Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Blaðsíða 45
DV. LAUGARDAGUR13. NOVEMBER1982. 45 Guimar A. Hjaltason, teiknaður af örlygi Sigurðssyni. Risajass á Hótel Borg Hér á árum áður var síðdegisjassinn á sunnu- dögum í Breiðfirðingabúð geysivinsæll. Á sunnudaginn kemur efnir jassvakning til is- lenskra risajasshljómleika á Hótel Borg og hefjast þeir kl. 16.30. Þar koma fram allar helstu jasshljómsveitir okkar: Kvartett Kristjáns Magnússonar, Nýja kompaniið og tríó Guðmundar Ingóifssonar ásamt Viðari Alfreössyni. Auk þess mun fjöldi ágætra jass- leikara kikja inn og djamma. Eins og kunnugt er tapaði Jassvakning nær 100 þúsund krón- um á tónleikum Charlie Hadens Liberation Music Orchestra í Háskólabíói þann 24. októ- ber sl. Hreyfingin á enga sjóði til að ganga í og því getur hún aðeins treyst á vini og vel- unnara jasstónlistarinnar sér til fulltingis. Allir þeir hljóðfæraleikarar er fram koma á sunnudaginn gefa vinnu sína svo og aðrir er vinna að tónleikunum. Vonandi láta jassunn- endur sig ekki vanta því að ef vel verður mætt getur jassvakning borgað þær skuldir er erfiðastar eru. Myndlistarsýning Málverkasýning Gunnars A. Hjaltasonar verður opnuð í dag, laugardaginn 13. nóvem- ber, kl. 15, í hinum nýja sýningarsal Háholti að Dalshrauni 9 b. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14—22 og lýkur á sunnudagskvöld, hinn 28. nóvem- ber. Nýlega kom út blaðið Frímann sem gefið er út á vegum félags frjálshyggju- manna í Menntaskólanum í Reykjavík. Blaðið er 36 síður að stærð og bæði prýtt ljósmyndum og teikningum. Meðal efnis má nefna greinar um skólakerfið og orsakir heimskreppimnar, auk heimspekilegra ritsmíða um frelsishug- takið og eignaréttinn. Blað þetta er prentað í Isafoldarprentsmiðju og því hefur þegar ver- ið dreift í framhaldsskóla á höfuðborgarsvæð- inu. (FréttatBkynning) Norræna félagið Reykjavíkurdeild Norræna félagsins heldur aðalfund i Norræna húsinu í dag 13.11. ’82 kl. 14. Dagskrá verður samkvæmt félagslögum. Fjárhagur Reykjavíkurdeildar hefur nú verið aðskilinn frá fjárhag Sambands nor- rænu félaganna á Islandi og verður gerð nán- ari grein fyrir því á fundinum. Siglingamálastofnun ríkisins hefur gefið út að nýju aukna og endurbætta lækningabók fyrir sjófarendur. Bókin er gefin út í samvinnu við landlækni og með góðri að- stoð frá Lyfjaeftirliti ríkisins. Bókin er pappírskilja í DIN A5 broti, 152 síð- ur að stærð og með fjölda skýringamynda. Henni er skipt í 15 kafla og eru þeir fyrstu um aðbúnað í skipum, heilbrigði skipverja hrein- læti, mataræði o.fl. Fjallað er siðan um skoð- un á sjúklingi og sjúkdómslýsingu, hjúkrun, björgun úr dauðadái og slysi og hvemig við þeim skal brugðist. Áfram fjallar bókin um farsóttir, kynsjúkdóma, óþrifasjúkdóma, ígerðir og bráðar bólgur, sjúkdóma í höfði, brjóstkassa, meltingarfærum, þvagfærasjúk- dóma og sjúkdóma i útlimum og annað. Síðasti kaflinn fjallar um fæðingu og hvem- ig við henni skal brugðist, miðað við aðstæður ásjó. Þessi nýja lækningabók er að miklu leyti sniðin eftir síðustu útgáfu (1967), enhefir ver- ið endurskoðuð, breytt og lagfærð