Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1982, Blaðsíða 12
12 DV. MÁNUDAGUR13. DESEMBER1982. Olgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjðmarformaflur og útgáfustjúri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvætndastjflriogútgáfustjflri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aflstoflarritstjðri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ristjóm: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI86411. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI19. Áskriftarverðá mánuði lSOkr. Verð í lausasölu 12 kr. Helgarblafl lSkr. kommúnismans Ekki eru öll afmæli til fagnaöar. Það telst ekki tilefni til veisluhalda að nú er rétt ár liðið frá því að herlög voru sett í Póllandi. En það er ástæða til upprif junar og aðvör- unar; afmæli sem ætti ekki að fara framhjá neinum þeim sem vill vera sér meðvitandi um líf sitt og tilveru. Á sama tíma og frelsi til orðs og æðis, rétturinn til tján- ingar og athafna þykir jafnsjálfsagður og þörfin til að fæða sig og klæða, gerist það hjá gamalgróinni menning- arþjóð í Miö-Evrópu að þjóðin öll er hneppt í fjötra her- laga. Pólverjar eru teknir í bóndabeygju, sviptir mann- réttindum og meðhöndlaðir eins og gangsterar og glæpa- menn. Þeim er bannað að kjósa, þeim er bannað að hafa skoðanir, þeim er bannað að fara frjálsir ferða sinna. Foringjar fólksins eru lokaöir inni í stofufangelsi, samtök verkalýösins eru lögð niður og milljónum manna er skip- að að sitja og standa samkvæmt duttlungum he^foringja og flokkseinvalda. Og enginn fær rönd við reist. ' Pólverjum er ekki hlátur í huga en í raun og veru.er það hlægilegt, óskiljanlegt með öllu, að slíkir atburðir geti gerst á okkar tímum. Þegar allur almenningur fræðist og menntast, bætir kjör sín og nýtur sjálfsagðra mannrétt- inda, er erfitt að ímynda sér að hægt sé að loka heilar- þjóðir inni, svipta þær lágmarksréttindum og stýra þeim með hervaldi eins og óupplýstum hjálparvana lýð. Þetta er gert í nafni kommúnismans, einhverrar stefnu, sem verið er að troða upp á mannfólkið og hefur þann yfirlýsta tilgang að hjálpa öreigum allra landa til eilífrar sælu. Hvílík hræsni, hvílíkt hámark öfugmæla. Ef kommúnisminn er jafnyndislegur og hugljúfur og sí- fellt er verið að gefa í skyn, til hvers þarf þá að þröngva þessari himnasælu upp á Pólverja með herlögum? Ögæfa okkar tíma er því miöur sú að helftin af mannkyninu situr uppi með þessa skelfingu, þessa óhugnanlegu tíma- skekkju sem kommúnisminn er. Rétt er það að verkalýðshreyfingin í Póllandi, undir forystu Samstöðu og Lech Walesa, var orðinn óþægur ljár í þúfu stjórnvalda þar í landi. Rétt er það að efnahagur landsins var oröinn bágur og rétt er það að öngþveiti og upplausn á vettvangi stjórnmálanna var nánast orðið óviöráðanlegt. Herlögin voru afleiðing alls þessa. En þau eru fyrst og síöast afleiðing kommúnismans, eins og raunar allt ástandiö í Póllandi þá og nú. Örlög Pólverja hafa ráðist af þeirri ógæfu að kommúnistar náðu þar völdum og þar eins og annars staðar hefur sú stefna beðiö skipbrot. Valdataka herforingja, bönn frjálsra verka- lýðshreyfinga, stofufangelsi Walesa eru ekki einangraðir atburðir, heldur afleiðing kerfis og flokks, naglar í lík- kistu kommúnismans. Það kerfi sem ekki þolir frelsi, sá flokkur sem ekki þolir skoðanir, hvorttveggja er dæmt til að mistakast og líða undir lok fyrr eða síðar. Herlögin í Póllandi verða ef til vill afnumin þegar frá líður, Walesa lætur til sín taka von bráðar, Jaruselski tal- ar blíðlega til fólksins. Ekkert mun skipta sköpum í Pól- landi eða annars staðar, af þeirri einföldu ástæðu að kommúnisminn er samur viö sig. Hann er óvinurinn, and- styggðin sem Pólverjar búa