Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1982næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1982, Blaðsíða 10
10 DV. FÖSTUDAGUR17. SEPTEMBER1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Alexander Kielland: Hann Hggur nú bundinn í Gandsfirði við Stavanger. Seinna er ætíunin að toga hann inn á Stordsvæðið og gera þar enn eina tilraun tilað snúa honum við. NÝJA R SKA ÐA BÓTA KRÖFUR VEGNA ÞEIRRA SEM FÓRUST Eftirlifandi ættingjar mannana er fórust með olíuborpallinum Alexand- er Kielland hafa nú ásamt þeim er af komust sótt fyrirtækið Philips til saka. Er hér um 162 aðila að ræða og krefjast þeir um 11 milljarða norskra króna í skaðabætur eða 69 milljóna hver. Vinni þeir málið, mega ýmsar hjálparstofnanir eins og t.d. Björgunarsveitin norska og Hjálparstofnun kirkjunnar búast við milljóna gjöfum. — Ymsir af þessum aðilum hafa nefnt þetta við okkur, segir Odd Kristian Reme, forstöðumaður Kielland-sjóðsins, í samtali við norska Dagblaðið. — En málið er allt á frumstigi og fyrsta skilyrðið er auðvitað að vinna þaö. Við höfum rætt um það að féð skuli renna til hjálparstofnana svo þaö komi þurfandi til góða. Yfirheyrslur í sambandi við mál þetta hófust í Ohio sl. mánudag, en þaö er dómstóllinn í Cleveland sem á að skera úr því hvort málið skuli tekið upp að nýju í Bandaríkjunum, en áður höfðu flestir stefnenda komist að samkomulagi við Philips. I upphafi var hér um 212 aðiia að ræða, þar af voru fimm menn sem lifðu slysið af og sjö ættingjar látinna sem þáðu ekki sættir. Þessir 12 á- samt fimm þeirra sem áöur tóku sættum hafa nú stefnt Philips fyrir borgarrétt íStavanger. Erréttlátt aðfólk verði marg-milljónerar á því að missa fyrirvinnuna? Athygli manna beinist þó mest að málaferlunum í Bandaríkjunum. Erlend fyrirtæki, og þá fyrst og fremst þau sem vinna í Noregi, munu fylgjast náið meö þeim. Vinni ættingjarnir og mennirnir sem komust af málið gegn Philips má búast viö aö fleiri skaðabætur fylgi i kjölfarið vegna annarra slysa á Norðursjónum. Falli dómur á þá leið að stefna megi bandarískum fyrirtækjum fyrir bandarískan rétt vegna slysa í Norðursjó veröa bóta- kröfur mun hærri en í skaöabóta- málum sem koma fyrir rétt í Noregi. I Noregi var Philips dæmt til að greiða ekkjum þeirra er fórust með Alexander Kielland 800.000 Nkr. í skaðabætur ásamt 50.000 Nkr. fyrir hvert bam. Eftirlifandi foreldrar fengu 25.000 Nkr., og þeir sem komust af sömu upphæð. Philips heldur því enn fram aö skaðabætur þessar hafi verið rífleg- ar í samanburöi við norskan mælikvarða. En í mörgum tilfellum slapp fyrirtækið við að greiöa alla upphæöina þar sem sameiginlegar tryggingar voru látnar ganga upp í skaðabæturnar. Þessar nýju kröfur um 11 milljarða í skaðabætur eru aftur á móti miðaðar viö amerískan mælikvarða. — Spurningin er bara hvort það samræmist venjulega norsku réttar- fari, að fólk verði marg-milljónerar á því að missa fyrirvinnu sína, segir blaðafulltrúi Philips í Stavanger, Sander Bull-Gjertsen. I yfirheyrslunum heldur Philips því fram að ekki sé hægt að taka mál þetta upp við bandaríska dómstóla þar sem slysið geröist i Noregi og á norskum borpalli. — Við höfum