í samræmi Enn var óvissa kringum framboð Vilmundar Gylfasonar þegar DV fór í prentun í gærkvöldi. Félagar hans sögðu að „staðan heföi ekkert breyst” frá því sem DV skýrði frá í frétt í gær. Þeir töldu að Vilmundur hugsaði sér sérframboð og færi ekki í prófkjör Alþýðuflokksins. Frestur til að skila framboðum í prófkjörið rennur út í kvöld. Reiknað er með að þar fari fram Jón Baldvin Hannibalsson og Jóhanna Sigurðar- dóttir sem gefi kost á sér í 1. sæti (og þar með öll sæti þar fyrir neðan sam- kvæmt núgildandi reglum). Ágúst Einarsson muni gefa kost á sér í 2. eða hugsanlega 1. sæti. Svípað gildi um við þekkingu í dag. Elnnig hefir nýlega verið gefin út ný reglu- gerð um lyf og læknisáhöld í íslenskum skip- um. Er þessi nýja reglugerð felld aftan við þessa lækningabók. Lyf og læknisáhöld, sem nefnd eru i lækningabókinni, eru í samræmi við reglugerðina. Lækningabókin fæst hjá Siglingamálastofn- un rikisins. Haustfundur Snarfara verður haldinn í húsi Slysavamafélagsins á Grandagarði, fimmtudaginn 18. nóvember, og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Sumarstarfið, hafnarmál og önnur mál. Stjórnin Aðalfundur Pöntunarfélags Náttúrulækn- ingafélags Reykjavíkur veröur haldinn sunnudaginn 21. nóvember kl. 16.00 aö Laugavegi 25. Kvenfélag Breiðholts Fundur verður haldinn í húsi Kjöts og fisks, Seljabraut 54, mánudaginn 15. nóvember kl. 20.30. Kvenfélag Langholtssóknar kemur í heimsókn. Kvenfélagið Seltjörn heldur skemmtifund þriðjudaginn 16. nóvem- ber kl. 20.30 í félagsheimilinu á Seltjamar- nesi. Gestir fundarins verða konur úr Kvenfé- lagi Grindavíkur. íslenski Alpaklúbburinn — rötunarnámskeið Námskeið verður haldið í meðferð áttavita og landabréfa i umsjón Einars H. Haraldssonar. Námskeiðið stendur tvö kvöld inni-æfing mánudaginn 22. nóvember og úti-æfing eitt kvöldiö í vikunni. Þátttökugjald er kr. 50.-. Skráning fer fram á opnu húsi miðv. 17. nóv. í húsi klúbbsins aö Grensásvegi 5,2. h. kl. 20.30. Stéttartal Ijósmæðra Handritin að stéttartali ljósmæðra liggja frammi þennan mánuð til yfirlestrar í skrif- stofu Ljósmæörafélags Islands, Hverfisgötu 68A, Reykjavík. Fastur opnunartími mánu- dag til föstudags kl. 13.30 til 18.00. Upplýsing- ar í sima 17399. Námsflokkar Grindavíkur munu halda námskeið í skyndihjálp sem hefst miðvikudagskvöldið 17. nóv. kl. 20 í grunnskólanum. Rauði krossinn, Námsflokk- ar Grindavíkur og slökkviliðsstjórinn í Grindavík standa að þessu námskeiði. Meö því vilja Grindvíkingar leggja sitt af mörkum til að vinna gegn slysum á vinnustöðum í um- ferðinniogvíðar. Bjarna Guðnason. Þá er enn spurning hvort Sjöfn Sigurbjörnsdóttir fari f ram og Kristín Guðmundsdóttir. Á vegum námsflokkanna hefst einnig nám- skeið í jólaföndri 17. nóv. og mánudaginn 15. nóv. hefst námskeið í fatasaumi. Frá Sjálfsbjörg Reykjavík og nágrenni Félagsvist verður spiluð 14. nóv. kl. 14 í fé- lagsheimilinu Hátúni 12. Góðir félagar, mætið velog stundvíslega. Skagfirðingafélagið í Reykjavík verður með félagsvist í Drangey félags- heimilinu að Síðumúla 35 á morgun sunnudag. Byrjað verður að spila kl. 14. Borgarafundur í