Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Blaðsíða 18
18 DV. LAUGARDAGUR13. NOVEMBER1982. Haust á Þingvölliim Þingvellir, þjóðgaröur Islendinga og höfuöstaöur íslands um nær 9 aldir, þaö er frá 930 til 1800. Þar hafa gerst flestir þeir atburöir, sem mestu hafa ráöiö um örlög íslendinga frá því er Alþingi var stofnaö, uns þaö var lagt niöuráriö 1798. Á 17. öld voru Þingvellir helsti af- tökustaöur landsins. Þá voru 9 menn brenndir þar fyrir galdra, auk þess voru menn höggnir, hengdir og hýddir eftir því hver jar sakirnar voru, en kon- um drekkt í Öxará. Á Þingvöllum átti kristnitakan sér stað áriö 1000, þar fóru fram fyrstu biskupskosningar ár- iö 1053, og þar játuðust Islendingar undir Noregskonung 1262 til 1264, svo eitthvað sé nefnt. Líklegt þykir aö endur fyrir löngu, og löngu fyrir Islandsbyggö, hafi landspildan þar sem Þingvellir standa sigið á 40 kílómetra löngu og 5— 10 kílómetra breiöu svæði. Hafi þetta átt sér staö í miklum eldsumbrotum eöa jaröskjálftum og viö þaö hafi hinar miklu hraungjár, Almannagjá og Hrafnagjá, myndast, svo og dældin eða kvosin sem Þingvallavatn fyllir nú. Þaö er fallegt á Þingvöllum. Margir segja aö þar sé fallegast á Islandi. Víst er um það aö alltaf er sérstök upplifun aö koma til Þingvalla, slík er náttúru- feguröin. Þaö þótti ljósmyndara DV líka, Gunnari V. Andréssyni, en þessar myndir tók hann þar á dögunum. -KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.