Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1982, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1982, Blaðsíða 28
28 DV. MÁNUDAGUR13. DESEMBER1982. Rakarastofan Klapparstíg Sími12725 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Tímapantanir 13010 Dy-Vý Erum búnar aö opna aö Eddufelli 2 í Breiðholti Hárgreidslu- og snyrtistofu. Þjónustan er frá tám og upp úr. Stofan ber nafnid Dy—Vý en við heitum Dandý og Viktoría. Leiðir 12 og 13 stoppa fyrir framan. Símar: 79262 og 79525. MENNTASTOFNANIR, OPINBERAR STOFNANIR 0G EINSTAKLINGAR. Nú loksins verður fáantegur skjöldur af Jóni Sigurðssyni forseta, gerður af Guð- mundi Bjarnasyni. Skjöldur- inn er eiriitaður úr Thorid steypu, þvermál hans er 44 cm. Verð 1600 kr. Takmark- að uppiag. Til sýnis og tekið við pöntunum á innrömmunar- verkstæðinu Njálsgötu 106. thorni Njáisgötu og Gunnarsbrautar). OMRON OMRON búðarkassar fyrir minni og stærri fyrirtæki fyrirliggjandi. Verð frá kr. 9.980,00 (gengi 6.12. '82.). yWjff io; % SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Menning Menning Menning «*-M «/' V fi ' ' lIÉfí***** ifefcí- Kort aí Reykjavík árið 1801, teiknað al Aage Nielsen-Edwin. Þetta ár voru 14 niðursetningar í bænum og 27 aðrir þurfamenn. Undirmálsfólk Reykjavíkur Gfsli Ágúst Gunnlaugsson: ómagar og utangarðsfólk. Fótœkramál Reykjavikur 1786-1907. Safn til sögu Reykjavikur. Sögufólag 1982. Frásögnin af ómögum og utan- garðsfólki Reykjavíkur er fimmta 'bindiö í ritröðinni „Safn til sögu Reykjavíkur” sem Sögufélag gefur út og kostaö er að hluta af Reykja- víkurborg. Jafnframt er þetta fyrsta ritið í þessari ritröð sem inniheldur heildstæða rannsókn á ákveðnu við- fangsefni, en áöur hafa komiö út tvö ritgerðasöfn og tvær heimildaútgáfur á fundageröarbókum bæjarstjórnar. 1 formála að þessu riti segir höfundurinn að megintilgangurinn hafi verið að kanna stjóm fátækra- mála í Reykjavík, umfang fram- færslunnar, kostnaðinn við hana og ekki síst hagi þurfamanna og félags- lega stöðu þeirra. 1 öðru lagi segir höfundur að leitast verði við að at- huga hvort þéttbýlismyndun í Reykjavík og þróun atvinnuhátta hafi orðið til að greina framfærsluna þar aö einhverju marki frá fram- færslunni í hinum strjálbýlli hér- uðum landsins. 1 þriöja lagi vill hann tengja sögu fátækramála Reykjavík- ur vaxtarsögu kaupstaðarins og sögu bæjarstjómar enda hafi fátækramál- in verið eitt viðamesta verkefni sveitastjóma á landinu allt það tíma- bil sem ritiö taki til. Rannsókninni er þannig ætlaö að taka yfir afar vítt svið. En það er skemmst frá því að segja að fyrsta atriöinu em gerð nokkuð góð skil en hinum tveimur er aöeins tæpt á. Reyndar er það nánast ofætlun að færast svo mikið í fang, sérstaklega þegar um er að ræða 120 ára tímabil og gloppóttar þær grandvallarrann- sóknir sem gerðar hafa verið á hag- sögu og atvinnusögu þessa tíma. Langurvar ómagahálsinn Gísli Agúst reynir að fullnægja einu þessara atriða með þvi að skrifa inngangskafla um aðdraganda þess að Reykjavík verður kaupstaður, en hann þjónar litlum tilgangi sem inn- leiðing í þaö efni sem á eftir kemur. Væri nær að halda að þar hefði betur átt við nánari umfjöllun um þær staðhæfingar sem koma fram í fyrsta kafla bókarinnar að fram- færsla fátækra hafi veriö helsta fé- lagslega viðfangsefni sveitarstjóma á fyrri öldum og hafi sama skipan mála haldist í þeim efnum allt frá goðaveldisöld og fram á fyrstu ára- tugi þessarar aldar. Þá hefði einnig mátt gefa yfirlit um skipan þessara mála í Evrópu til aö lesandinn sæi efnið í víðara samhengi og í saman- burði við evrópska þjóöfélagsþróun. Omagahálsinn var langur á þessu tímabili og af ritinu má sjá aö fá- tækraframfærslan var ekki aðeins helsta viðfangsefni sveitarstjórna, heldur einnig það fjárfrekasta. Eins og við var að búast var gjaldendum ekki sérlega útbært fé til þessa verk- efnis. Ein aðalskylda þeirra sem fóra með þessi mál fyrir hönd sveit- arfélaga var að sjá um að halda þessum sveitarþyngslum í skefjum, hindra aö þeir settust að sem fyrir- sjáanlegt var aö ekki gátu framfært sig og sína og vísa burt þeim þurfa- mönnum sem voru að því komnir að vinna sér sveitfesti og