Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Blaðsíða 30
30 DV. LAUGARDAGUR13. NOVEMBER1982. Glampar í íjarska á gulliii j)i! I:r«söfín{>æ< I i r Glampar í fjarska á gullin þil Frásöguþættir er ný bók, sem Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér. Höfundur- inn, Þorsteinn Guömundsson á Skálpa- stöðum í Lundarreykjadal, hefur veriö virkur í forustusveit borgfirskra bænda um flest sem til heilla horfir. Hann hefur fengist nokkuö viö ritstörf. Kvæöi og greinar eftir hann hafi birst í blöðum og tímaritum. Þættirnir í þess- ari bók eru af sönnum atburðum sem höfundur hefur upplifað á langri ævi. M.a. af snörpum viöskiptum hans viö laxinn í Grimsá, þar sem snilli og þolinmæöi ráða úrslitum leiksins. Bók- in lýsir vel næmri tilfinningu höfundar fyrir náttúrunni og lífinu í kringum hann. Enginn sem komist hefur í snertingu viö sveitalíf og samskipti manna og dýra mun ósnortinn aö lestri loknum. Bókin er 134 bls. Prentuð og bundin í Prentverki Akraness hf. Áflótta undan nasistum eftir Erik Christian Haugaard Iðunn hefur gefiö út unglinga- bókina Á flótta undan nasistum eftir Erik Chiistian Haugaard. Hann er danskur að uppruna en hefur frá sautján ára aldri átt heima annars staðar, búið í Bandaríkjunum, Italíu og á Spáni. Áður hefur komið út á íslensku bók hans Litlu fiskarnir sem á sín- um tíma fékk mikla viðurkenn- ingu. — Á flótta undan nasistum gerist skömmu fyrir síöari heimsstyrjöld og er efni hennar kynnt svo á kápubaki: „Erik er fjórán ára danskur piltur á skóla- ferðalagi til Þýskalands árið 1937. Á ferjunni gefur ókunnur maður sig á tal viö hann og afhendir hon- um pakka sem hann á að fá ákveðnum manni í hendur á knæpu í Hamborg. Þar með er Erik flæktur í ófyrirsjáanlega at- burði. Hann kynnist ýmsum í Þýskalandi, eignast vinu, en hittir líka menn sem eru til alls vísir. Á flótta undan nasistum þýddi Anna Valdimarsdóttir. Bókin er 160 blaðsíður. Oddiprentaöi. ELVIS eftir Albert Goldman í þýðingu Björns Jónssonar. Almenna bókafélagiö hefur gefiö út hina miklu og mjög svo víðkunnu bók Alberts Goldmans um rokkkónginn Elvis Presley í þýöingu Björns Jónssonar. Þessi bók hefur fengiö mikla umfjöllun í heimspressunni síðastliðiö ár, nokkum veginn stööugt síðan hún kom út í Bandarikjunum 1981. Bókin er í íslensku þýðingunni 411 bls. að stærö, auk allmargra mynda- síðna. Þessi bók hefur hlotiö frægö sína fyrir þaö hversu skýr hún er, miskunnarlaus og berorö. I kynningu á bókinni segirm.a. „. . . Albert Goldman greinir hér rækilega í sundur manninn Elvis og goösöguna um hann, enda er bókin nefnd „hin fyrsta rétta ævisaga” rokk- kóngsins. Niðurstööur hennar stinga oft í stúf viö drauminn um Elvis og þær eru alls ekki alltaf fagrar. En hvaö sem því h'öur lýsir sagan bráölifandi einstaklingi, manni á valdi undarlegra örlaga sem sumpart mótast af eigin- leikum hans s jálfs og uppeldi, sumpart af þjóðfélaginu í kringum hann, sem þyrstir eftir einhverju til aö dýrka og býöur fram ótakmörkuö auöæfi og lífs- nautnir. Bókin um Elvis er í stóru broti og unniníOdda. I FRASOGN UM MARGBOÐAÐ Frásögn um margboðað morð eftir Gabriel Garcia Marquez Út er kominn hjá Iöunni nýjasta skáldsaga sagnaskáldsins frá Kólumbíu Gabriels Garcia Marquez sem hlaut bókmenntaverðlaun'Nóbels á þessu hausti. Sagan nefnist Frásögn um margboöaö morö. Guðbergur