í höndunum amerískan hæstaréttardóm sem kveður svo á, að ekki sé hægt að fá mál tekin upp aö nýju í Banda- ríkjunum ef þegar hefur verið dæmt í þeim erlendis og tilgangurinn er sá eini að fá hærri skaöabætur, segir Bull-Gjertsen. — Lögfræöingar okkar koma á móti meö þá staðhæfingu aö ættingjamir og þeir sem komust af hafi aldrei fengiö neinar upplýsingar um möguleikana á aö stefna Philips' fyrir bandarískan rétt, segir Odd Kristian Reme. — Jafnframt munum við vísa til þess að með þessum f járkröfum viljum við refsa Philips fyrir mistök og vanrækslu í sambandi viö slysið. — Einnig mætti spyrja hverjum ber aö hafa samviskubit vegna þessa máls. Eru það ættingjar hinna látnu, þeir sem komust af eöa fjölþjóða auðhringir sem raka saman fé og kæra sig kollótta þótt mannslífum sé stefnt í hættu? Ég held aö fyrirtækið Philips og norska þjóðin séu alls ekki sammála um þaö svar. Stofhendur fengu bandarískt lög- fræöifyrirtæki til að taka málið að sérgegnþvíaðfyrirtækiöfengi 33% af skaöabótunum, ef málið ynnist. Hins vegar þurfa þeir fyrrnefndu ekkert að greiða ef þeir tapa. Philips hefur aftur á móti stefnt þeim sem hönnuðu og byggðu Alexander Kielland og krefst fyrirtækið skaöabóta af þeim vegna mistaka og vanrækslu. Það mál verður tekið fyrir rétt í París, en skaðabótakröfur Philips nema um 200 milljónum norskra króna. (Norska Dagblaðið) Frá Varsjá skrifa erlendu frétta- mennirnir, að laufið sé farið að falla af trjánum í Lazienki-garðinum, og að haustiö liggi í loftinu í höfuðborg- inni. Borgarbúar oma sér aö vísu enn í geislum síðsumarsólarinnar, en lýsingin gæti alveg eins verið líking, því að í hönd fer annar vet- urinn undir oki herlaganna. Síðustu dagana hefur allt veriö með kyrrum kjörum í Varsjá eftir götuóeirðirnar í tilefni afmælis Ein- ingar. Varsjá hefur verið eins og hver önnur höfuðborg austantjalds. Áróöurspjöld þess opinbera vegsama vinnudyggðina. Biöraöir eru viö flestar verslanir, þar sem flestar nauðsynjar eru torfáanlegar, hvort þaö er sápa, smjör eöa kjöt. En myndin breytist nokkuð, ef birtist herflokkur á götunni eða hópur óeiröarlögre i'lunnar, grár fyrir jámum. Þeir síöarnefndu eru kallaðir „zomo” af skammstöfun lögregludeild ar þeirra. Hinir gráklæddu zomo-ar em afar illa séðir og söguefnið í margri neyðarlegri skrítlunni. Taktfastir stígvélasmellir þeirráá steini lögðum strætunum, glampandi vopn og hjálmar eins og vekja fólk upp af hversdagsdofanum. Andlitsdrættir harðna, munnvikin stríkka og hakan skýst fram. Illskulegri þögn slær á biðröðina. Það úir og grúir af þeim í miðborg- inni og mest við hótelin. Hreinar göt- umar, sem þeir þramma um á varð- göngu sinni, em mjög breyttar frá því fyrir ári, þegar þær vom eins og veggfóðraðar með upplímingar- spjöldum hinnar óháðu verkalýðs- hreyfingar. Nú sést einungis stöku pár á húsveggjum, eins og smá- vottur um andstöðuna gegn herlög- unum. Einskonar leifar þess neista, Vetrardoði fær- ist yfir Varsjá sem kviknaði í verkföllunum í Gdansk í ágúst 1980. Aðkomumaður glöggvar sig kannski ekki í fyrstu á þessari áráttu Pólverja að krota sólgleraugu á andlit í veggauglýsingum á meðan vesturlandaunglingar mundu