Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Blaðsíða 16
16
DV. LAUGARDAGUR13. NOVEMBER1982.
BREIÐHOLTI
SIMI76225
MIKLATORGI
SÍMI22822
Fersk blóm daglega.
FAM
RYKSUGUft
Haukur og Ólafur
Armúla 32 - Sími 37700.
ÚTGERÐARMENN - SJÚMENN
AÐRIR ÁHUGAMENN
RÁÐSTEFNA UM ORKUNOTKUN OG ORKUSPARNAÐ
í FISKVEIÐUM
verður haldin 23. nóvember nk. að Borgartúni 6 Reykjavík.
Dagskrá: kl. 9 Skráning — Setning — Inngangserindi — Olíu-
kostnaður fiskiskipa — Þróun olíuverðs — Svartolíubrennsla í
fiskiskipum — Umræður — Raftenging fiskiskipa í höfnum —
Upphitun fiskiskipa, nýting afgangsorku — Hreinsun og með-
ferð skipsbotna — Veiðarfæri og orkunotkun við fiskveiöar —
Umræður — Hádegisveröur — Olíueyðslumælar og notkun
þeirra — Notkun olíunýtnimæla í fiskiskipum — Nýtni afl-
búnaðar — Hagkvæm orkunotkun á fiskiskipum á keyrslu og
við fiskveiðar — Umræður — Orkusparnaður í fiskiskipum —
Hönnun fiskiskipa m.t.t. orkusparnaðar — Hugleiðing um
fiskiskip framtíðarinnar — Umræður — Lokaathöfn.
Þátttaka tilkynnist i síma 10500. Þátttökugjald er 250 kr., inni-
falið í því er bók með framsöguerindum og hádegisverður.
SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTI, FISKIFÉLÁG ÍSLANDS
OG ORKUSPARNAÐARNEFND IÐNAÐARRÁÐUNEYTISINS.
AKRANESKAUPSTAÐUR
LÓÐAÚTHLUTANIR
Þeim sem hyggjast hefja byggingarframkvæmdir á árinu
1983, og ekki hafa fengiö úthlutaö lóð, er hér með gefinn kostur
á að sækja um lóðir.
Uthlutun er fyrirhuguð á eftirtöldum svæðum:
Einbýlis- og raðhús í Jörundarholti.
Verslanir og þjónustustofnanir í Jörundarholti.
Iðnaðarhús á Smiðjuvöllum, Kalmansvöilum og í Höfðaseli.
Fiskiðnaðarhús á Breið.
Verslanir, þjónustustofnanir og íbúðir á svæði milli Kalmans-
brautar og Dalbrautar (Miðbær).
Hús fyrir búfénað á Æðarodda.
Nánari upplýsingar eru veittar á tæknideild Akraneskaup-
staðar, Kirkjubraut 2 Akranesi.
Lóöarumsóknum skal skila á tæknideild á sérstökum eyöu-
blöðum sem þar fást fyrir 1. desember 1982.
Bæjartæknifrœðingur.
e!33e]eIé1é1e]é1333e1é1g]é]í33e]e1e]é]eIé1e]é1éJe1e1e1e
B/aðburðarbörn
NÚ ER VERIÐ AÐ RÁÐA FYRIR
VETURINN
Látið skrifa ykkur á biðlista
BLAÐBERAR ÓSKAST í EFTIRTALIN HVERFI STRAX
• Eiríksgata
• Stóragerði
• Arnarnes
AFGREIÐSLAN
ÞVERHOLT111
SÍMI 27022
Skáldígær og í dags
og Sigurdur Pál§§on
Einar Benediktsson skáld fæddist
31. október árið 1864, Sigurður Páls-
son skáld fæddist 30. júli 1948, næst-
um heilli öld síðar. Sá fyrri er fæddur
í sporðdrekamerki, sá síðari í ljóns-
merki. Líklega eiga þeir fátt sam-
merkt um uppvöxt og lífshlaup ann-
að en það að norðausturhorniö á
landinu er æskuumhverfi beggja.
Einar Bencdiktsson ólst upp á Tjör-
nesí frá tíu ára aldri, en Sigurður
Pálsson í Öxarfirði.
