jallað um þær breytingar sem
átt hafa sér stað á lánamarkaðnum. Til skamms tíma
gátu íslendingar slegið lán og steypt sér út í skuldir í
þeirri vissu að lánin brynnu upp í verðbólgunni- að skuld-
irnar gerðu menn ríkari ef þeir fjárfestu í húsakaupum
eða íbúðabyggingum.
Þetta gerði uppvaxandi kynslóðum kleift að eignast sitt
eigið húsnæði á tiltölulega skömmum tíma og sjálfs-
eignarfyrirkomulagið blómstraði.
Nú er öldin hinsvegar önnur. Með verðtryggðum lánum
lífeyrissjóða og lánastofnana hagnast enginn á verð-
bólguskuldum. Það byggir enginn lengur út á verð-
bólguna.
Afleiðingin er samdráttur i húsbyggingum og ungt fólk,
í þann mund að stofna heimili, stendur ráðþrota gagnvart
þeirri sjálfsögðu þörf aö eignast þak yfir höfuðið.
Önnur ógnvænleg þróun hefur einnig átt sér stað. Lán-
veitingar frá Byggingarsjóöi ríkisins hafa dregist saman.
Fyrir rúmum áratug, gat sjóðurinn lánað hinum al-
menna húsbyggjanda, sem svaraði rúmlega þriðjungi
húsbyggingar eða íbúðarverðs. Nú er þetta lánshlutfall
komið niður í 17% og fer lækkandi. Á sama tíma gerist
það að lán til félagslegra bygginga, verkamannabústaða,
eru aukin allt upp í 90% af íbúðarverði. Til þess að öölast
rétt til þeirra lána, þurfa menn að hafa lág laun og léleg
kjör.
Nú er ekkert við því að segja að þjóðfélagið hjálpi þeim
sem minnst mega sín en er þaö ekki einhver öfugþróun,
þegar svo er komið málum að þeir einir geta eignast
sínar eigin íbúðir sem lægst hafa launin? Eru þá frátaldir
þeir örfáu sem njóta þeirra forréttinda að geta byggt án
lántöku. Ætli þeir teljist ekki á fingrum annarrar
handar?
Þegar þetta hvort tveggja fer saman, verðtryggðar lán-
veitingar og samdráttur útlána Byggingarsjóðs ríkisins,
þá er ljóst að hinum almenna húsbyggjanda, unga
fólkinu, er nánast gert ókleift að eignast þak yfir höfuðið.
Þá er sjálfseignarstefnan fyrir bí og Islendingar munu
ekki geta státað af því aö búa í eigin íbúöum. Þeir sem
glepjast út í húsbyggingar af bjartsýni og sjálfsbjargar-
viðleitni eru að binda sér skuldabagga um ókomna
framtíð. Þeir reisa sér hurðarás um öxl.
Öhjákvæmileg afleiðing er vaxandi eftirspurn eftir
leiguhúsnæði. Þess hefur þegar orðið vart, og segja má að
algert neyðarástand blasi við. Leiguíbúðir eru á boðstól-
um fáar og strjálar og þá á okurprísum og gegn himin-
háum fyrirframgreiðslum. Því miður hefur þessi þróun
átt sér stað án nokkurrar umtalsverðrar umræðu. Hús-
byggjendur eru ekki þrýstihópur sem binst samtökum.
Þeir þrjóskast við, hver í sínu horni, bíta á jaxlinn og
heyja sitt skuldastríð í kyrrþey. Stjórnmálamennirnir,
flestir hverjir, sletta í góm enda eru stjórnskipulegar
sjálfheldur þeim ofar í huga en húsnæðisbasl unga
fólksins. Ekki þarf að spyrja aö ráðherrunum, þeir eru
uppteknir í utanferðum.
Ef svo fer sem horfir í þessa átt, fylgja í kjölfarið víð-
tæk áhrif á alla þjóðfélagsmyndina. Ungu fólki eru
bannaðar allar bjargir, félagslegar íbúðir verða lausnar-
orðiö sem aftur kalla á fyrirgreiöslur klíkuskaparins.Er
þá ekki minnst á þá óheillaþróun, ef þjóöin safnast fyrir í
opinberum leiguíbúðum, sjálfri sér til leiðinda og sjálfs-
bjargarviðleitninni til háðungar.
Þeim hefur sannarlega orðið ágengt, kommunum í
ríkisstjórninni.
-ebs.
DV. FÖSTUDAGUR17. SEPTEMBER1982.
Þótt einn
segi þetta,
annar hitt,
eru allir á
sama máli
Þaö hefur sjálfsagt ekki fariö fram
hjá neinum að haustið er á næstu grös-
um, en öruggustu merki haustkomunn-
ar eru laufblööin, sem falla af trjánum
og greinamar í Mogga um innrætingu í
skólum, fyrir utan auðvitaö almanak-
iö, sem segir okkur aö nú sé september
genginnígarö.
