Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1982næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1982, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1982, Blaðsíða 26
34 DV. FÖSTUDAGUR17. SEPTEMBER1982. Guöni S. Ingvarsson, Rauðalæk 10, lést aö morgni 16. sept. Þorbjörg Margrét Jóhannesdóttir frá Saurum, Rauöarárstíg 7, lést í Borgar- spítalanum miövikudaginn 15. sept- ember. Anna Þóröardóttir, Grundarbraut 20 Olafsvík, veröur jarðsungin frá Olafs- víkurkirkju laugardaginn 18. septem- ber kl. 16. Tapað -fundið Tapað. Hvítur bamaskór nr. 20 fannst á pósthúsinu viö Hlemm í fyrradag og getur eigandinn vitjaö hans þar. Minningarspjöld Friðrikka Júlíusdóttir lést 13. septem- ber. Hún fæddist 27. desember 1899 í Syöra-Garðshomi í Svarfaðardal. Friðrikka giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Sævaldi Konráössyni, áriö 1930 og tveim árum síöar stofnuöu þau eigin verslun á Norðfirði sem þau ráku þar í 14 ár. Friðrikka og Sævaldur eignuöust 3 börn. Utför Friörikku verð- ur gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Jónína Kristín Eyvindsdóttir, Dal, Borgarnesi, verður jarðsungin frá Borgameskirkju laugardaginn 18. september kl. 14. Bílferð frá Um- feröarmiðstöðinni í Reykjavík með Sæmundi kl. 11. Guöjón Bjaraason frá Hruna verður jarösettur frá Hrunakirkju laugardag- inn 18. september kl. 14. , Minningarkort Sjálfsbjargar. Reykjavik: Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16. Garös Apótek, Sogavegi 108 Verslunin Búðargerði 10 Bókabúðin, Alfheimum 6 Bókabúö Fossvogs, Grimsbæ v. Bústaðarveg. Bókabúöin Embla, Drafnarfelli 10. Bókabúö Safamýrar, Háaleitisbraut 58—60 Innrömmun og Hannyrðir, Leirubakka 12. Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27. Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31. Valtýr Guðmundsson, öldugötu 9. Kópavogur: Pósthúsið. Mosfellssveit: Bókaverslunin Snerra, Þverholti. Minningarkort fást einnig á skrifstofu félagsins Hátúni 12, sími 17868. Við vekjum athygh á sima þjónustu í sam- bandi við minningarkort og sendum gird- seðla, ef óskað er, fyrir þeirri upphæð sem á að renna í minningasjóð Sjálfsbjargar. .................. AUGLÝSINGADEILD SÍÐUMÚLA 33 Síminn er 27022. Hefur það bjargað þér Smáauglýsingar i Þverholti 11 Sími 27022 V ¥JMM er ekki sérrit heldur fjölbreytt og víðlesið heimilisblað býður ódýrasta auglýsingaverð allra íslenskra timarita. — l\lú býður VIKAIM nýja þjónustu fyrir auglýsendur: samn- inga um birtingu heil- eða hálfsíðu í lit eða svarthvítu, — i hverri VIKU eða annarri hverri VIKU. Hér eru rökin fyrir birtingu auglýsinga í VIKUNNI. nœr til allra stétta og allra aldursstiga. Auglýsing i Vikunni nær því til fjöldans en ekki aðeins takmarkaðra starfs- eða áhugahópa. hefur komið út í hverri viku í meira en 40 ár og jafnan tekið breytingum í takt við tímann, bœði hvað snertir efni og útlit. Þess vegna er VIKAN svona fjölbreytt og fress vegna er lesendahópurinn svona stór og fjölbreyttur. selst jafnt og þétt, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Þess vegna geta auglýsendur treyst því, að auglýsing í VIKUNNI skilar sér. er ekki sérrit. Enginn efnisflokkur er henni óvið- komandi. Þess vegna er VIKAN svo vinsæl og víðlesin sem raun ber vitni. veitir auglýsendum góða þjónustu á skynsamlegu verði og hver auglýsing nær til allra lesenda VIKUNNAR. i W hefur sína eigin verðskrá yfir auglýsingar. Upplýsingar um auglýsingaverð VIKUNNAR eiga við hana eina og þœr fást hjá AUGLÝSINGADEILD VIKUNNAR í síma 85320 (beinn sími) eða 27022 I gærkvöldi í gærkvöldi Skyldaðir á fætur? Þegar einhverjum nú óþekktum hugmyndasmið birtist hugljómun um þennan þátt, hefur hann greini- lega ekki munað glögglega eftir út- varpinu. ,,1 gærkvöldi” er heiti sem takmarkar efni þáttarins nánast við sjónvarpið. Að minnsta kosti treysti ég mér ekki til