Einar las lögfræði, varð sýslu-
maður, blaðaútgefandi og loks um-
svifamikill fjármálamaður á Bret-
landseyjum og víðar. Hann lauk ævi
sinni sem bóndi í Herdísarvík, þar
sem hann lést árið 1940.
Aldamótakynslóðin dáði Einar
fyrir ljóð hans. „í þeim er fólgin ein-
hver mesta andans auðlegð og snilld,
sem nokkur íslendingur hefur gefiö
þjóð sinni,” ritaði Guðmundur Finn-
bogason, fyrir margra hönd.
Sigurður Pálsson er hálærður í
leikhúsfræðum og kvikmyndaleik-
stjóm í Frakklandi. Jafnframt er
hann í hópi okkar yngstu og vand-
virkustu ljóðskálda.
Framtiðin ein getur skorið úr því
hvero sess þau eígnast í hjarta þjóð-
arinnar.
í dag kynnum við tvær nýjar
bækur sem tengjast þessum skáldum
þótt áólíkan háttsé.
Seld norðurljós hefur að geyma viö-
töl við fjórtán fornvini Einars Bene-
diktssonar, tekin af Birni Th. Björos-
syni fyrir allmörgum árom. Bókin er
prýdd fjölda mynda og við gefum
smásýnishorn af hvoru tveggja,
texta og myndum. Til gamans birt-
um við einnig kvæði úr ljóðasafni
Einars.
Ljóð vega gerð er nýjasta ljóðabók
Sigurðar Pálssonar. Við grípum
niður í hana og ræðum við höfundinn.
ihh
„ Yrhisefnin fjö I-
breyíitegenfvnna
má þó fastupölu99
— segir Sigurður Pálsson um nýja Ijóðabóh stna
Sigurður Pálsson skáld hefur sent
frá sér nýja bók, Ljóð vega gerð.
Þetta er þriöja og síðasta bindið í
ljóðabókatrílógíunni Ljóð vega safn.
Hinar fyrri voru Ljóð vega salt
(1975) og Ljóð vega menn (1980).
Sigurður hefur auk þess skrifað
leikrit sem sviðsett voru í Nemenda-
leikhúsinu, Undir suövesturhimni
(1976) og Hlaupvídd sex (1976) Auk
þess er hann kunnur sem þýðandi og
leikstjóri.
Blaðamaður DV hitti Sigurð að
máli og ræddi viö hann um nýju
ljóðabókina sem nú er aö koma út
hjá Iðunni.
„Það eru í þessari bók áttá ljóða-
flokkar eins og þeirri síðustu. Það
má segja að þessar þrjár ljóöabækur
séu laustengdar að efni og aðferð.
Þessi síðasta er nokkuö löng, eins og
raunar hinar bækurnar. Ég nenni
ekki að vera að gefa út í smá-
skömmtum einn og einn ljóðaflokk
t.d. Nú þaö er aö meira eða minna
leyti eitt meginviöfangsefni í
hverjum flokki. Yrkisefnin eru fjöl-
breytileg en þó er þar að finna fasta
póla í öllum bókunum þremur. Sem
dæmi mætti taka bernskuslóðir
mínar á norð-austurhorninu og síðan
Paris sem sitja á vegasalti meðsem
Reykjavík í miðju. En þetta segir
auðvitað ósköp takmarkaða sögu.
Þaö mætti finna ótal dæmi um hluti
eru sameiginlegir bókunum
í trílógíunni t.d. fyrirbærinu sem
bækumar heita eftir, Ijóðvegunum.
Það tengist m.a. umhugsun um
ferðalag í margs konar skilningi,
vegferð. Ferð bæði um raunheim og
ímyndaheim (imaginaire) og
sömuleiöis hugmyndaheim og
merkingarheim tungumálsins og
ljóðiistarinnar. Þessir ljóðvegir
koma fyrir í nöfnum allra bókanna
þriggja og ef þú skoðar þau nánar
sérðu að öll hafa fleiri en eina
merkingu. Þessir orðaleikir eru alls
ekki saklausir og út í hött (ég þoli
ekki stikkfrí orðaleiki) — heldur er
þetta vísbending um aö ljóðlistin
byggir framar öörum texta á fjöl-
mérkingu.”
— Þú hefur búið í Frakklandi um
tíu ára skeið. Hafa franskar
bókmenntir haft mikil áhirf á þig
sem ljóðskáld?