Félagsstofnun stúdenta Stúdentaráð Háskóla Islands heldur í dag, 13. nóvember kl. 14, almennan borgarafund í Fé- lagsstofnun stúdenta um frelsisbar- áttu afgönsku þjóðarinnar. Framsögumaður á fundinum verður afganskur flóttamaöur að nafni Mohameð Akbar Saifi sem dvelst um þessar mundir hér á landi i boði Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Einnig verður á fundinum sýnd kvikmynd frá Afganistan. Því næst verður orðið gefið laust fyrir fyrirspum- ir og almennar umræður. Stúdentaráð leggur ríka áherslu á að allir þeir, sem áhuga hafa á ástandinu í Afganistan, mæti á fundinn og kynni sér ástandið i Afganistan frá fyrstu ‘íendi. Tónleikar T ónlistarf élagsins I dag, laugardaginn 13. október kl. hálf þrjú e.h. verða haldnir í Austurbæjarbíói þriðju tónleikar Tónlistarfélagsins í Reykjavík á þessum vetri. Þar kemur fram sænska ljóða- söngkonan Ingrid Stjemlöf, en undirleikari verður austurríski píanóleikarinn Erik Werba. Ingrid Stjemlöf lærði list sína í Stokk- hólmi, Vín, London og New York og viö ópem- skóla sænska rikisins í Gautaborg. Frá þvi 1969 hefur hún aflað sér frægðar fyrir söng sinn á hljómleikum, bæði austanhafs og vest- an. Hefur hún að sönnu mest lagt stund á ljóðasöng, en á óperusviði hefur hún þó einnig vakið mikla athygli. Píanóleikarinn Erik Werba er löngu heimskunnur undirleikari og hefur hann leikið á hljómleikum og inn á hljómplötur, með mörgum frægustu ljóöa- söngvurum nútímans. Hann hefur á síðustu árum tekið sérstöku ástfóstri við Island og ís- lenska söngvara og hefur komið fram á tón- leikum Tónlistarfélagsins ásamt Sigriði Ellu Magnúsdóttur, Olöfu Kolbrúnu Harðardóttur og Garðari Cortes. Efnisskráin á tónleikum Stjemlöf og Werba nú á laugardaginn verða sönglög og lagaflokkar eftir Stenhammar, Debussy, Brahms, Liszt, Mahler, Dvorák o.fl. Afmæli Fimmtugur er í dag Jóhannes Bjöms- son, Noröurbyggö 23, Akureyri. -HH HIOKI FJÖLSVIÐAMÆLAR c MV-BUÐIN Ármúla 26, sími 85052 kl. 2-6. ÓVISSA UM FRAM- BOD VILMUNDAR Nauðungaruppboð sem auglýst var í 43., 46. og 48. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á Njálsgötu 48 A, þingl. eign Guömundar Sigurössonar o.fl., fer fram eftir kröfu Ölafs Jónssonar bdl. og Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri miðvikudag 17. nóvember 1982, kl. 10.45. ' Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síöasta á hluta í Hvassaleiti 18, þingl. eign Aðalsteins Krist- inssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri miðvikudag 17. nóvember 1982, kl. 14.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Bólstaðarhlíð 54, þingl. eign Kjartans Stef- ánssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri miðvikudaginn 17. nóvember 1982, kl. 14.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. j HÚSEIGENDUR 2 Onnumst alhliöa gluggasmíði; " franskir gluggar, • laus fög, • viðgerðir á gömlum gluggum, • glerísetningar. • Smíðum eldhúsinnréttingar, önnumst einnig J breytingar á gömlum innréttingum. I Uppl. á verkstæðinu daglega í síma 16980 milli kl. • 10 og 12 f .h. • ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.