þess að sitja á milli út- varpsins og sjónvarpsins og snúa tökkum, ýta á hnappa, hækka, lækka og stilla hljómgæðin elleger mynd- ina. Og vel því venjulega sjónvarpið. Bæði af því aö „mynd fylgir” og hinu að ef ég gef mér ekki tíma til þess aö horfa á myndina, er ég niöursokkinn í heimavinnu, sem leiðir af félags- málastússi og aukavinnubraski. Út- varpiö er því yfirleitt ekki opið á kvöldin, nema á fréttatímum, og sé þaö opiö annars, hlusta ég ekki á það nema með öðru eyranu. Sem slíkt er útvarpiö raunar oft afar notalegt, því ég vil gjaman vera í óbeinum tengslum við umheiminn þegar ég sit yfir viðfangsefnum mínum. En víkjum aftur að upphafinu. Sú yfirsjón þess sem fann upp þáttinn þennan arna að binda hann við kvöldin í sjónvarpinu og gleyma út- varpinu leysti mig eiginlega undan öllum skyldum í gærkvöld. Það var nefnilega ekkert sjónvarp, ef ein- hverjum hefur láöst að fylgjast með dagatalinu. Fimmtudagar eru enn eins og í árdaga íslenska sjónvarps- ins eins konar hvíldardagar og Úk- lega bænadagar starfsmanna. Ekk- ert haggar því, nema vera skyldi mikilvægur fótboltaleikur. Og flyt ég sérstakar þakkir fyrir þá vegsemd, sem íþróttakeppni er sýnd með svo „algerum undantekningum”. Veikburða tilraun mín til þess að ná sambandi við kvölddagskrá út- varpsins í gær fór sviplega út um þúfur. Þegar líða tók á framhalds- leikritið fékk ég þá ónotalegu tilfinn- ingu að stykkið væri að leysast upp i vandræðalegan neyðarfarsa. Slökkti og dreif mig í fótbolta út í Vogaskóla. Þótt það sé eiginlega bannað, ætla ég að ljúka þessu kvöldspjalli með tilmælum til Ragnheiöar Ástu Pét- ursdóttur „þular í morgunútvarpi” — sem ekki er á dagskrá þáttarins: Það er góður siður að bjóða fólki góðan dag. En það er ósiður að bjóða það alltaf velkomið á fætur klukkan 7 á morgnana. Þá eru nefnilega fæstir komnir á fætur — og fólkið á nætur- vöktunum varla einu sinni háttað... Herbert Guömundsson. Pennavinir M Tilkynningar H Afmæli 35 ára gamall maður óskar eftir bréfa- skiptum viö pilt eða stúlku frá Islandi. Wolfgang safnar ónotuður- póstkort- um hvaðanæva úr heimmum, hann hefur mikinn áhuga fyrir landi okkar og hann vill einnig fræðast meira um landið. Þeir sem áhuga hefðu á bréfa- skiptum vinsamlegast skrifi: Mr. Wolfgang Riess Kun Béla krt. 1/ x /9 H-5000 Szoinok HUNGARY. Ung stúlka að nafni Ulrika sem er 19 ára gömul frá Svíþjóð óskar eftir pennavinum frá Islandi á aldur við hana. Hennar aðaiáhugamál er tónlist. Þeir sem áhuga hefðu á bréfaviðskipt- um við Ulriku vinsamlegast skrifi: Ulrika Olsson Regnmátargatan 38 S-72348 Vásterás Sweden. 28 ára gömul kona í Ástralíu óskar eftir að komast í samband við f ólk á Islandi, pennavini sem gætu skipzt við hana á frímerkjum. önnur áhugamál hennar eru ljóðalestur. Hennar heimilisfang er: Mrs. T. Kisliakov IABoldSt., Burwood NSW 2134 Austria. 18 ára drengur í Hollandi óskar eftir pennavinum á Islandi. Hans áhugamál eru frímerkjasöfnun, saga, stjórnmál og tónlist sem og lífshættir á Islandi. Hann skrifar á hollenzku, ensku og þýzku. Þeir sem áhuga hefðu skrifi til Jan Prygoka Terscbellingstraat 20 5628 LB Eidhoven Netherland. Ungur piltur á 19 ári óskar eftir bréfa- sambandi við stúlku eða pilt á aldrin- um 17—18 ára sem tala frönsku. Hann hefur áhuga á tónlist, ferðalögum og stjórnmálum. Hann er nemandi við skógræktarskóla. Þeir sem áhuga hafa á bréfaskiptum til þessa áhugasama Frakka vinsamlegast skrifi: M.Chenue La Rouviere bat. Cy. 83 Boulevard die Redon 13009 Marseille Frakklandi. Okkur hefur borizt bréf frá formanni pennavinaklúbbs í Seoul í Kóreu. Hann segir mikinn áhuga hjá námsmönnum í Kóreu á að komast í bréfasamband við íslenzkt námsfólk, skiptast á bréf- um, kortum, og öðru sem við kemur þeirra tómstundum. Þeir sem áhuga hafa á bréfaskriftum til þessara áhugasömu Kóreubúa vinsamlegast skrifiö til: Interaational Friendship Society P.O. BoxlOO Central, Scoul Kórea. Ferð fyrir aldraða Fimmtudaginn 16. september veröur fariö til Þingvalla; kaffi drukkið í Valhöll, sóknar- prestur sýnir staöinn. Verö kr. 100. Lagt verö- ur af stað frá Hallgrímskirkju kl. 13.30 og komið heim milli 18 og 19. Þátttaka tilkynnist í síma 39965 eða 10745. Útivistarferðir Helgarferð 17,—19. sept.: Haustferð á Kjöl. Hveravellir, Beinahóll, Grettishellir, Strýtur. Gist í húsi. Fararstjóri: Kristján M. Baldursson. Uppl. og fars. á skrifst. Lækjarg. 