„Ég myndi segja: ekki bara bók-
menntir og ekki bara franskar bók-
menntir. Ég býst við að Frakkland
og Frakkar hafi mótaö mig að ein-
hverju leyti en ég get ekki séð að
franskar bókmenntir hafi nein afger-
andi áhrif á mig sem ljóöskáld. Auð-
vitað er nútíma ljóðlist að miklu leyti
upphaflega frá þeim komin; Baude-
laire, Rimbaud, Mallarmé o.s. frv. skáldsögu; þar á ég við þessa
En þessumeð áhrifin er erfitt að átta „venjulegu” skáldsögu, sem er
sig á finnst mér. Ég verð að segja aö eitthvað sem ég get ekki skilið.”
mér finnst ég hafa lært fullt eins — Víkjum aðeins að starfi rithöf-
mikið, ef ekki miklu meira, af öðrum undarins. Koma ljóðin með þrot-
listgreinum en ljóðlist. Til dæmis lausrivinnueðafærðuhugljómun?
myndlist og tónlist. Ég hef aldrei „Hvort tveggja! Aldeilis alveg
reynt að fara í smiðju til ljóöskálda hundrað prósent hvort tveggja! Einu
sem ég hef hrifist af. Þvert á móti sinni var eitthvað í tísku hjá fólki að
hef ég meðvitað reynt að gera það segja að þetta væri bara vinna. Ég
ekki. Ég hef reynt að finna mitt strik afneita ekki hugljómuninni. Þvert á
og halda því. Skapa mér eigin stil. móti! Þetta verður ekki nema stein-
„Le style c’est l’homme,” sagði dautt föndur ef inspírasjónina
einhver sem ég man ekki hver var, vantar. Svo verður þetta ekki nema
enrétterþaðsamt.” metnaðarlaust fúsk nema meö
— — Þú nefnir að þú hafir lært af þrautseigju og hörkuvinnu. Ég hata
myndlist og tónlist en nefnir ekki föndurogfúsk.”
kvikmyndir sem þú fæst þó við jafn- — Á hvaða tíma dags ertu best
hliða ljóðagerð. upplagður?
„Ja, sko, ég var löngu farinn að ()Oft er ég best upplagöur á næt-
skrifa ljóð og trekkja upp í mér urnar þegar síminn sefur, undirvit-
ákveðna ljóðskynjun, farinn að undin stígur upp og svipaður ljóð-
reyna aö láta sem flesta hluti ganga þrýstingur myndast í líkamanum og
upp í ljóðtexta og orðinn vanur þessu pennanum (— ég skrifa alltaf með
áöur en ég fór beinlínis að stúdera góðum penna, ritvélar eru fyrir
kvikmyndir. En mér finnst þetta um blaðamenn og hefðbundnu skáld-
margt undarlega líkt, þ.e.a.s. kvik- söguna). Þetta er í lagi framundir
myndahugsunin og sú ljóðhugsun hádegi en þá nær hversdagurinn
sem var orðin mér töm. Mér finnst í völdum, finnst mér; saltfiskur og
rauninni miklu likari grundvöllur hádegisútvarpið, síðasta lagið fyrir
ljóðs og kvikmyndar en t.d. ljóðs og fréttir...” ás
AfParís og
Signuböhhum
Við birtum hér upphaf Ijóðs Einars Benediktssonar, Signubakkar, svo
og Ijóð Sigurðar Pálssonar, Paris. Stórborgin verður þeim báðum
ástæða til að setja saman ijóð, en það er líka það eina sem þeim er
sameiginlegt.
Deginum hallast nóttin nœrri.
Nútímann söguna dreymir.
Súlur og turnar sýnast œ hœrri,
og svipur rökkursins verður stœrri.
— Signubrýr þyngjast af fótanna fjöld,
og flóðbúta tjós kvikna ótalföld.
Þaö finnst sem lifni hér liðin öld,
er lýðurinn, eins og móða, ú bakkana streymir.
(E. Ben.)
Sólskinið snarótt
Tunglskinið rímlaust
Stafmœlir fullur
Taktrófið skrúðugt
Kvenskinið bjart
Jú snaróður rímlaus
skinsemistrúar er ég
(Sig. Pálsson)