við. Meöan sú stefna er við lýði í Póllandi breytist ekkert. Herlögin sýna kommún- ismann grímulausan, það er allt og sumt. ( ebs r Ostjom raforkumála Stjórn raforkumála á Islandi hefur veriö meira eöa minna vafasöm undanfarin ár, en nú allra síöustu ár keyrir um þverbak í óstjórn og stjórnleysi og þar af leiðandi óarö- bærum framkvæmdum. Hrein afleiö- ing af því er síhækkandi raforku- verö, langt umfram veröbólgu. Við höfum ekki séö fyrir endann á þessum hækkunum í bráö þó svo aö stjórnarskipti séu á næsta leiti vegna þess aö mikill hluti afleiöinga rangra framkvæmda á síðustu árum og þeirra sem nú er unniö aö eiga eftir að koma fram í enn hærra raforku- verði í næstu framtíð. Jafnvel þó aö samningar tækjust um þreföldun á orkuverði til stóriðj- unnar allrar yröi tiltölulega lítil lækkun á veröi til almennings í prósentum taliö, svo hátt er raforku- verðið orðið. Nú má spyrja hverjar séu ástæöur fyrir þessari óðaverðbólgu á raf- orkuverði, þá er því til aö svara aö að mínu mati liggja ástæöumar fyrst og fremst á Þjórsársvæði Landsvirkj- unar. Þær helstu aörar óaröbæru framkvæmdir sem eru utan (enn þá) svæöis Landsvirkjunar svo sem Byggðalínur og Krafla, eru ekki inni í orkuverðinu, afborgunum af þeim er frestaö með lántökum. ,, Til að varpa enn skýrari mynd af Þjórsársvæöi Landsvirkjunar má hér líta á þróun heildsöiugjaidskrár Landsvirkjunar á 130 kv spennu og 5000 stunda nýtingartíma, sett upp í línurit í einingarverði (aur/kwh) á hverjum tíma, nokkur ár til baka. Og í sama línuriti kaupgetu skiptaverðs þorsks í hæsta gæðaflokki pr. kg um- reiknað í kílóvattstundir á heUdsölu- verði Lands virk junar. En skiptaverð þorsks er hreinn mæiikvarði á kaupgetu sjómanna, laun þeirra hafa verið 29% af skipta- veröi aUt tímabiliö sem tekið er(var HeimirSveinsson 34% fyrir 16. febr. 1976). Ætlunin var aö nota tímakaup viömiöunarmanns í landi, en ókleift reyndist að fá hreinan taxta sem mæUkvarða vegna sífeUdra breytinga á heitum taxta og viömiöunum starfslýsinga, svo og láglaunabreytingum. Enn hér má fljóta með aö fiskverð hefur 7,67 faldast frá 1. jan. 1977 til 15. nóv. 1982. Laun lægsta Dags- brúnartaxta hafa 10,25 faldast, lauíi 10. taxta BSRB hafa 9,79 faldast en verö Landsvirkjunar 17,47 faldast á sama tímabUi. Svo vikiö’ sé aftur aö línuritinu sést að þaö orkumagn sem fékkst fyrir einn þorsk á fniöju ári 1978 þá þarf í dag 15. nóv. 1982 rétt tæplega 3 stykki þorska fyrir sama orkumagn. Þyrfti aö athugast hvort hér sé ekki um heimsmet aö ræða. Margar „Kröfíur" En réttara er að skoöa meðal kaupmátt hvers árs fyrir sig í staö- inn fyrir verstu tilvikin. Þá kemur í ljós aö kaupgeta skiptaverös pr. kg var 27,9 kwh ór 1977 , 29,6 kwh 1978, 25,2 kwh 1979,21,2 kwh 1980,17,8 kwh 1981 og 15,4 kwh það sem af er ári 1982 eöa tU 15. nóv. Þannig aö lítið er orðið eftir af þorski nr. 2 annað en sporðurinn þegar borin eru saman ár ’78 og þaö sem af er ári 1982. Eg get ekki ímyndaö mér annaö en aö þorskur nr. 3 hverfi á næstu tveimur árum því aö til afborgunar koma ýmsar vitleysis framkvæmdir á Þjórsársvæöi, svo sem Sultar- tangastífla, Kvíslarveita og rest af Hrauneyjarfossvirkjun, en okkur var talin trú um að hluti síöustu hækkunar (á síöustu stundu lækkuö úr 35% í 29%) væri vegna afborgunar af Hrauneyjarfossvirkjun. Einnig kemur sá hluti kostnaðar við Byggðalínur sem Landsvirkjun á að yfirtaka um næstkomandi áramót. Sá kostnaöur hlýtur aö leiða til hækk- unar orkuverðs. (Orðtæki stjórn- rnálamanna er jöfnun orkuverðs), afganginn á sjálfsagt aö greiöa í sköttum til ríkissjóðs. Svo aö síðustu kostnaður viö af- borganir af Suðurlínu og skulda- bagganum sem eftir á að koma út í «n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.