Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Blaðsíða 2
2 DV. LAUGARDAGUR13. NOVEMBER1982. FERÐASKRIFSTOFA, Iönaðarhúsinu Hallveigarslígl. Símar 28388 og28580 laugar- -16. TÖCGUR HF. SAAB UMBOÐIÐ Nú hugsum við um LÍNURNAR og notum Chicken ofthe Sea túnfisk í salatið. Frábær túnfiskur ^ án olíu ^ AMSTERDAM Helgar- og vikuferðir Verð frá 6.510,- pr. mann í2ja manna herbergi á Hótel Hilton. Pétur knattspyrnukappi Pétursson viö Opelinn glæsilega sem dreginn veröur út á mánudaginn. Fjórar stúlkur í þrælabúðum á Þingeyri — segir í danska blaðinu B.T. NOTAÐIR OG NÝIR bílar Notaður Saab er næst besti kosturinn. Nú er tækifærið að gera góð bílakaup. Nýir og notaðir SAAB bflar í úrvali. — Hjálpiö okkur aö komast heim. Viö höldum ekki út aö vera hér leng- ur. Viö vorum lokkaðar hingaö af vinnumiölun á N-Jótlandi sem lofaöi okkur gulli og grænum skógum. En okkur duga ekki einu sinni margir mánuöir til aö vinna okkur fyrir far- inu heim. Þetta er neyðaróp sem danska blaöið B.T. segir að sér hafi borist frá fjórum dönskum stúlkum sem vinna í fiski á Þingeyri, þeim Yvonne Andersen, Tinu Olsen, Dorthe Möller Christensen og Jytte Mörch. Birtist frétt um þetta mál í blaðinu 4. nóvember. — Stúlkurnar eru örvinglaðar, segir jafnframt í blaðinu. — Þær hafa reynt aliar leiðir til aö komast heim frá því þær komu til vinnu á Þingeyri sem er 450 km noröur af Reykjavík. En hvorki danska sendi- ráðiö né vinnumiölunin sem útvegaöi þeim vinnuna vilja hjálpa. — Stúlkurnar voru atvinnulausar og var þeim sagt að þær fengju a.m.k. 6000 dkr. fyrir 40 stunda vinnuviku ef þær færu til Sögueyjar- innar. — Þess vegna fórum viö, er haft eftir Jytte Mörch. — En svo kom í ljós aö 35% af grunnlaununum, 4.100 dkr., fóru í skatta. Einnig var okkur gert aö borga 1.500 krónur fyrir mat, en heima hafði okkur verið sagt aö sú upphæö væri 648 krónur. Skatturinn var 1.500 krónur í staö 1000.1 allt fá- um við aö halda 1.700 krónum eftir af laununum, sem þýöir aö þaö tekur marga mánuöi að vinna fyrir farinu heim — og þá er ekki miöað viö aö viö höfum neina vasapeninga. — Stúlkunum finnst eins og þær hafi veriö dæmdar í þrælabúðir í Síberíu, segir blaöiö. — Þingeyri er ótrúlega afskekktur bær og íbúar aö- eins 320. Þessi mynd af þeim Dorthe, Yvonne, Jytte og Tinu fylgdi fréttinni í B.T. í baksýn glittir í Jane sem blaðiö seg- ir að hafi verið svo heppin aö geta lagt fram tryggingu fyrir farinu heim. Stúlkurnar kannast ekki við f réttina Stúlkumar 4, sem B.T. nafngreinir, eru enn á Þingeyri og er DV bar frétt- ina undireinaþeirra.TinuOlsen.sagði hún: — Þetta er alls ekki rétt meö fariö. Aö vísu er rétt aö fátt stóöst af því sem okkur haföi veriö lofaö og vorum við því mjög reiðar í byrjun, sérstaklega af því aö okkur fannst að enginn væri tilbúinn til að taka ábyrgö á þessum svikum. Viö skrifuöum því mjög harö- orða grein sem við sendum til Stifts- tidende í Álaborg. Blaöið birti þó ekki greinina í heild sinni heldur sauð upp úr henni þaö sem því sýndist. Og þaö er þaðan sem B.T. hefur tekiö sína frétt, við höfum aldrei haft samband viö þaö blaö. — Annars hefur ástandið lagast mikið og viö erum ekki lengur jafnsár- ar og reiðar. Sambandiö hefur boöiö okkur ferð heim meö einu skipa sinna og ætla þrjár okkar að þiggja þaö, ég, Yvonne og Jytte. Og ég verö aö segja aö viö hlökkum mikiö til að koma heim. Hins vegar er Dorthe enn aö hugsa máliö og getur jafnvel verið aö hún veröi eftir, en skipti um vinnustað. JÞ SERSTOK HELGARÞJONUSTA VEGNA DV-GETRAUNARINNAR —Opel Kadettinn veröur dreginn út á mánudagskvöld Einhver núverandi eöa nýrra áskrif- enda DV sem hefur innlagt rétt svar í áskrifendagetraun blaösins fær 200 þúsund króna Opel Kadett bíl í verö- iaun þegar dregiö verður úr svörunum á mánudagskvöldið. Opel-seöiliinn er endurbirtur í síö- asta sinn fyrir útdrátt í helgarblaöi II í dag, Akureyrarblaðinu, á 20. síöu. Vegna lokaskila á Opel-seölinum veröursérstök helgarþjónusta opin hjá áskrifendadeild DV í Þverholti 11 og í símum 27022 og 22078 í dag, laugardag, frá kl. 8 til 16, á morgun, sunnudag, frá kl. 18 til 21, og á mánudag, lokadag get- raunarinnar, til klukkan 20. Núverandi og nýir áskrifendur geta hvort sem þeir kjósa heldur mætt í Þverholti 11 eöa hringt til áskrifenda- þjónustunnar á ofangreindum tímum. Starfsfólk DV er reiðubúiö til þess aö útfylla rétt svör áskrifenda á Opel- seöilinn, sé þess óskaö. Opel Kadett bíllinn var tekinn í gær, hreinsaðúr, ryðvarinn — og fínpúss- aður til afhendingar. En það ræöst á mánudagskvöldið kemur eftir klukkan 20 hver núverandi eöa nýrra áskrif- enda DV kitlar pinnann sem eigandi gripsins. HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.