Bergsson þýddi söguna og er þetta þriðja skáldsaga höfundarins sem Guðbergur hefur þýtt á íslensku. Hinar voru Hundraö ára einsemd og Liðsforingjanum berst aldrei bréf. Frásögn um margboöaö morð kom út á frummáli í fyrra og hefur þegar veriö þýdd á f jölda tungumála. Gabriel Garcia Marquez er fæddur áriö 1928.1 seinni tíð hefur hann búiö í útlegð í Mexíkó og París. Hann aflaöi sér heimsfrægðar meö skáldsögunni Hundraö ára einsemd og síöan hefur frægö hans farið vaxandi, uns sænska akademían ákvaö í síðasta mánuöi aö velja hann til aö hljóta bókmennta- verölaun Nóbels í ár. — Frásögn um margboöað morð er 140 blaösiöur aö stærð. Oddi prentaði. Mannfellir- inn mikli eftir Eið Guðmundsson Þessi bók er búin undir prentun af Arna J. Haraldssyni og ritar hann ja&iframt alllanga grein um höfund- inn. I formála aö bókinni segir Ámi svo: Bók sú sem hér kemur fyrir al- menningssjónir er fyrsta bindi af rit- verkum Eiös Guðmundssonar, fyrr- verandi hreppstjóra á Þúfnavöllum í Hörgárdal. Eiöur er mörgum kunnur af þáttum og frásögnum sem birst hafa í timaritum á liönum árum. I þessu bindi er sveitarlýsing á Skriöuhreppi hinum forna, sagt er frá móðuharöind- unum árin 1784 og 1785 og hinum ógur- lega mannfelli sem varö í Bægisársókn og Skriöuhreppi ogöðrumafleiöingum harðindanna. Gerö er grein fyrir ábú- endum jaröanna á móðuharðindaárun- um og rakin búskaparsaga nokkurra jaröa, boöleiðis fram Öxnadal austan- veröan. Framhald búskaparsögunnar kemur svo í næsta bindi. ” I þessari bók er gífurlegan fróöleik aö finna og hátt á annað þúsund manns koma þar viö sögu. Það kemur áreiö- anlega mörgum á óvart hve margir létu lífiö í Bægisársókn og Skriöu- hreppi í „mannfellinum mikla.” Bókin er hressilega skrifuö, eins og þeir þekkja sem lesið hafa frásagnir Eiðs Guömundssonar. Utgefandi erSkjaldborg, Akureyri. Ævintýrið við Alheims- tjörnina eftir Guðjón Sveinsson Sagan um Olgeir Ishólmakóng, Rúbín rauöa, Bríkó bláa, Kiban og alla hinafuglana. Ný íslensk bama- og unglingabtSc eftir Guöjón Sveinsson. Guöjón er löngu landskunnur fyrir barna- og unglinga- bækur sínar. Þetta er tólfta bók hans. Ævintýrið viö Alheimstjömina er bráðskemmtileg bók. Þetta er saga um lífiö hjá fuglunum og baráttu þeirra um völdin. Aðalsöguhetjurnar em Olgeir Ishólmakóngur, Rúbín rauði, Bríkó blái og Kíban, og svo koma krummarnir við sögu og margir fleiri fuglar. Barátta fuglanna er undarlega lík baráttu mannanna um auö og völd. Sigrún Eldjám myndskreytti bókina og teiknaði kápu. Otgefandi er Skjald- borg, Akureyri. GUOJOK SVEtMSSON /EVINTÝRIÐ VIÐ AtHEIMSTJÖRNlNA smnH m mm» imímmtm, siíbiií »«ubs, mmo íííM.. amu i)o uu Hmn nmunt, Flugsveit 507 eftir Egil Egilsson Ot er komin ný skáldsaga eftir Egil Egilsson. Nefnist hún Pabbadrengir og er þriöja skáldsaga höfundarins. Bókin er kynnt þannig á bókarkápu aö sagan sé nútímasaga um nútimafólk — hjón sem eignist böm. „Hafi happa- og glappaaöferöin einhvern tíma verið nothæf undir slíkum kringumstæðum, þá er hún þaö aö minnsta kosti ekki lengur. Nú veröur aö skipuleggja allt frá rótum. — Þennan dag skal barniö koma undir — í þessari viku skal þaö fæöast o.s.frv. En hvemig gengur mannlegri nátt- úru aö beygja sig undir slika skipu- lagningu. Kynni þaö ekkiaövera ofur- lítiö broslegt og kannski dálitiö stress- andi. Svo virðist áð minnsta kosti vera í þessari grátlega sönnu og sérstæðu bók” — eins og segir í bókarkynning- unni. Pabbadrengir er 148 bls. og unnin í Borgarprenti. Utgefandi er Almenna bókafélagiö. eftir David Beaty Ut er komin ný bók eftir metsöluhöf- undinn David Beaty, Flugsveit 507. Fyrsta bók hans á íslensku, Hans há- göfgi, kom út á síðasta ári og hlaut mjög góðar viötökur. Þessi nýja bók David Beaty, Flug- sveit 507, fjallar um viöureign breskr- ar flugsveitar og áhafnar þýska skips- ins Groningen í síöari heimsstyrjöld- inni. Þetta er æsispennandi saga sem lýs- ir vel lífi breskra flugmanna á stríösámnum; bæði hernaöarátökum og eins lífi þeirra meöan á ófriönum stóð. Margir úr flugsveit 507 láta lifiö í viðureigninni við Groningen, en að lok- um tekst þeim aö granda skipinu.... Útgefandi þessarar spennusögu er Skjaldborg, Akureyri. Pabbadrengir Sláturhús fimm eftir Kurt Vonnegut Komin er út á islensku sú fræga bók Sláturhús fimm eftir bandaríska höfundinn Kurt Vonnegut. Vonnegut er í flokki fyndnustu og frumlegustu höfunda okkar tíma og að því er Graham Greene segir „einn af bestu núlifandi höfundum Bandaríkjanna”. Og hann hefur ávallt frá því hann hóf aö skrifa bækur fyrir um 30 ámm verið einn af eftirlætishöfundum yngri kyn- slóöar, bæði vestan hafs og austan, og á hann það eflaust aö einhverju leyti aö þakka kimni sinni og alis konar sér- kennilegum uppátækjum. Islenska útgáfan af Sláturhúsi fimm er kynnt þannig á bókarkápu: „Billy Pilgrim, stríðsfangi í slátur- húsi í Dresden, lifir þar af einhvem skelfilegasta hildarleik síðari heims- styrjaldarinnar — loftárásirnar á Dresden þegar um 135 þúsundir óbreyttra borgara voru drepnar. Þessi sami Billy Pilgrim er numinn á brott af hinum smávöxnu íbúum Tralfama- dore, sem er ein af reikistjömunum. Tralfamadorar hafa hann til sýnis nakinn í dýragaröi ásamt hinni fögm kvikmyndaleikkonu Montönu Wild- hack. Þeir vilja horfa á hvemig jaröar- búar maka sig. Loks kemst þessi ferðalangur í timanum í skilning um eðli dauöans (og lífsins) og snýr aftur til jarðarinnar til að veita jaröarbúum hlutdeild í sínum mikilsveröu upp- götvunum.” Þýöandinn Sveinbjörn I. Baldvins- son ritar í bókarlok stutta greinargerö um höfundinn og bókina. Sláturhús fimm er gefið út af Almenna bókafélaginu. Bókin er 172 bls. aöstærö og unnin í Prentsmiöjunni Odda. Jólalögin í léttum útsetningum fyrir píanó eftir Jón Þórarinsson Almenna bókafélagiö hefur sent frá sér nótnabókina Jólalögin í útsetningu og umsjá Jóns Þórarinssonar. Alls eru í bókinni 30 lög og ljóð, „sem öll em tengd jólunum og hugblæ jólanna,” eins og segir í kynningu bókarinnar. Þama em jólasálmarnir alkunnu, sem sungnir hafa veriö á jólum í áraraöir, og einnig gamlir jólasálmar færðir í nýjan búning, þeir sem sungnir voru á jólunum „áöur en „nýi söngurinn” ruddi sér til rúms á 19. öld. ” Einnig eru hér nokkrir sígildir jólasöngvar annarra þjóöa. Jón Þórarinsson hefur valiö lögin og útsett. „Otsetningarnar eru auðveldar. Af sumum lögunum em þær fleiri en ein og þá ofurlítiö mis- þungar. Má þá velja um útsetningar eða leika allar eftir vild,” eins og segir í kynningu forlagsins á bókarkápu. Jólalögin er 56 bls. í brotinu 21X24 cm. Bókin er unnin til prentunar af Jóni Kristni Cortes, Isalög sf., og prentuö í Odda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.