Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Blaðsíða 12
„Nudd ergulU væg líhams ræht!" Jén boxarl mættnr í slagínn... — hefur stundad nuddið í ijölda ára J6n Norðfjörð, sem kunnur er sem fyrrverandl íslandsmeistari í boxi meðan það var og hét hérlendis, er einn af fastagestum Gufubaðstof- unnar á Kvisthaga. „Ég msti þetta tvisvar til þrisvar í viku,”segir hann. „Það er geysilega uppörvandi að msta á stofuna. Þetta eru svo af- slappandi og góðar stundir, sem maður á héma að ég veit hreinlega ekki hvort ég myndi lifa vikuna af ef ég mstti ekki hingað reglulega. ÖIl vinnuþreyta líður úr skrokkn- um þegar maður leggst á bekkinn og Jónas fer að eiga við mann. Þetta er stórkostleg heilsulind, enda segir að- sóknin sitt um ágsti þessarar stofu og nudds yfirleitt,” segir Jón boxari Norðfjörð og á myndinni hér til vinstri sjáum við hann rifja upp gamla takta með Jónasi. DV. LAUGARDAGUR13. NOVEMBER1982. — litið inn á gufu- baðstofu í Reyhjavíh „Eg er gamall í greininni. Hóf þessa starfsemi mína fyrir um aldarfjórð- ungi. Hef aUtaf verið á sama stað, hérna í kjallaranum mínum að Kvist- hagatuttugu og níu.” — Það er Jónas Halldórsson sem mælir þessi orð af munni fram. Og hann er að tala um gufubaðstofu sína sem hann setti á stofn í vesturbænum árið nítján hundmð fimmtíu og sjö. Þúsund ára gamalt fyrirbrigði — Gufubaðstofur eru þekktar úr sögu mannkyns allt frá tíö persneska heimsveldisins fyrir um tvö þúsund og fimm hundruö áram. Vinsældir þeirra hafa veriö ómældar í gegnum tíðina, enda líkja menn veru sinni á slíkum stofum við mestu unaösemdir lif sins. Frægustu baöstofur sögunnar em sennilega þær rómversku. Þar þreifst sukklifnaður svo mjög að ekki hefur þótt við hæfi að geta þessa menningar- fyrirbæris þeirra í kennslubókum! Einnig má geta baðstofa í Pétursborg á ámnum fyrir rússnesku byltinguna þar sem félagi Raspútín reið húsum og frægterorðið. En gufubaöstofur hafa tekið breyt- ingum með ámnum eins og flest annað í háttum þjóða. Hvers vegna menn sæki slíkar stofur í dag, segir Jónas að sé vegna þess að þangað leiti menn afslöppunar og kyrrðar eftir eriisaman vinnudag. Þaö sé þeim mönnum er hreyfa sig litið á degi hverjum nauð- synlegt að bregða sér í gufu af og til, svo aö ekki sé talaö um aö þeir láti nudda lítillega þá örfáu vöðva sem álag dagsins hvílir á. Nuddar breiðu bökin „Já, blessaður vertu, það em mest fastir kúnnar sem skipta við mig,” segir Jónas, léttur í bragði þrátt fyrir aö hann sé kominn á eftirlaunaald- urinn., JSumir minna bestu kúnna hafa komið hingað reglulega allt frá því stofan var opnuð. Og þaö eru margir mikilsmetnir menn sem koma hingað til mín,” heldur Jónas áfram. ,JHá þar nefna Ragnar í álinu, Guðlaug í Kamabæ, fyrrverandi borgarstjóra, Egil Skúla, og svo á Oli Jó ráðherra sinn fasta tíma á laugardögum. Gunnar Thor kom hingaö lfka oft áður fyrr, en það hefur heldur dregið úr heimsóknum hans í seinni tíö. Ætli hann hafi ekki í nógu öðm að snúast nú oröiö en að stunda gufubaðstofur? Já, dægurmálin eru mikið rædd héma og þaö er oft hiti i mönnum, þótt þeir reyni oftast að hafa það að leiðar- ljósi aö slappa af.” „Maður notar visst kerfi" — Eins og fyrr greinir opnaði Jónas þessa baðstofu sína fyrir um tuttugu og fimm árum. Áður hafði hann starfað um tuttugu ára skeið sem sund- vörður og kennarí i Sundhöllinni og er „Maðar notar visst kmrfj," segir Jónas nuddarí, „en tíl þoss að nuödiö beri einhvem árangur vorður maður lika að þekkja vel tillíkama hvers og eins." DV-myndir Einar Ólason. líklegt að margir þekki hann sem slíkan frá gamalli tíö. Jónas segist hafa numið nuddtæknina í Bandaríkj- unum, nánar til tekið í Los Angeles. „Það var á árunum eftir seinna heims- stríð,” segir hann og bendir blaða- manni á fagurietrað skírteini er hangir upp á vegg í anddyri gufubaðstofunn- ar. Það staðfestir nám hans í fræðun- um. En hvernig á að nudda? „Maður notar visst kerfi,” segir fag- maðurinn. „En til þess að nuddið eigi að bera einhvem árangur verður maður líka aö þekkja vel til líkama hvers og eins. Kerfin em jafnmarg- vísleg og viðskiptamennimir eru margir.” Þarf að vera harð- hentur við suma — Nuddarðu allan likamann eða heldur þú þig viö einhver ákveðin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.