6a, sími (simsvari utan skrifstofutima): 14606. SJAUMST! Munið kræklingaferðina á sunnudaginn. Ferðafélagið Utivist. Handknattleiksdeild Vals. Handknattleiksfólk VALS! Athugið að æfingataflan fyrir veturinn er komin upp í Valsheimilinu og tekur gildi þann 19. sept. 1982. Hafið samband við húsvörðinn í síma 11134. Eflum handknattleiksstarfið í vetur. Stjórnin. Mikil sala á áskrrftarkortum Þjóðleikhússins. Mikil og góö sala hefur verið á áskriftar- kortum Þjóðleikhússins undanfariö og eru kortin á 2. 3. og 4. sýningu nú uppseld og fá kort eftir á 5. og 6. sýningu, en nú hefur verið bætt við kortum á 7. og 8. sýningu. Verður kortasölunni haldiö áfram fram i næstu viku, eða þar til farið verður að selja miða á fyrstu sýningarnar á GARÐVEISLU eftir Guðmund Steinsson. Þess ber að geta aö þó að kort séu uppseld á einhverja sýningu, þá er ekki uppselt á sýninguna sjálfa, þar eð aðeins hluti sæta er seldur þannig. Verð aðgangskortanna er kr. 600, — ef keypt er í almenn sæti, en kr. 620, — ef keypt er á fyrsta bekk á neöri svölum. Kynningarfundur hjá Mál- freyjum í Hafnarfirði Nú eru íslenskar Málfreyjur um það bil að hefja sitt vetrarstarf. Málfreyjur eru aðilar að alþjóðasamtökum kvenna, sem á ensku heita Intemational Toastmistress Clubs og í eru 26.000 félags- menn. Markmið þessara samtaka er að efla með einstaklingum sjálfsþroska og hæfni til að tjá sig. Fyrsta íslenska Málfreyjudeildin var stofn- uð í Keflavík árið 1975 og í dag eru alls 10 starfandi deildir hér á landi. Næstkomandi laugardag, 18. sept., ætlar Málfreyjudeildin Iris í Hafnarfirði að halda kynningarfund í Hraunprýði, húsi Slysavam- arfélagsins, að Hjallahraut 9 kl. 2 e.h. GOOLE GAUTABORG: ArnarfeU .20/ 9 Hvassafell 14/ 9 Arnarfell . 4/10 Hvassafell .5/10 ArnarfeU . 18/10 HvassafeU 19/10 Arnarfell . 1/11 Hvassafell .2/11 ROTTERDAM: KAUPMANNAHÖFN- ArnarfeU .22/ 9 Hvassafell 15/ 9 Arnarfell . 6/10 HvassafeU .4/10 ArnarfeU . 20/10 HvassafeU 20/10 Arnarfell .3/11 Hvassafell .3/11 ANTWERPEN: SVENDBORG: ArnarfeU .23/ 9 HvassafeU 27/ 9 Arnarfell . 7/10 HelgafeU .5/10 ArnarfeU 21/10 DísarfeU 18/10 Amarfell .4/11 HelgafeU 25/10 HvassafcU .4/11 HAMBORG: ARHUS: Helgafell .1/10 Helgafell 14/ 9 Helgafell 22/10 Helgafell .6/10 Helgafell 12/11 Helgafell 26/10 Helgafell 16/11 HELSINKI: GLOUCESTER, Ma- Dísarfell 14/10 SkaftafeU .4/10 Disarfell .8/11 SkaftafeU .3/11 LARVÍK: HALIF AX, Canada: Hvassafell 13/ 9 SkaftafeU .6/10 Hvassafell .6/10 SkaftafeU .5/11 Hvassafell 18/10 Hvassafell .1/11 90 éra verður næstkomandi mánu- dag, 20. þ.m., Halldór Gunnlaugsson cand. theol, fyrrverandi hreppstjóri, bóndi á Kiðjabergi í Grímsnesi. Hann tekur á móti gestum sunnudaginn 19. september í félagsheimilinu Borg kl. 16-19. 80 ára afmæli á á morgun, laugardag 18. september Vilhjálmur Þor- steinsson. Hann tekur á móti gestum í húsakynnun Rafiðnaðarmanna, Háa- leitisbraut 63, 3 hæð (Austurveri), kl. 16-18. 80 ára afmæli á i dag, 17. september, Ingimundur Pétursson vélstjóri, Mela- braut 8 Seltjamamesi. Eiginkona hans er Guðbjörg Guömundsdóttir frá Bæ í Steingrímsfirði. Ingimundur verður að heiman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 211. tölublað (17.09.1982)
https://timarit.is/issue/189066

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

211. tölublað (17.09.1982)

Aðgerðir: