Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Blaðsíða 14
14 DV. LAUGARDAGUR13. NOVEMBER1982. BBC gerir sjónvarps tt frd íslandi: hctnd h ynnintj sem nær tll 11 miUjónmanns aö fljúga strax áfram til Akureyrar og þeir féllust á það, þó ekki fyrr en ég haföi boðiö þeim í góöan kvöld- verð! Stjórnandi hópsins var Peter Grimsdale, aðstoöarmaöur hans Pat Smith, myndatökumaður Chris Sadler og aöstoöarmaöur hans Peter Loring og þá var auövitaö hljóðupp- tökumaður meö sem og skrifta, Anne Gregg. Á þriöjudagsmorgun var dásam- legt veöur á Akureyri og þeir tóku myndir af bænum frá höfninni og einnig frá Vaðlaheiði, gegnt Akur- eyri, þegar viö vorum á leiö til Mý- vatns. Viö stönsuðum viö Goöafoss og þar voru teknar myndir og svo auövitaö viö Mývatn. Við flugum svo til Reykjavíkur um kvöldiö. Þá var hvasst og rigning í Reykjavík, en á Veöurstofunni fékk ég þær upplýs- ingar aö þaö yröi komið gott veður klukkan níu næsta morgun. Og þaö stóö eins og stafur á bók. Klukkan 10 á miövikudagsmorgun vorum viö komin upp í Öskjuhlíð í skínandi góöu veöri og þaöan var Reykjavík mynduð. Eftir þaö var haldiö til Þingvalla, aö Geysi og Gullfossi og síöan í Hveragerði. Allt gekk þetta eins og í sögu og sjónvarpshópurinn var mjög hrifinn. Fimmtudaginn 15. júlí var einmunablíða í Reykjavík og þá var haldið í útreiöartúr frá Laxnesi og einnig myndaö í Rauðhólum. Síðdeg- is var svo fariö í sundlaugamar í Laugardal og þar náðist mikiö af góöu efni. Hópurinn frá BBC var sérstaklega ánægöur með þessa ferö og taldi sig hafa náö skínandi góöu efni. Ekki er vafi á því aö hér veröur um ómetan- lega landkynningu að ræöa,” sagöi JóhannSigurðsson. -SG Snemma á næsta ári mun sjón- varpsstöö BBC í Bretlandi sýna þátt sem kemur tii meö aö vekja verulega mikla og góöa athygli á Islandi. Hóp- ur sjónvarpsmanna lagöi leiö sina hingaö til lands síöastliöiö sumar til aö safna efni í þáttinn sem sýndur veröur í dagskrá, sem nefnist Holiday Hour. Samkvæmt upplýsing- um BBC horfa aö meöaltali 11 millj- ónir manna á þessa dagskrá. Jóhann Sigurösson, sölustjóri Flugleiða á Bretlandi, kom með hópnum hingaö til lands. Er Jóhann var staddur hérlendis fyrir skömmu sagðist honum svo frá þessari ferö, er Feröasíöan hitti hann að máli: „Þaö var mánudaginn 12. júlí sem sjónvarpsfólkiö kom hingað, en ég kom kvöldið áöur. Þaö var leiöinda- veöur í Reykjavík á mánudeginum, en hins vegar gott útlit á Akureyri. Eg sagöi Bretunum því aö viö yrðum Chrís Sadler og Pat Smith mynda igöngugötunni i Austurstræti. (Ljósmyndir: Jóhann Sigurðsson) Utreiðartúr fré Laxnesi festurá filmu. Minairy- Peter Grimsdale, Pat Smith og Anne Gregg i Eden i Hveragerði. Nota má kuppteiki til aö tmglýsa ÍsUmd víðast hvar. Við bárum máhö undir Birgi Þorgilsson, markaösstjóra Ellert B. Schram, formann KSI, og Feröamálaráös. -SG Mjög athygKsvert Feröamálaráð áhansnum -segirBirgirÞorgilæonmarkad^jári Fyrir skömmu átti ég viöræöur viö blaðamann hjá sænsku stórblaði. Það kom í ljós að starfi hans á blað- inu var fólginn í því aö skrifa leiöara og haföi maðurinn raunar ekki skrif- aö annað í blaö sitt í 10 ár. Nú var hann í sinni fyrstu ferð til Islands og ég spuröi hvaö hann og kunningjar hans vissu um land og þjóö. Sá sænski var fljótur til svars: „Auövit- aö þekkja allir Teit Þóröarson.” Þetta svar kom nokkuð á óvart. Aö vísu vita allir, sem fylgjast eitthvað með knattspymu, að Teitur er í góðu ,,Eg hefi lengi velt þessum mögu- leika fyrir mér og er sannfæröur um aö landsleikir erlendis gefa gott tæki- færi til aukinnar landkynningar sem kæmi íslensku þjóöarbúi að gagni. Á feröum mínum erlendis meö íslenska landsliðinu hef ég orðiö var viö þann gífurlega áhuga sem skapast fyrir Islandi og því sem íslenskt er,” sagði Ellert B. Schram, formaöur KSI. Ellert bætti því viö aö sér fyndist stundum sem kappleikir erlendis áliti, en hins vegar gerir fólk sér kannski ekki almennt ljóst hversu mikil landkynning fylgir íslenskum knattspymumönnum og öðrum íþróttamönnum sem keppa á erlendri grund. En auðvitaö ætti þetta aö liggja í augum uppi. Geysi- mikill áhugi er til dæmis á knatt- spymu í velflestum eöa öllum Evr- ópuríkjum, Suöur-Ameríku og víöar. Allur almenningur fylgist grannt með öllum hreyfingum sinna manna og þeirra sem viö þá keppa hverju sinni. væru eitthvert einkamál landsliösins og þeirra sem að þeim stæöu. Þetta væri mesti misskilningur. Hér væri um að ræða fulltrúa þjóðarinnar allr- ar og því væri eðlilegt aö samvinna yröi um að koma því þannig fyrir aö sem mest not yrðu af keppnisferðum landsliösins. ,,Eg er þess fullviss aö þeim peningum yröi vel variö sem notaðir yrðu til landkynningar í tengslum viö leiki okkar erlendis,” sagöi Ellert B. Schram. -SG Þegar íslenska landsliöiö í knatt- spymu keppir erlendis vaknar áhugi viðkomandi þjóðar á íslenska liöinu og því landi sem þaö kemur frá. Fjársterkir f jölmiölar senda þá jafn- vel fréttamenn til Islands til aö afla upplýsinga um land og þjóö og miðla þeim fróðleik til almennings heima fyrir. Þeir eru þó miklu fleiri, fjöl- miðlamir, sem veröa að láta sér nægja aö tína saman þau brot sem tiltæk eru um Island og Islendinga. En væri ekki möguleiki á að notfæra sér þessi gullnu tækifæri til öflugrar landkynningar fyrir kappleiki og meöan þeir fara fram? Þaö hljóta að vera til ýmsar leiöir í þeim efnum og þótt hér hafi verið talaö um landsliö- iö í knattspymu á þetta aö sjálfsögöu einnig viö um félagsliö sem keppa erlendis, til dæmis í Evrópukeppni bikarhafa, svo og landslið okkar í öörum greinum, þótt knattspymu- áhuginn sé sennilega hvaö mestur Ferðamál Lmsjón: Sæmnndur Guðvinssoii „Þetta er mjög athyglisvert mál og hefur raunar boriö á góma þótt ekki hafi orðið úr framkvæmdum. En þaö mætti til dæmis hugsa sér aö auglýsa Island á búningum leik- manna, hvetja áhorfendur til aö heimsækja landið,” sagði Birgir Þorgilsson, markaðsstjóri Ferða- málaráös. „Hins vegar er nú svo komiö fyrir Feröamálaráði fjárhagslega að þaö er spuming hvort það borgar sig aö standa lengur í þessu basli. Eg tel hæpið að halda uppi hér einhverri at- vinnubótavinnu viö aö líma frímerki á bréf. Samkvæmt lögum átti Ferða- málaráö aö fá til ráðstöfunar upphæö sem næmi 10% af brúttóveltu Fríhafnarinnar á Keflavíkurflug- velli. Þessu var síöan breytt á þann hátt aö Ferðamálaráð fékk 30% af nettóhagnaði. Þegar svo kom í ljós aö hér var um nokkra upphæð aö ræða var þessu breytt og nú skal bara skammta fasta upphæö. Sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs á þessi upphæð, 5,3 milljónir að hald- ast óbreytt frá þessu ári. Með þess- um peningum þarf að greiöa allan kostnaö, laun og annað. Þaö gefur auga leiö aö lítið veröur þá eftir til landkynningar á erlendri grund þeg- ar dollarinn hækkar stööugt og hér ríkir 60% verðbólga. Ætli viö verðum ekki aö hætta okkar starfsemi í New York og kannski væri hreinlegast að hætta alveg, fyrst svona er staðið að málum. Ráöamenn virðast ekki gera sér ljóst aö innflutningur feröa- manna skapar mikinn gjaldeyri og vinnu fyrir fjölda fólks. En ég er hlynntur því aö nota kappleiki íþróttamanna til landkynningar,” sagöi Birgir Þorgilsson. -SG „Gott tækif ært tll landkyimiiigar” — segir Ellert B. Sehrcun, fomiaður KSÍ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.