framfærslu- rétt. Þaö var dýrt að halda lífinu í hverjum þurfamanni, en það var einnig dýrt að koma honum niður í jörðina ef hann sálaöist á kostnaö sveitarinnar. Fram til ársins 1821 vora borgarar í Reykjavík undanþegnir greiðslum í fátækrasjóð. En eftir að þeir geröust þar gjaldendur kröfðust þeir meiri Bókmenntir ÓiafurE. Friðriksson réttar um ráöstöfun fjárins. Það varð tíl þess að sérstök fátækranefnd var stofnuð, en hún var fyrsti vísir að eiginlegri bæjarstjórn í Reykjavík. Borgaramir sáu síöan til þess að beina þessu fjármagni aftur í eigin vasa. A árunum 1822 til 1847 var það alltaf kaupmaður sem gegndi störf- um gjaldkera fátækranefndarinnar. Vöruúttekt í verslun var þá algeng- asta formið á aðstoð við þurfabænd- ur þá sem þurftu aðeins tímabundna aðstoð og sá gjaldkerinn til þess að úttektin færi oftast fram í verslun hans. I ritinu era rakin afskipti fátækra- nefndarinnar af framfærslu þurfa- manna allt fram til ársins 1907. Þótt rannsókninni sé markað vítt svið í formálsorðum er ramminn um hana mjög þröngur. Aöalheimildimar eru gerðabækur fátækranefndarinnar, bréf hennar og skjöl. Þessi gögn nýt- ir Gísli Agúst þó ákaflega vel, að því er virðist, og vinnur úr þeim ýmsar tölulegar upplýsingar sem segja margar meira en mörg orð myndu gera. Heimildirnar hefðu mátt tala Fullyrt er í ritinu að fátækrafram- færslan hafi verið stærsta verkefni sveitarfélaga á því tímabili sem fjallað er um. Þetta er rökstutt hvaö Reykjavík varðar mcð ágætu línuriti sem sýnir útgjöld til fátækrafram- færslu sem hlutfall af áætluöum út- gjöldum kaupstaöarins fyrir árin 1848 til 1873. Þar kemur fram að allt að helmingur útgjaldanna hefur far- ið til framfærslu þurfamanna sum árin. Hins vegar vantar sambæri- lega viðmiöun fyrir árin á undan. Þar er framfærsluféö einungis til- greint í ríkisdölum og skildingum sem eru merkingarlitlar tölur þegar engin er viðmiöunin. Vera má að þama skorti heimildir en sú afsökun gildir ekki þegar um er að ræða tíma- bilið eftir 1873. Þar er aðeins sagt að hlutfallið hafi lækkað niður i um 10% undir aldamótin, en sambærilegt línurit skortir. Þar og víöar hefði far- ið betur á aö upplýsingar hefðu verið sambærilegará hverjutímabili. Þar sem frásögnin er nokkuö bund- iö við aðgerðir fátækranefndarinnar og ræðst af þeim heimildum, sem f rá henni eru komnar, hættir henni til að vera nokkuð þurr og formleg. Lýsing á bæjarbragnum í Reykjavík og beinar tilvitnanir í bréf frá skjól- stæðingum fátækranefndarinnar er þó viðleitni til að gæða frásögnina lífi. Sú aöferö að láta heimildirnar tala fyrir sig sjálfar er oft æði vanda- söm. I þessu riti hefði þó ekki sakað að gera það í ríkara mæli. Áhrifa- mesta frásögnin og sú sem mesta innsýn veitir í viðfangsefnið er þegar þetta undirmálsfólk bæjarins stigur sjálft fram á blaösiöumar. Höfundur hefur ekki seilst víða fanga til að fylla upp í þá frásögn sem unnin er úr gögnum fátækra- nefndarinnar. Hann lætur víöa nægja að rekja aðgerðir nefndarinnar og er spar á að draga víðtækar ályktanir eða sjá efnið í stærra samhengi. Eng- an veginn er staðið við þau fyrirheit sem gefin era í formála. Höfundur er meira að segja oft svo spar að nýta heimildir sem Uggja við jaðar við- fangsefnis hans að hann lætur þess eins getið að þær séu til. Þannig segir þegar verið er að fjalla um hrakningai vinnufólks milli héraða að um þetta efni hafi Sölvi Sveinsson skrif- að í óprentaðri kandidatsritgerð, — engin ályktun, engin tilvitnun í niður- stöður hans. A sama hátt er sagt að miklar umræður hafi farið fram um fátækralöggjöfina i blööum á síðustu áratugum 19. aldar. Ekkert er getið um innihald þeirrar umræðu. Og fyrst veriö er aö gagnrýna heimilda- notkun má benda á það að í bókinni er vitnað til ritgerðar eftir Skúla Þóröarson í ritgerðasafninu í Reykjavík í 1100 ár, án þess að láta þess getið að þar er tilvitnunin tekin úr enn öðru riti. Þetta er víst ekki í samræmi við þá fræðimannlegu hefö að vitna beint til frumheimilda ef kostur er. Þessar aöfinnslur eru þó ekki þungvægar á móti þeim ávinningi sem er aö útgáfu slíkra undirstöðu- rannsókna sem rit Gísla Ágústs er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.