Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Blaðsíða 26
26 Bækur og bókasöfnun DV. LAUGARDAGUR13. NOVEMBER1982. Shitl ho 11 s bis hup ttr homa við sögu Guðbrandur ráðstafar Hólaprentsmiðju Áöur hefur komiö fram, að Guö- brandur biskup Þorláksson varö einn eigandi Hólaprentsmiðju eigi síöar en 1594 og haföi því fullan ráöstöfun- arrétt á henni eftir sinn dag. Meö hliðsjón af því ánafnaöi hann syni sínum, Páli Guöbrandssyni, sem þá var sýslumaöur í Húnavatnsþingi og klausturhaldari á Þingeyrum, prentverkiö meö erföaskrá undirrit- aöri h. 14. desember 1612. Fer hann um þá ráöstöfun eftirfarandi orð- um: „Þaö allt prentverki og bók- bandsverkfærum tilheyrandi vil ég Páll taki til sín, ef hann hefir vilja og manndóm því uppi að halda. En sé það ekki, þá blífi þaö hér vel geymt og forvaraö, ef ske mætti þeir eftir mig komi vildu láta nokkuö prenta Guöi til lofs og góöum mönnum til gagns.” Til þess kom þó ekki, aö Páll tæki viö, því aö hann lézt á undan föö- ursínumáriö 1621. Þorlákur Skúlason Viö andlát Guöbrands 1627 geröu erfingjar hans ekki tilkall til prent- verksins, munu væntanlega hafa litiö svo á, að þaö væri áfram í umsjá ætt- arinnar, er dóttursonur Guðbrands, Þorlákur Skúlason, settist á biskups- stól næst á eftir afa sínum. Hinn nýi biskup mun þó hafa haft áhuga á, aö prentverkiö yrði endanlega úrskurö- að eign Hóladómkirkju, og leitaði hann því staöfestingar konungs á þann veg. Hún stóöst þó ekki, þegar tilkali var gert af hálfu erfingja til prentsmiöjunnar, sem greint veröur frá síðar. Þoriákur Skúlason gegndi biskupsembætti á árunum 1628— 1656, og á þeim tíma var prent-’ smiðjan starfrækt á svipaöan hátt og áður, þó í nokkuð minna mæli. Er tal- iö, aö um 30 bækur hafi veriö prent- aðar í biskupstíö hans, allt guösoröa- bækur, endurprentanir á fyrri bók- um Guöbrands svo og nýjar guðs- orðaþýðingar. Þorláksbiblía Þekktust bóka Þ.S. er þó útgáfa hans af biblíunni 1644, sem hann þýddi sjálfur og jafnan er viö hann kennd. Stóð prentun hennar yfir í sjö ár, 1637—44, og hafa verið gerö viö hana tvö titilblöð, annað meö upp- hafsárinu 1637, en hitt lokaárinu 1644. Biblía þessi þykir standa mjög að baki fyrri útgáfu Guöbrands bæði aö því er varðar þýðinguna svo og allan frágang. Þorláksbiblía erhins- vegar af flestum talin mun fágætari, og kann þaö aö stafa af minna upp- lagi. Siðast er mér kunnugt um, að hún hafi verið boðin til sölu í janúar 1981 hjá fyrrnefndu fombókafyrir- tæki Börsum’s í Osló og var hún þá seldtil Islands. Brynjólfur Sveinsson vill prentsmiðju í Skálholt Árið 1639 settist Brynjólfur Sveins- son á biskupsstól í Skálholti. Hann var mjög lærður maður, m.a. á gríska tungu, og haföi snúiö Nýja testamentinu af því máli yfir á íslenzku, en síöan leitað til Þorláks biskups á Hólum eftir aö fá ritið prentaö þar. Því var hinsvegar synj- að á þeim grundvelli, aö hin nýja þýöing, væntanlega aö einhverju frá- brugðin hinni fyrri frá 1609 er getið var um í síðustu grein, kynni aö reyn- ast óheppileg einföldum almúgan- um. Brynjólfur undi illa þessari ákvörðun embættisbróður síns á Hól- um, og hófst nú handa við að fá leyfi til stofnunar prentsmiðju í Skálholti. Haföi hann jafnframt í huga að hefja prentun á ýmsum fomritum og gömlum sögum, sem til þess tíma höfðu lítið komið fyrir almennings sjónir á islenzku. Þorlákur biskup brást þá hart viö til vamar þeim rétti, er hann taldi sig einan hafa til starfrækslu prentsmiöju á Islandi. Veröur þessi máiarekstur ekki frek- ar rakinn hér, en vísað til ítarlegrar greinargeröar um hann í Prentlistar- sögu Klemensar Jónssonar(bls. 42— 45). Óheppileg málalok Þannig fór hinsvegar, aö Brynjólf- ur Sveinsson fékk ekki prentsmiöju- leyfið og var Hólaprentsmiðja því áfram ein um þá starfsemi. Hafa mörgum fallið illa þau málalok og þótt framkoma Þorláks ódrengileg, þar sem hvorki hann né fyrirrennar- ar hans háfi haft einkaleyfi til prent- unar hér á landi. Hitt var miklu miöur, að komiö var í veg fyrir aö ís- lenzk bókaútgáfa, sem fram til þessa haföi nær eingöngu veriö takmörkuð viö trúmálarit, tækist á hendur ver- aldlegri viöfangsefni, og það því fremur, sem taliö var, aö Brynjólfur Sveinsson heföi haft undir höndum ýmis merk handrit, sem sum eru nú glötuð. Gísli Þorláksson Eftir lát Þorláks Skúlasonar tók sonur hans Gísli Þorláksson við bisk- upsembætti á Hólum árið 1657 og gegndi hann því allt til dauðadags 1684. Ekki er hann talinn hafa verið mikill skörungur á biskupsstóli, en þó starfaði prentsmiðjan um hans daga á sama hátt og áður. Er talið, að hann hafi gefiö út um 45 bækur, en þar af mikið uppprentanir eldri guösorðabóka. Passíusálmarnir koma út Þó mun Gísla jafnan veröa minnzt fyrir fyrstu útgáfu Passíusálma Hallgríms Péturssonar árið 1666, en þar voru þeir prentaðir aftan við sjö píslarsálma eftir Guömund Erlends- son í Felli. Næstu tvær útkomur Passíusálmanna eru einnig í tíð G.Þ., önnur í sálmabók, er biskup gaf út 1671, en hin, 1682, endurprent- un á útgáfunni frá 1666. Passíusálm- amir koma hinsvegar ekki út sem sjálfstæð bók fyrr en meö 4. útg., í Skálholti 1690. Gísla postilla Af öömm. umtalsveröum útgáfum Gísla biskups má nefna „Hússpost- illu” þá, er hann samdi eöa tók saman úr erlendum ritum, en hún kom út í tveim bindum 1667 og 1670 og aftur í 2. útg. 1685. Var þetta aðal- húslestrarbók Islendinga þartilpost- illa Jóns Vídalíns kom fyrst út í tveim bindum á Hólum 1718—20: Gísla rím Ekki er rétt aö ljúka þessum kafla um Gísla biskup Þoriáksson án þess aö nefna rímtal þaö, sem við hann hefur verið kennt. Þessu áhugaveröa máli geröi Þorsteinn Jósepsson góð skil í grein sinni „Islenzkar rímbæk- ur”, í fyrmefndri bók hans „Gamlar bækur og bókamenn”, Rvík 1963, og fer því vel á aö taka hér upp eftirfar- andi kafla: „Rímtöl vom meðal fyrstu prentaöra bóka á Islandi, en rímtöl vom jafnframt fyrstu alman- ökin. Taliö er að Jón biskup Arason hafi látið prenta rimtöl í messubók- um og breviaría, og sumir rímflokk- anna hafa varöveitzt, enda þótt bæk- urnar sjálfar hafi með öllu glatazt. Elzta prentað rím á Islandi, sem vit- að er um meö vissu, er prentaö í bænabók Guðbrands Þorlákssonar 1576. Aöeins eitt eintak hefur varö- veitzt af þeirri bók svo vitað sé, og hefur það veriö í vörzlu háskólabóka- safnsins í Hamborg. Næsta rímbók, sem vitað er um aö hafi verið prent- uð á Islandi, var kallaö Gíslarím eftir Gísla biskupi Þorlákssyni, en hún var prentuð á Hólum í biskupstíð hans, eöa 1671. Höfundur bókarinnar mun þó ekki hafa verið Gísli biskup heldur Þóröur bróðir hans. Hún er sniðin eftir samtíma rímtölum er- lendum, þar sem ekki var aðeins mánaöa- og dagatal, heldur og spá- dómar um veðráttufar samkvæmt stöðu jaröstjamanna „item um böö, Böðvar Kvaran skrlfar umbækur og bökasöfnun lækningar og blóðtökur eftir því sem lærðir menn hafa af náttúrlegum or- sökum observerað.” Taliö er að þama sé í fyrsta skipti getið um lækningar í prentaöri bók á Islandi. „Bókin, sem hér hefur veriö nefnd er talin hafa veriö hin eina veraldlegs efnis prentuö á Hólum í biskupstíð þeirra feðga, Þorláks Skúlasonar og Gísla Þorlákssonar. Á þessu varð hinsvegar brátt nokkur breyting, en jafnframt tímamót í íslenzkri prent- smiðjusögu. Þórður Þorláksson Eftir lát Brynjólfs biskups Sveins- sonar í Skálholti 1674 settist þar á biskupsstól Þóröur Þorláksson, bróð- ir Gísla biskups á Hólum. Við fráfall hanstíu ámmsíðar, 1684, geröi Þórö- ur tilkall til prentsmiðjunnar sem eignar ættar hans, en haföi þá þegar keypt hluti meðarfa sinna. Leitaöi hann samkvæmt því eftir leyfi kon- ungs til yfirtöku prentsmiöjunnar og flutnings á henni til Skálholts. Var sú umsókn samþykkt og staðfest meö konunglegu leyfisbréfi dags. 14. febrúar 1685. Var prentsmiðjan flutt frá Hólum þá um sumariö. Prentun í Skálholti Ekki eru tök á aö geta nema ör- fárra af ritum þeim, sem prentuð vom í Skálholti, en telja verður, aö Þóröur biskup hafi verið allathafna- samur með útgáfu um 60 rita á þeim 11 árum, sem hann haföi yfir prent- verkinu að ráöa eða þar til hann lézt áriö 1697. Sem vænta mátti vom guðsorðabækumar í miklum meiri- hluta eöa um 50 talsins, en nú voru einnig í fyrsta skipti mddar nýjar brautir í íslenzkri bókaútgáfu, þótt ekki yröi framhald á fyrr en löngu síðar. Meö konungsbréfi 7. apríl 1688 fékk Þórður biskup einkaleyfi til prentunar fomsagna, sem til þess tíma höfðu áöur einungis veriö gefnar út erlendis og síðar verður getið. Vom fjögur slík rit gefin út þegar sama ár, Landnáma, Kristni saga, fslendingabók Ara fróöa svo og Grænlandssaga, samin af Amgrími Jónssyni læröa á latínu, en nú þýdd á íslenzku af Einari Eyjólfssyni sýslu- manni. Aö lokum kom Olafs saga Tryggvasonar út í tveim bindum á ámnum 1689—90, en fleiri uröu rit af þessu tagi ekki aö sinni. Þá er einnig frásagnarvert, að hafin var í Skál- holti prentun svonefndra Alþingis- bóka, síðar Lögþings bóka, sem greindu frá störfum Alþingis. Voru hihar fyrstu tvær prentaðar þar árin 1696—97, en síðan nokkuð samfellt á Hólum, í Hrappsey og Leirárgörðum til ársins 1800, er Alþingi var lagt niður um sinn. Urðu bækur þessar alls 83. Böðvar Kvaran Titilsíða afKristni sögu, Skálholti 1688. Titill bókarinnar er: Christendoms Saga Hliodande um þad hvornenn Christen Tru kom fyrst a Island, at forlage þess haloflega Herra, Olafs Tryggvasonar Noregs Kongs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.