Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1982, Blaðsíða 9
DV. MÁNUDAGUR 13.DESEMBER1982.
9
Útlönd
Útlönd
Boða afnám her-
laga — að hluta
Pólska þingið byrjar í dag undirbún-
ing lagabreytinga til þess aö fella úr
gildi herlögin se'm innleidd voru fyrir
nákvæmlega einu ári (13. des.).
Jaruzelski hershöfðingi sagði pólsku
þjóðinni í sjónvarpsræðu í gærkvöldi
að herlögunum mundi aflétt við árslok
þótt stöku hömlur mundu gilda áfram
til þess að vemda efnahagslíf landsins.
Boöaöi hann endi á pólitískar fang-
elsanir, en embættismenn láta á sér
skilja „að aðrar bráðabirgöaráðstaf-
anir” veröi geröar tiltækar í þess stað.
Sagt var í síöustu viku að enn væru í
haldi 300 fangar eða fleiri sem teknir
höfðu verið úr umferö í krafti herlag-
anna.
Jaruzelski sagði að ekki væri mögu-
legt að létta með öllu herlögunum á
þessum tíma vegna ógnana „innan-
lands og erlendis frá”.
Þótt hluta herlaganna verði aflétt er
ólíklegt að leyfð verði aftur starfsemi
óháðrar verkalýðshreyfingar eins og
Einingar, en skrifstofur henuar sem
hér sjást á myndinni hafa lengi verið
lokaðar.
Konfekf,
þegar mikið
liggumó
Konfektið okkar er framleitt úr hreinu súkkulaði
eins og raunar allar súkkulaðivörur frá
Nóa og Síríus.
Hátíðastemning í lofti, kaffi í bolla, hlátur í
huga, og konfekt á allra vörum.
vönduð sófasett
fra Víði fyrir
viðraðaniegt veið!
Viö höfum fengið nýja sendingu af
bráöfaliegum sófasettum til afgreiöslu
strax.
Napóleon sófasett frá Víði
Komiðog skoðið
Trésmiðjan Víðir hf.
Síðumúla 23, Sími: 39700
Húsgagnaverslun Guðinundar
Smiðjuvegi 2, Kópavogi
Súni 45100