Þótt ég ætli ekki aö fara aö blanda
mér í deilur Moggans viö sjálfan sig
um innrætingu, langar mig þó til aö
geta þess aö innræting er með ýmsu
móti og er til dæmis hægt að ljúga f urö-
anlega mörgu aö okkur, sem trúum
öllu sem stendur á prenti, svo aö ekki
sé minnst á allan þann orðaflaum sem
berst okkur á öldum ljósvakans og
nægöi eflaust til aö hroll setti að rit-
stjórum, ef þeir héldu aö þetta heföi
einhver áhrif á ungdóminn, sem ekki
er í Heimdalli, FUS og SUS og hvað
þessi félög nú heita öll sömun, sem
stunda auðvitað ekki aöra iöju en
rækta kristileg kærleiksblóm, á meðan
ritstjórar Morgunblaösins leika viö
hvurnsinnfingur.
En innrætingaraöallinn veröur ekki
stöðvaöur meö einni forystugrein; hins
vegar væri reynandi aö fara að dæmi
alþýðubandalagsmanna, bregöa sér í
Benedikt Axelsson ;
skólana og messa yflr lýðnum í frímín-
útum og þá gjaman tvisvar í löngufrí-
mínútum. Ég er viss um aö mörgum
þætti þetta, þegar fram í sækti, kær-
komiö tilbreytingarleysi frá öllu hinu
tilbreytingarleysinu í umræðum um
þjóömál sem minna mig oröiö á mann-
inn sem ákvaö aö setja baggann á bak-
ið á sjálfum sér þar sem hann sat á
hestinum til aö ofbjóða ekki skepnunni.
Allirá
samamáli
Ég hlustaöi á ágæta alþingismenn
deila um flugstöð í sjónvarpi fyrir
skömmu og kom þar í ljós eins og
endranær aö þótt einn segöi þetta, ann-
ar hitt, voru allir á sama máli.
Allir voru sammála um þaö aö reisa
þyrfti flugstöð ekki síst þar sem fariö
væri aö bera á því að fólk sem ætlaði í
innkaupaferðir til London lenti í
þriggja vikna sólarlandaferö til Ibiza
• En það er af flugstöðvarþætti að segja að
einn vildi reisa flugstöð hér, annar þar,
enn annar hér og þar...
Næst sam-
komulag um
stjómarskrá?
Utgáfa forseta Islands á bráöa-
birgðalögum um nokkrar efnahagsráö-
stafanir hafa vakiö upp umræöu um
hvort rétt sé og eðlilegt að gefa út
bráðabirgðalög, og hefur m.a. veriö
vísaö til yfirlýsinga forsetans áður en
hún var kjörin til þess embættis. Þá
hafa menn vísað til framkvæmdar
bráöabirgöalagaheimilda í öörum
ríkjum, og því veriö varpaö fram til
umhugsunar, hvort ekki sé rétt aö tak-
marka mjög rétt þjóðhöföingjans til aö
gefa út bráöabirgðalög eða jafnvel
afnema hann meö öllu.
I Danmörku var á sínum tima svipuö
bráöabirgðalagaheimild. Éstrup, sem
var á sinn hátt klækjarefur, hafði þá
meirihluta í efri deild eins og dr.
Gunnar hjá okkur. Hann byggði völd
sín á útgáfu bráðabirgðalaga, sem
hann lét daga uppi. Eftir hans valda-
daga hefur heimild til útgáfu bráöa-
birgöalaga veriö sjaldan notuö í Dan-
mörku, enda takmörkuð í stjórnarskrá
og veröur nú því aöeins beitt, að ekki
sé hægt aö kalla þjóðþingið saman. A
tslandi má hins vegar gefa út bráöa-
birgðalög, þegar þing situr ekki.
Þessar umræöur um bráöabirgöalög
og stööu þeirra eru vitanlega hluti af
þeim takmörkuöu umræðum um
endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem
nú fer fram. Dr. Gunnar hefur setið í
öllum stjómarskrámefndum
Kjallarinn
Haraldur Blöndaí
lýöveldisins, og jafnvel lengur, og
hann hefur veriö formaöur síöustu
nefndarinnar nokkur undanfarin ár.
Ekkert hefur komiö fram til almenn-
ings um endurskoöunina, en formaður-
inn lætur þess þó getið, ef hriktir í
stjórnarsamstarfinu, aö endurskoöa
þurfi stjómarskrána, og reynir þannig
aö tengja saman ríkisstjómina og
stjómarskrárnefndina.
Blöö hafa haft áhuga á endurskoðun
stjórnarskrárinnar einungis út frá því
sjónarhorni, hvernig velja skuli
alþingismenn. Og vitanlega er það
mjög mikilvægt. Hins vegar er minna
rætt um aöra endurskoðun, sem þó
hlýtur aö fara aö einhverju leyti fram.
En ég verö aö segja eins og er, aö
mér þykja upplýsingar frá nefndinni
af afskaplega skomum skammti.
Nú fyrir helgina var fluttur fyrir-
lestur í Háskólanum af bandarískum
hagfræöingi. I fréttaviötali viö hann
A „... hlýtur sú spuming að vakna: Er það
^ nokkuð nema fjáraustur að reyna að ná
samkomulagi um grundvöll íslensks þjóðskipu-
lags við menn sem vilja breyta þessum grund-
velli og hafa um það sérstakan flokk?”
ss: