Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Blaðsíða 11
___haft: „Eg hef horft í sjónauka á stór-
fellda tilflutninga á eiturlyfjum fara
fram á svo til sama stað og Kalia III
fannst.”
Smyglarar finnast
heist fyrir
tilviljun
En mitt i öllum þessum sjóránum
hlaut aö koma að því að einhver
svaraði fyrir sig. I apríl 1982 drápu
hjón þrjá sjóræningja sem réöust til
uppgöngu á snekkju þeirra er þau voru
á siglingu við Bahamaeyjar. Sjóræn-
ingjarnir, fullorðinn maður og tveir
unglingsdrengir, voru aöeins vopnaðir
hnífum og voru skotnir áður en þeir
komust um borð. Þessi upptalning á
árásum á skemmtisiglingafólk á síð-
ustu árum er þó fjarri því að vera
tæmandi.
Þetta er ekki sagt til að sýna að emb
ættismenn séu hjálparlausir í barátt-
unni gegn þessum glæpum eða að að-
ferðir þeirra séu árangurslausar.
Þvert á móti hafa smyglaramir þurft
að breyta m jög aðferðum sínum vegna
mikillar gagnsóknar strandgæslunnar
og bætts tækjakosts hennar og aukins
mannafla.
I mars árið 1978 sökk flutningaskip
frá Panama skammt undan ströndinni
við Fort Pierce, um 50 kílómetra norð-
ur af Miami. I júni 1979 kviknaði i öðru
flutningaskipi frá Panama,
Nodruerkroon, og varð það að senda út
neyðarkall þar sem þaö var statt á
Mexíkóflóa. Bæði þessi skip voru svo-
nefnd móðurskip og voru hlaðin sekkj-
um af marijúana. Þeirra hlutverk
var að bíða úti fyrir ströndinni og láta
minni báta ferja farminn í land.
Hvort sem um er að kenna slægvisku
sjóræningjanna eða heppni hins fálið-
aöa og lítt tækjum búna löggæsluliðs
þá er það staðreynd aö í flestum tilfell-
um sem upp hefur komist um meiri-
háttar smygl hefur það veriö vegna til-
viljana. Flutningabátur sem var að
því kominn að sökkva með ólöglegan
farm sinn varð að senda út neyðar-
kall skammt undan ströndinni í Fort
Lauderdale. Annað skip með farm af
eiturlyfjum rakst á brú. Það þriðja
fannst yfirgefið strandað á sandrifi
undan Miami. Tveir rækjubátar sem
hlaðnir voru marijúana strönduðu eftir
að skipstjórarnir misstu stjóm á sér
við það eitt að sjá strandgæslubát.
Sama smyglara
vísað margsinnis
úrlandi
En hvað verður um þá menn sem eru
handteknir vegna eiturlyfjasmygls?
Ef um aðra en Bandarikjamenn er að
ræða er þeim visað úr landi. Á tímabil-
inu frá september 1977 til desember
1978 var sami Kólumbíumaöurinn
handtekinn þrisvar sinnum við smygl
á eiturlyf jum, í öll skiptin á skipum
sem samtals voru með 85 tonn af
marijúana. 1 hvert skipti var mannin-
um vísað úr landi og hann fluttur til
Kólumbiu á kostnaö bandarískra-
skattborgara.
Á árinu 1978 var öðrum Kólumbíu-
manni vísað tvisvar úr landi með 48
daga millibili. Bátamir semhann kom
með voru með yfir 40 tonn af marijú-
ana. Þriðji Kólumbíumaðurinn var
handtekinn þrisvar sinnum frá því í
desember 1977 þar til í janúar 1979. Við
handtökur hans lögðu yfirvöld hald á
47 tonn. Þannig er listinn óendanlegur.
Viö rannsókn á ferli þessara manna
og athugun á hverjir væru eigendur
skipanna sem þeir komu með komst
tollgæslan að þeirri niöurstöðu að
meirihluta eiturlyfjaverslunarinnar
væri stjórnað af fjórum eða fimm
kólumbískum glæpahríngjum. Það
kom einnig í ljós aö glæpasamtökin
höfðu keypt nokkrar ey jar í Karíbahaf i
til að koma þar f yrir birgðageymslum.
Yfirmaður bandarísku strandgæsl-
unnar, Don Tumbaugh, hefur sagt að
það séu engin ráð til að koma í veg
fyrir eiturlyfjasmyglið. Þarna sé um
að ræða mörg hundruð kíló af
marijúana, mörg hundmð manns og
mörg hundruð báta. Það er fáránlegt
að ætla sér að stöðva þetta allt að hans
mati. Það eina sem hægt er aö gera er
að berjast vamarbaráttu.
Ef til vill má segja það sama um
aðra sjóræningja annars staðar á
heimshöfunum.
Beindrifinn, hálfsjálfvirkur plötuspilari. 2x30 sínus vatta magnari meö
tónjafnara og innstungu fyrir Digital Audio Disc.
2ja mótora kasettutæki meö snertitökkum, Dolby o.s.frv.
3ja bylgju útvarp FM steríó, MB, LB.
2 60 vatta hátalarar.
Skápur meö glerhurð og glerloki.
VERIÐ viöbúin verö aöeins 17.690.00 stgr.
ef pantaö er strax.
Keflavík
EFLIÐ
ísafiröi
Kaupfélag
Hafnfiröinga
Strandgötu
JAPIS hf
Brautarholt 2
Reykjavík
kl. 2—5
Viö kynnum
SONY HIGH-TECK 200 samstæöan er ekki bara
stórglæsileg heldur býöur hún líka upp á
margt þaö nýjasta og besta frá SONY.
i