teikna í staðinn skegg. En svörtu sól- gleraugun era tákn fyrir alsjáandi ertirlit yfirvaldsins, sem yfir öllu vakir, en Wojciech Jamzelski hers- höföingi æðstráðandi Póllands ber ávallt slík gleraugu. , Annars er allt hér orðiö grámuskulegt eins og úníform zomo-anna,” segja sumir Pólverjar, sem sakna þess lífs og fjörs, sem einkenndi uppgangsdaga verkalýðs- hreyfingarinnar, þegar embættis- mennirnir voru neyddir að samn- ingaborðinu og f jölmiðlamir brutu af sérklafa ritskoöunarinnar og opnuöu umfjöllunina, eins og blómið krónu sína í vorgróandanum. En þessi sömu blöð, sem í fyrra sögðu ítarlega frá fyrsta og eina landsþingi Ein- ingar, hafa aftur tekið upp gamla lagið á hlutunum, enda margir blaöamannanna frá þeim dögum horfnir úr störfum. Afleiðing þess hefur birst í eins- konar sniögöngu lesenda, eftir því sem pólskir blaðamenn og blaöa- salar segja. Erlendu fréttamennimir hafa ósjaldan séð og heyrt vegfar- endur hreyta ónotum í Pólverja, sem sést kaupa eitthvert hinna þjónandi málgagna þess opinbera. Og það þarf ekki langar samræður við landsmenn til þess að finna önnur slík tákn beiskjunnar, sem undir kraumar, enda Pólverjar frægir af því að ala lengi og af þrákelkni á mótþróa sínum, ef hann vaknar hjá þeim á annað borð. Þeir hafa enda öðrum Evrópuþjóöum meiri reynslu í því aö láta hana í ljós, án þess að láta standa sig beinlínis að andstöðu við gildandi herlög eða yfirvald. Eitt dæmiö þar um speglast í meiri kirkjusókn en áður, því að kaþólska kirkjan er orðin eins og skjólshús fyrir andstæöinga herlaganna. Þeim er eins og unun að fjölmenna í kirkju líkt og til þess að storka yfirvaldinu, sem er meinilla við hverskonar mannsafnaö og bannar alla fundi á almannafæri, en treystist ekki til þess aö banna fólki kirk jusókn. Tvö mest áberandi táknin eru stórir blómakrossar, sem lagöir em á jöröina fyrir framan kirkjumar, og gjarnan em höfð hjá þeim logandi kerti. Hvenær sem menn sjá í Pól- landi logandi kerti í dag, kemur í hugann hin almennu mótmæli fólks í fyrravetur, sem stilltu logandi kertum út í glugga í nær hverju húsi til merkis um andstöðuna við herlagainnleiðinguna. Kertalogið skal vera tákn um þann andófseld, sem Eining tendraöi í brjóstum alþýðunnar í Póllandi. Rauömálaöir kolamolar tákna minningu kolanámumannanna, sem létu lífið í Katowice í Sílesíu, þegar zomo-arnir bmtu andspymu þeirra á bak aftur í desember í fyrra. En þetta em einvörðungu tákn og minna um margt á uppreisnargjama unglinga, sem þvermóðskast vilja undir stjórn kennarans, en þora ekki aö bjóða honum fullkomlega byrginn. Þetta orkar máttleysislegt í viðmiðun við dirfsku verkalýðs- baráttunnar, þegar hún reis sem hæst og krafðist brottvikningar spilltra embættismanna. Það er eins og holahljóð í því öllu. Og eftirtektarvert er núna, þegar vetur er að byrja, að hljóðnað er alveg slagorðið frá því í fyrra: „Veturinn er ykkar. Vorið er okkar.” — Það heyrist ekki cinu sinni dauft bergmálafþví.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 211. tölublað (17.09.1982)
https://timarit.is/issue/189066

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

211. tölublað (17.09.1982)

Aðgerðir: